Helgarpósturinn - 19.10.1979, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 19.10.1979, Blaðsíða 19
helgarpásfurinn Föstudagur 19. október 1979 19 Af afglapahætti og staffírugum germana Uppákoma. Halldór Haraldsson lék meö miklum ágætum á slaghörpuna i Norræna húsinu þ. 10. okt. Fyrst spilaöi hann tvær blóö- ungar hyllingar eftir John Speight, siöan „Den wohltemperierten Pianisten” eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sónötu nr. 10 eftir Beethoven og eftir hlé verk eftirDanann Vagn Holmboe, einn af bestu arf- tökum- Carls Nielsen. Trúr þeirri köllun aö segja helst frá hinum ómerkilegri hlutum, sem átónleikum veröa, skal nú greint frá eigin afglapa- hætti: Halldór lék sem sé þessar hyllingar Speights meö litt merkjanlegu hléi á milli. Síöan stóö hann upp og tók viö klappi og í höndina á John. Svo hélt hann áfram aö spila þaö sem ég hélt vera seinni hyllinguna. Svo fór hann út eins og þeir gera (maöur veit ekki alltaf til hvers), settist aftur og nú hélt ég hann færi aö spila Þorkel. Eitthvaö var nú byrjunin óþorkelsleg, en meö visun til nafnsins, sem er jú stæling á frægu verki gamla Bachs, þá hugsaöi ég sem svo, aö þarna væri hann lika aö stæla 18.öldina aö gamni sínu. Þetta dróst þó svo á langinn, aö mér varö um siöir ljóst, aö ekki var allt meö felldu og Halldór var aö spila Lúövik, en ekki Þorkel. Hermann Prey. Þaö var margtsmátt og gott á fyrstu sinfónlutónleikum haustsins. Hljómsveitin komst þannig frá ljóöasmámunum Mozarts, Rossinis, Haydns og Brahms, aö ekki er hægt aö ausa hana neinu lofi og þvi siöur lasti. En puntudrengur hennar aö þessu sinni var auövitaö hinn frægi þýski baritónsöngvari Hermann Prey. Og vist er hann firnagóöur. Þó var sem honum tækist betur upp viö aö syngja ljóö Mahlersenhinar glansfullu Figaró-ariur Mozarts og Ross- inis. Og aukalagiö úr Tann- hauser var tærasta dýrindi. (Wagner á dásamleg augnablik — en löng kortér, sagöi Rossini). Kannski á þaö betur viö þennan staffiruga germana aö syngja i „þýskum” stil en „itölskum”.Eöaþáaö maöur sé Tónlistarherbergi Mozarts 1 Vin. fenginn fyrir löngu, rauk niöur á bókasafn og gredp velþekkt leikrit á þeim tima. Rakarann i Sevilla eftir Beaumarchais, sem ófáir menn höföu áöur snúiö i óperu. Þ.á.m. Mozart 30 árum fyrr. Siöan breytti hann heimili sinu i óperuverkstæöi. 1 einu Eyrna lyst eftir Arna Björnsson oröinn óþarflega kröfuharöur á Figaró-ariurnar, eftir aö hafa heyrt flesta frægustu söngvara heimsins syngja þær af plötum um áratuga skeiö. Snör handtök. Þaö er alltaf gaman aö uppá- tækjum snillingsletingjans Rossinis. Hann var beöinn aö semja eina litla óperu fyrir karnivaliö i Róm áriö 1816. Rossini var ekki fyrir þaö aö hafa allt i tæka tfö, en hátiöar- stjórinn vakti um siöir athygli hans á þvi, aö páskarnir og þar meökarnivaliö væru meö fyrsta móti þetta áriö. Þaö voru ekki nema 3 vikur til stefnu. Rossini henti þá óperutext- anum, sem honum haföi veriö herbergi sat hagyröingur viö og lamdi saman óperutexta úr leikritinu. 