Helgarpósturinn - 07.12.1979, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 07.12.1979, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 7. desember 1979 hp/rjFirpncztl irinn Texti: Gu eggjaputtapikkari Myndir: Frið i Viðurnefni og uppnefni: Siggi sæinú Jón snarsnúningur Mangi ansvíti Kristján og fleiri og fleiri Gvendur jaki er líklega sá Islendingur núlifandi sem þekktastur er undir viður- nefni. Hann er líka kallaður Jakinn, til styttingar, en heitir auðvitað opinberlega Guðmundur J. Guðmundsson. Jakanafnið fékk Guðmundur fyrir vöxtinn og jaka- lega framgöngu í lögreglustarfi á Siglufirði fyrr á árum. Viðurnefni hafa alla tíð loðað við fslendinga. Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Sjómannasambandsins, hefur til dæmis haft fleiri en eitt. Stundum var hann kallaður Jón klofningur, stundum Jón dreki, og Jón forseti og Jón Kvisthagi hafa lika heyrst. Jón Kvisthagi var reyndar bundið við samninga, þar sem hann átti við Jón Þjóðhaga að etja. Jón Þjóðhagi, eða Jón hagi, er Jón Sigurðsson forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar. Þriðji Jón Sigurðssonurinn, núverandi forstjóri Grundartangaverksmiðjunnar og fyrrum f jármálaráðuneytisstjóri, var kallaður Jón fjári. En það er ekkert nýtt að menn séu uppnefndir á fslandi. A landsnámsöld var annar hver maður kenndur við eitthvað annað en bara fööur sinn. Sum- ir voru meira að segja skráðir synir viðurnefnis föður sins. Ketill hængur átti til dæmis fyrirson Hrafn Hængsson. Annars mátti, og má senni- legast enn, flokka viðurnefni i fimm flokka. 1. Viðurnefni sem lýsa útliti eða persónueinkennum viðkomandi. 2. Viðurnefni sem lýsa atburði. 3. Viðurnefni sem einkenna persónu með sambandi viö aöra manneskju, venjulega iatur. 4. Viðurnefni sem gefa upp bú- stað, eða fyrrum bústað við- komandi. 5. Viðurnefni sem gefa til kynna atvinnu. Agætt dæmi um fyrsta atriðið er Gvendur jaki. „Stóri bor- inn” var viðurnefnið sem Har- aldur heitinn Guðmundsson, Al- þýðuflokksleiðtogi, fékk þegar myndaruglingur varð í einu dagblaðanna. Þar birtist mynd af Haraldi og undir stóð: Stóri borinn er kominn til landsins. Það er dæmi um annað atriðið. Helgi Dan er dæmi um þriöja* Hriflu-Jónas um fjórða, og Jón þjóðhagi um það fimmta. Einar S. Einarsson hefur þá óvenjulegu tómstundaiðju að safna viðurnefnum .Einar upp- nefni er að vestan, og þau við- urnefni sem hann hefur safnað eru bundin við Isafjörð og ná- grannasveitirnar. „Mest er þetta frá siðustu 30 árum”, sagði Einar uppnefni við Helg- arpóstinn. „Þetta er mest fólk sem maðurkannast við, en ýmis eldri uppnefni fylgja þó með”. Einar heldur skrá yfir nöfnin, og þær sögur sem i kringum þau eru. „Oft eru þetta bæði skemmtileg og meinleg viður- nefni, og stundum ekkert annað en uppnefni. Vafalitið er það ekki eins algengt og áður að fólk fær viöurnefni, en fyrir vestan og viöar úti á landi er þetta þó i góöu gengi ennþá. Ég hef safnað um 500 atriöum og flokkað þau niður.” „Sumt eru hrein uppnefni. Ég man til dæmis eftir Tittlinga* Björgu og Lárusi vinkil. Þau voru þekkt um allt land enda varö dómsmál útaf þeim upp- nefnum. Björg fór i mál við Lár- us vegna þessa i kringum strið, en sú saga öll er varla prenthæf. Svo eru hrein viðurnefni, sem hljóta af ýmsum ástæöum. Gvendur þari hét maður til dæmis af þvi aö hann var frá Þaralátursfirði. Ýmis aukanefni fylgja lika fólki fyrir vestan, eins og til dæmis Gvendur með pipuna. Aðrir fá niðurnefni eftir útliti sinu og þar er oft um að ræða öfugmæli. Einn maður var kallaður sléttbakur, af þvi hann var með herðakistil. Annar fékk viðurnefni eftir útlitinu og var kallaður Kristján hallin- kjammi, vegna þess að hann var eitthvað skakkur til höfuðs- ins. Atvinna manna ræður þessu lika. Faðir Ólafs Ragnars Grimssonar er aldrei kallaður annað en Grimur rakari. Bjarni keyrari er einnig til. Klæðaburður dregur lika dilk á eftir