Helgarpósturinn - 16.11.1979, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 16.11.1979, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 16. nóvember 1979 —he/garpásturínrL. Tvö meistarastykki: Plöntu-undur Stevie Wonder Þá er hún loksins komin piat- an sem unnendur aiþýðutdnlistar> hafa beöið eftir i næstum þrjú ár: Journey ThroughThe Secret Life Of Plants meö meistara meistaranna Stevie Wonder. Stevland Judkins fæddist 29. mai 1950 i Saginaw Michigan Hann var blindur frá fæöingu . Stuttu eftir aö Stevland kom I heiminnflutti fjölskylda hans til bilaborgarinnar Detroit, sem einnig er miöstöö sál-tónlistar- innar, og þar eru aöalstöövar hljómplötufyrirtækisins Tamla Motown, i eigu Berry Gordy. Æskufélagi Stevlands, John Glover, var frændi Ronnie White úr hljómsveitinni The Miracles. Og þegar Ronnie White heyröi Stevland syngja, bauö hann honum aö koma meö sér á fund Berry Gordys. betta var áriö 1961, og þá fæddist „Stevie Wonder”, undrabarn seinni tíma alþýöutónlistar. 1 ágdstmánuöi 1962 kom út fyrsta tveggja laga plata Stevie Wonder: I Call It Pretty Music (But The Old People Call It The Blues). En þaö var ekki fyrren meö fjóröu ep-plötu sinni, Fingertips Parts 1 & 2, ári seinna, að hann sló verulega i gegn. „12 ára gamla sjéniiö” komst á allra varir. Og framtil ársins 1970 sendi hann frá sér hvert lagið á fætur ööru, sem trónuöu I efstu sætum vin- sældarlistanna beggja vegna Atlantsála, lög eins og Uptight (Everything’s Alright), lag Dylans Blowin’ In the. Wind, I Was Made To Love Her, For Once In My Life, Yester-Me, Yester-You, Yesterday og My Cherie Amour svo einhver séu nefnd. En upphaf áttunda áratugsins boöaöi lika upphafiö aö nýju timabili á ferli Stevie Wonders. Aöur haföi hann aö mestu leyti flutt lög samin af öörum en hon- um sjálfum, en nú fór hann ein- göngu aö flytja eigin lagasmiö-- ar. Og meir en það, hann útsetti og stjórnaöi sjálfur upptökum platna sinna, og lék einnig á svotil öll hjóöfæri sem þar voru brúkuö. bá var hann lika oröinn fjárráöa og fékk til umráöa all- ar þær tekjur sem hann haföi aflaö sér frá 12 ára aldri. Og oröinn sjálfs sin herra, hætti hann aö framleiöa kúlutyggjó- múslk, en einbeitti sér nú aö metnaöarfyllri og framsæknari hlutum. Forsmekkinn aö þvi sem átti eftir.aökoma fékk fólk meö plötunni Where I’m Ccming From. En næsta plata, Music Of My Mind, sýndi aö Stevie Wonder var oröinn laga- smiöur og músikant af sama kaliber og Lennon & McCartney. Um timaleitþóút fyrir aö fer- ill Stevie Wonders væri á enda. Þaö var þremur dögum eftir út- komu plötunnar Innervisions 6. ágúst ’73 aö hann lenti í alvar- legu bilslysi i Suöur-Karólinu- fylki. Hann var meövitundar- laus I 10 daga. En, sem betur fer, var hann fljótur að ná sér, og tveimur mánuöum seinna djammaöi hann meö Elton John áhljómleikum þess siðarnefnda i Madison Square Garden i Nýju Jórvik, viö mikinn fögnuö áheyrenda, sem þóttust hafa heimt hetju sina úr helju. 1974 kom svo út platan Full- filliness ’First Finale. Um þær mundir tilkynnti Stevie Wonder aö hann myndi draga sig i hlé eftir tvö ár til aö setja á stofn skóla fyrir þroskaheft og munaöarlaus börni Afriku. Ætl- aði að gera eina plötu til viö- bótar, sem átti aö heita Fullfill- ingness ’Second Finale, og hætta svo. Hann hefur þó ekki Líf í Tusk-unum Fleetwood Mac enn látiö veröa af þessu — hvaö sem síðar veröur — sem betur fer, segjum viö eigingjörnu aö- dáendur hans. 1975 skrifaöi Stevie Wonder undir fjóröa fimm-ára samning sinn við Tamla Motown, og þáöi fyrir þaö hæstu upphæö sem greidd hefur veriö viö slikt tæki- færi, 12 milljón dollara. („Sá bestiá auövitaöaöfámest”) Og tvöfalda albúmiö, Songs In The Key Of Life, kom út ári seinna. Verkiö Journey Through The Secret Life Of Plants hefur ver- iö þrjú