Helgarpósturinn - 26.10.1979, Side 13

Helgarpósturinn - 26.10.1979, Side 13
12 Föstudagur 26. október 1979 13 Jielgarpústurinn. halrjarpncztl irinn Föstudagur 26. október 1979 Að fá borgað í postulínshundi — Hvemig er að starfa sjálfstætt að bókmenntum og menningu hér? „Það er náttúrlega alls ekki gert ráð fyrir að fólk sé aö viima aö svona störfum án þess aö vera 1 tengslum við einhverja stofnun. Það eru meira en nóg verkefni, en sjalfgæft aö fyrir þau sé borgað. Þaö kemur fyrir aö maður er beöinn að halda fyrirlestur ein- hvers staðar, jafnvel hjá opin- berum aðilum, sem maöur er hálfan mánuð að undirbúa og fær svo borgað annaö hvort i blómum eða postulinshundi ef þá nokkru. „Þú ert enga stund að þessu”, er viðkvæðið. Eins og ég vití það ekki best hvaö ég er lengi að vinna. Það er nefnilega ekki gert ráð fyrir að maður þurfi nokkurn tima til að hugsa. Ég er nýfarin að skrifa ritdóma fyrir blaö, sem ég hef aldrei gert áöur. Og þegar ég fór að kvarta undan þvi viö kollega minn hvaö þetta væri illa borgað, hló hann bara að mér og sagði að ég heföi ekki verksvit. „Þú átt bara að setjast niður og standa ekki upp fyrr en þú ert búin með ritdóminn”, var hans ágæta ráð. tslendingar eru alltaf að státa sig af þvi að þeir séu menningar- þjóð, en ég held að menning geti ekki staðið lengi I landi þar sem menn fá ekki tima til aö hugsa. Þetta er land uppmælingarinnar, það er dæmt eftir magni ekki gæöum. Og það versta er að það er rlkið sem stendur fyrir þessu. Það timir ekki að eyða neinu i menningarmál, eða a.m.k. sem allra minnstu. Um daginn var ég beðinn að skrifa kynningu á rithöfundi I leikskrá fyrir Þjóðleikhúsið, en það var þvi miður aldrei borgað fyrir svona. „Þú ert enga stund að þessu, R NYR HHMUR” ganga sömu höfundarnir aftur og það eru alltaf skrifaðir ritdómar um sömu höfundana.” — Hvað um róttæka menn- ingarpólitik? „öll menningarpólitik er I eðli sinu róttæk, ef hún er góð. Ef þú ert að meina þá pólitlk sem t.a.m. er rekin i Þjóöviljanum, þá finnst mér hún alls ekki riógu einörö eða stefnuföst. Þeir sem þar skrifa gleyma oft að ganga út frá stétta- skiptingunni þegar kemur að menningarmálunum. Þaö er eins og menningarmál og landsmála- pólitik séu tvennt ólikt. Þaö var t.a.m. hrapalegt aö heyra f aug- lýsingum útvarpsins um daginn hvað Þjóðviljinn var ánægður með niðurrif eins gagnrýnanda á róttækum rithöfundum. Auglýs- ingatextinn var einhvern veginn svona: „1 viðtali i Sunnudags- blaðinu I dag sker ölafur Jónsson róttæka rithöfunda niöur við trog.” Eða með öörum orðum: „Komið og kaupið blaðið, og sjáið hvað róttæklingarnir eru vitlaus- ir.” íslenskar bækur á stórútsölu Þar sem Helga hefur dvalið lengi I Noregi, er ekki úr vegi að spyrja hana um islenskar bókmenntir þar og áNorðurlönd- um yfirleitt. „Bókmenntavalið er nokkuð einhliða. Þær bækur sem valdar eru til þýðinga i Noregi eru mikið eftir sömu höfundana, og þá gjarnan bækur sem styrkja þá mynd sem Norðmenn hafa af tslendingum. Þeir vilja hafa Islendinga eins og þeir voru fyrir þúsund árum. Annars er afskaplega