Helgarpósturinn - 19.10.1979, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 19.10.1979, Blaðsíða 17
—he/garpásturinn._ Föstudagur 19. október 1979 Samdrátturinn i islensku hljómplötuútgáfunni: Auglýsingastriði Steinars og Fálkans um að kenna segir Jón Olafsson i Hljómplötuútgáfunni hf, Sigrfður, Magnús og Edda ræöa viö Agúst viö upptöku á Lftilli þúfu. Þúfutittlingurinn Þr jár piötur eru nú tilbúnar hjá Hljömplötuútgáfunni hf. og biöa útgáfu. Ein þeirra er reyndar aö koma i verslanir þessa dagana „Glámur og Skrámur”, þar sem Halli og Laddi láta gamminn geysa. Þá er von á plötu Spilverks þjóöanna — „Bráöabirgöabúgí” innan skamms, og sömuleiöis nýrri hljómplötu meö Brimkló. Sólóplata Pálma Gunnarssonar er einnig i undirbúningi. Jón Ölafsson i Hjómplötuiít- gáfunni sagöi þá vera meö ýmis- legtfleira i pokahorninu sem ekki væri timabært aö skýra frá. „Þaö sem fram hefur komiö i fjölmiölum um þessi mál aö undanförnu hefur veriö meira og minna brenglaö”, sagði Jón, „enda aöallega komiö frá einum eða tveimur aðilum. Sá samdráttur sem oröið hefur I islenskri plötuútgafu er að minu mati ekki nema að litlu leyti oröinn til vegna veröhækkan- anna, heldur vegna hinnar erfiöu samkeppni viö erlendar hljóm- plötur”. „Steinar hf. og Fálkinn, sem flytja inn þessar erlendu plötur hafa aukið svo gifurlega auglýs- ingar á þeim að islenskrar hljóm- plötur hafa falliö i skuggann. Þessar auglýsingar hafa fyrst og fremst aukist vegna átaka þeirra á milli, og jafnvel þeir sjálfir viðurkenna aö þær eru meiri en eðlilegt getur talist. hærra kaupi hjá hljómplötufyrir- tækjunum enhjá blööunum. Hver plata er jú tiu þúsund kall”, sagöi Jón. „Þaö er fyrst og fremst þetta sem kemur til meö aö drepa islensku útgáfuna, ef þessu heldur áfram”, sagöi hann. -GA. Jón: „Poppskrifarar dag- blaöanna á hærra kaupi hjá hljómplötufyrirtækjunum en hjá blööunum...” Litil þúfa. islensk kvikmynd, árgerö 1979. Leikendur: Sig- riöur Atladóttir, Edda Hólm, Magnús ólafsson, o.Ð. Kvik- myndataka: Baldur Hrafnkell Jónsson og Haraldur Friöriks- son. Aöstoö, og gerö titla: Ari Kristinsson. Handrit, klipping og leikst jórn: Agúst Guömunds- son. Það hefur líklega ekki fariö framhjá neinum, sem fylgst hefur meö fjölmiölum í sumar oghaust, aö áriö 1979 mun lengi veröa i minnum haft fyrir grósku i innlendri kvikmynda- gerö. Aö meira eöa minna leyti mun þetta vera aö þakka ný- stofnuöum kvikmyndasjóöi. Aö- ur var þaö Minningarsjóöur, sem veitti styrki til kvikmynda- geröar og er Lftil þúfa Ágústs Guömundssonar aö hluta til fjármögnuö af slikum styrk. Myndin greinir frá ungri menntaskólastúlku, sem veröur ófrisk, og viöbrögöum hennar og umhverfisins gagnvart þvi. Efni sem þetta býöur heim hættunni á leiöinlegri þjóö- félagsvandamálamynd i skandinaviskum stil.enaö minu áliti tekst Agústi aö sneiða hjá sliku að mestu leyti. Þaö sem bjargar honum er húmorinn. En þaö er ekki alltaf saklaus og merkingarlaus húmor, heldur er AgUst aö sýna fram á hve mikið af atburðum hversdags- lifsins eru i raun spaugilegir, þegar horft er á þá úr fjarlægð. Á þetta einkum viö þar sem glöggt kemur fram sambands- leysi á milli fólks úr mismun- andi stéttum þjóöfélagsins. Menn tala saman i frösum, sem eingöngu eru sagöir til aö fylla þöngina. Mynd þessi veröur liklega ekki talin til meiriháttar afreka á sviði kvikmyndalistarinnar (enda stóökannski ekki til), þvi hún skilur ekki mikiö eftir sig, þegar maöur leiöir hugann aö henni eftirá. Einstaka atriðum heföi mátt sleppa, (t.d. atriöið i gróðurhúsinu) einsog þau komu fyrir á tjaldinu, eöa þá að spinna meira i kringum þau, til þess að