Helgarpósturinn - 31.08.1979, Síða 14
14
Föstudagur 31. ágúst 1979 hQlgdrpOSturinrL.
----------
L\ Norðurljósaýsa
Helgarpóstsrétturinn er að
þessu sinni frá Kolbrúnu Jóns-
dóttur, Hótel Norðurljósi,
Raufarhöfn.
2 stk. ýsuflök roðflett
2-3 matsk. islenskt smjör
örlitið hvitlaukskrydd (garlik)
1/2 tesk. pipar
1/2 tesk salt
1/2 dl. rjómi
1 litil dós sveppir
álpappir
Fyrst er annað flakiö lagt á
álpappirinn, smjörið, kryddið
piparinn og saltið sett á það og
siðan hitt flakið lagt ofan á.
Alpappirnum lokað einsog verið
væri að loka fyrir rjómaköku.
Bakað vel i heitum ofni i 15-20
minútur. Síöan er álpappirinn
opnaður, soðinu sem myndaðist
við baksturinn hellt i litinn
pott, bragðbætt með rjómanum
og ^veppunum. Með þessum
rétti eru soðnar kartöflur. Þá
má einnig matreiða silung á
þennan hátt. Silungurinn er þá
hafður i heilu lagi og kryddiö
sett inni hann. Bakist i 20 min.
Þannig tilreiddur silungur var
mjög vinsæll meðal Frakka sem
heimsóttu Noröurljósið i sumar.
Verði ykkur að góðu.
„Skapar góða stemmningu”
Það hefur sennilega komiö gestum Hollywood siðastliðna helgi á
óvart, að búið var að setja upp gang úr súlum og flauelstágum á
tröppum diskóteksins, og stóðu dyraverðir niðrá stéttinni og stjórn-
uöu þaöan inngöngu gestanna, vinsuðu úr hæfa, en vfsuðu hinum
frá.
En það má geta þess, aö slikt
fyrirkomulag tiðkast i hinu
fræga diskóteki, Studio 54, i New
York.
Til að forvitnast nánar um
þetta höfðum við samband við
eigandann Ola Laufdal:
„Já, það er rétt. Við vorum
með smátilraun um siðustu
helgi. Þetta kom helviti smart
út Tilgangurinn með þessu er
að útiloka að þvaga myndist við
dyrnar og gestir okkar eigi
greiðari aðgang aö staðnum.”
— Er það satt, að þarna hafi
þið verið hreinlega að velja fólk
sem þið vilduð fá inn?
,,Ja, það væri auövitaö gaman
að velja það fólk sem maður vill
fá i húsið, en visa hinum frá. Og
við gerðum það. Allir sem voru
smekklega klæddir komust
náttúrulega inn, en þeim sem
voru klæddir einsog bifvéla-
virkjar, beint úr djobbinu og svo
blindfullu fólki var visað frá.
Það er bara einsog venjulega.”
— Ætlið þið að halda þessu
áfram?
,,Ég veit nú ekki um framtið-
ina. Þetta er erfitt viðfangs og
útheimtir meiri mannskap og er
þal. dýrara. En þetta setur
skemmtilegan svip á staðinn og
skapar góða stemmningu.”
— pp
LLTER
NÚ TIL!
Heimilistölva
sem leysir
flest vandamál
„Pet” heitir hún og er heimilis-
tölva og er komin til íslands.
„Tölvan eykur afkastagetu
manns á öllum sviðum”, sagði
Reynir Hugason rafmagnsverk-
fræöingur, og endursöluaðili tölv-
unnar, i samtali. „Það er ekki
erfitt fyrir almenning að læra á
tölvuna”, sagði Reynir, en hann
hyggur á sex vikna námskeið I
haust, eitt kvöld i viku þrjá tima i
senn, fyrir þá sem áhuga hafa á
að læra á tölvuna. A Heimilis-
sýningunni I Laugardalshöll sem
nú stendur yfir, verður tölvan svo
kynnt.
„Almenningur er yfirleitt
hræddur við tölvur”, sagði hann.
„Við sjáum þær yfirleitt sem
risastór tæki sem taka heilu her-
bergin og i kringum eru menn i
hvitum sloppum. Eins og þær séu
aðeins fyrir sérfræðinga. En það
er mesti misskilningur og heim-
ilistölvan sannar það”.
