Helgarpósturinn - 07.12.1979, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 07.12.1979, Blaðsíða 24
24 Föstudagur 7. desember 1979 —he/garpásturínrL. REISUBÓK tslandsleiöangur Stanleys 1789. Ferðabtík. John F. West bjtí btíkina tii prentunar á ensku fyrir Förya Frtíöskaparfélag, Thórshavn 1970—76. Þýöandi: Steindór Steindtírsson frá Hlöðum. Útg. örn og Öriygur Rvík 1979. — 352bls. Fjöldimynda. Alltaf má um það deila hvað ástæða sé til að islenska af þvi sem lit kemur á erlendum mál- um. Þó hygg ég enginn hafi horn isiðuUtgáfueins og þeirrar sem hér er á dagskrá og séu allir sammála um að fengur sé að islenskun hverrar þeirrar bókar sem á einhvern hátt varpar ljósi áliðna tið okkarhérlendra — og gefur um leið upplýsingar um viðhorf annarra til þeirra er þetta kalda land byggðu. Rök til þessaerueinföld: Okkurvarðar um söguna, þvi fortiðarlaus maður á sér einfaldlega öngva nútíð. ,,... Enda þótt þeir (Islend- ingarnir) áreiðanlega hefðu aldrei séð menn eins búna og okkur, litu þeir naumast við okkur. Þetta móðgaði svo hinn stirðlynda félaga minn, að hann bölvaði sér upp á, að allt landið væri byggt af fávitum.” — Þannig skrifar James Wright, læknir og grasafræðingur, og verður ekki séð að hann hafi endilega aðra skoðun á mörlandanum — þó svo hann beri ferðafélaga sinn fyrir. 1 dagblöðum hef ég séö að þetta muni vera dýrasta bók vertiðarinnar. Það er i sjálfu sér að vonum. Myndprentun er ávalltdýr, ég tala nú ekki um ef hún er vönduð — og allt lesmál sett á „fornprentapappir” (sjá „kreditlista” bls. 4). Hins vegar finnst mér útgefandi þyrfti að leggja áherslu á að allt sé jafn- vandaðþegarslik bók gengur til borgar, jafnt málfar sem Bókmenntir r eftir Heimi Pálsson k i Upp Ur harðfenninu stóðu svartir hnjótar á viö ogdreif.Lausamjöll skóf um hvern þeirra en kom þeim ekki á kaf. Sól var genginundir. Frostið herti. Um þessa auðnarveröld gekk maður svo grannur að viðbúið virtist að hann mundi þá og þegar detta sundur i frumparta eða molna nið- ur, en það varð ekki, hann tolldi saman i liki sinu mjóu, fengnu að erföum frá þeim skepnum sem endur fyrir löngu skreiddust á land úr sjó og höfðu fimm fingur eins og við, fimm tær eins og við, hrygg eins og við, einstakt upphandleggs- bein eins og við, lærlegg með sama móti, tvö bein i framhandlegg eins og við, tvö i fótleggjum eins og við, trjónu i stað mannshöfuðs. (Ekki er nú ætternið göfugra en þetta.) Þessi maður, það var Auðnuleysinginn. Hann kom gangandi og bar á bakinu býsn af ólögulegu skrani. Þegar hann tók upp fót var eins og trémaðurtæki upp fót, liða- mótalaus í hnjáliðunum. siðan tók hann upp annan fót, jafn liðamótalausan. Þetta var hálfskrýtið göngulag. Hvað var hann annars að fara þessi íYlálfriður F.inarsdólfir Auðnuleysingi og Tötrughypja Auðnuleysingi og tötrughypja eftir Málfríði Einarsdóttur dauðans hérvillingur? Þvi það sáSt á öllu að það var hann, og ekki einungis það heldur spéhræddur lfka. Frá þvi hann fyrst mundi eftir sér hafði honum heyrst hæðnishlátrar gjalla að baki sér, og i hvert sinn fundist kalt vatn renna sér milli skinns og hörunds og af þessu var honum svo aumt sem fleginn væri. En frægðartakmarkið, sigurvonin, hún var honum meðfædd, jafnsamgróin sem