litið lesið af fslenskum bókmenntum I Noregi, ég þori ekki að tala um Noröurlöndin almennt, þótt ég haldi reyndar að ástandið sé það sama þar. tslenskar bækur eru annað hvort lesnar af tslandsvin- um, sem eru ákaflega hrifnir af öllu sem frá Islandi kemur, eða þá stúdentum sem eru neyddir til þess af sérvitrum kennurum. Og það er sjaldan skrifað um islensk- höfundar hafi ekki áhuga á þessu máli, vilji helst ekki af þvi vita. Þeir vilji vera þýddir hvaö sem það kostar, skv. formúlunni betri er vond þýðing en engin þýðing. Sem dæmi mætti taka þýöingu Ivars Eskelands á Kristnihaldi undir Jökli, sem Halldór Laxness bað mig að fara yfir af þvi hann hafði grun um aö þar væru villur. Lauslega talið reyndust vera um 500 beinar þýðingarvillur i norsku útgáfunni, fyrir utan þær sem orkuðu tvimælis. Dæmigerð villa kemur fyrir þar sem á islensk- unni segir um Ou, að hún sé á slangri I Paris, en veröur I þýðingunni að hún sé oröin að slöngu I Paris. „Er blitt til en slange”! Það er erfitt að sjá hvað þýöandinn hefur eiginlega haldið að þetta ætti aö tákna. Þessi slanga kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Og við förum úr einu i annað, snúum okkur aftur að körlunum, konunum og bókmenntunum.v „Misskilningur að bannað sé að krítísera konur” — Eru karlar alvondir? „Eghélt ég væri nú búin að svara þessu. Ef svona spurning er yíirleitt svaraverð. Ég nefndi Guðberg og Laxness sem höfunda sem ég er sátt við hvaö varöar kvenlýsingar. Ég hef nú samt tekiö eftir þvi að þaö eru fáir sammála mér um Halldór Laxness. Mörgum finnst t.am. koma fram kvenhatur I lýsingu Snæfriðar tslandssól I tslands- klukkunni, finnst hún vera tákn en ekki lifandi manneskja. En þá verður að hafa I huga aö öll sagan er full af táknum, karlpersónur ekki siður en kvenpersónurnar. Sögusviðið er allt hafið upp i mýtiskt eða táknrænt veldi. Annar misskilningur sem mér finnst algengur, er aö fólk heldur að bannað sé aö kritisera konur I bókum, eöa jafnvel að konur eigi þar að gegna hlutverkum sem þær gegna alls ekki I þjóðfélaginu yfirleitt. Aö það sé góð bók sem hafi kvenkyns skipstjóra o.s.frv. utan það að fólk er gætt mismun- andi góðum listrænum hæfileik- um!’ — Hver er uppáhaldsrit- höfundur þinn? „Þaö fer nú eftir þvi hvernig þaö er tekiö. Nei, ég held þetta sé of persónuleg spurning til þess að ég geti verið að svara henni.” Meira var ekki hægt að toga upp úr henni um þetta mál, ekki einu sinni hvort þaö væri karl eða kona. Það skyldi þó aldrei vera karl? — En lifið er ekki bara bækur, er þaö? „Nei, en lifið er i bókum. Og þaö er’ þess vegna sem ég hef áhuga á bókmenntum, Ég held meira aö segja að þær geti stuðl- aðaöþvi að breyta heiminum. Ég er nefnilega svo vitlaus, að ég trúi á listina. Ég held aö hún snerti við einhverju i okkur, sem slagorð eins og niður með kaptalismann og karlaveldið ná ekki til. I snertingu við list finnum viö, að við erum lifandi og eigum rétt á þvi að njóta þessa lifs. Þess vegna getur listin verið mikiö byltingar- afl. Ég á ákaflega bágt með að trúa á stjórnmálamenn,) ég trúi