Auk þess sem „Pet” getur gert
skattaskýrsluna, getur hún
annast heimilisbókhald, og ýmiss
konar útreikninga. Hafi einhver
hugsað sér að bjóða átta, tiu eða
tólf manns, — ja eða fleiri, —• i
kjúkling eitthvert kvöldið, getur
tölvan reiknað út nákvæmlega
hversu mikið þarf af hverju, svo
allir fái nú nóg.
En afþreyingin er i fyrirrúmi
og það má leika sér talsvert við
tölvuna. Með þvi að fylgjast með
mynd sem birtist á skermi tölv-
Reynir Hugason raf-
magnsverkfræðingur
kynnir nýtt undratæki
Hún er mjög góður félagi. Svikur þig hvorki né blekkir
og er tilbúin til að gera allt sem hún getur fyrir þig.
Leikur við þig og reiknar fyrir þig, og gerir skatta-
skýrsluna, svo þú þarft ekki annað en að undirrita hana.
unnar má reyna við þá þraut að fá
eldflaug til að lenda á tunglinu,
flugvél sem er eldsneytislaus til
að lenda á flugvelli án þess að
óhapp komi fyrir, og fleira.
Tölvan yrkir jafnvel ljóð og eigi
maður i erfiðleikum andlega, er
hún reiðubúin til hjálpar. Að visu
reyndi hún aðeins að snúa út úr
þegar blaðamaöur reyndi hana:
„Elskhugi minn hefur yfirgefið
mig”, sagði blaðamaður, „og ég
get ekki verið ein”.
„Hvers vegna ekki?” spurði
tölvan á móti.
„Ég get ekki sofið og ekki borð-
að”, sagði blaðamaður.
Hefurðu reynt?” spuröi tölvan.
„Já”, sagði blaðamaður.
lí’rr elril" eirúro^i hé tnliron
JUWÍilllÍfl
:tum öll í sjóræningjagöllutn
»efum hvergi eftir!
Sjóræningjadansleikur nk. laugardagskvöld kl. 23.00
03.00 um borð í Akraborginni.
Falinn fjársjóður um borð - góður úttektarseðill í Óðali
handa þeim sem fundvísastur reynist.
Miðar seldir í skrifstofunni, sími 11630,
eða í Óðali á kvöldin.
Kvennabúrið sneisafullt (ath. að Arabíski
prinsinn og geldingarnir verða ekki með í
ferðinni !!) - notið þetta einstaka tækifæri.
Ýmislegt gert til skemmtunar og frábærar
uppákomur fyrirhugaðar. Koddaslagur og
skylmingar ef vel tekst til.
HELLO' l'M HERE T0 K£LP VOU. PLEASE FEEl
FREE TO SKV WHATEVER'S 0N V0UR HIND.
í WILL KEEP OUR CONVERSftTION IN STRICT
CONFIDENCE.
MV LOVER LEFT ME
«0 0N,<30 ON
ANO I CAN'T LIVE AL0NE
HOW DO VOU KN0W VOU CflN'T LIVE fiLONE -
i CftN'T SLEEP AND I CAN' T EftT
have VOU tried?
Þétta var nú kannski ekki besta
aðstoðin, en sjálfsagtgetur tölvan
betur, og þess má geta að textinn,
eða það sem hún segir, birtist á
skermi hennar.
Fleira getur tölvan gert, og sé
keyptur sérstakur búnaður má
stilla tölvuna þannig að hún geti
skrúfað frá krana á einhverjum
vissum tima, hellt upp á könnuna
á öðrum tima og fleira ótrúlegt.
An þess að kaupa sérstakan út-
búnað, má fá tölvuna til að vekja
fólk og hægt er að spila á hana
næstum eins og orgel, og hún
getur leikið músik vilji maður
þaö, en til þess að hægt sé aö nota
tölvuna þarf aö kaupa sérstakar
kasettur.
Tölvan kostar 580 þúsund
krónur hér á islandi. Margt virð-
ist benda til þess að tölvan ætli að
verða jafn vinsælt heimilistæki og
isskápurinn varö þegar hann kom
á markaðinn. I Bandarikjunum
er gert ráð fyrir að 40 milljónir
heimilistölva verði i notkun á
heimilum árið 1985. Reynir Huga-
son kvaðst ekki i nokkrum vafa
um að heimilistölvan ætti einnig
eftiraðnjóta mikilla vinsælda hér
á landi.
—EA.