sér. Stebbi á viöu buxun- um var t.d. þekkt persóna fyrir vestan. Menn hlutu oft viðurnefni af orðatiltækjum sinum. Þar eru til nokkur dæmi. Siggi sko, hét einn, Magni ansviti var annar. Bjössi heyriðmér og Siggi sælnú voru aðrir menn. Atgerfi manna er eðlilegt til- nefni. Oli sterki var einn kallað- ur. Annar Siggi Syrefellir, sem afrekaði þaö einhverntima aö leggja danskan mann að nafni Syre i slagsmálum. Káti-Láki var svo maður kall- aöur eftir viðmóti sinu. Menn fá viðurnefni af atburð- um. Ég man eftir Kristjáni ti- unda fyrir vestan. Hann var ti- unda barn foreldra sinna. t ööru viðurnefnum felst hrós, eins og til dæmis Valdi kúfisk- kóngur. Svo er lika til i dæminu að menn fá ekki viðurnefni sin fyrr en eftir dauðann. Jón snarsnún- ingur er dæmi um það. Hann átti að hafa sagt við konu sina á dánarbeðinu að i hvert skipti sem nú tæki saman við nýjan karlmann myndi hann snúa sér i gröfinni.” Einar bætti við að erfitt gæti verið að losna við viðurnefni. Einhver drengur að vestan hafði verið kallaður Halli hrúka, og fannst foreldrum hans það miður. Þau ákváðu að skýra hann upp þegar hann var fermdur, og létu hann heita As- geir. Ekki tók þá betra við. Til aðgreiningar frá öðrum Geirum var hann kallaður eftir það: Geiri bróðiir Halla heitins hrúku. Að uppnefna fólk getur verið ansi skemmtilegt, og um leið dálitið illkvittnislegt. Stjórn- málamenn ganga jafnan undir ýmsum nöfnun meöal almenn- Jón: „Drekar eru miklar skepnur” „Nei, nei, þetta breytti engu fyrir mig”, sagði Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Sjómannasam- bandsins, þegar Helgarpósturinn spurði hann hvort viðurnefnin hefðu komið illa við hann. „ Ég var kallaður Jón klofn- ingur vegna þess að ég stofnaði allmörg verkalýðsfélög á stöðum þar sem kommúnistar voru fyrir með verkalýðsfélög. Þessi félög min eru flest lifandi enn”, sagöi Jón. „Jón dreki, var hinsvegar stytting úr erindreki, en embætti mitt hjá Sjómannasambandinu hét það á sinum tima”. „Þetta voru miklu frekar hrós- yrði heldur en annað”, sagöi Jón þegar hann var spurður hvort honum hefði þótt þetta miður. „Þetta eru dugnaðarheiti”, sagöi . hann. „Drekar eru miklar skepnur, og i striðinu komu svo flugdrekarnir. Þetta er merki um að ég hafi unnið af krafd”. ings. Kratastjórnin, eða Krata- strófan, eins og hún hefur verið kölluð gæti til dæmis verið svona: Forsætisráðherrann er Benni Goodman ., af þvi að fólki í utanrikisráðuneytinu finnst hann svo þægilegur i umgengni. Dómsmálaráðherrann er Möppu-Vimmi, sem varla þarfnast skýringa. Sjávarútvegsráðherra er Kjartan þorskur, sem heldur þarfnast ekki skýringa. Fjármálaráðherrann er Hvati-krati, sem sömuleiðis skýrir sig sjálft. Iðnaðarráðherra er Bragi bragi, vegna þess hvað auðvelt hann á að koma saman brögum. Heilbrigðisráðherrann er sið- an Magnús gosi, vegna vask- legrar framkomu i eldgosum. Og svo var það maðurinn fyrir vestan, sem aldrei var kallaður annað en Jón þjófur, vegna þess að einhverntima var brotist inn hjá honum og stolið lausamun- um,! Guðni: „Áreiðanlega síðastur til að heyra þetta” — segir Guðni kjaftur „Það veit ég ekki. Ég var áreiðanlega siðasti maður til að heyra þetta”, sagði Guðni Guð- mundsson rektor Menntaskóians þegar hann var spurður hvenær hann hefði oröiö var við Kjafts- nafnið, sem hefur fylgt honum um langt skeiö. „Það er óralangt siöan”, bætti hann við. „Ég held að ástæðan fyrir þessu hafi verið sú aö ég þótti taka sterklega til orða”. „Mér var illa við þetta til að byrja með, en nú er mér nokkuð sama. Það er engum manni alveg sama um að vera uppnefndur, þegar fyrst fer að kræla á upp- nefninu, en það venst. Ég hef að minnsta kosti ekkert gert til að reyna að losa mig við það. Ég hef ekki á neinn hátt breytt minum stil, eða kennsluháttum”, sagði Guðni. „Dugnaðarheiti” „Ekki breytt - segir Jón dreki mínum stÍIM

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.