Helgarpósturinn - 07.12.1979, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 07.12.1979, Blaðsíða 4
Nafn: Sverrir Hermannsson — Staða: Alþingismaöur — Fæddur: 26. febrúar 1930 — Heimili: Einimel- ur 9, Reykjavik — Heimilishagir: Eiginkona Gréta Lind Kristjánsdóttir og eiga þau 5 börn og ala að auki upp barnabarn - Bifreið: GMC jeppabifreið, árg. 76 og Auto Bianci 77 - Trúmál: Þjóðkirkjan Áhugamál: Félagsmál og pólitik að ógleymdri íslenskri tungu og öllu sem henni viðkemur SIGURSÓKNIN FORKLÚÐRADIST Sjálfstæ&isflokkurinn reiö ekki feitum hesti frá kosningunum um síöustu helgi, enda þótt hann heföi bætt viö sig nokkru fylgi. Hafa forystumenn flokksins lýst yfir mikilli óánægju meö kosn- ingaúrslit og telja þau i raun mikinn ósigur. Margar ástæöur hafa veriö nefndar fyrir þessari slöku útkomu Sjálfstæ&isflokksins. Telja margir aö klofningsframboöin, misheppnuö leiftursókn og annað hafi spilað þar stóra rullu. Ýmsir ætla aö nú hrikti í undirstöðum flokksins og inniviöir hans séu í raun margklofnir og aö- eins timaspursmál hvenær sjóöi upp úr. Sverrir Hermannsson, einn þingmanna Sjálfstæöis- flokksins hefur látiö stór orö faila um ástæöur kosningaúrslitanna og telur aö forystunni hafi mis- tekist og segir flokkinn I skötulfki. Þaöer Sverrir sem er í Yfirhevrslu Helgarpóstsins. Varstu meö f ráöum hjá Sjálf- stæöisflokknum þegar efna- hagsstefnan — leiftursóknin — var samin? „Nei, ég var kominn austur þegar Utfærslan sjálf fór fram.” Og fékkst þá sent skeyti frá flokksapparatinu þar sem tiö- indin voru tiunduö? „Ja, stefnan kom jú i Morgun- blaöinu. Égfóraustur einhvern tima upp úr 20. október og kom ekkert i bæinn eftir þaö, en ég vil vekja sérstaka athygli á þyi, að enda þótt ég hafi ekki verið meö á jæim fundum þar sem sett var formiö á stefnuna, þá er ég fullkomlega ábyrgur fyrir henni.” HUn heföi sem sé veriö ó- breytt, þótt þú hefðir veriö i bænum ogáttþátt I fullmótun hennar? „Nú er kannski fullmikið spurt. Já, ég held aö ég geti eng- ar likur lagt að þvi aö min nær- vera hér heföi breytt þar um. Ég var og er niöurskuröarmað- ur, aöhaldsmaöur og sparnaö- armaöur. Þvi viö höfum eytt um efni fram. Spurningin er, sem ég set fram að gamni: „Leiftur- sókn-Blitzkrieg!1 Þaö snerti mann illa. Ég verö aö játa þaö. Þessi samliking var nefnd á fundum og mér var illa viö þaö. Þaö þekkja allir hvaöan Blitz- krieg-oröiö er komiö og mér þótti ekki gott aö hægt var aö tengja leiftursókn okkar sjálf- stæðismanna viö slikt. —- En þetta var nú algjört aukaatriði!' Ertu valdalftill innan flokks- apparatsins? „Ég er aöili aö þingflokknum og í miöstjórninni og þetta eru valdamestu stofnanirnar innan flokksins. Hitt er svo annaö, aö ég er fulltríáfyrir litiö kjördæmi — li'tiö aö þvi leyti, aö þar er Sjálfstæöisflokkurinn fámennur miöaö viö önnur kjördæmi. Maður á dálitiö erfitt meö aö mæla s jálfan sig út I styrkleika, en þú hlýtur aö skilja, aö þeir sem hafa mestan fjölda á bak viösig eru öðru jöfnu sterkastir. Ég kvarta þó ekki undan þvi, aö ég hafi ekki áhrif. Ég þarna