Helgarpósturinn - 07.12.1979, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 07.12.1979, Blaðsíða 5
__helgarpósturinn 5 9 Einu sinni var vatni breytt i vin, en hefur nokkur heyrt að hundi væri breytt i hest?,Varla. En það gerðist nú samt i Bretlandi fyrir skömmu. Já kannski var hundinum nú ekki beint breytt i hest, en hann var dulbúinn sem slikur. En það er best að byrja á byrjuninni. Þannig var að Power-hjónin voru að flytja búferlum til Nýja- Sjálands og vildu að sjálfsögðu taka Lonnie — stóra úlfhundinn sinn — með sér. En Lonnie greyið var hjartaveikur og hjónin óttuð- ust að hann myndi ekki lifa flug- ferðina af innilokaður í ein- hverjum hundakassa um borð i flugvélinni. Hestar fá hins vegar mun betri umönnun en hundarnir. Þeir fá rúmgóðan bás og eigendum er leyft að vera við hlið hrossins og hugga það á leiðinni. Þvi voru það Power-hjónin sem skráðu úlf- hundinn Lonnie sem hross og fengu þar af leiðandi rúmgóðan bás fyrir hjartaveika hundinn sinn. Og alla leiöina sátu þau hjónin hjá Lonnie og klöppuðu honum og reyndu að gera honum ferðina sem þægilegasta. Segir sagan að hundhrossið Lonnie hafi komist á leiðarenda og hjartaö staðið sig með sóma alla leiðina. 9 „Járnfrúin”, Magga Thatch- er gerir nú uppskurð á hverju þjóöfélagsmeininu af öðru i Bretaveldi. Og hún gerir ná- kvæmlega það sama og fslensku stjórnmálamennirnir eru alltaf að tala um, þ.e. að sópa fyrst heima hjá sér áöur en maður fer aö taka til hendinni i hilsi ná- grannans. Og hvaö skyldi Magga svo vera að gera? Jú, hún er óhress mjög með matseðilinn i Downing Street nr. 10 ætlar að stokka hann upp. Henni finnst að matarvenjurnar hjá Jim Callagh- an fyrrverandi forsætisráðherra hafi ekki verið eins og sæmdi i húsakynnum forsætisráNierra. Þaö þýöi t.d. ekkert aö bjóða er- lendum gestum upp á hamborg- ara meö frönskum, eða hakkað buff með ufstúfi. Þessvegna skal breyta matseðlinum og hafa þar finar steikur og ljúffengt meölæti. Þá stendur einnig til að hressa ör- litið upp á boröbúnaðinn, sem Möggu finnst helst til alþýðlegur. Jafnvel hefur verið minnst á að kaupa nokkrar tylftir mávastella, en HP selur þá sögu þó ekki dýr- ari en keypt var. Eldhúsiö i Downingstræti og borðstofan eru þar af leiðandi að breytast. Grillréttunum og kaffi- teríumóralnum skal kasta, en innleiða virðulegan blæ i anda breska kóngafólksins. Já, það er sko aldeilis tekið til hendinni hjá henni Möggu Thatcher og enginn óhultur fyrir siðvæöingarherferð hennar. Mynda albúm Litskyggnuskoðarar Mynda- rammar Leifutrljós, (Flösh) Sjónaukar Myndavélatöskur nSi hans petersen hf | v ly | ■ B^81 mr flv B BiBHVBn BB Beb fl^ BANKASTRÆTI AUSTURVER GLÆSIBÆ S: 20313 S: 36161 S: 82590 þú getur bókaö þaö Andrés Indriöason: Lyklabarn Verölaunabókin í barnabókasamkeppn Máls og menningar. Hér er sagt frá Dísu, sem flyst í nýtt og hálfbyggt hverfi með foreldrum sínum og litla bróður. Hún er einmana í fyrstu, en smám saman stækkar kunningjahópurinn og Dtsa fer að kunna vel við sig. En það fer margt öðru vísi en krakkar vilja. Þessi saga segir líka frá því. Verð kr. 5.490. Félagsverð kr. 4.665. Ármann Kr. Einarsson Mamma í uppsveiflu Nýi strákurinn í 6. bekk H. B., Geiri, er söguhetjan í þessari bók ásamt fjöl- mörgum dugmiklum bekkjarfélögum sínum. Krakkarnir innrétta gamalt pakkhús og hyggjast hefja leiksýningar til styrktar heyrnardaufri bekkjarsystur sinni. En einmitt þegar frumsýning er i nánd fer mamma Geira „i uppsveiflu" og hætta er á að öll fyrirhöfnin sé til einskis. Verð kr. 5.310. Félagsverð kr. 4.515. Maria Gripe: Náttpabbi n Xr £ina r«so n up hxt.mTo\ Asttkl lindwren á Saltkráku Ví's( A sra Astrid Lindgren: A Saltkráku Sagan um fjölskylduna sem leigir sér ókunnugt hús á ókunnri eyju og lendir þar í ótal ævintýrum. Eftir þessari bók hafa verið sýndir mjög vinsælir sjón- varpsþættir. Þýðandi Silja Aðalsteins- dóttir. Verð kr. 5.490. Félagsverð kr. 4.665. Astrid Lindgren: Víst kann Lotta næstum allt K. M. Peyton: Erf ingi Patricks Falleg og athyglisverð unglingasaga, þriðja og síðasta bókin um vandræða- gripinn og hæfileikamanninn Patrick Pennington. í upphafi bókarinnar situr hann í fangelsi fyrir að ráðast á lög- regluþjón við skyldustörf. Þýðandi Silja Aðalsteinsdóttir. Verð kr. 5.915. félagsverð kr. 5.025. Astrid Lindgren: Ný skammarstrik Emils í Kattholti Frábærar barna- og unglingabækur Bráðskemmtileg barnasaga eftir höfund bókanna um Húgó og Jósefínu. í þessari bók er sagt frá ungri stúlku, Júliu, sem eignast náttpabba, sem gætir hennar á meðan mamma er í vinnunni. Náttpabb- inn á ugluna Smuglu, og uglur vaka á næturnar... Þýðandi Vilborg Dag- bjartsdóttir. Verð kr. 4.940. Félagsverð kr. 4.210. Gullfalleg myndabók fyrir yngri börnin. Sagan um Lottu litlu sem getur allt — nema renna sér í svigi á skíðum. Og þegar öll jólatré í bænum eru uppseld tekur hún til sinna ráða. Þýðandi Ást- hildur Egilson. Verð kr. 3.295. Félagsverð kr. 2.800. Önnur bókin um hinn óforbetranlega Emil í Kattholti. Þegar þessi bók hefst hefur Emil tálgað 99 spýtukarla í skammarkróknum, en þegar henni lýkur eru þeir orðnir 125. Þýðandi Vilborg Dag- bjartsdóttir. Verð kr. 5.000. Félagsverð kr. 4.250. Mál og menrúng lH

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.