Helgarpósturinn - 26.10.1979, Page 17

Helgarpósturinn - 26.10.1979, Page 17
Föstudagur 26. október 1979 17 Formaður útvarpsráðs: Yill breyta og bæta kosningasjónvarpið — Ég hef fullan hug á aö fara inn á nýjar brautir í pólitiskri umræöu i sjónvarpinu. En ætli þaö veröi ekki erfitt aö breyta henni eins og ööru i þessari stofn- un, segir Ólafur R. Einarsson for- maöur útvarpsráös viö HP. Enn hefur veriö Iftiö rætt um væntanlegt kosningasjónvarp i ráöinu. Máliö hefur aöeins einu sinni veriö tekiö á dagskrá, og þá var ákveöiö aö halda f þá reglu, aö frambjóöendur komi ckki fram i öörum dagskrárliöum en kosningasjónvarpi siöasta mánuöinn fyrir kjördag. . En máliö veröur væntanlega tekiö upp á næstunni. Enda þótt skammur timi sé til stefnu hefur Ólafur hug á aö breyta einkum tyennu: Aö umræður i sjónvarpi vjerði léttar örlitiö til aö gera þær rheir aölaðandi fyrir áhorfendur, og aö kosningabaráttunni veröi ^erö betri skil en áður. Hvaö hið siöara varðar er þaö að þvi leyt- inu erfiðleikum bundiö, að islenska sjónvarpið hefur ekki á að skipa fréttamönnum, sem eru sérhæfðir i pólitik, eins og sjónvarpsstöövarnar i nágranna- löndum okkar. Þetta stafar aö Útvarpsráðsmönnum þykir gamla formiö á kosningasjónvarpinu úrelt orðið. sjálfsögöu af hinni margnefndu mannfæð á fréttastofunni. Sjónvarpsmenn sjálfir eru lika farnir aö huga að kosninga- sjónvarpi. Að sögn Guðjóns Einarssonar hefur verið haldinn einn fundur um það mál á stofn- uninni. Sá fundur snerist fyrst og fremst um hina miklu erfiðleika, sem geta skapast verði erfið færð og slæmt veður i einhverjum landshlutum. — Aðal kosningasjónvarpið hefst væntanlega á mánudags- kvöld, 3. desember, eftir aö kjör- stöðum hefur verið lokað. En alls- endis óvist er, hvort úrslit fást i öllum kjördæmum þá nótt. Þaö er eins vist, að lika verði talið dag- inn eftir, og þá er spurningin hvort hafa verður kosningasjón- varp á þriðjudagskvöldinu lika, segir Guðjón Einarsson. -ÞG Jóla- og áramótaverkefni leikhúsanna: Öpera, goðsögn og rússnesk klassík Jólaverkefni Þjóðleikhússins veröa aöþessusinnitvö: óperan Orfeus ogEvr idis á aöaisviöinu og Snjór eftir Kjartan Ragnars- son á litla sviöinu i Leikhús- kjailaranum. Leikfélagiö hefur vaiiö Kirsuber jagaröinn eftir Tsjekov sem áramótaverk sitt. Þaö var áöur sýnt í Þjóöleikhús- inu fyrir 20 árum, en er nú i nýrri þýöingu Eyvinds Erlends- sonar, beint úr frummálinu. Orfeus ogEvridiser gert eftir gamalli griskri goðsögn, en þessiópera varsamin á 18.öld. Textinn er eftir Raniero du’Calszabigi, en tónlistin eftir Gluck, og er þetta þekktasta óperuverk hans.Þorsteinn Valdi marsson þýddi textana, og sti þýðing heftir verið notuð tvisvar við flutning óperunnar i Utvarp. Leikstjóri er Kenneth Tillson, en hann hefur áður stjórnaö ballettsýningu hér á landi. Sig- mundur örn Arngrimsson er aðstoðarleikstjóri. Leikritið Snjór er nýjasta verk Kjartans Ragnarssonar. Þaö gerist I bæ austur á fjörð- um, þar sem snjóflóðahætta vofir yfir. Leikurinn fer fram á heimili héraðslæknisins, sem hefur fengið slag, og annar læknir annast hann. Mikil spenna skapast á milli þeirra, og aðal viöfangsefni leikritsins er dauðinn, bæði sá sem vofir yfir i mynd snjóflóðs, og sá sem vofir yfir hinum sjúka lækni. Sveinn Einarsson er leikstjóri en hlutverk læknanna er i hönd- um Rúriks Haraldssonar og Erlings Gislasonar. Aramótaverkefni Leikfélags Reykjavikur, Kirsuberjagarð- urinn eftir Tsjekov er eitt af öndvegis verkum leikbók- menntanna, og hiXundurinn er oft nefndur i sömu andrá og Shakespeare og Ibsen. Verkiö • var skrifað um siðustu aldamót, en þá Starfaði höfundurinn mik- ið með leikhUsstjóranum Stanislavsky, og saman sköp- uðu þeir hið fræga Listaleikhús i