hörundmanns er manni, allt vildi hann til vinna að fá þessu takmarki náð, jafnvel það að fara þangað sem honum þótti ófýsilegast af öllu, út á böh-landið sem danirkallasvo. Fá að Bfa þar óáreittur af spotturum og spéurum þó ekki væri nema i viku, þvi þá kynni svo að fara að genialitetið sem hann vissi sér búa i brjósti, eða öllu heldur kolli, færi að teygja sig og terra, já goppast upp, lýsa sér með litum á lérefti, sem lýsa skyldu öllu mannkyninu upp á við til fegurðar, ljóss og ljóma, um ókomnar aldir. Hæðn- ishlátrarnir eltu hann út i sveitina og genialitetið vildi ekki goppast upp. Þvi fastar sem hann hugsaði um frama sinn mikinn þvi fjarlægari virtist hann verða, uns hann molnaði með öllu. Hann kom þangaði þessa fjarlægu sveit þar sem enginn vissi að Reykjavik væri til, i þann mund sem kartöflur eru teknar upp úr görðum, og hvar sem maður þessi fór með bakpoka sinn, var verið að taka upp útii görðum.bogravið þetta og strita, og sumir fengu i lófa sinn úr heilum garði, sumir i vaskafat, aðrir kynstrin öll. Auðnuleysingja leist þetta lánlitil iðja. Hann hafði aldrei gruflað i mold, hrædcfist mold, fannst hún óhrein, enda voru hendúr hans hvitar og rtísrauðar kringum nöglurnar eins og nýupptekið Gullauga. Og þegar kom að Illagili þá versnaði þvi þar var eitthvert hrúgald úti i kartöflu- garði að taka upp, og kom nú upp i honum þrjóturinn: þetta er mikið moldug mann- eskja, hana skaltu hæða, svo mælti hann við s jálfan sig. En þegar nær dró og hann Sérstakt gildi fær tslands- leiöangur Stanleys af öllum þeim myndum sem bókina prýða, hvort heldur eru penna- teikningareða litmyndir — tvær slikar fylgja meira aö segja lausar, vel til innrömmunar fallnar. Hins hlýtur svo þessi bók lika aðgjalda, að frá svipuðum tfma eru til fleiri og miklu merkari lýsingar sem þegar hafa veriö gefnar út — a.m.k. á erlendum málum. Sumar einnig á islensku. Þar ber vitaskuid hæst ferðabók Eggerts og Bjarna — eldri þessari — og svo ýmsar bækur frá öndverðri 19. öld — með menn eins og Henderson hinn engelska ofarlega á blaði. Þess er þvi ekki að vænta að ferðasagnir þeirra Stanleys og félaga — reyndar er engin frásögn frá Stanley sjálfum komin, aöeins athugasemdir — varpi nýju ljósi á sögu vora; þær fylla aðeins i. Þó er sumt með nýju sniði hér. Ferðamenn sem hingað komu á siöari öldum virðast flestir hafa skrifað af mikilli kurteisi um reisur sinar, sé bor- iö saman við þessar frásagnir. Éghef i það minnsta hvergi les- iöjafnódulbúinnhroka ogfyrir- litningu á þessu þróunarriki og þegnum þess og I fslands- leiðangri Stanleys. Eitt dæmi getur dugaö, og mætti þó fjölga svo um munaöi: frágangur. Þessuerábótavant. Þannig má finna hér prent- villur af hvimleiðu tæi. A bls. 160 má t.d. lesa að landlæknir... „kvatti okkur með fordæmi sinu”. Sögnin að hvetja er að visu borin svona fram I móðurmáli minu, en við skrif- um hana ekki svona Norðlend- ingar. Mér kemur lika á óvart að lesa það á bls. 346 að Danir hefðu átt „að efla meiri atvinnu við sjávarsiðuna við að afla fiskjar og verka hann...” Svo kenndi mér GIsli Jónsson á Akureyri að þetta væri hin versta málleysa. Vist hefðu menn róið tilfiskjar, enda verið um fiski að ræða, ekki fisk, sem ávallthefði heitið fisks i