Helgarpósturinn - 19.10.1979, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 19.10.1979, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 19. október 1979 JielgarpásturinrL.__ pönkhljómsveitin Fræbbblarnir sótt heim ÞETTfl ER BARA HELVlTIS VÆL Undanfarin ár hefur pönkið veriö áhrifamikil stefna i rokkheiminum. Hinsvegar hefur litið farið fyrir þvi i tónlistarlffi tslendinga. Að visu hefur ein fremsta pönkhljómsveit breta, Stranglers, sótt okkur heim, og pönkplötur munu seljast hér ágæt- lega (ef hægt er að tala um plötusölu á tslandi lengur), — en Islensk pönktónlist hefur ekki veriö til, þó sumt i verkum Megasar megi kalla pönk. En þetta viröist vera að breytast. Komin er fram á sjónar- og heyrnarsviðið fyrsta islenska hljómsveitin sem leikur eingöngu pönk. Hún heitir Fræbbblarnir og hana skipa Rósi Rottuskelfir (Stefán Guðjónsson) Rimský Taktiras (Þorsteinn Hailgrimsson), Wolfgang Amadeus (Ari Einarsson), Spakur Spýjugjafi (Valgaröur Guðjónsson), Vibbi Viðutan (Bjarni Sigurösson) Gunnar á Hliðar- endaþarmi (Sigurgrlmur Skúlason) og Spillt Spjaldskrá (Dagný ZoSga). Fræbbblarnir eru greiniiega stórhuga, þvi á næstunni kemur út með þeim þriggjalaga plata sem heitir False Death, og er gefin út af bresku hljómplötufyrirtæki, Limited Edition Records, á heims- markaðinn. Heigarpósturinn hitti Fræbbbl'ma um daginn suðurf Kópavogi og átti við þá eftirfarandi viðtal: Ruddalegir á kaupi — Eruð þiö ruddalegir pönk- arar? Vibbi: „Aö sjálfsögðu erum viö þaö.” Rósi: „Viö skulum ekki vera aö blanda einkamálum þlnum I viötaliö Vibbi minn. Ruddar erum viö ekki, þó þaö sé varla hægt aö segja aö viö séum kurteisir. Það má segja aö viö séum ruddalegir á kaupi.’v: — Hvenær uröu Fræbbblarnir til? Rósi: „Æ, þaö var þarna slysiö. Viö vorum I b(l og fengum höfuöhögg.” Spakur: „Þaö er næstum ár siöan. Viö fundum hjá okkur þörf til aö leika á skemmtun i M.K., þarsem nokkrir okkar voru i námi. Og þaö átti bara aö veröa þetta eina kvöld, en svo hefur þetta einhvern veginn rúllaö áfram.” Hljómleikar Rósi: „Eigum viö ekki aö segja blaöamanninum hvaö viö erum aö fara aö gera?” — Já, hvaö eruö þiö aö fara aö gera? Spakur: „Viö erum aö senda frá okkur plötu einsog þú veist, og ætlum aö kynna hana á hljóm- leikum i skólum og annars staö- ar. En það er helviti erfitt aö koma sér aö hér á höfuðborgar- svæöinu. Þaö er bara einn staöur þarsem viö getum spilað fyrir almenning og þaö er Hótel Borg.” Rósi: „Þaö er vandamál meö tónlist sem hvetur til aögerða, aö hún veröur ekki flutt hvar sem er t.d. I útvarpi og sjónvarpi.” — Og þiö ætliö aö veröa heimsfrægir? Spakur: „Nei.” Rósi: „Sköllóttur maöur er þegar búinn aö missa háriö.” Spakur: „Máliö er þaö aö þó þú seljir ekki mikiö af plötum á erlendan mælikvaröa, þá er þaö mikiö á íslenskan mælikvaröa. Viö veröum kannski rikir á þessu, en tæpast heimsfrægir.” Vibbi: „Viö vitum heldur ekki alveg hvernig veröur staöiö aö þessu, en Stranglers ætla þó aö kynna plötuna.” — Eruö þiö kunningjar Stranglers? Spakur: „Já, ekki getum viö neitaö þvi. Þeim þótti vist svo gaman hérna á tslandi, og þegar þeir fréttu af okkur, þá vildu þeir endilega gera þetta.” Pönkgrúppur spretta upp — Hvernig hefur fólk tekið ykkur? Spakur: „Fyrst þegar viö voj* um aö byrja, þá fannst okkur viö vera aö þröngva okkur uppá fólk. En eftir Borgina og sér- staklega eftir aö viö spiluðum i Fellahelli, þá finnum viö aö viö eigum hljómgrunn hjá fólki. Pönkiö er þaö sem ungt fólk vill, og nú eru pönkgrúppur aö spretta upp um allan bæ. Og þaö munu nokkrar þeirra koma fram