1 næsta herbergi gramsaöi Rossini I sinum fjöl- mörgu gömlu óperum, einkum þeim sem höföu veriö pipaöar niöur, tók mars úr einni, largo úr annarri, ariu úr þeirri þriöju og kórsöng úr hinni fjóröu. Frumsamdi svo smávegis til uppfyllingar. tJti á gangi sátu svo nótnaafritarar, og um leiö og blekiö þorrnaöi var blööunum ýtt upp fyrir skörina, þar sem söngfólkiö stóö og æföi. En úr þessusamsulli bjó hann samt til eina sina skemmti- legustu óperu, liklega hápunkt þess sem hefur veriö kallaö „OperaBuffa”. Sagter, aö hann hafi ekki mátt vera aö þvi aö raka sig i þessar þrjár vikur og hafi þvi fariö beint til rakarans, þegar hann loks var búinn aö skila „Rakaranum” af sér. Allt var gott sem gjörði hann. Þaö er margt einkennilegt i sambandi viö Wolfgang Ama- deus Mozart, þetta undrabarn allra undrabarna, sem skáldaöi aö sinu leyti jafnvel 6 ára og Egill Skallagrimsson 7 ára. Leopold faöir hans fer fyrst meö hann sjö ára gamlan i tónleika- ferð um Evrópu. Honum er klappaöaf kóngum og keisurum og kysstur af drottningum og keisaraynjum, m.a.s. Mariu Theresu. En hvaö annaö fékk blessaö barniöaö launum? Jú. Þaö voru t.d. tannstönglabaukar úr gulli, neftóbaksdósir úr silfri, rauöir heiöursboröar og silkivasa- klútar. En þeir feögar fengu heldur li'tiö greitt af þeim bein- höröu peningum, sem þá van- hagaöi þó mest um. Þetta voru nefnilega ekki eignamenn. Svona gekk þaö i stórum dráttum ævina út, 35 ár. Um tvitugt segist hann i bréfi eiga orðið fjögur dýrindis gullúr. Hann sé aö hugsa um að láta sauma nokkra úrvasa á buxur- nar sina og láta öll úrin hanga þar meö keöjum. „Þá dytti þeim kannski siöur i hug ab gefa mér úr.” Á þessari skömmu ævi sinni samdi hann á 7. hundraö verka (sem eru skrásett,) þ.á.m. 12 meiriháttar óperur, um þaö bil 40 sinfóniur og nefnir maöur þó alls ekki þaö sem allir þekkja eins og t.d. hann Tumi fer á fætur. Hann var vissulega dáöur og dýrkaöur i lifanda lifi. En hann deyr á þeim aldri, þegar margir aörir telja sig fyrst vera aö komast til nokkurs þroska, blá- fátækur. Jaröarförin fór fram i kyrrþey aö viöstöddu miklu fámenni. Eiginlega voru ekki aörir viöstaddir en grafmennir- nir. Ekki einu sinni ekkjan, Konstansa Weber. Hún hefur fengiö heldur slæm eftirmæli likt og Tyrkja-Gudda. En hver á aösetjasig áháanhest? Jafnvel ógætnustu slúörurum ber saman um aö Mozart hafi elskað hana og hún hann. Og hvaö vill maöur meira: Gröfin týndist strax og hefur ekki fundist enn. Þetta er verra en meö Jónsa Hallgrimsson. En hvaö kom til meö fátæktina? Jú. Þótt ekkert viröist nema ljúfmennskuna aö finna í tónlist Mozarts, þá var hann stoltur og stór upp á sig og nánast uppreisnarmaður. A hans timum liföu tónsnillingar (t.d. Haydn) yfirleitt sem hálf- anauöug vinnuhjú hjá greifum og furstum. Þau voru t.d. látin boröa meö þjónustufólkinu (Upstairs — Downstairs ). Mozart vildi vera frjáls lista- maöur og fyrir þaö fékk hann spark I rassinn frá furstan- um. Þar meö lenti hann I fjárhagslegu banni hjá yfirstéttinni, sem auövitaö gat ekki þolað frjálsan listamann þá fremur en endranær. Þetta er aö slnu leyti eins og þegar smárlki ætlar aö reyna aö sýna sjálfstæði sitt gagnvart auðhringunum. Mozartliföi ekki nógu lengi til aö sjá sina eigin sigurför. vegna túlkunar Judy Garland á hlutverki Dórótheu. Eða hver man ekki söng hennar I laginu „Over the Rainbow”. John nokk- ur Harryson fékk siöan lánaöa kvikmyndatónlist Harolds Arlen, samdi viöhana söngtexta ogvarö úr þessu leikgerö Galdrakarlsins IOz. Þess mágeta aðGaldrakarl- inn i Oz hefur nú á ný veriö kvik- myndaður. á ferö þessari, I liki nornanna tveggja, hinna vondu Vestan- nornar og hinnar góöu Norðan- nornar. Auövitaö sigrar hiö góöa aö lokum, en til þess þarf hjálp- semi og samtakamátt, og er þaö helsti boöskapurverksins, en auk þess hiöf ornkveðna aö ,,Heima er best”J Þrátt fyrir alla fegurö Smaragöaborgará Dórothea litla þá ósk heitasta aö mega snúa Leiklist jeftir Reyni Antonsson Galdrakarlinn I Oz segir frá draumaferö litlu stúlkunnar Dórótheuog hinna kynlegu