Helgarpósturinn - 07.12.1979, Page 11

Helgarpósturinn - 07.12.1979, Page 11
1 ___hnlrjarpn <=:fi irinn Fostudagur 7 • desember 1979 Kosningasjónvarp og framsækið skemmtiefni Sennilega eru kosningar eina keppnisgreinin þar sem allir þátttakendur geta risið upp að leik loknum og lýst sig sigur- vegara á einn eða annan veg. Kosningar eru lika eina keppnisgreinin þar sem sigur er i rauninni ósigur ef sigurinn er minni en búist var við — og sömuleiðis ku litill ósigur geta veriö mikill sigur. Þetta er kannski dáldið loðið, en þó ekki loðnara en margt sem maður hefur eftir stjórnmálamönnum þessa dagana. Þettavarað mörguleyti eftir- minnileg kosninganótt, þótt bannsett tölvan barnaði reynd- ar fyrir manni söguna með þvi að segja fyrir um úrslitin svo næstum engu skeikaði strax þegar fyrstu tölur bárust. Ég á við tölvuna i sjðnvarpinu, þvi kosninganóttinni eyddi ég vita- skuld fyrir framan sjónvarpið til aö fylgjast með leiftursókn og Framsókn. Það var búið að rugla kjós- endur mikið fyrir þessar kosn- ingar: Framsókn, sem hingaö til hefur hugsað meira um kú- gildi en manngildi, kvaðst að þessusinni ætla að setja mann- gildið ofar kúgildinu (eöa auð- gildinu — eða hvernig sem þeir nú þýða „kapital” hjá Sam- bandinu). Þetta kom flatt upp á marga, en hver veit nema fram- sóknarbændur úti um land taki nú að leggja ljóö og sögur inn i kaupfélagsreikninga sina i staö- inn fyrir lambaket og nýmjólk. En þaö-voru fleiri en Fram- sóknarflokkurinn sem komu kjósendum i opna skjöldu fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkur- inn, sem hingaö til hefur verið talinn hægfara ihaldsflokkur, kastaði grimunni og boðaði hvorki meira né minna en bylt- ingu: Leiftursókn gegn verð- bólgu. Eða eins og einn kunningi minn sem býr i nýlegu raðhúsi sem hann á i félagi við alla banka og sparisjóöi I Reykjavik sagði: Ef það á að drepa fyrir mér verðbólguna með leiftur- sókn þá er ég búinn að vera, ég skulda tuttugu miljónir og ætla að borga sjö og láta verðbólg- una sjá um þrettán. Alþýöuflokkurinn boðaði að sjálfsögðu enga byltingu, enda væri það andstætt kratisman- um, og hefði s jálfsagt vakiö ugg og skelfingu i brjósti gjaldkera vinaflokka á Norðurlöndum. Hins vegar voru kratarnir tölu- vert hortugir og sögðust alls ekki starfa i öörum rikisstjórn- um en þeim, þar sem þeir fengju öllu að ráða — og kváöu minnihlutastjórnir eiga glæsta framtiö fyrir sér. Þessu virðast kjósendur hafa tekiö mark á með þvi að efla sem mest minnihluta kratanna. Alþýðubandalagsmenn sáu aö nú var fokið i flest skjól, góö ráð dýr, og gripu til þess úrræðis að bjóða fram Guðrúnu Helgadótt- ur. Og auðvitað var hún kjörin. Guðrún getur allt, segir ólafur Jónsson, sem er sérfræðingur i þvi hvað aðrir geta, og nú biöa menn spenntir eftir að sjá hvernig Gúðrún fer að þvi aö gera Alþýðubandalagiö jafnvin- sælt og Óvitana i Þjóðleikhús- inu. Og hafi kjósendur verið ringlaðir i upphafikosninganæt- ur, þá skýrðist ekki pólitikin beinlinis fyrir þeim, þegar leiftursóknin gufaði upp jafn leiftursnöggt og hún byrjaði og eftir stóð sú gamla Framsókn meö hinn hógværa og ókrýnda Ólaf Jóhannesson i fararbroddi, hafandi stóraukið fylgi flokksins með þvi að hætta við framboö i einu kjördæmi og fara fram i öðru; allt saman á leiðinni til Bessastaða. A meöan þessi tiöindi gerðust Helgi Sæmundsson— Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — AAagnea J. AAatthlasdóttir— Páll Heiðar Jónsson — Steinunn Sigurðardóttir — Þráinn Bertelsson Hringborðið I dag skrifar Þráinn Bertelsson og beöið var nýrrá stórtlöinda voru sjónvarpsáhorfendum styttar stundir með myndum og músik og öðru skemmtiefni. Einn þáttur þessa skemmtiefnis var vægast sagt sérstæöur, en það voru svipmyndir frá fram- boðsfúndi fyrir vestan: Þar var klæmst og djöflast, æpt og öskr- að, skipst á persónulegum svi- virðingum (rosknum ráðherr- um brigslað um náttúruleysi, svona rétt til gamans) talað um aöb jóða fram klofið — og raun- ar allt tint til,sem frambjóðend- um þótti liklegt til að vinna stjórnmálahugsjónum sinum fylgi kjósenda. Mér, sauðtryggum Alþýöu- bandalagskjósandanum, kross- brá við þessi ósköp. — Þarna er Kjartan Ólafsson kolfallinn, sagði ég strax, þvi ég heyröi hann aldrei klæmast. Enda kom það á daginn. Þessi framboðsfundur þarna fyrir vestan var semsagt frum- legt skemmtiatriði og vonandi eiga einhverjir sem þar komu fram eftir aö taka sæti i út- varpsráði og losa um þær höml- ur sem rikja varðandi fram- komu skemmtikrafta i Rikisút- varpinu: Menn sem láta sona þegar þeir eru að koma hugsjónum sinum á framfæri — hvaöa kröf- ur gera þeir þá til skemmtiefn- is? Þetta eru framsæknir timar! J ER EINL/EG OG FALLEG Rafvélar og stýringar Ármúla 38 — Reykjavik — simi 38850 önnumst hverskonar vindingar á raf- mótorum og ankerum ásamt viðgerðum á hverskonar rafvélum. Góð þjónusta. Vanir menn Simi 38850. Auglýsingasimi Q Helgarpóstsins Oh 18-66 Látio Hörpu gefa toninn Leikandi létt með Hörpusilki Málning sem létt er að mála með og þekur þétt og vel.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.