meir á skáld. Ef listin bjargar ekki heiminum, þá bjargar hon- um ekkert. Fólk hefur þörf fyrir list, og það þarf aö virkja betur þessa þörf. Beina fantasiunni inn á þær brautir, að hún veröi að virku afli i stað þess flótta sem skemmtanaiönaðurinn stuölar aö. Það veröur að ná tökum á þessari tilhneigingu mannsins til aö leita út fyrir sig, aö það skapist einhver uppreisnartilfinning i staðinn fyrir uppgjöf. Mér finnst pólitisk list ekki hafa tekið nógu mikiö mið af fantasiunni. Hún er ekki nógu skemmtileg. Bók- menntir sem eru eins og blaða- greinar eru óþolandi og hætt viö að þær missi marks'.' „Fröken, það má víst ekki . . .? Allt i einu er Helga farin að tala um það hve útlit skipti konur ö t Helga Kress er bókmenntalegur málaliði þessa stund- ina. Áður fyrr kenndi hún við Háskóla Islands, og nú síðustu sex árin hefur hún verið sendikennari við Háskólann í Bergen. Helga er líklega þekktust hér fyrir skrif sín um konur og bókmenntir, bæði konur í bókum karla, og konur sem rithöfunda. I þessum skrifum sínum, hefur hún látið mörg stór orð falla og af þeim sökum orðið mikill þyrnir í augum ýmissa þekktra rithöfunda. Hafa sumir þeirra gengið svo langt, að persónugera Helgu í bókum sínum undir ýmsum uppnefnum. „Mér finnst þetta ómerki- legt", segir Helga. „I mesta lagi rökþrot." Það liggur þvi beinast viö aö spyrja Helgu fyrst aö þvi, hvort hún hafi alltaf veriö kven- réttindakona, eða það sem á út- lensku kallast feministi. „Já, ég held ég hafi alltaf veriö það, „segir hún „en ég vissi ekki af þvi fyrr en fyrir um það bil tiu árum, að nýja kvenfreisishreyf- ingin barst Jhingaö.” Og hún segir frá þvi hvernig þetta atvikaðist. „Ég man alveg hvernig þetta gerðist. Ég lá úti á svölum i sól- baöi og var að hl.usta á þáttinn „Við sem heima sitjum” eöa einhvern annan áilka. Þar var Vilborg Dagbjartsdóttir aö segja frá rauðsokkunum dönsku. Þetta var alger opinberun fyrir. mig og ég varð satt a&segja hálf skelkuö yfir þvf aö þurfa kannski að far.a að endurskoöa Hf mitt. Sem ég lika fór að gera. En ég hef aldrei starfaö méö Rauðsokkahreyfing- unni hér, sem ég held að hafi haft mjög mikil áhrif á islenskar kon- ur, bæöi beint og óbeint. Ég veit ekki af hverju ég fór ekki á fundi hjá þeim. Það varð einhvern veginn aldrei úr þvi. Kannski ég hafi ekki þoraö þaö. Þaö var ekki fyrr en ég kom til Bergen 1973, að ég fór að hugsa um islenskar kvennabókmenntir sérstaklega og fékk áhuga á að . rannsaka þær. Ég haföi á sínum tima skrifað prófritgerö um Guðmund Kamban og siðan nokkrar bókmenntagreinar um hitt og þetta án þess aö mér lægi nokkuö sérstakt á hjarta með þeim. En þegar ég kom út var eins og opnaðist fyrir mér nýr heimur" — Hvernig þá, nýr heimur? „Það var mikil kvenfrelsisum- ræða i Noregi um þessar mundir, og ég kannski i hæfilegri fjarlægð frá heimalandinu til að geta áttað mig betur á hlutunum. Og ég fór aö sjá þá kúgun sem mér fannst ég alla tlð hafa veriö að berjast við. Þaö var alltaf verið aö ætlast til einhvers af mér sem mér var á móti skapi. Setja mig I einhver hlutverk sem