Helgarpósturinn - 07.12.1979, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 07.12.1979, Blaðsíða 9
—he/garpásturinn.. Föstudagur 7. desember 1979 9 Frelsi, einokun og auglýsingar Eitt þeirra hugtaka sem hljóm- að hafa hvað ákafast i Islenskri umræðu undanfarið er frjálst lit- varp. Frjálshuga Ihaldsmenn eru þessu mjög fylgjandi en vinstri- menn miður. Hér i Danmörku var nú i vikunni sýndur sjónvarps- þáttur sem f jallaði um ýmislegan innanhússvanda danska útvarps- ins, .ogkom þarfram margt sem mér finnst eiga erindi inn I um- ræðuna á tslandi. Eins og kunnugt er rlkir hér i landi rlkiseinokun á ljósvakanum Danmarks Radio sendir út 3 hljóðvarps- og eina sjónvarps- dagskrá. Hljóðvarpssendingarn- ar þrjár skiptast þannig að ein er mjög áþekk gamla góða útvarp Reykjavik, önnur er fyrst og fremsttónlistaf léttara taginu og annað léttmeti, allt I stereó, en sú þriðja er helguð landshlutaút- varpi og fullorðinsfræðslu. Til þess að koma öllu þessu á fram- færi hefur DR liðlega 3000 manns á launum. Fremur li'till áhugi virðist vera rlkjandi hjá hérlendum frjáls- hyggjumönnum á að afnema ein- okun á hljóðvarpi. Hins vegar er mikið rætt um aö sjónarpið hefði gott af samkeppni. Hafa lengi verið uppi raddir um að setja á stofn nýja sjónvarpsstöö sem væri óháð þeirri sem fyrir er, að öllu leyti. En þá vaknar strax spurningin: hver á að reka þá stöð? Eins og áður segir rikir hér ein- okun. Æðsta vald I málefnum danska útvarpsins er Utvarpsráð, skipað fulltrúum þeirra flokka sem sætieigaá þingihverjusinni, fulltrúum starfsmanna og fulltrú- um samtaka hlustenda og áhorf- enda. Sllk samtök eru aUmörg hér og spanna vitt pólitlskt svið frá vinstri til hægri. Þetta Ut- varpsráð, sem telur 27 manns, tekur meginákvarðanir um efna- hag stofhunarinnar. Hins vegar eru þvl settar mun þrengri skorður með afskipti af dagskrár- gerð en þvi islenska. Eina sviðið sem það hefur beint ákvörðunar- vald um er tilhögun kosningaút- varps. Ráðið getur hins vegar ekki sagt dagskrár- eða frétta- stjórum fyrir að öðru leyti. Hlut- verk þess er fyrst og fremst að gagnrýna vinnubrögðin eftirá. Eins og heima á útvarpið að sýna ýtrasta hlutleysi i umf jöllun sinni um þjóðfélagið og gæta þess að sem flestar skoðanir heyrist. Finnist islenskum útvarpsmönn- um erfitt að feta hinn gullna með- alveg milU þeirra fjögurra flokka sem sæti eigaá þingi,hvernig ætU þeim fyndist þá að læta hlutleysis þegar tólf flokkar bjóða fram til þings eins og hér hefur verið i undanförnum kosningum? Samt hef ég á tilfinningunni að stjórn- málamenn hérlendis séu snöggt- um ánægðari með frammistöðu fréttamanna en islenskir starfs- bræður þeirra. Það heyrir til al- gerra undantekninga að flokkar eöa einstakir stjórnmálamenn kvarti undan illri meðferð. 1 danska útvarpinu eru ekki auglýsingar eða „tilkynningar” eins og það heitir við Skúlagöt- una. Otvarpið er eingöngu rekið fyrir afnotagjöld og þau eru lfka ein þau hæstu I Evrópu, uþb. 60 þúsund Isl. kr. á ári fyrir Utvarp og litsjónvarp. Hingað til hafa ekki heyrst neinar háværar radd- ir um að innleiða beri auglýsingar I útvarp. Það er frekar að menn kvarti undan þeirri þróun, að æ fleiri Danir eiga þess kost að sjá auglýsingar I þýskum sjónvarps- stöðvum. Eins hafa menn fett fingur út I hinn fyrirhugaða sam- norræna sjónvarpshnött — Nord- sat — á þeim forsendum að þá hellistyfir Dani auglýsingaskrum frá Finnlandi og Islandi. Það er kannski ekki úr vegi að skjóta því inn, að hér I miðri Evrópu er hæpið að tala um ein- okun ásjónvarpi. Tækniframfarir á sviði fjarskipta hafa ma. haft það I för með sér að undirritaður getur valið milli tveggja sænskra og tveggja þýskra sjónvarps- stöðva auk þeirrar dönsku. En I áðurnefndum sjón varps- þætti kom fram að sjónvarpið hefur kafað niður I þjóöardjúpiö og kannaö hug almennings til ein- okunar, auglýsingasjónvarps og fleiri atriða. Og niðurstöðurnar voru harla forvitnilegar. Það kom semsé I ljós aö 61% aðspurðra kváðust vera mótfalln- ir ríkiseinokun á útvarpi en aö- eins 26% fylgjandi henni. Það var lika spurt um það hvernig fólk vildi helst að rekstri hugsan- legrar nýrrar sjónvarpsstöövar yrði háttað. 