Helgarpósturinn - 19.10.1979, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 19.10.1979, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 19. október 1979 stofunni, sem er gamalt timbur- hús ne&an viö melhjallinn. Þar hafa þau stóran vefstól, og búa reyndar I húsinu yfir blá- veturinn, þegar erfitt er aö komast heim aö Garöstungu vegna snjóa. „Málaralist er yfirstéttar- list" Og þau hafa sýnt. Blómey hefur átt myndir á ýmsum sam- sýningum á Nor&urlöndum, og Óskar hefur auk þess átt myndir i „Den Nordiske” i Kaupmannahöfn, Reykjavik og Þórshöfn og Iffrí ’Zijt p4 ^ ■ * -vr * ','■>'■ ‘ "* vi' , V 3 v i • V - ■«*,, V. T* *' Wg&r*- -fTiK'Ái., ; X * v« N, m 'V ■ # - - . <y • V c* * X- ' > ' ’ •■» HELGARPÓSTURINN HEIMSÆKIR VEFARANA ÓSKAR MAGNÚSSON OGBLÓMEYJU STEFÁNS- DÓTTUR í HELLISHEIÐI, SEM NÚ SÝNA MEÐAL ANNARRA VERK SÍN í LISTMUNAHÚSINU mAlaralist er yfi rstéttarlist EN ÞRD ER ÞJÓÐLEGT AD VEFfl” Ég er kannski oröinn einstaklingshyggjumaöur. En ekki eins og þeir á Mogganum. Þaö er til fornarl einstaklingshyggja en þaö, segir hann Óskar Magnússon og hallar sér makindalega aftur i gömlum og snjáöum hægindastól i litlu stofunni sinni uppi I Hellisheiöi og hefur rússneska kuldahúfu á höföi. Hún Blómey Stefándóttir, konan hans, stendur úti i hinu horninu og styöur sig viö lftinn vefstól meö hálf- kláruöum vef. Okkur Helgarpóstsmönnum finnst viö hafa feröast áratugi aftur I tfm- ann. Þar sem viö sitjum i stofu I torfbæ uppi á Helllsheiöi. Viö ókum tinn bjartan en kaldan haustmorgun austur þjóöveginn, aö Skiöaskálanum i Hveradölum. Beygöum þar út af og skildum bilinn eftir á stuttum malarvegsspotta, sem er sundur grafinn af læk, rétt fyrir neöan vatnsból þeirra Hveradalamanna. Þaö var kalt f Reykja- vik, þennan morgun en þarna uppi á heiöi var ennþá kaldara, frosiö á pollum og vatnsbóliö klakabrynjaö. /,Sælt veri fólkið" Litla heiöarbýlið blasir viö frá veginum, hátt uppi á melkamb. Þangaö er um tiu minútna gangur, yfir mýri og sföan upp snarbratta skriöu. Þegar upp var komiö kom Óskar bóndi út úr dyrunum og tók á móti okkur viö garöshliöiö. „Sælt veri fólkiö”, sag&i hann að gömlum og góöum islenskum sveitasiö, og bauö okkur til stofu. Garöstunga heitir bærinn. Byggöur úr torfi og grjóti og snýr stafni, meö vindskeiöum efst á burstinni, fram á hlaö, sem er girt meö hlöönum grjótgar&i. Bærinn er byggður inn I grjóthól. Fyrst er gengiö inn i anddyri þar sem niu vingjarnlegir kettir á öllum aldri tóku á móti okfcur, nudduöu sér utanl fætur okkar og sniktu klapp. Beint innaf and- dyrinu er svefnherbergi þeirra hjóna. Gengiö upp tvær tröppur, og inni er rétt pláss fyrir tvö rúm. Til hægri er stofan, og þar var okkur boöið inn. -Hún er ekki stór, segir óskar. En þó stærri en fjósloftiö þar sem ég var alinn upp og þaö veröur enginn minni maöur af þvi aö búa á fjóslofti. Þess vegna skil ég ekkert I þvi að þaö skuli vera gert svona mikiö veöur út af því, aö Kristur skuli hafa veriö fæddur i jötu. Ef húsiö mitt stæöi viö hliöina á Péturskirkjunni i Róm mundi ég hrækja á hana, en falla á kné fyrir húsinu minu. Péturs- kirkjan er byggö fyrir blóö- peninga fátæklinganna, og ég skal segja þér þaö, aö kærleikur- inn var til löngu áöur en Kristur fæddist, segir Óskar og býöur okkur sæti i litlu stofunni sinni. Lágreistur torfbær á tuttugustu öldinni. ,,Ef húsiö mitt stæöi viö hliöina á Péturskirkjunni I Róm myndi ég hrækja á hana, en falla á kné fyrir húsinu...”, segir óskar Magnússcn. Stalín er hér Þar er ekki annaö húsgagna en tveir aldraöir hægindastólar, litill bekkur og milli þeirra litiö borö þar sem stendur transistor útvarpstæki, og úr þvi hljóma morguntónleikar frá „útvarp Reykjavik”. 