ég vildi ekki vera i. Alltaf veriö aö segja við mig: „Af hverju geturðu ekki verið eins og aðrar stelpur?” Ég hef ekkert á móti heimilis- störfum, og mér finnst gaman að búa til mat, en ég vil ekki láta þvinga mig til neins. En vonandi e.r það liöinn tlmi, aö allt þurfi að fara I háaloft á heimilinu ef húsmóöurinni hefur láöst aö hafa til hreina sokka, straujaðar skyrtur eða pressaðar buxur handa eiginmanninum, eöa verið svo upptekin viö sin áhugamál að maturinn er ekki til á réttum tima. Það er alltaf verið aö gefa I skyn, aö kvenréttindakonur séu á móti heimilisstörfum, en það er ekki rétt. Við viljum einmitt að þessi störf séu viöurkennd á borð við önnur, t.d. að fyrir þau sé greitt. En karlmenn eru aö etja konum saman, þeim sem vinna heima og þeim sem eru úti á vinnumarkaðnum, eins og þetta séu tvær striöandi fylkingar. Þetta er ekki bara vondur mis- skilningur, hann er lika hættuleg- ur." „Þar af er alltaf ein klikkuð” — En hvernig kom til þessi áhugi á kvennabókmenntum? „Ég byrjaöi fyrst aö Hta á kvenlýsingar hjá karlhöfundum, sem leiddióhjákvæmilega til þess að ég fór aö gagnrýna þær. Ég skrifaði t.d. grein um Gunnar og Kjartan eftir Véstein Lúöviksson, sem er róttækur höfundur. Margir þessara róttæku höfunda eru uppfullir af stéttabaráttunni, sem er vel, en þeir gleyma kynja- baráttunni og kvennakúguninni. Þeir halda áfram aö lýsa konum sem stereótýpum, þ.e. i stöðn- uðum myndum, og oft eru þær alls ekki með I atburöarásinni, heldur einhvers staðar utan viö hana, svona til fyllingar. Nú er það reyndar komið i tisku að skrifa um svokölluð vandamál kvenna, sem i verkum karl- höfunda margra reynast vera sama og kynferðismál. Nauðgun og fóstureyöing verður helst að koma fyrir i hverri bók, og algengt mótff er hópur stúlkna af ýmsum gerðum og þar af er alltaf ein klikkuö. Þessar kvennabækur eru oft afskaplega djarfar, þær renna út eins og heitar lummur, fá verölaun og hvaðeina. En þaö eru auðvitaö til undan- tekningar frá þessu, þ.e.a.s. stereótýpunum eöa kynferöis- málunum. T.d. finnst mér Guöbergur Bergsson lýsa konum ákaflega vel.* — Er hann kannski eini karlrit- höfundurinn, sem hefur skrifaö um konur i fyrstu persónu? „Ætli það. Ég hef ekkert hugsað út I þetta, en gæti verið gaman að athuga það. Ég man nú strax eftir Atómstöðinni eftir Laxness, þar sem Ugla, sem meira að segja er vinnukona, segir söguna. Mér finnst Laxness ákafiega góður I kvenlýsingum, þaö er kannski vegna þess hve hann er góður rithöfundur. Ég hef lika tekið fyrir konur i Islendingasögum, sem ég held aö megi segja mikiö um út frá kvenlýsingum. Isumum þeirra er kvenhatrið augljóst, eins og t.d. i Njálu. En þetta er allt öðru visi I Laxdælu og Fóstbræðrasögu. Ég er að reyna að myndast við að skrifa bók um kvenlýsingar I Islendingasögum, en það er ekki hægt aö alhæfa neitt um þær. Þó höfundur Njálu sé á móti kvenfólki, þá er hann svo góöur rithöfundur að sagan afhjúpar stöðu kvenna. Hér mætti tala um sigur raunsæisins. Laxdæla er merkileg fyrir það, að hún reynir aö hafa konu sem aðalpersónu, en tekst ekki, þvi tegundin er ekki fyrir konur. tslendingasögur eru bardaga- og frægðarsögur karla. 