Moskvu, sem enn er til, og öll leikhús tóku mið af i starfsemi sinni á þessum tima. Leikritið fjallar um mann- eskjur, sem standa frammi fyr- ir þvi, að allt verðmætamat er að breytast, en lifa meira og minna i fortiöinni. En allt er aö breytast.og meðal annars hafa ávextirnir i kirsuberjagarðin- um, sem þau byggja lifsafkomu sina á, misst verðgildi sitt. Leikstjóri er Eyvindur Er- lendsson, en meö hlutverk frU Ljúbov Andreevna fer GuörUn Asmundsdóttir, og kaupmann- inn Lopakhin leikur Jón Sigur- björnsson. Meðal annarra leik- ara er Þorsteinn ö Stephensen, en þetta er f fyrsta sinn siðan hann lék pressarann i DUfna- veislunni, árið 1976, og fékk Silfurlampann fyrir að hann leikur hjá Leikfélaginu. Alls koma 13 leikarar fram i verk- inu, en þeir fara með 15 hlut- verk, og meðal þeirra eru allir helstu leikarar LR — ÞG Snorri Sturluson í burðarliðnum: Kvikmyndatakan komin á verkefnaskrá LSD Akveöið er, að fjárframlög sjónvarpsstöövanna i Noregi og Danmörku, og isienska sjónvarpsins, til geröar sjónvarpsmyndar um Snorra Sturluson, nemi samtals 900 þúsund norskum krónum. Fram- lögin skiptast þannig, aö Norö- menn leggja fram 350 þúsund, tslendingar ekki lægri upphæö, og Danir 200 þúsund norskar krónur. Verðmæti norsku og dönsku framlaganna á þvi ekki að breytast frant aö greiösludegi þrátt fyrir islenska verðbólgu. Gerð myndarinnar er þegar komin á verkefnaskrá Lista- og skemmdideildar, og taka á að hefjast með vorinu, að sögn Hinriks Bjarnasonar. Tökum á svo að ljúka i ágúst, og stefnt er að þvi, að myndin verði sýnd um miðjan næsta vetur. Myndin verður i tveimur klukkutima löngum þáttum. Fari kostnaður við gerð mvndarinnar fram Ur þeim framlögum sem ákveðin hafa verið, mun islenska sjónvarpið greiða mismuninn, segir Hinrik Bjarnason. Hluti framlags norska sjónvarpsins verður i formi tæknilegrar aðstoðar, auk þess sem norskir sjónvarpsmenn verða hjálplegir með leikmuni og búninga frá mynd sem gerð var um Sverri konung. Svium og Finnum var einnig boðið að vera með i, en báðir aðilar höfnuðu þvi. Að þvi er Ölafur R. Einarsson formaður útvarpsráðs segir við HP hefur hvorugur gefið upp ástæðu fyrir þvi opinberlega. Hins vegar segist hann hafa heyrt þvi fleygt, að Sviar hafi ekki áhuga á Snorra vegna þess að hann sé of mikill „sveitapólitikus” fyrir þá. Að sjálfsögðu stendur Snorri enn fjær Finnum. Þeir Sigurður Sverrir Pálsson og Erlendur Sveinsson sömdu upphaflega handritið að mynd- inni. Siðan var Þráinn Bertelsson ráðinn til að stýra tökunni, og hefur hann endurskoðað hand- ritið, einfaldað það, og skorið niður ýmislegt það, sem þótti óþarflega flókið. Þá vinnurdr Jónas Kristjánsson handrita fræöingur að gerð samtala handrits um þessar mundir. Af öðrum sem hafa verið ráðnir til þessa verks má nefna Helga Gestsson, sem hefur með fjármái myndarinnar að gera, en hann hafði sama starfa með höndum við töku Paradisarheimtar. Snorri Sveinn Friðriksson og Gunnar Baldursson hafa verið ráðnir til að annast leikmynd, og hafa þeir þegar ráðgast við norska sjónvarpsmenn um reynslu þeirra við gerð myndar- innar um Sverri konung. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hlutverkaskipan i myr.dinni, en eins og HP hefur skýrt frá áður, hefur Sigurður Hallmarsson verið orðaður við hlutverk Snorra Sturlusonar. eftir Björn Vigni Sigurpálsson Sjónvarp Sápu- kúlu- pólitík Sjónvarpiö gat eiginlega ekki valiö heppilegri tfma en nú — á endaspretti prófkjör- anna og viö upphaf sjáifrar kosningabaráttunnar — til aö hefja sýningar á Vélabrögöum i Washington. Þessi mynda- flokkur cr byggöur á reyfar- anum The Company eftir John Ehrlichman, hjálparkokk Nixons og einn af skúrkunum i Watergate-hneykslinu, og ef hann hefur einhvern boöskap aö flytja okkur islendingum er þaö kannski helst aö minna okkur á aö viöa er pólitikin ógeðfelldari en hér á islandi og hvetja okkur til aö halda sem lengst I sveitamennsku islenskrar stjórnmálabaráttu. Sú myndsem vardregin upp i þessum fyrsta þætti Véla bragðanna þarf ekki að vera mjög langt frá raunveruleik- anum og þótt Ehilichman hafi vafalaust k»yddab sögu sina eitthvað, þá hafa menn þar vestra viljað lita á hana sem eins konar lykilróman um valdatima Nixons i forseta- stóli. 