30% vildu að sllk stöö væri i höndum dansks einkafyrir- tækis, 24% kusu rlkisforsjána en 19% fannst ráðlegast að fela s jón- varpsstöðvum Noregs, Sviþjóðar og Danmerkur reksturinn I sam- einingu. Þegar spurt var hvort nýja stööin ætti að flytja auglýsingar svöruðu 63% játandi en 26% neit- andi. 43% vildu fjármagna rekst- urinn einvöröungu með auglýs- ingatekjum, 32% vildu tvlskiptan hagfót, þe. bæöi auglýsingar og afnotagjöld (einsog á Islandi), en 23% vildu reka stöðina fyrir af- notagjöldin ein. Það er ekki óliklegt að þessar niðurstöður eigi eftir að valda einhverju fjaðrafoki meöal stjórnmálamanna. Hins vegar var ekki á menntamálaráðherr- anum að sjá að honum brygði verulega þegar hann heyrði töl- urqar. Hann sagði hreint Ut að eins og landið lægi nú væri ekki pólitiskur grundvöllur fyrir af- námi einokunarinnar og ekki heldur fyrir þvi aö innleiöa aug- lýsingar I útvarpi. Nú tiðkast allskonar rekstrar- form á sjónvarpsstöövum i Evrópu. Sums staöar eru þær i einkaeign og annars staðar er blandað form, þ.e. rikisútvarp og einkastöðvar starfa hlið við hliö. 1 þættinum var nokkur tími helgaö- ur frásögn af reynslu Breta, en þar hefur í 25 ár starfað sjón- varpsstöð i einkaeigu, rekin fyrir auglýsingatekjur, við hlið BBC. Allir viðmælendur fréttamanns i Bretlandi luku upp einum munni um ágæti þessa fyrirkomulags og skal ég ekki véfengja það. Hins vegar saknaöi ég þess að ekki skyldi greint frá reynslu Svía,en þeir hafa um árabil rekið tvær sjóvarpsstöövar sem keppa hver við aöra. Þær stöðvar eru hins vegar báðar i rlkiseigu og báðar lausar við auglýsinga- farganið sem orðiö getur ansi hvimleitt. Ekki sist siöustu dag- ana fyrir jól þegar starfsmenn Is- lenska sjónvarpsins fá með naumindum potað einum og ein- um þætti inn á milli langra aug- lýsingatlma. En það er kannski allt I lagi, þvi á þeim tfma hefur hvort eð er enginn tima til að liggja yfir kassanum — nema blessuö börnin. Kristín Jónsdóttir: ATHUGASEMD VEGNA YFIRHEYRSLU YFIR UNGFRÚ ÍSLAND stilltu þig um að láta eigin skoð- anir ráða feröinni! Það hefur flogið fyrir eyru mér, bæði af almenningi og blaða- mönnum sjálfum, að islenskir blaðamenn taki mun vægar og mildilegar á viðkvæmum persónulegúm málum, en starfs- bræöur þeirra erlendis. Um þetta getég ekki dæmt en ég vona að sá stíllsem einkenndi „yfirheyrslu” Guðmundar Arna yfir ungfrú Island s.l. föstudag I Helgarpóst- inum eigi ekki eftiraösjást oftar 1 -Isl. dagblöðum. Kristin Jónsdóttir Athugasemd blaðamanns Slðastliðinn föstudag, 30. nóvember, birtist I Helgarpóstin- um viðtal viö nýkjörna fegurðar- drottningu Islands, Kristlnu Bernharösdóttur'. Viötal þetta var með þeim endemum að ég fæ eigi orða bundist. Blaöamaðurinn, Guðmundur Arni Stefánsson, reyndi aö vanvirða stúlkuna með ókurteislegum og leiðandi spurn- ingum. Minnist ég þess ekki að hafa séð slíkt I jafnríkum mæli I blaðaviðtali fyrr. Hann gerði sig sekan um aö trana eigin skoðun- um á fegurðarsamkeppni fram á mjög svo grófan hátt aftur og aftur. „Yfirheyrslur” Helgarpóstsins hafa jafnan veriö sannkallaðar yfirheyrslur enda greinilega ætlaðar sem slíkar. 1 raun er ekkert við þvi að segja ef þeir sem valdir eru til yfirheyrslu eru nógu „harðsoönir” til að svara fyrir sig og þaö llfsreyndir að geta metið hvort spurningarnar séu svaraverðar. Kristín Bern- harðsdóttir er ekki nægilega hörðnuð til aö fara I „yfir- heyrslu” sem þessa, sérstaklega þegar spyrjandinn er ekki betur vanda sinum vaxinn en svo, að hann hefur ekki hemil á þeg-ri eigingjörnu tilhneigingu sinni að vilja fá stúlkuna til að staðfesta sin eigin sjónarmið. KristlnBernharðsdóttir kom að minum dómi hvorki vel né illa Ut úr þessu blaðaviðtali, sem e.t.v. er hennar fyrsta. Hún