Helgarpósturinn - 07.12.1979, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 07.12.1979, Blaðsíða 28
turinrL- Föstudagur 7. desember 1979 9 Þaö hefur löngum verið grunnt á þvi góða milli Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins .samanber framsóknarmálsháttinn, sem var hampað töluvert í kosninga- baráttunni að „allt er betra en ihaldið.” En andúðin er nú alveg gagnkvæm og sagt er að sjálf- stæðismenn hugsi með hryllingi til áramótanna 1980/81, þegar Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra flytur áramóta ávarp i sjónvarpi á gamlárskvöld og forseti Islands, herra ÖlafurJóhannesson flytur forsetaávarp sitt i sjónvarpi á nýársdag... # Og af þvi að við erum að tala um sigurvegara kosninganna þá er hér ein saga til viðbótar: Það gerðist nefnilega á þriðjudag sl. eftir að kosningaúrslit lágu fyrir að Jón Sigurðsson Timaritstjóri birtist skyndilega á ritstjórn Morgunblaðsins i fylgd með slatta af guðfræðingum i einhverjum erindagjörðum. Fyrrum samstarfsmanni Jóns á Timanum og núverandi frétta- hauk á Mogganum , Freysteini Jóhannssyni, varð þá að orði þegar hann sá til ferða Jóns: „Jæja, Jón minn, ertu þá kominn til að reka endanlega smiðshögg- ið á það að Óli Jó verði tekinn i guðatölu...” 9 Og enn um Framsókn. Það vakti nokkra athygli á lokadögum kosningabaráttunnar i Borgarnesi, að þar var kosninga- stefnuplaggi Framsóknar dreift með jólapöntunarlista Kaupfélags Borgfirðinga. Náin tengsl þar... 9 Jón Sólnes hefur tekið niður- stöðum kosninganna i Norðurlandskjördæmi eystra af stakri karlmennsku. Morgun- blaðið hefur eftir Jóni að hann hafi skrifað i dagbókina sina eftir að úrsMt lágu fyrir: „PóMtikin búin i biM. sný mér að öðru.” Akureyringum , sem hittu Jón i sundlauginni á þriðjudagsmorgni^ komu þessi ummæM spánskt fyrir sjónir, þvi að þar var gamli maðurinn glaðbeittur og hélt þvi fram að nú væri kominn góður grundvöHur til að stofna almenni- legan og hreinræktaðan hægri flokk... 9Þorgrimur Eiriksson verkfræð- ingur er nú á förum til Kenya til að mæla fyrir undirstöðum að gufuaflspipum fyrir jarðhitastöð, sem þarlendir eru að reisa. Nokkrar islenskar verkfræðistof- ur, sem eru aðilar að verkfræði- þjónustunni Virki.hafa unnið að undirbúningi virkjunarinnar nokkur undanfarin ár. Að þeim undirbúningi hefur verið staðið á nokkuð annan hátt en að undir- búningi Kröfluvirkjunar á sinum tima. t upphafi var sett það markmið að tveir þriðju hlutar gufunnar að minnstakosti væru tryggðir áður en bygging stöðvar- hússins væri boðin út. Þær fram- kvæmdir eru nú hafnar, og allt bendir til þess, að Kenyamönnum takist að koma sér upp gufwafls- virkjun. sem virkar... ® Þótt yel virðist að gufuafls- virkjun Kenyamannastaðið hefur þó ekki allt gengið eftir áætlun. Fulltrúi Virkis, sem hefur það verkefni að vera miHigöngumað- ur verktakans i Kenya og verk- fræöistofana hér heima, var fyr- irskömmu kallaður á fund i Nair- obi.Hann brá við skjótt og lenti á flugvellinum þar syðra á tilskild- um tfma. En þar beið hans send;- maöur sem tjáði honum að fund- inum hefði verið frestað um óá- kveðinn tima. Hann kom aftur heim á þriðjudaginn og fékk þá skilaboð um, að fundurinn verði í þessari bók fjallar Hannes Péturs- son um líf og list Jónasar Hallgrims- sonar. Bókin er reist á vandlegri könnun heimilda og snilldarvel rimð. „Lestur bókarinnar er skemmtun og hátíð sem heldur áfram allt kvöldið og alla nóttina...