Helgarpósturinn - 19.10.1979, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 19.10.1979, Blaðsíða 2
' H Jón Sólnes ásamt öörum Kröflunefndarmönnum og Einari Tjörva Eliassyni yfirverkfræöingi á fundi viöiKröflu eftir eina umbrotahrinuna t>ar- ÁKVAÐ JÓN SÓLNES FMMKVÆMMSDÓM- LAUN SÍN SJÁLFUR? Málefni Kröfluvirkjunar hafa mikiö veriö til umræöu f fjöl- miölum og manna á meöai aö undanförnu. Astæöan fyrir þessu umtali núna, eru simamál Jóns Sólness, fyrrum formanns og framkvæmdastjóra Kröflu- virkjunar, en hann lét bæöi Al- þingi og Kröfluvirkjun greiöa sér sömu simareikningana. Hann fékk sem sé simareikn- inga sina tvlborgaöa siöastliöin þrjú ár. En þaö er ástæöu- laust aö rekja þá sögu frekar, hún er flestum kunn. A hinn bóginn eru fieiri spurningar á kreiki varöandi Jón Sólnes og Kröfluvirkjun. Mikiö hefur ver- iö rætt um virkjunina sem slika frá orkusjónarmiöi, en i þá sálma veröur ekki fariö núna, heldur litiö á nokkur dæmi varö- andi fjármál Jóns og Kröflu. Þaö skal tekiö fram strax i upphafi, aö Helgarpósturinn haföi samband viö Jón Sólnes alþingismann, og fyrrum for- mann og framkvæmdastjóra Kröflunefndar, sem raunar var lögö niöur um siöustu áramót. Var ætlunin aö spyrja Jón um þau atriöi sem hér fara á eftir og fá hans skýringar á þeim. Jón Sólens baöst undan öllum spurningum viövfkjandi Kröflu- virkjun, eins og sakir stæöu. Jón Sólnes var I nóvember 1974 skipaöur sem formaöur Kröflunefndar og jafnframt framkvæmdastjóri hennar. Höföu þá stjórnarskipti oröiö og rikisstjórn Geirs Hallgrimsson- ar tekiö viö stjórnartaumunum. Var hann skipabur af þáverandi iönaöarráöherra til þessara em- bætta. 1 skipunarbréfinu kemur ekkert fram um kaup og kjör hans. Yfirvinna samkvæmt reikningi Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Thoroddsen þáverandi iönaöarráöherra og Páli Flyg- enring ráöuneytisstjóra I iönaö- arráöuneytinu voru fram- kvæmdastjóralaun Jóns ákveö- in jafnhá launum Einars Tjörva yfirverkfræöings Kröfluvirkj- unar. Þá sagði Gunnar Thor- oddsen að ákveöiö heföi veriö aö Jóni skyldi greidd yfirvinna eft- ir reikningi. Þess má einnig geta aö yfirverkfræðingstaxti sá, sem Jóni var greitt eftir, er fiórum þrepum hærri (hvert þrep 7%) en hæsti taxti stéttar- félags verkfræöinga. Mun þar vera að ræöa svokallaöan ráö- gjafaverkfræðingataxta og reiknast hann samkvæmt ein- hliöa ákvöröun fulltrúaráös fé- lags ráögjafaverkfræöinga. En þar sem Jón starfaði einnig sem alþingismaöur, þegar hann gegndi störfum framkvæmda- stjóra, þá fékk hann aöeins út- greidd 60% af framkvæmda- stjóralaununum. Nokkrar spurningar vakna i þessu sambandi. Hvaöa aöili á- kvað launakjör Jóns Sólness hjá Kröfluvirkjun? Var sá samn- ingur munnlegur eöa skrifleg- ur? Er þaö eölilegt aö yfirmaö- ur rikisfyrirtækis skrifi sina yf- irvinnu sjálfur og fái hana greidda eftir reikningi? Er þaö samkvæmt lögum um þing- fararkaup, aö starfsmaöur rik- isins fái 60% launa sinna hjá fyrirtækinu, þegar hann starfar hjá þvi úti á landi? Þessum spurningum og öör- um tengdum leitaöi Helgarpóst- urinn svara viö. Fyrst haföi Helgarpósturinn tal af Guömundi Karli Jónssyni deildarstjóra i launadeild Fjár- málaráöuneytisins og spuröi hvort launadeildin sem slik hefði eitthvaö meö launa- greiöslur til starfsmanna Kröfluvirkjunar aö gera. Guö- mundur kvaö ekki svo vera. Launadeildin heföi aldrei haft nein afskipti af starfsmönnum Kröfluvirkjunar, Kröflunefnd heföi haft sitt eigiö fé og allar launagreiöslur fariö þaöan út. Fram