Helgarpósturinn - 23.11.1979, Síða 24

Helgarpósturinn - 23.11.1979, Síða 24
24 Föstudagur 23. nóvember 1979 fJLÍÍDíLJt Í! )rL— Bragi fær þá hugdettu aö nú væri gam- an að slá i eina rúbertu. Disa og hennar maöur, Bragi og sú stórrósdtta setjast við borðstofuboröið og spila brids. Það er skrýtin spilamennska hjá blekuðu fólki, enBragier mjög áhugasamur og rekur á eftir sögnunum. Ég stend álengdar við stofuskápinn og fylgist með. Fyrir aftan mig geymi ég hálft glas af óblönduðu brennivini og það kemur aðþvi að Bragi biðjium þjónustu á borðið. Lipur og ljúfmannleg sé ég um aö blanda fyrirþau, sú stórrósótta fær slatta af Vodka ofani brennivinið, ögn af kók, tvo ismola og hálfa sitrónusneið að auki. Þau hinfá einfaldan Vodka hjá mér með kók, klaka og sitrónu. Ég er spennt á sjá hvort sú stórrósótta geti drukkið þetta en það ber ekki á öðru. Hún gerir dellu i spilamennskunni, það gera þau raunar öll en hún er verst, mér sýnist hrifning Braga fara þverrandi. — Áttu ekki hjarta, segir Bragi og tekur spiliðafborðinuogréttirhenni. — Disa lét út hjarta, þú verður að bekenna. TREG í TAUMI — Nei, segir konan og tekur við laufa- spilinu, ég á ekki hjarta. — Þú hlýtur að eiga hjarta, segir Bragi ergilegur. — Ég get svo guðsvarið það, segir hún og leitar i spilunum sinum. —'Gáðu, manneskja, segir Bragi hvass. — Manneskja, hvað, segir hún stór- móðguð og leggur niður spilin. — Taktu upp spilin, segir Bragi, ég veit þú hefur tvö hjartaspil á hendi. — Hvernig veistu, segir hún og hallar undir flatt og brosir sinu bliðasta til Braga. En hann er að spila brids núna og tekur ekki eftir þvi. Hún tekur upp spilin og skoðar hvert um sig vandiega. — Hér er eitt, segir hún búraleg og leggur það á grúfu á borðs- hornið hjá sér. Disa hlær og ég get ekki annað en bros- að. Bragi er að tryllast af óþolinmæði. — Og hér er hitt, segir konan og nú tistir hún af kátinu, —-en sniöugt. Hvernig viss- irðu það, spyr hún Braga, sem gnistir tönnum ogspyr á móti: — Ætlarðu að gefa i slaginn? Ég fer fram i forstofu og opna útdyrnar. Égerslæptogþarf friskt loft. Éghef sötr- eftSr Ásu Sólveigu að úr sama glasinu i lengri tima, enda finn ég ekki til þess að ég sé drukkin. , bara slæpt og máttlaus og mig verkjar i hendurnar. Ég horfi á þær og hesta- prangarinn kemur aövifandi, vaggandi i spori og plantar sér við hlið mér. — Ah, segir hann, hreint loft, það er allra meina bót, ansi er kalt. — Já, segi ég, það er óvanalega kalt svona snemma vetrar. Hann gýtur augunum á hendur minar og spyr svo: — Hvað kom eiginlega fyrir? — Meinarðu þetta, spyr ég og strýk yfir fleiðrin á hnúunum. — Já, segir hann og lokar útihurðinni. —- Ég lenti i boxi við Drottinn, segi ég. —-Þú ert einstök kona, segir hann og hlær villimannlega. Mér sýnist hann ætla að faðma mig, en hann rekur augun í haglabyssu stráksins og margspyr hvort hann sjái rétt, hvort þetta sé virkilega byssa sem liggi þarna á glámbekk. Ég tek byssuna, en meNiöndla hana eitthvað óhönduglega, þvi hann spyr mig hvort ég kunni ekki með byssu að fara. Ég aftek það og segi honum að strákur- inn hafi fengið að nota byssuna, þó Bragi eigi hana og hafi leyfiö fyrir henni. — Algjörlega ótækt, segir hesta- prangarinn. Hann heldur ótrúlega skynsamlegan fyrirlestur um hugsanlegar, voveiflegar afleiðingar af kunnáttuleysi i meðferð skotvopna. Hann ákveður að kenna mér