1 Fóstbræörasögu er gert stólpa- grin að hetjunum, sem geta ekkert án þess aö fá aöstoð frá konum. Þær fá að fljóta með Mér fannst ekki nóg að athuga hvernig karlar hafa lýst konum. Þaö er kannski mikilvægara aö sjá hvernig konur lýsa — og hafa lýst — sjálfum sér og umheimin- um. Um hvað þær skrifa og ekki sist hvernig þær gera það. Einhvern veginn lá þaö beinast viö fyrir mér að byrja á verkum Svövu Jakobsdóttur. Otfrá þeim fór ég svo að fikra mig aftur á bak itfmann og bókmenntasöguna, og var náttúrlega ekki lengi að uppgötva að þar er ekkert skrifaö um konur. Þær eru svo til ósýni- legar. Þegar ég var i mennta- skóla var t.d. kennd lestrarbók eftir Sigurð Nordaí. Þessi bók samanstendur af eintómum köll- um, hverjum öðrum merkilegri, fyrir utan kvæði eftir eina konu, Huldu. Þetta kvæði fjallar um þá kvenlegu iöju krosssaum, og var alltaf sleppt. Reyndar lika þegar ég sjálf var farin að kenn a þessa bók áratug siðar 1 sama skóla. Ég neyðist til aö viðurkenna það, og lika að ég tók ekkert eftir þvi þá. t þessu sambandi er afskaplega gaman að taka eftir þvi, að oft fær ein kona að fljóta með I karlahóp, svona til að representera kynið. T.d. þegar úthlutaö er starfslaun- um rithöfunda. I hverjum efstu flokkanna er höfð ein kona, en þeim fjölgar þegar neðar dregur. Að hafa þannig meö eina konu I hverjum hóp er alveg löggilt alibi. Þá getur enginn komiö og kvartað undan þvi að konur fái ekki að vera meö. Það verður að vera ein kona I hverjum þing- flokki, og hverri nefnd, ef þær eru af vissri stærðargráðu. Þaö verður náttúrlega aö vera pláss. En þaö er voöinn vis ef þessar konur fara að gerast of hættu- legar, og þá er reynt að bsna viö þær eins og skot. — Hættulegar? „Hættulegar valdi karlmann- anna. Þær mega ekki fara að bera neinar bródeliur, t.d. að hafa of miklar skoðanir. Þá eru þær kall- aðar ósamvinnuþýðar, sem er afskaplega mikið töfraorð og mikið notað ef þarf að losna við konur sem eru meö kvenréttinda- þras. Þetta er föst klisja, sem þvi miður ekki allir sjá i gegnum. Meö þvi að segja að kona sé ósamvinnuþýð er skoðanaágrein- ingi breytt i karakterfeil konunn- ar, og gegn svo alvarlegum karakterfeil eru engin rök. „Veifandi hvítum vasaklút” En svo við vikjum aftur að kvennabókmenntunum. Konur hafa enga hefð aö byggja á þegar þær byrja að skrifa, og þær þurfa þvi að eyða miklum tima i að finna sér sinn eigin stil. Flestum hættir samt til að ganga inn i karlheföina, nota sömu munstur. Þaö er gaman að fylgjast meö hvernig þær brjótast út úr þessu. Maður sér hvað þær ætla að segja og hvernig það brýtur i bága viö stilinn og munstrin, sem ekki hæfa þeirra reynslu. Þær eru aö nota karlahefö sem hefur verið aö mótast I þúsund ár. Til að finna ekta stil leita þær gjarnan I ævintýri eða ljóðrænan stfl, sem gefur meira svigrúm. Konur byrja yfirleitt seint að skrifa, þegar börnin eru komin upp og þær fá meiri tima fyrir sjálfa sig. Ég spuröi Jakobínu Sigurðardóttur að þvi einu sinni