félaga hennar til landsins Oz, handan regnbogans til aö hitta þar fyrir hinn mikla og volduga Galdrakarl sem þar býr og viö öllu kann ráö, draumaferð burt frá andstreymi veruleikans ogþangað sem allt er svo gott og fagurt. Að sjálf- sögöu togast á hiö góöa og illa aftur heim til veruleikans, þrátt fyrir þaö aö hann sé ef til vill stundum kaldur. Galdrakarlinn I Oz gerist á mörkum draums og veruleika. öll eigum viö okkur draum um einhvern betri heim en þann sem viö lifum I I dag og ef til vill er þessi draumur okkur lifsnauösyn- legur. Þessi draumur býr ekki hvað sist i' huga barnsins. Hver man ekki sfna fögru bernsku- drauma? Sú stefna hefur veriö rikjandi i barnabókmenntum undanfarinna ára aö vanrækja hið draumkennda og ævintýra- lega. Raunsæi hefur veriö fyrsta Dóróthea og ljóniö 1 sýningu LA á Galdrakarlinn I Oz. boöoröiö. Ekkert skal hér haft á móti þvi aö börn kynnist raun- veruleika þjóöfélags okkar I gegnum þaö bókmenntaefni er þau meðtaka, en sú spurning hlýtur að vakna hvort þeir sem fyrir börn skrifa hafi ekki einum um of vanrækt þá möguleika sem ævintýriöbýöur upp á til aö koma boðskaö sínum á framfæri. Uppfærsla Leikfélags Akureyrar á Galdrakarlinum I Oz viröist mér hafa tekist meö ágæt- um. Þetta er frumraun Gests E. Jónassonar sem leikstjóra á Akureyri en áöur mun hann hafa sett upp leikrit á Grenivlk. Má hann vel viö árangurinn una þótt fagmenn kunni ef til vill að finna einhverja byrjendaga 1 la . Frammistaöa leikenda er yfir- leitt góð. Sólveig Halldórsdóttir leikur hiö veigamikla hlutverk Dórótheuog tekst ótrúlega vel aö gera sig barnalega þrátt fyrir 25 ára aldur. Nokkurs óstyrks gætir þó hjá henni i söngnum, til dæmis i hinu fræga lagi „Ofar regnbogans gliti”, en ekki er heiglum hent aö feta I fótspor Judy Garland hvaö túlkun þess varðar. Þráinn Karlsson er alveg óborganleg fuglahræöa og Pjáturkarlinn og Ljóniö standa fyrir sinu. Bjarni Steingrimsson er prýöilegur 1 sinum þrem hlut- verkum, en þó sýnu bestur i hlut- verki Galdrakarlsins mikla sem er þó ekki nema bara ósköp venjulegur karl þegar allt kemur til alls. (Jtsetningu tónlistar hefur Karl Jónatansson annast, og er hún fremur litlaus, en stórkost- legur pianóleikur Ingimars Eydal bjargar miklu. Ragnar Lár hefur gert leikmyndina og hefur vel tekist aö ná hinu draumkennda andrúmslofti leiksins. Einkum vakti athygli mlna leikmyndin i Putalandsatriðinu. Hún er svo „absúrd”, eins og svo oft á sér stað I draumum. Þrátt fyrir skrautið I leikmyndinni er hún þó nægilega einföld til að höföa til imyndunarafls barnsins. Ljósin sér um hinn nýráöni ljósa- meistari L.A. Ingvar B. Björns- son oggerir hannsitt til aö auka á dýrðina. 1 lokasöng leiksins segir aö flestir eigisérdulinn draum og aö draumar þeirra geti ræst. Ekki erþaö nú svo vistaö allir draumar rætist, en fyrir þá sem vilja lifa i draumaheimi um stund er tilvaliö aö bregöa sér á „Galdrakarlinn 1 Oz og upplifa feröina handan regnbogans meö Dóretheu og félögum hennar. ÓBORGANLEG SKEMMTUN Sýning sem gekk fyrir fullu húsi í allan fyrravetur VIÐ BORGUM EKKI! VIÐ BORGUM EKKI! Miðnætursýning í Austurbæjarbíói i kvöld kl. 23,30 Ot blaðaumsögnum: ,,Allt ætlaði um koll að keyra hjá áhorfendum — óborganleg skemmtun” (Visir) „óvenju heilsteypt sýning” (Mbl) „Galsafengin sýning” (Þjv) „Og nú er hægt að mæla eitt sinn með góðri samvisku með ósviknum hlátursleik i bænum” (Dbl) Miðasala í Austurbæjarbíói frá kl. 4 í dag — Sími 11384 Alþýðuleikhúsið

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.