á gripinn, hann er greinilega þrasgefinn fullur en ég reyni að sleppa. — Þú getur kennt mér seinna aö skjóta segi ég. — Ég ætla ekkert að kenna þér þaö, segir hann, en ég ætla að kenna þér að hlaða byssu og afhlaða byssu, ég fer ekk- ert héöanfyrrenégerbúinnaðþvi. — Ég hef ekki nokkurn áhuga á kennsl- unni, en ég nenni ekki heldur að þrefa við manninn, það er best að ljúka þessu af. — Sjáðu segir hann og byssan leikur i höndum hans, þetta er gikkur. — Asni,segiég en hann heyrir það ekki. — Og hér aftan við gikkinner öryggið. Þegar þú ert búinn að láta skotið í byss- una læturðu öryggið á, svona, og þá get- urðu ekki skotið úr henni þó þú takir i gikkinn. Þá er byssan spennt og þegar þú ert tilbúin að skjóta þá losarðu öryggið og skýtur. Mér er meinilla við að hann sé að hand- fjatla byssuna eins fullur og hann er. — Ég skil þetta, segi ég. — Og hérna er takki, segir hann, þú ýtir á hann, þá opnast byssan, svona, og þú lætur skotið i, hérna. Hvar eru skot? — Ég veit ekki hvar þau eru. — Ég þarf skot til að sýna þér þetta al- mennilega. Hann skimar i kringum sig og mér til gremju finnur hann pakka af skot- um á gólfinu I fatahenginu. Ég neyðist til að tala um þennan trassaskap við Asgeir. Hestaprangarinn býsnast ekkert yfir geymslustaðnum á skotunum, hann er svo ánægður að geta haldið kenslunni áfram. — Þetta eru rjúpuhögl, segir hann. — Ég veit það, segiég og tek byssuna af honum, ýti á takkann svo hún opnist og bæti svo við: —-Ég læt skotið hérna. Hann er búinn að opna pakkann og rétt- ir mér skot. — Láttu það i, segir hann, það á að snúa svona. Ég gef honum illt auga ég veit hvað snýr fram og aftur á skoti. Églæt skotið i, loka byssunnilæt örygg- ið á, losa öryggið og opna byssuna aftur og tek skotið burtu. Hann er hrifinn, lætur mig gera þetta i annað sinn, segir mér þrautleiöinlega sögu sem á að sanna hans eigin skotfimi, ég er fegin meðan hann býðst ekki til að sýna mér hversu góð skytta hann sé. Ég bind enda á umræðuna með þvi að segjast ætla að geyma byssuna á betri stað, hestaprangarinn fylgir mér til stofu. Ævar er vaknaður, situr i sóffanum, geyspar og teygir sig. Ég ætla meö byss- una inni herbergi stráksins, en Bragi kall- ar til min, hann vantar borðtusku, það hefur sullast niður á borðið hjá þeim. Ég legg byssuna frá mér upp við stofu- skápinn, sæki tusku og þurrka af borðinu. Bragi er að taka saman spilin, þau eru hætt að spila og það tistir stanslaust I þeirri stórrósóttu. Hún býðst til að dansa fyrirokkurog Ævar lýtur upp þegar hann heyrir boðið. Hestaprangarinn afstýrir þvi og vill að þaufariheim. Hún erekki á heimleið, en hún virðist ekki eiga neitt vantalað við Braga, hún er skyndilega orðin mjög hug- fangin af mér. — Ég ætla að vera hjá Guðnýju, til- kynnir hún og hengir sig um hálsinn á mér. — Við Guðný erum vinkonur. — Siðan hvenær, spyr ég og reyni aö hrista kvenmanninn af mér. — Siðan alltaf, segir hún af sannfær- ingu. — Hann, segir hún i miklum trúnaði og ég veit ekki hvort hún meinar eiginmann sinn eða Braga, — hann er ógurlegt frat, hefur enga kimnigáfu. — Karlmenn, segir hún og herðir takið um hálsinn á mér, eru prump, bara prump, finnst þér það ekki líka? — Jú, segi ég og reyni að liðka mig úr þessu fanta faðmlagi hennar. — Jú.endilega einn sopa, segir hún, við erum vinkonur. Ég færist undan, hún æsir sig, sullar yfir okkur