Helgarpósturinn - 07.12.1979, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 07.12.1979, Blaðsíða 13
halrjarpncrh irinn Föstudagur 7. desember 1979 — Hvernig færöu daginn til aö liða viö vinnuna? — Egsyng, ef liggur vel á mér. En það er alltaf eitthvaö að ger- ast hér inni og þaö hjálpar til viö að drepa timann. — Hvaö ertu búin aö vinna lengi viö þetta? — Ég hef unnið hjá fyrirtækinu af og til i ellefu ár, en hef verið hérna samfleytt um fimm ár, þar af hef ég verið viö þessa vél milli þrjú og fjögur ár. Fyrst var ég i smjörlikinu og seinna i Svala, meöan hann var framleiddur. Lengi vel var þetta ihlaupavinna, en smám saman varð þetta það mikiö, aö mér fannst eins gott að vinna allan daginn. — Þetta er tilbreyting frá heim- ilisstörfunum, góöur vinnutimi, og einstaklega gottfólk sem vinn- ur hérna. Þaö þekkjast allir vel og þaö er gott andrúmsloft. Það hefur allt aö segja. Og mér finnst mun skárra aö vinna hér en I búö — þaö veit ég af eigin raun. — Beröu einhverjar tilfinningar til Tropicana, þegar þú sérö þaö til dæmis i verslunum? — Já, þaö er náttúrulega minn hagur að þaö fari vel i hillunum og sé nýtt. Og ég neita þvl ekki, að éggef Tropicana hýrt auga þegar ég kem I búöir, segir Karin Jöns- dóttir, önnur þeirra sem standa viö það dag út og dag inn aö tappa appelsinusafa — og reyndar greipsafa og eplasafa inn á milli — á fernur. Hefur pakkað smjörliki í 25 ár A neðstu hæð sama húss og Tropicanaer tappaö á pappafern- ur er lika pakkaö annarskonar matvöru. Matvöru, sem er nauð- synleg i hverju eldhúsi, og allir telja sjálfsagöan hlut. Það er smjörlfki. Hver kannast ekki viö Bláa boröann, Ljóma ' eöa Jurta? Tvær konur starfa viö pökkun á smjörlfkinu, önnur hefur gert það isamfleytt25ár. Hún heitir Rósa Eðvaldsdóttir,og viö hittum hana þar sem hún er reyndar ekki aö pakka smjörliki, heldur Palmfn. Því er pakkaö einu sinni i mánuöi, og er helst notaö viö kleinu- og laufabrauðagerð. — Éghefveriö viöloöandi hérna i 30 ár, en er nýlega búin að eiga 25 ára starfsafmæli — og fá gull- úriö, segir Rósa. —■ Astæöan fyrir þvi aö ég byr j- aöi aö vinna hér var sú, aö ég bjó hérna hinummegin viö götuna, og þaö var svo auövelt aö hlaupa hingað. Égheföikannski skiptum vinnu ef ég heföi ekki átt heima svona skammt frá. En mér hefur likaö vel hér alla tiö. Hér erugóö- ir húsbændur og gott samstarfs- fóik. Þaö er aöalatriöiö aö fólk sé félagslynt og lifsglatt, segir Rósa. — Enstarfiö, — færibandavinn- an. Hvernig kanntu viö þaö? Er ekki eins og þú sért alltaf aö pakka sama smjörlikisstykkinu? — Auðvitaö erþetta allt eins, og handtökin alltaf þau sömu. En mér finnst leiöinlegast þegar vél- arnar taka ekki pappirinn, og allt kemur i köku út úr þeim. Stundum tekur vélin tvö bréf. Égvar eittsinn spurö hversvegna það væru stundum tvö bréf utan um eitt smjörlikisstykki. Þá svaraði ég þvi til, aö annað bréfiö væri til þess að smyrja formin. Viökomandi lét sér þaö svar nægja! — Annars er fátt skemmtilegt sem gerist i sambandi viö sjálfa vinnuna. Viö örgumst svolitið i strákunum sem taka kassana frá okkur. Svo köllum við smjörlikið ýmsum nöfnum okkar á milli. Bláa boröann köllum viö „Blue Ribbon” og Ljómann köllum við „íslenska fánann”, vegna þess aö einu sinni voru umbúöirnar i fánalitunum. Einn viöskiptavin- ur, kexverksmiöjan Frón, vill fá smjörlikiðbeint i kassa. Þá verö- um viö aö fóöra kassana, og köll- um smjörið sem fer i þá „niður- drepandi”. Annaö smjö-liki köll- um viö þá „lúxussmjörliki”. — En þaö eykur á tilbreytnina, aö viö skiptumst á aö vinna hálf- tima i senn. Hinn hálftimann not- um viö til aö aöstoða hina, en semjum lika okkar á milli um hvildir.