ár I smiðum. Tilurö þess má rekja til þess er Stevie Wonder hitti kvikmyndastjór- ann Michael Braun I London árið 1974 sem baö hann um aö semja tónlist viö samnefnda kvikmynd. Stevie leist vel á hugmyndina, en gat ekki hafist handa fyrren siöla árs ’76 eftir aö Songs In The Key Of Life var lokiö. Verkiö erbyggtá bók eftir rithöfundinn Peter Tomkins og liffræöinginn Christopher Bird, og f jallar um skynjun og tilfinn- ingalif plantna. Einnig er komiö inná „vitfirringu” mannsins, óvin náttúrunnar nr. 1: This world is moving much too fast They’re race babbling This world is moving much too fast The end’s unravelling Man’s production Life’s corruption World Destruct Help me people Save your people God’s induction Life’s construction These instruct Will save every living thing Can’t you see that Life’s connected You need us to live But we don’t need you (Race Babbling) Journey Through The Secret Life Of Plants er metnaðar- fyllsta verkStevie Wonders sem tónskálds til þessa. Og jafn- framt þaö þyngsta, og krefst mikils af hlustandanum. Þetta er mjög ólikt þvi sem hann hef- ur áður sent frá sér. Svo ólikt aö þaö er spurning hvort þaö eigi eftir aö koma niöur á vinsældum hans,vegna þess aö hér er ekk- ert lag sem viö fyrstu heyrn viröist llklegt til aö þjóta upp vinsældarlistana. En þaö á eftir aö koma i ljós. Þetta er ekki i fyrsta sinn sem Stevie Wonder er skrefi á undan aödáendum sinum. önnur hljómplata sem ekki siöur hefur veriö beöiö eftir meö mikilli eftirvæntingu er Tusk, meö bresk/bandarísku hljóm- sveitinni Fleetwood Mac. 0-0 Fleetwood Mac var stofnuö áriö 1967, þegar gitaristinn Peter Green yfirgaf hljómsveit John Mayalls Bluesbreakers. Meö sér tók hann bassaleikar- ann John McVie, og ásamt trommaranum Mick Fleetwood, sem einnig haföi leikiö um tlma meö Mayall, og „slide-gltarleik- aranum” og söngvaranum Jeremy Spencer, mynduöu þeir blúskvartett sem upphaflega nefndist Peter Green’s Fleet- wood Mac.en var fljótlega stytt i Fleetwood Mac. Fleetwood Mac kom i fyrsta skipti fram opinberlega á British National Jazz & Biues Festival 12. ágúst 1967. Og skipaði sér strax i fremsta flokk breskra blúshljómsveita, ásamt Cream. Fyrsta platan kom út i byrjun næsta árs, og var meö söluhæstu plötum á breska markaönum næstu 13 mánuöi þar á eftir. Sama ár bættist þriöji gltarleikarinn, Danny Kirwan, i hópinn. Um þessar mundir fór tón- listarstill Peter Greens aö breytast frá hinum heföbundna blús yfir i afbrigöi sem er um margt ekki ólikt þvi sem Dire Straits eru aö fást viö I dag (og náttúrulega Green sjálfur sambr. „come-back” plötu hans In The Skies), ek. blúsrokk. Þessi stefnubreyting Greens styrkti veldi hljómsveitarinnar enn betur i Bretlandi, og á meðanhúnvar aö þróa með sér þennan stil, héldu þrjú lög hans, Albatros, Man Of The World og Oh Well, gefin út á tveggjalaga- plötum, Fleetwood Mac 1 efstu sætum vinsæidarlistann I þvi landi. En þrátt fyrir aö Fleetwood Mac væri eitt stærsta nafniö I bresku popptónlistinni, gekk þeim félögum illa aö hasia sér vöil i Bandarikjunum (i fyrstu ferö sinni um riki Sáms frænda, var Fleetwood upphitunarnúm- er fyrir Jethro Tull og Joe Cocker, þrátt fyrir aö vera miklu sterkari á heimavelli en þessir aöilar). — 0 — Svo var þaö I maimánuöi 1970, aö Peter Green yfirgaf hljóm- sveitina og þarmeð poppbrans- ann af trúarástæöum(hann kom þó aftur siöastliöiö vor meö plötunalnTheSkiessem fyrrer getiö). Hinir drógu sig þá i hlé um nokkurra mánaöa skeiö, en komu fram i lok ársins meö plötu i farangrinum, sem hét Kiln House. Og meö henni, kald- hæönislegt sem þaö kann aö viröast, lagöi Fleetwood Mac grunninn aö velgengni sinni i Bandarikjunum. Eiginkona Johns McVie, Christine, söng- kona og hljómborösleikari, átti talsveröan þátt i gerö þessarar