og til baka En hver ákvaö launakjör framkvæmdastjóra Kröflu- nefndar, Jóns Sólness? Helgar- pósturinn spuröi Pál Flygenring ráöuneytisstjóra iönaöarráöu- neytisins um þetta atriöi. Páll svaraöi þvi til, aö iönaöarráöu- neytiö geröi öllu jöfnu ráöning- arsamning viö lausráðna starfs- menn. Og þvi heföu kjör Jóns líklega veriö ákveðin i ráöu- neytinu. Baö þá blaöamaður Helgarpóstsins ráöuneytisstjór- ann um afrit af þessum ráðning- arsamning. Kvaöst Páll Flyg- enring ætla að finna þann samn- ing. Degi siöar hitti blaðamaöur Pál aö máli á nýjan leik. Sagö- ist Páll þá ekki hafa fundiö neinn slikan samning viö Jón Sólnes i ráðuneytinu. Hins veg- ar haföi ráðuneytisstjórinn i höndum skipúnarbréf Jóns, en i þvi var ekkert ákvebið á um kaup og kjör. Blaöamaöur spuröi þá Pál, hver heföi gert samninginn viö Jón Sólnes. Taldi ráöuneytis- stjórinn þá aö Kröflunefnd sem slik heföi ákveöið iaunakjör framkvæmdastjóra Kröflu- nefndar, eins og hún geröi varö- andi aöra starfsmenn Kröflu- virkjunar. Var þá boltinn kominn tii Kröflunefndar. Haföi Kröflu- nefnd meö Jón Sólnes i forsæti ákveöið launakjör Jóns Sólness framkvæmdastjóra nefndarinn- ar? Ingvar Gislason alþingis- maöur sem sat i Kröflunefnd varö fyrir svörum. „Sannleikurinn er sá,” sagöi Ingvar Gislason, ,,aö iönaöar- ráöuneytiö skipaöi fram- kvæmdastjórann og ákvaö laun hans. Kröflunefnd kom þar hvergi nærri.” Svo mörg voru þau orö Ing- vars Gislasonar. Boltinn kom- inn beinustu leiö til baka. Helg- arpósturinn hringdi þar af leiö- andi i Gunnar Thoroddsen fyrr- um iðnaðarráöherra, sem starf- aöi sem sllkur er Jón Sólnes var skipaöur framkvæmdastjóri. „Þaö var aö sjálfsögöu iðnað- arráöuneytiö sem ákvaö launa- kjör framkvæmdastjóra Kröflu- virkjunar,” sagöi Gunnar. — En hvernig stendur þá, á þvi, aö ráöuneytisstjóri iönaö- arráöuneytisins, Páll Flygen- ring veitt ekkert um þaö mál. Finnur engan ráðningarsamn- ing 1 ráöuneytinu og telur aö Kröflunefnd hafi séö um þessa hliö mála? spuröi Helgarpóstur- inn. Gunnar Thoroddsen kv^öst ekki geta svarað þvi en hann sem iönaöarráöherra hafi vitaö aö ráðuneytið samdi viö Jón Sólnes um kaup og kjör. Tii aö fá þetta mál á hreint, sagöist Gunnar ætla aö leggja leiö sina I ráöuneytið morguninn eftir og ræða viö Pál Flygenring og finna papplra sem þetta stað- festu. Baö hann blaöamann aö hafa viö sig samband morgun- inn eftir vegna þessa. Gunnar samdi um Jaunin— munnlega Morguninn eftir(I gær) haföi Helgarpósturinn samband viö Gunnar Thoroddsen á ' nýjan leik. Sagöist hann þá hafa rifjað þessi mál upp. Iönaöarráöu- neytiö heföi ákveöiö aö Jón fengi sömu laun og yfirverk- fræöingur Kröflu og einnig aö hann fengi 60% þeirra launa þar sem hann starfaði jafnframt sem þingmaöur. Astæöuna fyrir þvl, aö Páli Flygenring heföi ekki veriö kunnugt um þetta, sagöi Gunnar vera, aö Páll heföi ekki verið kominn til starfa I ráðuneytinu þegar þetta var ákveðið. (Þaö skal tekiö fram, að Kristmundur Halldórsson deildarstjóri i ráöuneytinu staö- festi allt þaö sem Páll Flygen- ring haföi sagt um þessi mál viö blaðamann. Kristmundur starf- aöi I ráðuneytinu áriö 1974.) Munnlegt samkomulag við þáverandi iðnaðar- ráðherra um ráðgjafa- verkfræðingslaun og ómælda yfirvinnu. Þá sagöi Gunnar Thoroddsen aö samningurinn viö Jón Sólnes heföi veriö munnlegur. Hann var þá spuröur hvort ekki væri óalgengt að samningar væru geröir meö þessum hætti en Gunnar svaraöi þvi til aö fyrir heföi legiö samningur yfirverk- fræöings, sem lagður heföi