“ Q.S./Tíminn). „Útkoma Kvæða- fylgsna er mikill bókmenntalegur viðburður.“ (J.Þ.Þ./Tuninn). „Eins og vænta mátti er öll bók Hannesar hin læsilegasta enda skrifar þar skáld af umhyggju og ástúð um annað skáld.“ (H.P./Helgarpóstur- inn). „. . . ýmis erindi, btmdin í erindi, öll brýn. Ég geng þeirra hér í kverinu og á þau við lesarann.“ - Þessi orð lætur Þórarinn Eldjám fylgja hinni nýju kvæðabók sinni. Þórarinn á stærri lesendahóp en flest önnur samtímaljóðskáld. Sá hópur verður ekki fyrir vonbrigðum með þennan beitta og skemmtilega kveð- skap. Thor Vilhjálmsson TURNLEIKHÚSIÐ Þetta er heildarútgáfa á ljóðum Stefáns Harðar, eins sérkennilegasta og listfengasta skálds samtíðarinnar. Hér er hin torgæta fyrsta bók skáldsins, GLUGGINN SNÝR í NORÐUR, einnig SVARTÁLFA- DANS og HLIÐIN Á SLÉTT- UNNI. Bókin er prýdd myndum eftir Hring Jóhannesson og til útgáfunnar vandað eftir fongum. „. . . ber vott um stolt og virðingu fyrir ljóðinu." (H.P. /Helgarpósturinn). Þetta er fyrsta bókin í flokki sagna um rarmsóknarlögreglumanninn Margeir. Nýjung á íslenskum bóka- markaði. GATAN LEYST er spennandi saga sem gerist í Reykja- vik og á Akuieyri og leikurinn berst til Spánar. Umhverfið allt kunnug- legt og greint frá atvikum sem standa okkur nærri. Auður Haralds HVUNNDAGSHETJAN Þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin böm Ný skáldsaga eftir Thor Vilhjálms- son, einn leiknasta prósahöfúnd vor á meðal. Lesandinn er leiddur að tjaldabaki í leikhúsi áður en sýning hefst. Við erum stödd í kynlegum heimi þar sem mörk draums og vöku eru numin burt. Þetta er sýnishom af stílgaldri höfundar sem vafalaust þolir samanburð við hina fremstu meðal evrópskrar samtíðar sinnar. Haraldur Jóhannsson PÉTUR G. GUÐMUNDSSON og upphaf samtaka alþýðu Þessi bók fjallar um einn stofnenda Dagsbrúnar og helsta forusm- mann í verkalýðsbaráttu á upphafs- skeiði hennar. Aiarkvert framlag til verkalýðssögu á Islandi. Egill Egilsson SVEINDÓMUR Saga úr Reykjavik, lýsir lífi drengs á unglingsaldri, heima og í skóla. Hver em þau uppeldis- og þroska- skilyrði sem samfélagið býr honum? Áleitin og ögrandi bók, rauntrú lýsing á umhverfi okkar sem ekki verður vísað á bug. Tímabært innlegg til umræðna um kjör bama í samfélaginu. Ólafur Jónsson LÍKALEF Úrval blaðagreina Ólafs Jónssonar um samtímabókmenntir frá árunum 1963-79. Athyglisverð heimild um viðbrögð við nýjtun bókmenntum: í þeim er LÍKA LÍF. Bók fyrir áhugasama lesendur. Óvenjuleg reynslusaga, opinská og hispurslaus enda hefur hún þegar sætt miklum tíðindum: „... allmikil nýlunda í íslenskum bókmenntum.. m.a. um rétt konunnar til að lifa óþvinguðu kynlífi... Auður Haralds er ágætlega ritfær höfúndur.