á kosninganóttinni tók nokkuö snarplega upp I mig — eins og mér hættir til, en er dcki lukku- legur meö þær túlkanir á mi'n- um ummælum, aö ég sé aö kenna félögum minum um út- komuna. Þaö var ekki min ætl- un með þessum orðum, þvi ég axla fulla ábyrgö á þessu öllu saman.” Þú hefur nefnt, aö forysta flokksins haf ikomiö aumlega út f kosningunum. Þá áttu væntan- lega viö þá sem stýra flokknum frá degi til dags, — eöa hvaö? „Nei, þarna er átt viö þá sem lögöu línurnar fyrir kosningar og þeir voru f jölmargir — fram- bjóðendur og miöstjórnin. Og það er aumlegt upplit á okkur eftir þetta. Það er f irra að átt sé j viö Geir Hallgrimsson einan þegar talað er um forystu flokksins.” En hvaö um frammistööu for- ystumanna í fjölmiölum fyrir þessar kosningar? „Þvi veröur ekki neitaö aö geysilegur fjöldi flokksfólks i mínu kjördæmi var sáróánægð- ur meö frammistööuna á þeim vettvangi. Ég hins vegar sá hvorki né heyrði þetta allt sam- an — hvorki i útvarpi né sjón- varpi. Og þó. Einu sinni hlýddi ég á þrætur milli Finns Torfa krata og ölafs G. Einarssonar og ég verö aö segja aö mér fannst alveg grátlegt hvernig þessi góöi piltur — ölafur — var settur i vörn af stráknum. Mér blöskraöi og var lengi að jafna mig eftir þetta. Og i þvi fram- haldi. Ég get ekki dæmt um það sjálfur, en fólkiö mittfyrir aust- an sagöi, aö harðjaxlar eins og Matti Bjarna heföu komiö slak- lega út og til viöbótar heföum viö fariö halloka i lokarökræð- unum í sjónvarpssal. Þarna erum viö aö tala um framkvæmdina sjálfa og menn hafa t.d. sagtsem svo: Hvernig stendur á þvi aö margur bósinn gengur óbættur frá garöi,-þegar ungum manni — þótt glæsi- menni sé — er teflt fram æ o fan i æ, eins og Friörik Sophussyni. Þettaspyrjamennum.En þetta er allt spurning um fram- kvæmdina en ekki línulögnina stóru.” Framkvæmdinhefur þar meö mistekist? „Meginatriöið er að viö virö- umst ekki vera i nógu góöum takti. Viö kunnum ekki á slag- æöarnariþjóöfélaginu. Máliö er þaö, aö ytri aöstæður eru hag- stæöar vegna þrettán mánaöa óstjórnarinnar, en þrátt fyrir þaö náum viö ekki umtalsverö- um árangri. Sókn okkar til sig- urs I kosningum gjörsamlega forklúöraöist og til viöbótar vinnur Framsóknarflokkur, sem ber höfuöábyrgöina á þvi upplausnarástandi sem nú ríkir. Þetta er tvöfalt högg — höfuö- högg.” Nú er æöi oft rætt um þaö meöal sjálfstæöismanna aö valdatogstreita sé f flokknum en slikt tal ætlö kæft þegar flokks- menn koma fram fyrir opnum tjöldum. Hvaö um þetta? „Viö vitum vel aö um árabil hefur veriö ákveðin spenna hjá okkur. Já, viö skulum bara segja þaö eins og þaö hefur ver- iö. Þaö hefur verið spenna milli formanns og varaformanns. Þetta hefur staöiö i áratug. Gunnar sóttist eftir þvi aö verða formaður flokksins á sinum tima og menn hafa ekki verið alveg nægjanlega samstiga. Þó er aö þvi aö gá, aö á siðasta landsfundi fékk Geir stóraukið atkvæöamagn aö baki sér, þannig að linur hafa nokkuð skýrst.” Hvernig dettiö þiö dreifbýlis- fulltrúarnir inn i þessa tog- streitu valdaaflanna hér fyrir sunnan? „Dettum og