báðar og grátbiður mig að þiggja sopa af þvi ég sé besta vinkona hennar. — Þú skilur mig, segir hún, þú veist alveg hvernig þetta er, maður er alltaf innan um fifl og verður sjálfur mesta fifl- ið. Drekkum saman bara við tvær og lát- um fíflin eiga sig. Égbeygi mig undir örlög min, ekkert af þvisem ég ráðgeri fer einsog ætlað er. Ég fæ hana til að setjast og saman drekkum við þessa dúndurblöndu sem ég ætlaði henni einni. „f umhverfi flestra eru vandamál til að takast á við” segir Ása Sólveig „Bókin fjallar um miöaldra konu, sem áöur hefur veriö úti- vinnandi, en siöustu tlu ár, hef- ur veriö inni á sinu heimili og hægt og sigandi misst sjálfs- traustiö.” Þannig iýsir Asa Sólveig I stuttu máli annarri skáldsögu sinni, TREG t TAUMI, sem kemur út fyrir þessi jól, en Helgarpósturinn birtir I dag ka fla úr bókinni. Um ástæöuna fyrir þessu á- standi konunnar sagöi Asa Sól- veig aö ekki væri hægt aö benda á eina ákveöna. Þaö væri erfitt aö finna eina setningu, sem lýsti svoleiöis niöurrifsástandi. Sagan gerist á rúmum tveim sóiar- hringum og lýsir lifi konunnar á þeim tima. — Hvers vegna að taka fyrir vandamál heimasitjandi hús- móöur, er það vegna þess að þú þekkir það? „Já, vissulega þekki ég það, en efnið kemur ekki til min i vandamálaformi. Fyrst kemur persónan og smátt og smátt kemur hennar umhverfi. Og i umhverfi flestra eru jú alltaf einhverskonar vandamál til að takast á við.” Treg i taumi er eins og áður segir önnur skáldsagan sem Asa Sólveig sendir frá sér. Fyrsta bókhennar, Einkamál Stefaniu, hlaut góðar viðtökur og var Asa Sólveig þvi spurð hvort ekki væri erfitt að fylgja sliku eftir. ,,Jú, léti maöur það stjórna sinni vinnu. Hins vegar átti ég hugmyndina að þessari bók áð- ur en Einkamál Stefaniu kom Asa — kona i sálarkreppu. út, þannigaðég hélt minu striki, og ákvað að skrifa hana. Það er m jög ánægjulegt aö fá góðarviðtökur.en það gerir lika svolitlar kröfur.” — Stendurðu undir þeim kröf- um? „Ég veit það ekki. Það kemur bara i ljós og er reyndar ann- arra að dæma þaö. Þetta er vinna, sem lögð er undir al- menningsdóm og það er stund- um heppni hvernig það kemur.” — Ertu ánægö með bókina eins og þú leggur hana frá þér? „Ekki fullkomlega: Það er að segja að ég get ekki gert betur, og ég held að hún sé skamm- laus. En mig langar persónu- lega alltaf að gera heldur betur en ég geri”, sagði Asá Sólveig að lokum. — GB. 8. Atlagan Fram fyrir áramót 1932-33 lá Pjetui meira eða minna rúmfastur. Hann þjáöist af stöðugum höfuðverk. Spurði um Sig- riði, um Foringjann, lögreglubúninginn og bað um að sér væri færður spiritus úr kjallaranum. Skyndilega i byrjun marsmánaðar 1933 skánaöi honum. Stóð upp frá rúminu einn morgun, gekk niður á bæjarfógetakontór, ræddi lengi við bæjar- fógeta. drakk með honum kaffi, tefldi við hann tvær skákir og vann báöar. Var tek- inn i lögregluna og hóf störf um miðjan marsmánuð. Ekki voru allir á einu máli um það, hvort hann hefði náð fullri heilsu. Súsagakomstá kreik, aö hannhefði nótt eina sést teyma belju að hesthúsi I bæn- um, sett á hana hnakk og beisli og riðið siöan á henni um götur bæjarins. Einnig að hann hafi sést ganga nakinn meö lög- regluhúfu á höfði úti á blett viö Brekku- götu 20og gert þarfir sinar við flaggstöng- ina. Veturinn 1933 kom til átaka á Akureyri um kaup og kjör verkafólks. Verkfalls- menn og hvitliðar stóðu