þannigaö viö getum jafn- vel skroppiö frá. — Hvaö pakkið þiö miklu smjörliki? — Vélin afkastar 36 stykkjum á minútu, og viö fyllum 22 kassa á hálftima — í hvern kassa iara 50 stykki. Það þýðir aö viö pökkum einu tonni á klukkutima, og þaö eru þvi' orðin mörg smjörlikis- tonnin, sem ég hef pakkaö um æv- ina, segir Rósa Eövaldsdóttir. Staflar málningardósum og pressar lok Einn af örfáum karlmönnum, sem standa við færibandiö I Dósa- verksmiöjunni i Kópavogi, er Stefán Guöjónsson. Okkur er sagt aö sjö af hverjum tiu starfsmönn- um verksmiðjunnar séu konur. Og flestar standa þær eöa sitja viö böndin. Við hittum á Stefán viö endann á færibandi þar sem framleiddar eru málningardósir. Hans verk er að taka dósirnar þegar þær eru tilbúnar og stafla þeim á bretti. — Þessi vinna hérna er hálfgerö björgunarstarfsemi fyrir mig. Ég hef lengst af minni æviverið ásjó, en varö veikur og læknarnir bönnuöu mér aö vinna erfið störf. Égfékk þessa vinnu hérna i april og var feginn að fá eitthvað aö gera, segir Stefán, þegar hann fær stutta hvild frá málningar- dósunum. — Er ekkieinhæft og leiöigjarnt fyrir manneins og þig, sem hefur verið við svo fjölbreytilegt starf sem sjómennskan er, aö standa svona allan daginn og fram- kvæma sömu handtökin aftur og aftur allan daginn? — Auövitað er þetta dálitiö leiöigjarnt og einhæft. Þó læt ég það alveg vera hversu leiöinlegt er aö vinna hérna. Hér er gott fólk, bæði yfirmennirnir og þeir sem vinna með mér. Þaö er ákaf- lega mikiö atriöi. — Annars er litill timi til aö hugsa á meðan bandiö gengur. Það má ekki af vélunum lita. Ef eitthvaö veröur að geta þær skemmt fyrir tugi þúsunda I einu vetfangi. — Stendur þú allan daginn við þessa vinnu, eöa fáið þiö ein- hverja tilbreytingu? — Þetta færiband hérna gengur • ekki nema hálfan daginn. Eftir hádegið er fólkiö sett á önnur færibönd og ýmis önnurstörf hér I verksmiöjunni. Ég hef verið mik- iö viö pressur sem stansa lok og býst við aö fara á einhverja af þeim vélum eftir hádegi. — Þaö ermikill skarkali af vél- unum og dósunum. Fer hann ekki illa i þig? — Ég nota alltaf eyrnahlifar. Ef ég geröi þaö ekki færi þetta sjálfsagt illa meö mig. En salur- inn er bjartur og hreinlegur, svo þaö er alls ekki svo slæmt aö vinna viö þetta. Hins vegar er ég alveg búinn aö fá nóg eftir minn átta tima vinnudag og vinn aldrei lengur þótt þaö komi fyrir aö hér sé unnin eftirvinna, segir Stefán Guðjónsson, og vindur sér aftur aðfæribandinu, sem er viö þaö aö stíflast af nýjum málningardós- um. Myndir og texti: Þorgrímur Gestsson I FfTB A W% > 'ð LESTRAK ijL t HESTÁR m UTA ÁGÆDASTIMPlAGéGNRÝNENDANKA! Margaret Trudeau: Hammond Innes: í HREINSKILNI SAGT FÍLASPOR Dea Trier Merch: Mary Stewart: KASTANÍUGÖNGIN KRISTALSHELLIRINN „Bókin er einstaklega opinská í frá- sögnum af kynlífi, fikniefnum og hinu annálaða ævintýri með Rolling Stones." Winnipeg Free Press. „Hér eru eftirtektarverðar svipmyndir af frægu fólki: Kosygin, Chou en Lai, Karli Bretaprinsi, Castro o.fl. Þetta gerir bókina í senn fróðlegan og skemmtilegan lestur sem maður getur ekki slitið sig frá.“ The Globe & Mail. Bente Clod: UPPGJÖR „. . . Þessi bók er full af hugrekki, lífskrafti og ritfærni.