dettum. Ef þú heldur aö þetta leiki allt á þræöi frádegi til dags, þá er þaö mik- ill misskilningur. Satt best aö segja þá er höfuögreiningurinn ekki málefnalegur — þvi miöur, þvi maöur myndi frekar sætta sig viö þaö. Þaö þykir nú alltaf mannborulegra aö ágreiningur manna sé málefnalegur. En i sambandi viö þessa kosn- . ingabaráttu núna, þá tel ég aö þessi ágreiningur hafi ekki haft gegnger áhrif. Þessi togstreita er mest frá gamalli tiö og er meiraogminna aö hverfa. Hins vegar var þaö klofningurinn hjá vini minum Jóni Sólnes og Egg- ert Haukdal, sem stórskaöaöi okkur núna og ekki eingöngu I viökomandi kjördæmum — heldur um allt land. Nú tel ég aö við veröum að bera klæöi á vopnin. A sínum tima var ég stirður og sagöi aö ég yröi ófús að taka Eggert i sáttán frekari umsvifa, en nú tel ég málum þannig komiö aö best sé aö ganga til sátta.” Er máliö ekki einfaldlega þaö, aö ykkur skortir menn i framvaröarsveitinni sem kunna aö láta gamminn geysa I fjöl- miölum? „Fjölmiðlamenn* Ja, þú segir nokkuö. Þegar mat almennings er þaö, aö við heföum oröiö und- ir i baráttunni á sviöi fjölmiðl- anna, þá ætti eins stór flokkur og Sjálfstæðisflokkurinn að geta tekiö slikt til endurskoöunar og nýrrar uppbyggingar. Mér var sagt þaö, aö ungum dreng heföi verið veitt það umboð af miö- stjórninni aö ráöstafa fjölmiðla- þátttöku okkar. Mér var sagt þetta.” Hver var þessi ungi drengur? „Mérvar sagt aöPétur Svein- bjarnarson heföi ráðið þessu. Ég hef ekkert nema gott um Pétur aö segja, en gerum viö rétt þegar viö látum slikt vald i hans hendur?” Er raunin sú aö Sjálfstæðis- flokkurinn er aö klofna upp i smærri einingar og þessi tvö klofningaframboð eru bara fyrstu skrefin i þá átt? „Nei, flokkurinn byggir á gömlum grunni og ég er ekki i vafa um aö flokkurinn getur náö saman um islenska heildar- stefnu. Að visu höfum viö ekki náð nægilega höndum saman siöustu ár. Ekki vil ég kenna einni persónu framar annarri um þaðatriöiogbýst jafnvel við að ég sé jafnsekur öörum aö þvi leyti. Ég er bágrækur og meö stórmeldingar i tima og ótima og ég veit ekki hvort þaö er nokkuö til aö hjálpa fbkknum I hans erfiöleikum. Þetta nefni ég sem dæmi.” Hefur kannski Sjálfstæ&is- flokkinn skort stórmeldingar? „Þetta eru ef til vill orö I tima töluö. Mér hefur þótt við alltof svifaseinir 1 framkvæmd þing- ræöisins. I april 1977 lýsti ég þvi yfir aö ég teldi aö stjórn Geirs Hallgrimssonar ætti aö segja af sér, þar sem litlum árangri haföi veriö náö i samstarfi viö Framsóknarflokkinn. Ég taldi þá augljóst aö sú stjórn myndi ekki ná þeim árangri sem hún var stofnuö til aö ná. En hún stritaði viö aö sitja með þeim afleiöingum aö i heilt ár sat valdalaus stjórn — þrátt fyrir 42 þingmenn aö baki.” Attu þá viö aö ráðherrar flokksins hafi setiö of fast I ráö- herrastólunum? „Já, akkúrat og þetta var hárrétthjá Alþýöuf lokknum nú I haust aö rjúfa stjórnina þegar ekkert gekk. Viö hérna erum alltof svifaseinir aö leita til fólksins I kosningum alveg ó- hræddir. Ráöherrar sitja öllu jöfnu alltof fast hérna — ég