veriö til grundvallar launum Jóns Sólness og þvi varla ástæöa til aö gera annan samning. Hins vegar vildi Gunnar ekki útiloka aö einhversstaöar væri til skjal- festur samningur viö Jón i fór- um ráðunevtisins. Gunnar Thoroddsen sagöi, aö ekki heföi veriö taliö óeölilegt aö framkvæmdastjóri heföi sömu laun og hans undirmaöur, þ.e. yfirverkfræöingurinn. En hvaö meö þá staöreynd aö Jón Sólnes skrifaöi sína yfir- vinnu sjálfur og var hún greidd samkvæmt þeim tölum sem hann gaf upp. Er sllkt algengt hjá yfirmönnum rikisstofnana? //Tíökast" — //tíökast ekki". Guömundur Karl Jónsson hjá launadeild fjármálaráöuneytis- ins svaraði þvi: „Þetta atriöi er fest I kjarasamninga. Þaö tiök- ast ekki aö menn skrifi sjálfur á sig yfirvinnu og fái greidda samkvæmt reikningi. Yfirleitt er ákveöinn viss fjöldi yfir- vinnutima á yfirmenn rikis- stofnana. Þannig eru t.d. skóla- stjórar meö fasta yfirvinnutlma mánaðarlega.” Núverandi framkvæmda- stjóri viö Kröflu, og yfirverk- fræöingur á staönum, Einar Tjörvi, var aö þvi spurður hvort hann fengi sina yfirvinnu greidda eftir reikningi, eins og hans forveri, Jón Sólnes. „Nei, svo er ekki,” svaraöi Einar, „Eg hef fasta yfirvinnu mánaöarlega og eru þaö 40 klukkustundir. Vinni ég sannan- lega mikið umfram þann tlma- fjölda, þá fæ ég það greitt.” Gunnar Thoroddsen sagöi hins vegar um þetta atriöi: „Akveöið var, aö fram- kvæmdastjóra yröi greidd yfir- vinna eftir reikningi eins og tlökast um menn I slikum stöö- um hjá hinu opinbera.” Þarna stangast á fullyröingar fyrrverandi iðnaðarráðherra og deildarstjóra launadeildar fjár- málaráöuneytisins. Einnig kemur þaö fram aö arftaki Jóns Sólness I embætti fram- kvæmdastjóra fær ekki greidda sina eftirvinnu eftir reikningi. Áöur en lengra er.'ihaldiö er rétt aö lita örlltiö á þaö, um hvaöa upphæöir hér er verið aö ræöa. Helgarpósturinn hefur það eftir áreiðanlegum heimildum, að Jón Sólnes hafi fengiö laun vegna framkvæmdastjórastööu sinnar hjá Kröflunefnd, sem hér segir: 1974 og ’75 samtals 2 milljónir — 1976samtals, 3,5milljónir (þar af yfirvinna 1,5 milljón) — 1977 samtals 5 milljónir (þar af 2,5 milljónir 1 yfirvinnu) — 1978 fram i september er hann lét af störfum samtals 5 . milljónir (yfirvinna þar af 2,5 milljónir). Þannig hefur Jón Sólnes fengiö I laun sem framkvæmdastjóri Kröfluvirkjunar samtals 16,5 milljónir þessi ár sem hann hef- ur starfaö sem slíkur og er yfir- vinna þar af samtals 6,5 mill- jónir. Eru þarna ekki meö talin þau laun sem Jón fékk sem for- maöur Kröflunefndar. 60% eöa 30%? Næst skal athuguö spurningin um stööu þingmanns hjá rikis- stofnun, sem varpaö var fram héraö framan. Akveðnar reglur gilda um kaup og kjör þeirra al- þingismanna sem jafnhliöa þingstörfum vinna hjá einni eöa annarri rfkisstofnun. Helgar- pósturinn baö Friðjón Sigurðs- son skrifstofustjóra Alþingis um upplýsingar um þær reglur sem I gildi væru I þessu sambandi. Sagöi Friöjón skýrar reglur vera fyrir hendi um þessi mál. Ef starfsmaöur rikisins eöa ein- hverrar rikisstofnunar á sætiá Alþingi og gæti þar af leiöandi ekki gengt starfi sinu, nema á milli þinga, þá bæri honum 30% af launum sinum hjá viökom- andi rikisfyrirtæki. Vær þar t.d. um aö ræöa, þá þingmenn sem störfuöu hjá ríkinu úti á landi. Ef hins vegar þingmaöur gæti sinnt starfa slnum meö þingsetu og mætt daglega til vinnu hjá sinni stofnun, þá ætti hann rétt á 60% launum. Þingfararkaupið fengi viökomandi þingmaöur ó- skipt i báöum tilfeilum. Friöjón Sigurðsson sagöi