samhengiö hefði orðið sterkara. Þá vottar af þvi, aö stöku persónur eru 6f staölaöar týpur. Þá eru atriöi sem verka litiö sanniærandi, bæði, hvað snertir leik og svo sjálfan textann. Má i þvi sambandi, nefna atriði þar sem foreldrar stúlkunnar ræöa um fóstureyö- ingar. En þrátt fyrir ýmsa galla, er myndin einkar skemmtileg á aö horfa, og staöfestir þaö, að Ágúst getur sagt sögu með myndavélinni. Allt yfirbragö myndarinnar er mjög hlýlegt og gæti ég best trúaö, aö atburöirn- ir sem hún lýsir, séu likir þvi, sem gerist í raunveruleiknaum. Myndin ber það meö sér, eins og sjálfsagt allar aörar islenskar kvikmyndir, aö hún er geröaf takmörkuðum efnum, en þaöspillir ekki fyrir. Þaö hæfir betur þessuefni, aö ekki sé allt of mikiö boriö i myndina tækni- lega. Hún er aö flestu leyti ágætlega gerö, nema hvað hljóöið var afleitt. Það stafar kannski (og vonandi) af þvi, aö i sýningarvél var ekki i full- j komnu lagi viö frumsýninguna. ; Leikur var svona upp og ofan. j Þaö verður kannski að taka miö ! af þvi, að þetta voru eingöngu áhugaleikarar, en i heildina tókst þeim ágætlega upp mörgum hverjum. Hvað um þaö. Aðstandendur myndarinnar geta veriö ánægöir meö sinn hlut. Þessir aðilar hafa mikiö fjár- magn á bakviö sig, og geta til dæmis gefið þeim sem fjalla um þessi mál i fjölmiölum fjölda hljómplatna til að skrifa um. Þetta gerir það aö verkum aö blöðin og útvarp og sjónvarp eru full af efni um erlendar hljóm- plötur. Venjuleg islensk hljómplata ber ekki meira en tveggja milljón króna auglýsingakostnaö. Fyrir nokkru fór þaö heldur ekki á milli mála þegar út kom islensk hljóm- plata. Þaö er hægt að auglýsa talsvert fyrir tvær milljónir. En nú hverfa þær alveg i auglýs- ingaflóbiö frá Fálkanum og Steinari. Eg er viss um aö popp- skrifarar dagblaðanna eru á Sænsk kvikmyndayika i Regnboganum Sænsk kvikmyndavika hefst hér á landi um næstu helgi (27. október). Þá verða sýndar i Regnboganum sjö myndir, þrjár eftir Victor Sjöström, þrjár eftir Mauritz Stiller, og ein eftir Ing- mar Bergman. Auk kvikmy ndasýninganna mun Gösta Werner frá Svenska Filminstitutet flytja fyrirlestra á undati frumsýningum á myndun- um og fyrirlestur I Norræna hús- inu um helstu verk þessa blóma- skeiðs sænskrar kvikmyndunar. Myndir Sjöströms og Stillers eru frá árunum 1917 til 1920 og eru að sjálfsögðu þöglar. Eins og flestum er kunnugt varð mikil endurreisn i sænskri kvikmyndagerö fyrir áratug eða tveimur. Litiö hefur hinsvegar fariö fyrir kynningu á gullöld hennar, i fyrri heimsstyrjöldinni og árunum eftir hana. Sænskum kvikmyndageröarmönnum tókst á þessum tima að gera stórbrotn- um bókmenntaverkum betri skil en þekkst haföi annars staðar. Þeir unnu iðulega i náttúrulegu umhverfi, og nútimamönnum þykir sem beiting þeirra á kvik- myndatækjunum hafi verið ein- stök. Tvo kvikmyndagerðarmenn bar hæst á þessu skeiði, þá Victor Sjöström og Mauritz Stiller. Myndir Sjöströms á kvik- myndavikunni eru þessar: Terje Vigen, Klostred i Sendomir og Körkarlen. Myndir Stillers eru: Sangen om den eldröda blomm- an, Herr Arnes pengar og Erotikon. Mynd Bergmans, Sjö- unda innsiglið, verður sýnd sem fulltrúi sænskra kvikmynda síö- ari tima, svona til að gefa áhorf- endum tækifæri á aö sjá saman- burð og sameiginleg einkenni. Sænska kvikmyndavikan er haldin á vegum sænska sendi- ráðsins og Islensk-Sænska félags- ins. Aðgangur að myndunum veröur 500 krónur. -GA Cr Sjöunda innsiglinu. Af nýjum hljómplötum: Frá USA og Ástraliu Eagles — The Long Run Nú er bandarlska stórhljóm- sveitin Eagles loksins komin meö nýja plötu eftir næstum þriggja ára hlé, og heitir hún The Long Run. Jackson Browne, erskautþeim á toppinn I Bandarikjunum. Og á árunum framtil 1976 óx vegur þeirra jafnt og þétt, og þeir uröu stærsta nafn kántrirokksins fyrr og síöar. Popp eftir Pál Pálsson Eagles eru Glen Frey — gitar, planó, söngur, Don Henley — trommur, söngur og Timothy B. Smith — bassi, söngur. Arið 1971 réöi söngkonan Linda Ronstadt Glen Frey, Don Henley og Randy Meisner i hljómsveit sina, en þeir stungu af sex mánuðum siöar til aö stofna sína eigin hljómsveit, Eagles, ásamt Bernie Leadon. 