nefni þó engin dæmi. Það er hérna siður aö ráöherrar bara sitji sama hvað á gengur, en ekki eins og viöa erlendis þegar þeir farafrá um leiö og ljóst er aö þeim hafi mistekist.” Ert þú vonlaus um vegtyllur i flokknum? „Hvers vegna ætti ég aö vera það?” Þar sem þú telst óstýrilátur og erfiður I taumi? „Jú og kannski stundum ó- varkár. Ég játa það. Stundum óvarkár og stórhuga. Ég vil framkvæma hlutina strax en ekki biöa og þá frekar leiörétta einhverja þætti málsins siðar ef slikt telst nauösyn.” Séröu einhvern formanns- kandfdat innan flokksins, eftir daga Geirs? „Égáli'tnú aö Geir hafi styrkt stööu sina enda er hann ákaf- lega vandaður maður sem ég ber mikið traust til. Spurningin er sú —eins og nú erkomið mál- um — hvort þetta er hans rétti timi.” Ottast þú hægri sveifluna svo- nefndu sem „stuttbuxnadreng- irnir” innan flokksins boöa lát- laust? „Éghef ávallt litiö á mig sem frjálslyndan I skoðunum. Ég vil vera þaö. Ég er fastheldinn maöur og vil vera þaö lfka á forna siði og góöa, en . er ekki i- haldsmaður. Þaö er svo fjarri þvi. Ekkertmittupplag eraf þvi tagi. Ég skal játa aö þaö er slóöaskapur af minni hálfu aö gefa ekki þessum ihalds- stefnumönnum innan flokksins meiri gaum. Hins vegar geröi ég nú litið annaö ef ég ætti t.d. aö br jóta hann til mergjar, hann Hannes Hólmstein. Þá væri nú hættviöþviaðmargtannaö yröi aö biöa ef ég hætti mér út i þaö viöamikla verkefni. öttast? Ekki vil ég segja það. Ég hef alltaf gaman af öllu sem mönn- um dettur i hug — hversu vit- laust sem þaö er. Ég get haft gaman af hreinni útópiu og þess konar vitleysu ef svo ber undir. En ég er ekki aö dæma þetta sem slikt. Ég só aö ungu menn- irnir setja sig i miklar hægri stellingar — últra konservativt — ef égmá oröa þaö svo. En þaö hentar ekki á íslandi.” Aö lokum og fyrirgeföu orö- bragöiö: Veröur þú nokkuö ann- aö innan flokksins en stóryrtur kjaftaskur sem fólkiö þitt fyrir austan kann aö meta, en Reykjavikurveldiö fúlsar viö? „Ætli viö veröum ekki aö ‘leyfa okkur aö vona þaö, aö ég nýtist til einhvers annars. Ég er nú enn ekkert gamall maöur, innan viö fimmtugt. Ég var nú dálitiðseinþroska, þannig að ég »» .... þannig að þú átt ýmislegt I pokahorninu ennþá? „Ja, ég hef nú ekki velt þessu svona fyrir mér, en þaö er nátt- úrulega undir ýmsu komið hvernig menn veljast til for- ystuhlutverks. Ég er nú og hef veriö I þessu forystuliði — miö- stjórninni og þingliðinu — all- lengi. Valdamikill maöur er ég auðvitaö einnig sem forstjóri Framkvæmdastofnunar, þannig aö ég get ekki sagt að ég sakni neinna valda og kem ekki til meö aö berjast um á hæl og hnakka til að ná frekari völd- um.” En stefnir samt upp á viö? „Já, já. Ég nenni ekki aö þykjast viö aö vera utan viö þaö. Auövitað er ég framagjarn og hef all-taf verið og hvernig i andskotanum ætti maöur aö geta stað-ið i þessu öðruvisi? En ef mér veröur sýnt fram á aö ég er ekki eins hæfur og abrir, þá dreg ég mig I hlé. En þangaö til gef ég kost á mér.” eftir Guðmund Árna Stéfánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.