Helgarpósturinn - 19.10.1979, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 19.10.1979, Blaðsíða 7
HP-mynd: Fridþiófur —helgarpósturinrL. Föstudagur 12. október 1979 7 Einn morgun I hverri viku, miOvikudagsmorgun, eiga þegnar þessa lands aögang að ráðherrum slnum. Svo framar- lega sem þeir eru ekki fjar- verandi i embættiserindum — eða uppteknir vegna óvæntra anna, svosem yfirvofandi stjórnarsiita. En hvernig bera menn sig aö við aö fá viðtal við ráöherra — og hvernig ganga þessir fundir þeirra með þegnum sinum fyrir sig? Hvað ræða menn við ráö- herrana? Viö ákváðum að kanna þetta mál, og höföum samband viö skrifstofur nokkurra ráöherra einn mánudaginn i haust. 1 ljós kom, að fæstir ráðherranna yrðu viö næsta miðvikudag. Forsætis- ráðherra reyndist þó ætla að vera á skrifstofu sinni, og ég gaf ritara ráðherra upp nafn mitt. Ekki stööu, þvi ætlunin var að fá þennan viðtalstima sem venju- legur „almenningur”, ekki sem blaðamaður. Þaö var auösótt mál að fá tima — „Komdu klukkan hálf tíu”, sagði ritarinn. Það skal tekiö fram, að þetta geröist áður en nokkurn grunaði, aö pólitiskur fellibylur ætti eftir aö hreinsa til I ráðuneytunum. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sat enn við púltið sitt, grunlaus um , aö pólitisk örlög hans yrðu ráðin innan skamms, þegar blaðamaður og ljós- „Það er greiður aðgangur að okkur ráðherrunum, eins og þú sérð”, sagði Óiafur Jóhannesson, þegarhann tók á móti Helgarpóstsmönnum. Helgarpósturinn i viötalstima hjá Olafi Jóhannessyni þáverandi forsætisráðherra „FÓLK KEMUR TIL AÐ RÆÐA VANDAMALIN IVINSAMLEGUM TÓN” myndari Helgarpóstsins héldu inn I Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg. Það er enginn á biöstofu for- sætisráðuneytisins I Stjórnar- ráðshúsinu við Lækjartorg, nema dyravöröur ráðherrans, þegar við komum inn laustfyrir klukkan tiu á miðvikudagsmorgni. Dyra- vörðurinn býður okkur sæti og blað aö lesa meðan við biöum, og ég grip Timann. — Það eru ekki margir sem bíða eftir viötali viö ráðherra i dag, segi ég þegar ég hef litiö yfir fyrirsagnirnar á forsiðu mál- gagns hans. — Ég reyni nú að koma þvl þannig fyrir, aö fólk þurfi ekki að bfða lengi, svarar dyravörðurinn, og segi fólki að koma á ákveðnum timum. Viö byrjuöum snemma I morgun, og það eru nokkrir búnir að koma. — Er stundum dálitið margt um manninn hérna? — Það er þaö stundum. Það mesta sem ég man eftir eru 23 á einum morgni. Það var i tlð Jó- hanns Hafstein, segir dyravörö- urinn, og i þvl urgar I bjöllu ráð- herrans. Hann er tilbúinn að veita okkur viötöku. Viö fylgjum dyraveröinum aö skrifstofudyrunum, og hann lýkur þeim upp. Ólafur Jóhannesson ris upp frá púlti sinu og gengur hægum skrefum á móti okkur. Heilsar mér með handabandi, og ég kynni mig. — Sannleikurinn er sá, að við erum frá Helgarpóstinum, og okkur langaði að finna út af eigin raun hvernig það er að fá viðtal við forsætisráðherra, og hvernig slik viðtöl ganga fyrir sig. Ég haföi hálft I hvoru búist viö þvi að ráöherra fyndist þetta ómerkilegt erindi, og teldi tima sinum illa varið aö sinna sliku. En það reynist öðru nær. Hann býður mér sæti fyrir framan púlt sitt með viröulegri handarhreyfingu og sest siöan sjálfur niöur. Hallar sér fram á borðið, og mér finnst hann nánast ánægður með að sleppa eitt augnablik við að fá erfið mál til úrlausnar. — Eins og þú sérö, þá er það ekki svo erfitt, segir Ölafur siöan, og kveðst tilbúinn að greiða úr spurningum minum um þessa viðtalstima. — Hverskonar mál eru það sem fólk kemur meö hingað inn á skrifstofu til þin? — Það eru bókstaflega alls- konar mál. Það er minna um að fólk komi á viötalstima