hvers vegna hún skrifaöi ekki um ástina. Hún sagðist bara hafa veriö oröin of gömul þegar hún byrjaði að skrifa, veriö vaxin upp úr þessu efni eða ekki upptekin af þvi lengur. Konur skrifa auðvitað um það sem á þeim brennur hverjum tima. Ég held að Jakobina sé merkasti rithöfundurinn sem nú er uppi á tslandi. Það er ekki bara að hún sé kvenrithöfundur og þurfi að berjast viö þaö, heldur er hún lika alþýðuhöfundur. Það má ekki gleyma þvl þegar talað er um kvenrithöfunda, að staða þeirra innbyrðis er ákaflega misjöfn, og að alþýðuhöfundar hafa það ekk- ert betra en þær. Þeir hafa jafn litinn tima til skrifta, og eru lika þagðir i hel. Það er eins og það séu bara ákveðin efni sem eiga upp á pall- boröið hjá þeim sem stjórna bókmenntamatinu i landinu, þ.e.a.s. hinu opinbera bómennta- mati. Þeim finnst ekkert varið I að lesa um konur eða vinnandi alþýðuna. Eitt vinsælasta mótif I Islenskum bókmenntum ailt frá tslendingasögunum er þessi ungi og umfram allt gáfaði maður —■ tslendingar eru nefnilega með gáfnakomplex — sem leysir skip sitt um vor og siglir út I heim til aö sýna sig og sjá aðra og kannski koma aftur frægur maður, meðan stúlkan hans biður hans heima. Frægt dæmi er t.d. Pétur Gautur Ibsens, sem Sólveig biöur eftir I heilan mannsaldur ef ekki meir, meöan hann er að þvælast heims- hornanna á milli að safna reynslu og speki. Kvenrithöfundar sem vilja skrifa um konur og reynslu þeirra, geta alls ekki notað þetta mótif, nema þá til að gera grin. Það er óhugsandi að snúa hlut- verkunum hér við, að láta konuna fara út i heim með karlmanninn biðandi heima annaðhvort grátandi eða veifandi hvitum vasaklút á sjávarströndu.” ,,Ég er nefnilega svo vitlaus, að ég tníi á listina.” Gert stólpagrin að hetjunum, sem getaekkertánaðstoðarfrá konum.” Konur eiga ekki að kunna neitt. Þær eiga bara að vera fallegar.” ,,Nú er þaðkomiö i tisku að skrifa um vandamál kvenna”. þetta eru bara tvær vélritaðar siður og þú veist allt um höfund- inn hvort sem er”. Mér er sem ég sjái Þjóðleikhúsið biðja trésmið að reka nagla i pall og neita aö borga fyrir þaö. Að þessu leyti standa rit- höfundar betur að vigi en þessir fáu bókmennta- eða listfræöingar landsins. Þeir standa nefnilega saman. Þaö væri ekki hægt að biðja einn þeirra t.d. aö lesa upp sögueftir sigi útvarpogsegja svo ef hann neitað aö gera þaö ókeyp- is, „Við biðjum þá einhvern ann- an”. En þetta er hægt með sam- takalaust fólk, og það verður til þess að maður annaöhvort gefst upp eða innlimast i einhverja stofnun, þar sem manni er sagt fyrir verkumT „Öll menningarpólitík er í eðli sínu róttæk” — Hvað viltu segja um menningarpólitikina ? „Ætli hún sé ekki bæöi stööluð og ihaldssöm? Hvað varðar bókmenntirnar, þá eru það nokkrirhöfundarsem þykja góðir samkvæmt skilgreiningu, sama hvaö þeir skrifa. Þessum höfund- um er haldiö á lofti, meðan þagg- að er niöur i öðrum, t.d. konum og öðrum álika ófrægum. 