“ B.H.N./ Kvinden og samfundet. „Bente Clod. . er trú eigin tilfinning- um og ákaflega heiðarlegur höfundur . . . Lesbísku ástarsambandi lýsir Clod ágætlega. Best tekst henni samt að lýsa einmanaleik konu sem frjálsar ástir gera að tilvonandi móður. ... UPPGJÖR er þroskasaga ungrar konu sem reynir margt, ... rithöfund- ur sem auðnast að túlka bældar hugsanir margra kvenna með þeim hætti að allir hafa áhuga á að lesa.“ J.H./Morgunblaðið. Susan Isaacs: AFHJÚPUN „Sagan er einarðleg, trúleg, litrík og kraftmikil. Hammond Innes er frásagnameistari." The Times. „Afburðasnjöll saga“ Daily Mail. „AFHJÚPUN er bráðskemmtileg saga. Hér er gamansemin þyngri á metunum en lýsing morðs og myrkra- verka, kynferðiseggjunin fyrirferða- meiri en glæpurinn sjálfur." J.B./ Review. „Judit Singer sem segir söguna er gædd einstæðri kímnigáfu. Hún veitir bókinni sjarma sem á ekki sinn líka.“ The San Diego Union. „. . . og veitir lesandanum blátt áfram frábæra skemmtun. Ómót- stæðileg afþreying." Book-of-the Month Club. Alistair MacLcan: KAFTEINN COOK „Frásögn höfundar af lífi og starfi Cooks er skemmtileg, afar lifandi og full af nýjum hugmyndum. Þetta er ekki sagnfræði í venjulegum skiln- ingi, öllu heldur það sem stundum er kallað „alþýðleg sagnfræði“, þ.e. fjallað um sögulegt efni á einfaldan hátt . . . að öllu samanLögðu sýnist mér þetta hið fróðlegasta rit.“ J.Þ.Þ./Tíminn. „I bókinni eru margar eftirprentanir mynda sem gerðar voru í ferðum Cooks og er bókin ekki síst eiguleg af þeim sökum.“ J.H./Morgunblaðið. Brian Callison: ÁRÁSí DÖGUN „Brian Callison leiðir hér fram afar fjölbreytilegar manngerðir í herliði, og saga hans er þrungin af gífurlegri spennu." New York Times Book Review. Phyllis A. Whitney: ELDUR „Afbragðsgóð blanda af spennu og rómantík." Manchester Evening News. „Phyllis A. Whitney er einstakur höfundur.“ Baptist Times. „Höfundurinn rígheldur athygli lesandans frá fyrstu síðu til þeirrar síðustu.“ The Lady. „Það er dásamleg bók sem Dea Trier March hefur samið. ... Það er langt síðan ég hef lesið eins sanna og heiðarlega bók fullorðins manns um börn.“ Eigil Söholm. „Ogleymanleg og óviðjafnanleg. Þetta er bók um lífið, - þetta er bók um dauðann. Maður lokar henni með djúpri þökk, og skilur betur hinar björtu og dökku hliðar tilverunnar ... Þetta er meistaraverk. Dea Trier Morch er mikið skáld.“ B.T. Bris. „Grafíkmyndir höfundar eru margar i bókinni og hver annarri betri . .. Þær einar væru nóg rök til að hvetja alla að eignast þessa bók. Og þá er ógetið þýðingarinnar. Ólöf Eldjárn hefur unnið mikið ágætisverk." H.P./ Helgarpósturinn. „ . . . elskuleg bók sem yljar notalega um leið og hún veitir ósvikna skemmtun." H.K./Tíminn. „Einstæð og ósvikin spennusaga um njósnir“ Observer. „Ein af allra fremstu njósnasögum eftir stríð." New York Times. „Nákvæm saga, lýsir glögglega hvernig njósnarar starfa, einstæð bók,“ Spectator. „Afburðavel rituð, stórsnjöll í hverri grein.“ Spectator. „Fáar njósnasögur er hægt að lesa tvisvar. Þetta er ein þeirra." Books and Bookmen. „í sem stystu máli sagt: Mary Stewart segir hér undursamlega sögu.“ The Times. „Heillandi saga sem heldur hug lesandans föngnum frá upphafi til enda.“ The Scotsman. „Ef þú vilt njóta þess að lesa sögu, sökkva þér niður í hana, - og ef þú þar að auki myndir ekki lesa nema eina bók á ári, - þá er það þessi.“ Daily Mirror. Alistair MacLean: ÉG SPRENGI KLUKKAN 10 „Nýr stórsigur MacLean. Aðdáend- um hans er hér boðin ósvikin skemmtun." Pittsburgh Press. „MacLean hefur aldrei verið betri.“ Books and Bookmen. „Sennilega hefur aldrei verið rituð skáldsaga sem er meira spennandi en þessi.“ Manchester Evening News.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.