andspænis hvorir öðrum við höfnina. Snorri og Pjetur voru eftir Ólaf Ormsson þátttakendur i þessum átökum, en I and- stæöum fylkingum. A fundum i verka- mannafélaginu var oftast húsfyllir, mikil stemmning og baráttuhugur. Menn sungu Sjá roðann í austri hann brýtur sér braut, og Fram allir verkamenn og fjöldinn snauði, þvi fáninn rauði ... og svo fram- vegis. Hvitliðar komu einnig saman og ræddu I sinum hópi, hvernig takast mætti að berja niður vaxandi stéttvisi verka- manna. Hvitliðar voru þeir menn kallað- ir, sem taldir voru ganga erinda atvinnu- rekenda. Pjetur Diðrik tók virkan þátt i starfsemi hvitliðanna, hafði sig mikið I frammi og hvatti mjög til þess að ráöist yrði til atlögu gegn verkalýðshreyfing- unni og samtökum hennar. Þeir bræður deilduoft harkalega heima við um sósial- isma, kjarabaráttu, alþjóðastjórnmál, kommúnisma og nasisma. Oft kom til handalögmála á milli þeirra, og Helga varð að skilja þá að. Pjetur reif niöur myndirí herbergi Snorra og brenndi þær, einnig rauða fdnann, sem hann brenndi á tröppum hússins að kvöldlagi og flutti við það tilefni langa tölu um grimmdarverk Jóseps Stalins. Snorri kom fram hefnd- um, reif I tætlur bók Adólfs Hitlers, Mein Kampf, og hakakrossfánann, sem Pjetur hafði hengt upp i kjallara hússins að Brekkugötu 18, en þar kom saman viku- lega hópur manna, sem aðhylltust skoð- anir þýsku nasistanna. Pjetur hélt þar ræður, varaði við þvl aö kommúnistar hygðust ná völdum i bænum og að senn hæfist lokaorrusta um framtið bæjarins. Hann útbjó gúmmikylfur, og barefli i kjallaranum, sem hvitliðar notuöu siðan I átökunum við verkamenn. Kvöld eitt var hann að lagfæra gúmmi- kylfur, þegar Snorri átti erindi niöur i kjallarann. Pjetur kom aftan að honum með snærisspotta, batt hendur hans og öskraði: ---Þá ertu loks hér, bölvaður stalinist- inn þinn. Þú skalt ekki framar standa að óeirðum i þessum bæ, núernógkomið. Ég skal sjá til þessi eittskipti fyrir öll. — Ertu orðinn endanlega vitlaus, Pjet- ur. Góði besti, láttu ekki svona, ég hef ekkert til sakar unnið annað en að vera ekki sömu skoðunar og þú. Svona losaðu um spottann og láttu mig i friði. Pjetur lamdi með kylfu i höfuð Snorra, i fyrstu frekar laust, en siðar enn fastar uns blóð lak niður enni hans og kinnar, hann féll á steingólfið, en stóð á fætur, staulaðist út úr kjallaranum alblóðugur, féll aftur á túninu og lá þar i blóði sínu. Sigriður kom auga á Snorra úr glugga, Hún hljóp út á túnið með tuskur og heitt vatn I fati, tók um blóöugt höfuð hans. Hann var meövitundarlaus, hafði misst mikið blóð. Sigriður hjúkraði honum, vætti tusku og þvoði blóð af höfði Snorra. Helga Pjetursdóttir kom út á túnið og þær Sigriður hjálpuðust við að bera hann inn I rúm. Sigrlður var við rúm hans næstu daga og annaðist um hann að ósk Helgu, sem þjáðist af slæmri gigt og var sjálf meira eða minna rúmliggjandi. Snorri jafnaði sig að fullu viku siöar og gat að nýju hafið störf við höfnina, en kvartaði^-þó yfir höfuðverk fram eftir vetri. Um voriö, I byrjun mai, opinberuðu þau trúlofun sina, Snorri og Sigríður og kom það mjög á óvart, þar sem Sigriður hafði um veturinn sést I fylgd með manni, sem talið var að hún væriheitbundin. Snorri og Sigriður hófu búskap á heimili Ingrid og Sigriðar um vorið. Pjetur Diðrik fór STÚTUNGSPUNGAR

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.