1 þessum fyrsta þætti varð lika eitt helsta sportið hjá manni að heimfæra persón- urnar upp á raunverulega menn sem voru i sviðsijósinu i bandariskri pólitik og stjórn- kerfi á þessum tima og þarna koma þeir allir fyrir — Lyndon B. Johnson, Kissinger, Helms yfirmaður CIA að ógleymdum Nixon sjálfum og helstu skúrkum Watergate-málsins. Að öðru leyti fer sjónvarps- þátturinn að mestu hefð- bundnar leiðir sápuópera bandariskra sjónvarpsþátta og CIA-forstjórinn er látinn leggja til hjónabandsvandann og ástarævintýrið, sem aldrei má vanta 1 þarlenda þætti. Upp úr stendur þó leikur Jason Robards á Monckton, persónugervingi Nixons, auk fagmannlegra vinnubragða sem aldrei verða af Könum f skafin. ALLTI GAMNL JULLA MÍN Nýja bió: Júlia Bandarisk. Argerð 1978. Handrit: Alvin Sargent, eftir bók Lillian Hellman. Leikstjóri: Fred Zinneman. Aöalhlutverk: Vanessa Redgrave, Jane Fonda, Jason Robards. meiriháttar hjónaerjur fljóti i kjölfar sýningarinnar. Og það er að sjálfsögðu ekkert ljótt við að framleiða vöru handa ákveðnum neytendahópi. Hinsvegar er það soldið ljótt aö reyna að villa á sér heimildir eins og „Júlia” hefur gert: ég á við að þykjast vera mynd sem Kvikmyndir eftir Þráin Bertelsson Það er orðið nokkuð langt siðan þeir i Hollywood upp- götvuðu, að helmingur mannkynsins er kvenfólk, sem er töluvert stór hluti af hinum almenna neytendamarkaði. Myndin Júlia er gerð með þenn- an neytendahluta i huga, ásamt með þeim bakþanka að eigin- mennirnir geti fengið að fljóta með (það er jú betra að selja tvo miða en einn) án þess að fjallar sérstaklega um kvenfólk á þeim timum þegar staða kon- unnar er til sífelldrar umræðu og alvarlegrar endurskoðunar. Júlia fjallar nefnilega ekki um þau mál fyrir tvo aura, heldur er myndin þessi venjulega neytendasálfræðilega blanda af væmni, stjörnudýrkun og lágkúru, sem þeim i Hollywood hefur tekist svo vel að selja út um allan heim. Þessi væmnisblanda er allvel hrist að þessu sinni af fagmann- inum Fred Zinneman og uppskriftin er 1/3 Jane Fonda, 1/3 Vanessa Redgrave (þær sjá um að vinstrisinnaða kvenréttindapakkið komi i bió), 1/3 endurminningar Lillian Hellman og rómantisreraðar fyllirissögur af reyfarahöfundinum Dashiell Hammett (Jason Robards), allt kryddað með fal- legu, riku og gáfuðu fólki, sem lendir i styrjaldarþrengingum og bæklast. Það er ekkert vafamál, aö gerð þessarar blöndu hefur tek- ist vel. Það sýna tölur um áhorfendafjölda. Það er heldur engin synd i afþreyingar- snauðum hversdagsleikanum að hafa stundargaman af væm- inni lágkúru. Maður má bara llammctt (Jason Robards) og Hellman (Jane Fonda) á strandfyllirii I Júlia. ekki láta plata sig til að halda, að það sé einhver alvarleg eöa heiðarleg meining bakvið lág- kúruna. P.S. Þessi mynd ætti að vera bönnuð rithöfundum. Drykkju- bröltið i þeim Lillian Hellman og Dashiell Hammett er ekki til fyrirmyndar, þau drekka guðmávitahvað mikið viski á dag, fara aldrei yfir strikið, eru ávallt fyndin og skemmtileg og fleygja ritvélunum út um gluggann ef sköpunargáfan er ekki upp á sitt besta. Semsagt ekki til fyrirmyndar, allrasist i vimubannsvikunni fy rir jafn- áhrifagjarnt fólk og rithöfunda.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.