þessi mál öllu jöfnu liggja ljós fyrir. Þaö væri viðkomandi rik- isfyrirtæki sem tæki ákvöröun Jielgarpásturinn. ------------------------------- um þaö hvor viömiöunin yrði látin ráöa, Alþingi kæmi þar hvergi nærri. Aö þessum upplýsingum fengnum er spurningin: Getur framkvæmdastjóri fyrirtækis noröur I landi, sem jafnframt er þingmaöur, mætt til vinnu dag- lega i sinu fyrirtæki ? Svari hver sem svaraö getur. Þess má geta að Jón Sólnes tók laun samkvæmt 60% reglunni og átti þar með aö geta sinnt sinu framkvæmdastjórastarfi viö Kröfluvirkjun upp á hvern dag.^ Gunnar Thoroddsen sagði H.P. aö þetta heföi verið ákveð- ið I samráði viö rikisendurskoð- un. Þetta eru kannski ekki stór mál I sjálfu sér sem hér hafa verið rakin, en sýna þó svart á hvitu hvernig ýmsar ákvaröanir varðandi fjármál Kröfluvirkj- unar hafa verið hulu sveipuö. Helgarpósturinn varpaði þeirri spurningu fram við Vil- mund Gylfason dómsmálaráö- herra, hvort ráöuneytið myndi fara fram á þaö viö embætti rlk- issaksóknara, að þaö rannsak- aöi simamál Jóns Sólness og önnur skyld mál. Vilmundur sagði ekki ákveöið hvernig dúmsmálaráöuneytiö myndi taka á þessu máli. „En þetta veröur athugað hér I ráðu- neytinu og er það starf þegar fariö af staö. Hins vegar er ekki ljóst ennþá I hvaöa formi rann- sóknin verður,” sagði dóms- málaráöherra. Bílaleigugjöld 17 milljónir Tvö önnur atriöi má nefna varöandi fjármál Kröflu- virkjunar. Bifreiöakostnaður viö Kröflu var á árinu 1978 um 22 milljónir króna. Þar af var bensin og olíukostnaöur aöeins 5 milljónir, 17 milljónir fóru I leigugjöld. Ingvar Gislason fyrrum Kröflunefndarmaöur sagöi þessa tölu háa, —- því væri ekki aö neita. „Viö vorum ekki á- nægöir i Kröflunefnd meö þenn- an háa bifreiðakostnaö. En þetta var erfitt aö ráöa viö, þar sem það virðist siöur i þessum stórvirkjunarbransa, aö hver verkfræöingur og eftirlitsmaöur hafi undir höndum bilaleigubíl. Þetta hefur veriö venja, en er ef til vill ósiöur. Þaö var ekki viö þaö ráöið.” H.itt atriöi semmá nefna er: Kröflunefnd ákvað á sinum tlma aö kvikmynd yröi gerð um bySgingu Kröfluvirkjunar. Kvikmyndin er komin á lokastig og mun að öllum llkindum verða um 30 minútna löng. Kostnaður er þegar oröinn um 8 milljónir viö þessa heimildarkvikmynda- gerö. Þingmenn um símamálið Aö lokum örstutt um nýjasta nýtt i Kröflumálinu. Simamál Jóns Sólness. Helgarpósturinn haföi samband viö 4 þingmenn og baö þá segja, hvernig þeim heföi oröið við þegar upp komst um atferli alþingismannsins Jóns Sólness varöandi tvi- greiddu slmareikningana. Fyrst var þaö Eiöur Guöna- son (A) sem svaraöi: „Þegar ég heyrði þetta fyrst, setti mig hljóðan. Ég sé ekki betur, en með þessu hafi enn einn kapituli bæst við Kröflu- hneyksliö og aö þar hafi kannski ekkert verið ofsagt fram til þessa. Nú er enn rikari ástæöa en fyrr aö skoöa þetta mál alveg niður I kjölinn og það hlýtur aö veröa aö gera.” Friörik Sophusson (D) haföi þetta um málið aö segja: „Þaö er alltaf slæmt þegar svona mál koma upp — hver sem þar á I hlut. Hins vegar hef- ur sifellt staöið styrr um Jón Sólnes og verk hans og hann þvi ef til vill dæmdur haröar en aör- ir.” Ingvar Glslason (D) sagði: „Ég ver ekki þetta misferli og stend jafn berskjaldaður fyrir þvi og aðrir.” Loks svaraöi Ólafur Ragnar Grimsson (G): „Ég var undr- andi á þessari misnotkun. Al- þingi hlýtur aö láta þetta mál til sin taka, samkvæmt þeim regl- um sem þar eru I gildi.” eftir Guðmund Arna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.