“ (H.P./ Helgarpósturinn). „Ég spái að bók þessi veki verðskuldaða athygli." (E.J./Mbl.) MANASIIJFUR Gils Guðmundsson valdi efnið Hér er að finna úrvalskafla úr íslenskum endurminningum og sjálfsævisögum og er fyrirhugað að safnið verði i nokkrum bindum. I bókinni eru fjölbreytilegar frá- sagnir eftir fólk úr ýmsum stéttum, allt frá séra Jóni Steingrímssyni til núlifandi manna. Bráðskemmtileg bók og fróðlegt sýnishom íslenskrar frásagnarlistar. Með þessu bindi lýkur útgáfú hins stórmerka heimildarrits um tíðindi, menn og aldarhátt í Skagafirði 1685-1847. Aftast er nafnaskrá yfir öll bindin sem einnig tekur til skýringagieina. Bræðraborgarstíg 16 Sími 12923 og 19156 haldinn á mánudaginn kemur — i London.■ 9 Nýlistasafnið er safn sem al- menningur hefur ekki haft að- gang að fram til þessa, en i safni þessu munu vera verk eftir þekkta höfunda, bæði innlenda og erlenda. Helsta ástæðan fyrirþvi, að safnið hefur ekki getað leyft almenningi að sjá það, sem þar er geymt, er sú, að húsnæðismál þess hafa ekki verið upp á það besta. Nú munu vera uppi áform um að flytja safnið i nýtt húsnæði snemma á næsta ári, og hefur m.a. veriðkannaðhúsnæði i sama húsi og Galleri SOM. Þá er mein- ingin að hafa það opið fyrir al- menning einn eða tvo daga i viku, Er það vel,. §A útvarpsráðsfundum gerast einatt kostuleg tiðindi ekki sist þegar fulltrúar flokkanna eru að ,bitast um varðstöður i dag- skránni. En þar verða lika oft skemmtileg orðaskipti, enda margir ráðsmenn og starfsmenn útvarpsins sem þessa fundi sitja ágætlega gefnir menn. Við frétt- um af einum sMkum orðaskiptum ekki alls fyrir löngu. Þannig var, að Jón Múli Arnason, sem þykir virkur i að láta i sér heyra á fund- um vakti máls á þvi hversu ó- smekklegt það væri að stjórar hinna ýmsu deilda hljóðvarpsins væru si og æ að lesa sjálfir fram- haldssögur og annað slikt. Þor- stcinn Hannesson, tónlistarstjóri hefur Mklega tekið þetta eitthvað til sin. Hann henti ummæli Jóns Múla á lofti og endursendi þau: Það væri að hans mati ósmekk- legt að þulir hljóðvarpsins væru að leggja til raddir i aúglýsingum i sjónvarpinu... 9 Um helgina verður haldin mikil tónleikahátið poppara og á- góðinn mun allur renna til liknar- málefna. Aðstandendur tónleik- anna sneru sér i upphafi undir- búningsins til stjórnvalda og vildu fá vitneskju um hvar i kerf- inu væri mest þörf á fjármagni á þessu sviði. Þeir fengu heldur kuldalegar móttökur og kerfið lét eins og hvergi væri peninga þörf. Aðstandendur popphátiðarinnar telja sig meira aðsegja hafa orðið þess vara að eftir að fyrirspurn þeirra kom fram, hafi verið byrj- að aftur á ýmsum félagslegum framkvæmdum, sem legið höfðu i láginni og nefna þeir sundlaugina við Kópavogshælið sem dæmi... 9 Alltaf er gaman þegar menn fá að spreyta sig og spjara sig. Magnús ólafsson, fyrrverandi prentari og núverandi útlitsteikn- ari á dagblaðinu Visi, — en til Vis- is liggja frá okkur, eins og kunn- ugt er, hlýir straumar umhyggju, — stundaði i eina tið nám i leiklist en leiddist svo út i brauðstrit, eins og fleiri og markvörslu hjá FH. Siðustu mánuði hefur Magnús hins vegar látið æ meir að sér kveða i leiklistinni og einkum og sérilagi i hinum unga kvik- myndaiðnaði okkar. Hann fór m.a. með hlutverk, mismunandi stór að visu, i Litilli þúfu, Land og synir og Öðal feðranna. Nú er Magnús kominn i sveiflu á sviðinu lika. Hann fer með titilhlutverk i farsanum alkunna Þorlákur þreytti sem Leikfélag Kópavogs er að æfa...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.