plötu, og tróð upp sem gestur á hljómleikaferö hljómsveitar- innar um USA, i kjölfar hennar. Af samningsástæöum gat hún ekki gengiö formlega I Fleet- wood Mac, fyrren meö næstu plötu, Future Games. En stuttu seinna, i febrúar ’71, þegar Fleetwood Mac var rétt farin aö jafna sig á þvi aö Peter Green heföi hætt, baröi ógæfan aftur á dyr. Hljómsveitin var aö spila I Los Angeles, þegar Jeremy Spencer hvarf. Hann fannsteftir nokkurra daga leit i aöalbækistöövum Jesúbarn- anna (Children Of God) þar i borg, — „frelsaður”. Peter Green kom þá aftur um stundar- sakir til aö aöstoöa Fleetwood Mac viö aö ljúka hljómleika- feröinni. — 0 — Þá var Bob Welch, gitaristi, söngvari og lagasmiöur, ráöinn i Fleetwood Mac. Hann var frá Kaliforniu og haföi mikil áhrif á tónlist hljómsveitarinnar. Sem varö nú likari „vesturstrandar” tónlist, en bresku blúsrokki. Enda jókst nú fylgi Fieetwood Mac i Bandarikjunum, en minnkaði I heimalandinu. Þannig skipuöu hljóöritaöi hljómsveitin tvær plötur, Fu- ture Games (’71) og Bare Trees (’72). En eftir þá seinni var Danny Kirwan rekinn og tyeir amerikanar, Bob Weston og Dave Walker, i'engnir i staöinn. Og þannig skipuö hljóðritaöi FleetwoodMac lika tvær plötur, Penguin og Mystery To Me (báöar ’73). Mórallinn var nú hinsvegar ekki uppa marga fiska, Weston og Walker hættu, og hljóm- sveitin var komin aö því aö leysast alveg upp. Og I öllum hamaganginum bætti umboös- maöur Fleetwood Mac á þeim tima Clifford nokkur Davis, gráu ofaná svart, meö þvl aö smala saman nýjum mannskap sem hann svo sendi upp i hljóm- leikareisu undir nafni hijóm- sveitarinnar. Fleetwood og McVie fóru náttúrulega I mál viö kauöa, og leiddu þau mála- ferli til þess aö öll tónlistar- starfsemi þeirra lá niöri i rúm- lega ár. En þegar þessi mál voru af- staöin, var lika búit aö leysa innansveitarágreininginn — amk. i bili. Fleetwood Mac fór aftur aö leika opinberlega, og platan Heroes Are Hard To Find kom á markaðinn. Svo kom að þvl aö Bob Welch hætti, I febrúar ’75, til aö stofna hljómsveitina Paris, meö Glenn Cornick úr Jethro Tull. Þá gengu hjónin Lindsey Buckin- ham og StevieNicks til liös viö hjónin John og Christinu McVie, og Mick Fleetwood. Og þannig hefur hljómsveitin veriö skipuö siðan. Og þetta er sterkasta liö- skipan hennar siöan Peter Green hætti áriö 1970. — 0 — Tusk, sem reyndar eru tvær plötur, er þriöja albúmiö sem Fleetwood Mac sendir frá sér, meö þessum mannskap. Hinar tvær fyrri, Fleetwood Mac og Rumours, náöu geysimiklum vinsældum, og geröu hljóm- sveitina aö þvi stórveldi innan rokkheimsins, sem hún er. Sér- staklega seinni platan, en af henni uröu sjö lög meiriháttar „hit”. Hún kom út ’77. Vegna þess hve Rumours var pottþétt plata, hafa margir veriö skeptiskir á framtiö Fleetwood 'Mac.þeas. efast um aö hún gæti nokkurn tima gert betur. Nú hefur Tusk gefiö svar viö þess- um bollaleggingum. Sem er: já, hún gat þaö! Tusk, er aö minum dómi tónlistarlegur sigur Fleetwood Mac. 1 staö pess aö festast i „vinsældargryfjunni”, eins og svo margar stórhljómsveitir hafa gert er tónlist Fleet- wood Mac nú persónulegri og metnaöarfyllri en sennilega nokkru sinni fyrr. Helsti kostur Tusk finnst mér, aö hún er alltaf „ný”, hlustand- inn uppgiitvar nýja fleti viö hverja spilun. Þess vegna er ekki hægt aö gera upp á millilaganna, og segja aö eitt sé ööru betra. Og þó greinilegt sé, aö Fleetwood Mac leika tónlist tónlistarinnar vegna, en ekki tónlist sem hefur eingöngu þann tilgang aö veröa vinsæl og seljast, — þá er mörg lög aö finna á Tusk, sem líklega eru til aö veröa ofarlega á vinsældar- listum heimsbyggöarinnar á næstunni (titillagiö er þegar mætt i efstu sætin i USA og Bretlandi). Svona eiga plötur aö vera! eftir Pál Pálsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.