með mál, sem heyra undir forsætis- ráðherra. Það fær annan tima. En hér talar fólk oft um mál frá öðrum ráðherrum, það vill tala máli sinu við mig, fylgja þvi eftir. Þetta eru oft persónuleg málefni, sem fólk á við að striða. — Hvernig gengur aö leysa úr þeim vandamálum, sem fólk kemur meö til þin? — Þvi miður get ég ekki leyst úr þeim eins oft og skyldi. Hér getur boriö á góma allt milli himins og jaröar, eins og ég sagöi. Ég nótera niöur það sem er mergurinn málsins, og reyni að leita lausnar ef unnt er. En ég er eftir Þorgrim Gestsson — ekki tilbúinn aö gera dæmið upp og segja hvað mörg mál ég hef getaö leyst, og hvað mörg mál ég hef ekki getað leyst. Stundum fæ ég lika mál, sem ekkert er hægt að gera I. Ég hef til dæmis veriö beðinn um hjálp viö aö endurnýja öku- leyfi. Um þaö gilda ákveðnar reglur, sem ég þekki náttúrlega, en ég get ekki gert annað en visa sliku tll dómsmálaráöherra, sem slik mál heyra undir. Og oft kemur fólk hingaö til að ræða ýmis vandamál þjóðfélagsins, en þaö er oftast I vinsamlegum tón. — Kemur fólk ekki stundum til aö nöldra? — Nei, það er litiö um það. Ég held aö slikt fólk komi meira til dómsmálaráðherra. — En að gefa góð ráö til að leysa vandamálin? — Það er oftast gert I slma, og þá er gjarnan hringt heim þegar fólk er I réttu ástandi, segir Ólafur og brosir viö. — Hver er þin skoöun á mikil- vægi þessara viðtalstíma ráð- herra? — Það minnsta er, að fólk eigi þess kost einu sinni i viku að koma og tala við ráöherrana. En annars eru þessir viðtalstlmar ekki teknir mjög alvarlega. Fólk leitar viötalstlma utan þeirra, og fær þá. Það er mjög greiður aögangur að okkur ráöherrunum. Það er enn ekki á ráðherranum að sjá, að við séum að tefja fyrir honum, en samt stend ég upp og þakka fyrir viðtaliö. Frammi i biðstofunni situr einn karl og ein kona og biða eftir að komast inn. Ég vlk mér að karlinum og spyr hvort hann vilji skýra Helgar- póstinum frá þvl hvaöa erindi hann eigi viö ráðherra. Hann tekur þvl fálega og sleppur viö alla frekari rekistefnu, þar sem honum er I sama bili visað inn til ráðherrans. Hinum megin i biðstofunni situr kona, og ég legg sömu spurningu fyrir hana. — Þaö er ekki hægt að segja það I einni setningu. Þetta er flókið mál, og ég ætla mér ekki aö fara að skýra það I Helgar- póstinum, svarar hún. — Er það eitthvert persónulegt vandamál? — Já, það er piersónulegt vandamál, en kemur almenningi lika við, svarar konan, og meira fæst ekki upp úr henni. myndir: Friðþjófur Biðstofa forsætisráöherra — eitt sinn afgreiddi Jóhann Hafstein 23 viðtöl á einum morgni. Ný bók fyrir nútíma fólk NÆRING OG HEILSA Sjálfsögð bók á nútíma heimili. Nauðsynleg til sjálfs- menntunar HELGAFELL rBrosandi PLOKKFISKUfP| eftir Gísla J. Ástþórsson ATH! 9 af hverjum 10 geölæknum mæla með PLOKKFISK sem úrvals meðali gegn skapvonsku, þunglyndi, ■ Lkláðaogstjórnmálaþreytu. . Bókaútgáfan BROS P ARKITEKT Ákveðið hefur verið að hefja nú þegar gerð deiliskipulags fyrir Grjótaþorp. Arkitektar sem áhuga hafi á sliku starfi eru beðnir um að tilkynna það bréflega til stofnunarinnar eigi siðar en 26. október n.k. og eru veittar nánari upplýsingar. Þróunarstofnun Reykjavikurborgar. Þverholti 15, 105 Reykjavik. Félagsráðgjafi Sálfræðingur | Staða félagsráðgjafa og hálf staða sál- ! fræðings eru lausar til umsóknar hjá fé- laginu nú þegar. Laun samkvæmt launa- ! kjörum opinberra starfsmanna. Umsókn- | ir sendist skrifstofu félagsins Laugavegi 11, Reykjavik, sem veitir nánari upplýs- ! ingar. Styrktarfélag vangefinna. Auglýsið í Helgarpóstinum auglýsingasími 8-18-66

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.