1 ársbyrjun 1972 flugu þeir svo yfir Atlantsála til Bretlands þar sem þeir hljóörituöu sina fyrstu plötu undir handleiöslu Glyn Johns. A þeirri plötu var lagiö Take ItEasy, eftir Glen Frey og Don Felder bættist i hópinn 1974 eftir aö hafa aðstoðað viö gerö piötunnar On The Border. Snemma á árinu hætti Bernie Leadon og Joe Walsh (fyrrum forsprakki James Gang) kom I hans staö. Randy Meisner yfir- gaf Eagles nokkru eftir gerö Hotel California, sem er siöasta plata Eagles þartil nú, og Timothy B. Smith gekk I hljóm- sveitina. The Long Run inniheldur 10 lög og sem fyrr eru Glen Frey og Don Henley aöallaga- smiðirnir, en hinir eiga lika sín lög. J.D. Souther, sem er góö- vinur þeirra, á þátt I þremur lögum. Tónlist Eagles hefur ekki breyst mikiö frá þvi sem var fyrir þremur árum, þó minna sé nú um kántritakta en áöur. Lag nýliðans Timothy B. Smith, I Can’t Tell You Why, stendur nokkuö sér og minnir talsvert á ballööur Gibbbræöra. Little River Band — First Under The Wire Astralska hljómsveitin Little River Band er um þessar mundir ofarlega á bandariska vinsældarlistanum meö nýjustu plötu slna First Under The Wire. Little River Band er um margt á sömu tónlistarllnu og Eagles þ.e. kántrirokk, og þá eins og hinir siðarnefndu voru fyrr á árum. Og á þaö sennilega mestan þátt I velgengni Little River Band i Amerikunni. Þeir hafa fullnægt þörf Eaglesaödá- enda á meöan Eagles höföu sig litt I frammi slöastliöin þrjú ár, likt og Queen komu upp þegar Led Zeppelin voru I frli. Little River Band er skipuö Glenn Shorrock söngvara, Derek Pellicci trommara, Graham Goble gltarleikara, David Briggs gitarleikara og Beeb Birtles gítarleikara. En bassaleikari á þessari plötu er Mike Clarke. John Boylan stjórnaöi upptökunum, en hann er m.a. kunnur fyrir samstarf sitt meö Charlie Daniels Band. Sem fyrr segir er Little River Band mjög svipuö Eagles og ættu þeir sem eru hrifnir af þessari tónlist ekki aö láta þessa plötu framhjá sér fara. Leonard Cohen — Recenl Songs Kanadiski rithöfundurinn, ljóöskáldiö og lagasmiöurinn Leonard Cohen sendi frá sér plötu nýlega sem hann kallar Recent Songs. Leonard Cohen fæddist i Montreal áriö 1934. Hann haföi sent frá sér nokkrar ljóöabækur og skáldsögur áöuren hann fór aö setja saman lög viö ljóö sln. Og þaö var ekki fyrren áriö 1966, þegar Judy Collins hljótritaöi lag hans Suzanne, aö ferill hans sem tónlistarmanns hófst. Slðan þá hefur hann verið I fremstu vlglinu ádeilusöngvara ásamt Bob Dylan, þvi stjóVnudýrkunin er einmitt eitt sem hann deilir á. Recent Songs hefur aö geyma 10 lög. Sér til aðstoðar við tón- listarflutninginn hefur Cohen fengið nokkra af helstu stúdió- músiköntum Los Angeles s.s. Abraham Laboriel bassaleikara og svo kemur hljómsveitin Passenger frá Texas einnig mikiö viö sögu. Stjórnandi upp- töku og útsetjari meö Leonard Cohen er Henry Lewy (sem var I sama hlutverki á plötu Jakobs Magnússonar Special Treat- ment). A hlutur þessara tón- listarmanna ekki minnstan þátt i þvi aö gera Recent Songs eina af bestu plötum Leonard Cohen hingaö til.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.