1 bókmenntasögum og yfirlitum ar bækur I almennileg blöö, heldur I einhver sveitablöð sem fáir lesa. Og þar er islenskum bókum alltaf hrósaö, sama hve lélegar þær eru. Það er ekkert að marka þessa ritdóma. Þaö er þvi hálfhallærislegt þegar úrklippur meö þessum dómum eru birtar I blöðum hér og þá sem stórkostleg sönnun fyrir frægö viökomandi höfundar I útlöndum. Ég hef ekki orðið vör viö að fólk I Noregi kannaðist nokkurn islenskan rithöfund nema Halldór Laxness, og islenskar bækur seljast ákaflega dræmt og varla nema á útsölum sem eru þriöja hvert ár. Norðmenn sem hafa áhuga á kvennabókmenntum eru þó farnir aö taka eftir Svövu Jakobsdóttur, enda skrifar hún sögur sem eru á heimsmæii- kvarða. Annað er svo, að þýðingar Islenskra bóka eru yfirleitt mjög gallaöar, og reyndar raun að sjá það. Þaö þyrfti virkilega aö gera eitthvað i þessu, þó ekki væri nema með þær þýðingar sem lagðar eru fyrir Norðurlandaráö vegna bókmenntaverðlaunanna, eöa þær þýðingar sem Norræni menningarsjóðurinn styrkir. Það væri ekki vanþörf á að hafa tslending sem yfirlesara og ráð- gjafa meö erlendu þýðendunum. Mér finnst þó eins og islenskir rit- En ég hef liklega alls ekki svar- að spurningunni, enda er hún kannski ekki alveg rétt lögð. Mis- rétti kynjanna er alls staöar. Kvennakúgunin er universeUJhún er alls staðar, i kapitalistiskum sem sósialistlskum þjóðfélögum, og hún hefur alltaf veriö. Það er ekki hægt að segja að þessi og þessi karl sé vondur eins og allt sé einstaklingnum aö kenna. Þetta er munstur. Þaö breytir ekki munstrinu þó kona verði ráðherra, eöa karlmaður þvoi sokka konu sinnar. Kerfiö gefur svigrúm fyrir slikt, en það eru mörk sem segja: hingaö og ekki lengra!' „Of persónuleg spurning” „Nei, auðvitað les ég ekki bara bækur eftir konur. Þaö væri nú litið hægt að segja um kvenna- bókmenntir, ef maður hefði enga viömiðun.’" — En eru allir kvenrithöfundar góðir? „Það væri nú skritið ef þær væru það, þegar þær hafa hvorki hefð aö byggja á né aðstöðu til skrifta. Kvennakúgunin hefur náttúrlega sett sitt mark á þær eins' og aðrar konur. Fyrir nú miklu máli. Kannski er þaö vegna þess, aö þegar Friddi beindi myndavélinni aö henni, sagði hún aö hún heföi hætt við að fara 1 lagningu áður en viö komum og ekki heldur sett upp spari- gleraugun. „Bæði i bókum og kvikmynd- um,” segir Helga, „eiga aðal- kvenpersónurnar aö vera falleg- ar. Þessi kvenmynd er enn við lýði I dag, þrátt fyrir allt sem um þetta mál hefur verið sagt. Eru þeir t.d. ekki alveg makalausir þessir ungu kvikmyndagerðar- menn sem þessa dagana eru að gera Islenskar kvikmyndir. Þeir segja sjálfir frá þvi að þeir fari bara út I Austurstræti eftir leik- konu i aðalkvenhlutverkiö. Best að hún hafi aldrei komið nálægt leiklist áður. Þegar kvenmaður meö rétt útlit birtist á götunni, ganga þeir að henni og segja: „Fröken, það má víst ekki bjóða yður aðalhlutverk I kvikmynd?” Og stúlkurnar bara liggja kylli- flatar. Konur eiga ekki að kunna neitt. Þær eiga bara að vera fallegar. Væri hægtaö snúa þessu viö?” — Nei, þaö er ekki einleikiö hvers við eigum aö gjalda, við þessirsætu. Viðtal: Guðlaugur Bergmundsson. Myndir: Friðþjófur >

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.