1 horninu fjærst glugganum er litil kabyssa og viö hliö hinnar vefstóllinn. Meira kemst ekki fyrir þarna inni en þaö sem vekur mesta athygli okkar I þessari litlu stofu eru veggja- prýöin. Veggirnir eru klæddir máluöum pappa, gömlum og sprungnum vatnsíitamyndum og ofnum veggteppum. Meöal vatns- litamyndanna eru þrjár mismun- andi útgáfur af félaga Stalin. -Já, Stalin, segir Óskar. Þaö er minn maöur. Hann þjáöist sko. Hann var reglulegur pislarvottur. Kristur þjáöist aö visu lika á krossinum, en Stalin fékk alla tfö aö liöa fyrir hiö mikilfenglega verkefni sitt. En Óskar hefur snúiö baki viö málverkunum. Þaö er mynd- vefna&urinn sem á hug hans allan, og þeirra beggja hjóna. Og þaö er . ekki bara eitthvert fitl og tómstundadútl. Þau sitja viö vefinn allan veturinn, mest i Vef- sýningunni ,öga mot öga”. Um þessar mundir eiga þau bæöi teppi á sýningu nokkurra „naivista” I Listmunahúsinu hjá Knúti Bruun. Auk þess sendi Óskar nýlega 15 teppi til „Den Nordiske’ I Kaupmannahöfn á sýningu sem verður opnuö eftir áramót. »Ég hef skömm á málaralist, segir óskar. Þaö er yfirstéttar- list, sem á ekki heima i okkar aiþý&lega landi. Þaö er hinsvegar þjóölegt aö vefa. -Hvaö hafiö þiö ofiö lengi? -Viö höfum ofiö I sex ár, segir Blómey. En viö höfum teiknað og málaö þeim mun lengur. Annars er þetta ekki neitt, sem viö erum aö gera. Þaö hafa allir listina I sér, þaö geta þetta allir. En þeir sem leggja listina fyrir sig gera þaö bara vegna þess aö þeir nenna ekki aö vinna fyrir sér. Heföi ég ekki hitt óskar heföi ég aldrei fariöaö vefa. Ég vildi alltaf vinna fyrir mér og heimilinu — allir listamenn eru latir, þaö er þess- vegna sem þeir eru aö þessu. -Þetta er ekki rétt hjá þér, Blómey min, skýtur Óskar inni. Þú haföir neistann I þér og hefur miklu meiri hæfileika en ég. Þaö þurfti bara aö koma þér af staö. Mitt prjón er rósaprjón -Ég byrjaöi á þvi aö prjóna heima i Brekknakoti I Þistilfirði, segir hann siöan, og beinir nú oröum sinum til min. Ég prjónaöi rósaprjón. Þaö er mitt prjón. Stundum fór ég út I klippmyndir i fristundum. -En hvernig stóö á þvi aö þiö fóruö úti vefnaöinn? -Þaö var þannig, segir Óskar aö Hildur Hákonardóttir og Gylfi Gislason komu heim til okkar i Blesugrófina til aö forvitnast um myndirnar okkar. Þaö hefur vist legiö vel á mér, þvi ég bauö þeim inn án þess aö ég þekkti þau, segir hann og hlær. -Hildur bauö Blómeyju á vefn- aöarnámskeið hjá sér. Hún hefur vist ekki kunnaö viö aö bjóöa mér. En ég elti Blómeyju og var fljótur aö ná þessu. Ég hef liklega haft góöan undirbúning, þvi ég haföi saumaö myndir eftir verkum heimsfrægra málara. -Viö komum I Blesugrófina 1942, leggur Blómey til málanna. Þaö var maöur þarna innfrá, sem auglýsti eftir rá&skonu. Hann haföi misst konuna undir breta- bil. Ég fór I vist til hans, og á meðan byggöi óskar hús, ekki langt frá gamla skeiövellinum. -Þetta hús var einskonar mynd, og þaö hét lika Garöstunga, eftir bænum i Þistilfirði, sem var leik- heimili mitt, segir Óskar. Fyrst

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.