sagði tvisvar að sér fyndust ákveðnar spurningar sem fyrir hana voru lagðar vera dónalegar og sýndi þar með afstöðu sina til spyr jand- ans og var það vel. Hvað þarf spyrjandi að varast þegar hann tekur viðtal til að sem bestur árangur náist? Að mínu mati á hann i fyrsta lagi að forð- ast að spyrja leiðandi spurninga og í öðru lagi má hann ekki spyrja aftur og aftur að þvi sama ein- ungis til að ná fram fýrirfram ákveðinni afstöðu sem hann ætlar viömælanda að taka. Það hlýtur að vera sjónarmið viðmælanda sem á að koma fram, en ekki sjónarmið spyrjandans. „Yfir- heyrslan” má vera „hörð”, en hún verður að vera kurteis og sanngjörn. 1 umræddri „yfir- heyrslu” gekk Guðmundur Arni lengra en sæmilegt getur talist. Mér kæmi ekki á óvart þó að hann hugsi er hann les þessar línur: „Skilur ekki konan að þetta er „yfirheyrsla” en ekki persónu- legt viðtal?” En þá spyr ég: „Til hvers tekur þú þetta viðtal? Til að láta viðmælendur þina jánka þinum persónulegu hug- myndum?” — Það hlýtur að vera pláss I Helgarpóstinum fyrir blaðamenn til að koma skoðunum sinum á framfæri án þess að niðast á viðmælendum slnum i viðtölum. Hver er réttur þess sem fer i viðtal (yfirheyrslu)? Ég álit hann skýlausan þann að mæta kurteisi og fá aö koma skoöunum sinum á framfæri i svörum við spurningum sem eru hlutlaust bornar upp. Gerir þí þbr grein fyrir þvi, Guömundur Arni, að þa ð er list að kunna aö spyrja? Sú list er e.t.v. ekki auðlærð en ég hygg þó að hana megi nema og temja sér I starfisem þinu.Ogeittráð langar mig að gefa þér: Dæmdu við- mælanda þinn ekki fyrirfram og I viðtölum öllum er leitast við að fá ákveðnum spurningum svarað. Stundum gengur þaö vel og stundum illa. Oftast er spurn- ingum svarað skilmerkilega i við- tölum og ekki er reynt að forðast afstöðu til óþægilegra hluta. Allt of algengt er þó, að menn svari i norður þegar spurt er i suður. Eru margir stjórnmálamenn okkar ekki barnanna bestir i þeim efn- um. Mjög er það hvimleitt i Islensk- um daeblöðum begar „út-I-hött- svör” ráða rikjum I viðtölum við menn um ákveðin málefni. I yfir- heyrslu Helgarpóstsins er reynt að láta menn ekki komast fram- hjá þvi að svara á beinan hátt „óþægilegum” spurningum. Það er gert með þvi að taka upp i spurningu ákveðna gagnrýni og setja þann sem fyrir svörum situr i þannig aðstöðu, að hann verði að taka afstöðu til viðkomandi máls. Spurningar eru þannig hafðar markvissar, „leiðandi” ef menn vilja orða það svo, og þeim fylgt eftir ef viðhlýtandi og ákveðið svar fæst ekki i fyrstu tilraun. Fyrirbrigðið fegurðarsam- keppni er ekkert stórmál i minum huga. Við búum I lýðfrjálsu þjóð- félagi og ef kvenmenn (eða karl- menn) vilja sýna á sér kroppinn þegar leitað er frægðar og frama, þá er það þeirra mál. Slíkt heldur ekki fyrir mér vöku. Og I beinu framhaldi. Það eru ekki skoðanir viðkomandi blaðamanns sem koma fram I spurningum Yfir- heyrsiunnar. Þar eru á hinn bóg- inn teknar upp gagnrýnisraddir viðs vegar að og látnar I spurnar- form. Tilgangur Yfirheyrslunnar er ekki sá að koma mönnum á kald- an klaka, heldur hitt að fá afstöðu þeirra skýra og greinilega til ákveðinna efnisþátta. Svo einfalt er það. Brjóst og mjaðmir eru ekki , dónaleg orð. Þetta eru heiti yfir likamshluta. Ef þaö er hins vegar dónalegt að taka sér þessi orð i munn, hvað þá þegar allt þetta „dónalega” er opinberað frammi fyrir fleiri hundruð áhorfendum? I blaðaviðtölum spyrja blaða- menn og viðmæiendur svara. Enginn leggur þeim siðarnefnau orð i munn. Ef það er ókurteisi og dónaskapur að spyrja gagnrýniö og tryggja þannig að beint svar fáist við tilteknum atriðum, þá er mál að linni fyrir islenska fjöl- miðla. Það er enginn vanvirtur þegar leitað er álits á framkominni gagnrýni. Það er hins vegar stór hópur blabalesanda vanvirtur ef málefni eru ekki skoðuð ofan i kjölinn. Þetta er mergurinn málsins. Guðmundur Arni Stefánsson blaðamaður.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.