meö okkur á hljómleikum sem viö ætlum aö halda i Félagsheimili Kópavogs 3. nóvember.” — Það telja margir aö pönkiö sé afsprengi ákveöinna þjóöfélagsaöstæöna, — eru þessar aöstæöur fyrir hendi hér á landi? Rósi: „Það er bara tónlistin sem skiptir máli. Og þaö er hér fullt af fólki sem er oröiö leitt á þvi sem i kringum þaö er. Þaö er búiö aö fá leiö á plastælunum. Þessu helvltis væli einsog þetta sem er spilað I útvarpinu.” Bylting meö bros á vör — Deiliö þiö á þjóöfélagiö i tónlist ykkar og textum? Spakur: „Nei, þaö er aö drepa mann úr leiöindum þetta ádeilu- kjaftæöi sem Spilverkiö, Þurs- arnir, Heimavarnarliöiö eöa hvern djöfulinn þetta heitir allt saman, er aö rembast viö aö setja saman. Þetta er bara helvitis væl.” Rósi: „Þeir taka sig svo alvar- lega og eru svo hátfðlegir. Þeir viröast ekki skilja aö þaö sé hægt aö gera byltingu meö bros á vör. Eg vil bara láta leggja þjóöfélagið niöur, og þá fyrst af öllu útrýma þjóöhöföingja- hænsnunum.” — Eruö þiö besta hljómsveit- in á Islandi? Spakur: „Ja, er einhver önnur hljómsveit hérna sem hægt er aö kalla rokkhljómsveit. Ég hef allavega ekki heyrt þaö, — og þó vlöar væri leitaö.” — Hvaö er þaö sem fólk fær útúr þvi aö hlusta á Fræbbbl- ana? Rósi: „Það veröur skýrara. Þaö kemst til tónlistarlegs þroska.” Fólk lætur plata sig — Hvaö segiö þiö um tónlistarsmekk lslendinga? Rósi: „Ætli sé nokkuö hægt aö tala um aö þeir hafi einhvern tónlistarsmekk. Annars er þetta aö batna meö tilkomu okkar. Þaö er alveg furöulegt hve fólk- iö hefur látiö plata sig.” — En þiö eruö ekki aö plata þaö? Rósi: „Aö sjálfsögöu ekki, — þaö platar okkur. Svo þarf aö gera greinarmun á áróöri og uppeldi.” Spakur: „Okkar höröustu aödá- endur munu fá sjokk þegar viö förum nú aftur af staö. Viö höf- um lengi verið meö sama prógrammiö, en við höldum bara þremur lögum úr þvl. En viö erum óskeikulir einsog páfinn, svo þeir munu þvi ekki veröa fyrir vonbrigöum með okkur.” — Hafiö þiö ekki veriö aö reyna aö fá erlendar hljóm- sveitir hingaö til lands? Spakur: „Jú, viö náöum beinu sambandi viö Public Image Ltd. um aö koma hingaö, og þaö mál er i athugun. Viö ætluöum aö fá Kinks, en þeir eru of dýrir. En viö fá.um Public Image Ltid til aö spila á þau hljóö- færi sem til eru hér. Þaö er eina leiöin, þvi það kostar 25 milljón- ir aö flytja hingaö þær græjur sem þessir kallar nota venju- lega.” Til London — En ætliö þið aö fara erlendis til aö spila? Spakur: „Jú, viö förum til London næsta sumar aö spila. Viö erum i góöum samböndum þarsem Limited Edition Re- cords er, og þeir gefa út plötuna okkar einsog þú veist. En þaö er Rough Trade sem dreifir henni.” — Hvernig komust þið i þessi sambönd? Spakur: „Viö sendum þeim segulbandsspólu meö þessum lögum sem viö tókum upp i Tóntækni hf. En fyrst kynnt- umst viö einum af frammá- mönnum fyrirtækisins þegar hann kom sem ljósmyndari meö Stranglers hingaö i fyrra. Okkur þætti synd ef heimurinn skyldi ekki fá aö njóta tónlistar okkar. Sviar hafa llka sýnt okkur áhuga og spilaö lögin okkar i út- varpinu”. — Hverjar eru tónlistarlegar fyrirmyndir ykkar? Rósi: „Viö byrjuöum meö ófrumsamiö efni, en erum nú farnir aö semja sjálfir, og nú er prógrammiö okkar aö mestu frumsamiö efni. Hljómsveit- irnarSex Pistols, Clash, Jam og Ramones hafa kannski haft mest áhrif á tónlist okkar." — Einhver spakleg lokaorð til þjóöarinnar? Rósi: „Bara þaö aö þessi þjóöernisrembingur lslendinga er aö drepa okkur. Og viö gefum skit i hann.” Viðtal: Páll Pálsson myndir:Friðþjófur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.