eignar- falli — nema i máli bögubósa. Það er Steindór Steindórsson ekki, heldur er þetta sönnun þess að skýst þótt skýr sé, og verður að leggja áherslu á aö sem flestir véli um handrit vandaðra bóka. Af útgáfutæknilegu tæi má benda á að engin regla verður séö í notkun tilvitnunarmerkja utan um athugasemdir Stanleys eða annarra — þær sem með smáletri eru prentaðar. Þar er sumt „i gæs”, stundum aðeins notuð fyrri merkin, stundum aðeins hin siðari ('.). Vitaskulderuþetta smámunir samanborið viðþaö sem vel fer á þessari bók. en smámunirnir skipta lika máli þegar bækur eru komnar i þennan verðflokk. Það var ekki nema steinsnar úr leik- húsinu þangað semEmilia átti heima við Kongsgötu, en Jasia tók leiguvagn þangað, Hannskipaðieklinumaðfara hægt. Það haföi verið heitt i leikhúsinu en úti blésu kaldir vindar utan frá Vislu og Praga- skógunum. Frá gasljósunum lagði daufan bjarma. Björt festingin var stjörnum stöfuð. Það var fólgin hugfn) i þvi einu að hefja augun til himins. Jasia var iila að sér i stjörnufræði en hafði lesið þó nokkur alþýðleg fræðirit um það efni. Hann hafði meira að segja séð hringa Satúrnusar og fjöllin á tunglinu i sjón- auka. Hvar sem sannleikann var að finna, þá var eitt víst — himinninn var óravíður, endalaus. Það tók Ijósið mörg þúsund áraðkljúfa geiminn uns það skein okkur i augu. Fastastjörnur sem leiftruðu og blikuöu á himininum voru sólir, hver með sínar reikistjörnur sem sennilega voru sjálfar sérstakirheimar. Þessi daufi blettur þarna uppi var ef til vill Vetrar- brautin, vöndull úr mörgum milljónum himinhnatta, Jasia lét aldrei framhiá sér Töframaðurínn frá Lublin eftir Isaac Bashevis Singer fara greinarnarum stjörnufræði eða önn- ur vfsindi i Varsjárpóstinum. Visinda- mennirnir voru sifellt að uppgötva eitt- hva ö nýtt. Alheimurinn var nú ekki lengur mældur i mílum heldur ljósárum. Búið var að finna upp tæki til þess að efna- „Ætli éghafi ekki heyrt einhvers staðar einhverja smásögu” segir Málfríður Einarsdóttir Málfriður Einarsdtíttir fór ekki að skrifa fyrr en á gamals aldri. Hún var.komin vel yfir sjötugt þegar fyrsta btík hennar, „Samastaöur i tilverunni” kom út f hitteðfyrra. t fyrra kom svo „Úr sálarkyrnunni”, og f ár btíkin „Auðnuieysingi og tötrug- hypja”, sem kaflinn hér er úr. Tvær fyrri bækurnar voru endurminningabækur, en sú nýja er skál.dsaga. Helgar- ptísturinn spurði Málfriði hvort btíkin væri skrifuð á þessu ári. „Minnst af þvi”, svaraði Mál- friður. „Og stutta sagan aftast, „Af Hvotta vesaiingi og mér”, er orðin gömul. Hún fannst ein- hversstaðar fyrir tilviljun. „Allt hefur einhvern aðdrag- anda”, svaraði Málfriður, þegar hún var spurö um aðdragandann að þessari skáld- sögu. „Ætli ég hafi ekki heyrt einhversstaðar einhverja smá- sögu, eöa eitthvað sem kom mér á sporið, um umkomulftinn mann sem vissi ekki hvað hann átti aö taka til bragðs, og tók það til ráðs að fara út i sveit til að fá innblástur. En það fer margt öðruvisi en ætlað er”. Málfriður var siðan spurð hvaö hún væri að fást við núna. „Ég er aö hvfla mig”, sagði hún. „Égkomst i svo vont veður þegar ég var að kjósa, aö ég verð rúmliggjandi I viku. Já, mikið skal til rnikils vinna”. —GA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.