Helgarpósturinn - 07.12.1979, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 07.12.1979, Blaðsíða 16
STEIKT SILD MEÐ SINNEPSSOSU Þaö er Hafsteinn Gilsson yfirmatreiöslumaöur á Óöali sem leggur til helgarréttinn aö þessu sinni. Hann lætur þá at- hugasemdfylgja, aö erfitt kunni aö reynast aö fá nógu góöa sild i réttinn, þar sem sildveiöum er lokiö i bili. Alltaf má þd fá heil- frysta sild, og sé hún nógu góö má i þaö minnsta reyna. En hér kemur uppskriftin. 4 sttírar síldar salt og pipar 60. gr. smjör 30. gr. hveiti 2 msk. franskt sinnep örlitiö karrý 1 sitróna, skorin I báta steinselja Hreinsiö slldina og fjarlægiö hryggbein. Skeriö tvær raufar I hvora hliö sildarinnar. Kryddiö meö salti og pipar. Steikiö á pönnu meö helmingnum af smjörinu (þ.e. 30 gr.) Sósa: Bræöiö afganginn af smjörinu og bakiö upp meö hveitinu. Sinnepi og karrýi er bætt út i. Setjiö fisksoö eöa vatn saman- viö og látiö suöuna koma upp. Raöiö si'ldunum á fat, helliö soöinu yfir. Skreytiö meö sitrónubátum og steinselju. Framreitt meö soönum kartöflum. Föstudagur 7. desember 1979’ —he/garuósturinrL' Reyk- víkinga Þaueru mörg flóöin sem fyigja jólunum. Annarsstaöar hér á siö- unni segjum viö litillega frá jóla- kortaflóöinu og I framhaidi af þvi Ieituöum viö upplýsinga um póst- flóöiö hjá pósthúsinu I Reykjavik. Hjá Dýrmundi ólafssyni varö- stjóra i bréfadeild pósthússins fengum viö þær upplýsingar aö i Rcykjavik einni saman er vana- lega dreift nær einni milljtín bréfa i desember. Þá eru ótaldar þær bréfasendingar sem fara frá Reykjavík. Til aö koma öllum þessum bréf- um til viötakenda þarf aö tvö- falda starfsliðiö siöustu vikuna fyrir jtíl. Þá vinna um 500 manns Þaö var tiltölulega rólegt I bréfaflokkuninni þegar þessi mynd var tek- in. En fyrr en varir verður handagangur I öskjunni. við jólapóstinn, bæöi innandyra og utan, við útburö. Þetta auka- fólk er yfirleitt skólaftílk, og aö sögn Arna Þórs Jónssonar yfir- deildarstjóra hjá póstinum er þegar fullráðiö I öll þessi störf. Vanalega vinnur sama ftílkiö I jólapóstinum ár eftir ár, segir Arni Þór. Aö sögn Dýrmundar ólafssonar er engin sjálfvirkni við flokkun póstsins, þannig að flokkunar- fólkinu er liklega betra að hafa hraðar hendur. Póstnúmer á bréfum létta þvl mikiö flokkun- ina, en mikið vantar á aö send- endur bréfa noti þau. Þaö verður því mikiö álag á starfsfólki ptístsins næstu vikurn- ar. Aö sögn Dýrmundar er búist við að vinnuálagiö tvöfaldist um tlunda desember. Þá verður vinnutíminn frá klukkan hálf átta á morgnana til ellefu á kvöldin og viku fyrir jól bætist aukafólkið viö, eins og fyrr segir. — Þaö er þvl mikilvægt aö fólk sendi póst sinn timanlega eigi hann að komast til viötakenda fyrir jól. Þessvegnavil ég minna fólk á, aö fresturinn til aö skila jólapóstitil pósthúsanna rennur út klukkan nlu aö kvöldi mánudags- ins 17. desember. Það er ekki hægt að tryggja aö póstur sem berst síðar komist til skila I tæka tlö fyrir jól, segir Dýrmundur Ólafsson varöstjdri i bréfadeild pósthússins i Reykjavik. — ÞG Jólapóstsflóðið: Milljón bréf til A bókamarkaönum I Listmunahúsinu kennir margra grasa. Þeir sem þangaö koma njóta einnar af hinum fáu ljósu hliðum veröbólgunnar. Jólakortaflóðið i algleymi: Vandaðrí KRÓNAN I HÁU GENGI í LISTMUNAHÚSINU „Krónan i fullu gildi' hefur löngum veriö slagorö bókamark- aöa Btíksalafélags tslands. Til þessa hafa menn þóekki fengiö aö njóta slikra hlunninda á mestu bókavertið ársins, i jtílabókafltíö- inu. Nú hefur Bókabúö Braga bætt Ur þvi og opnað btíkamarkað á hæöinni fyrir ofan verslunina aö Lækjargötu 2, þarsem Listmuna- hús Knúts Brum er til húsa.Jafn- framt þvi hefur Knútur hengt upp grafíkverk fjögurra listakvenna. — Þaö er margt skylt meö bók- um og grafik, segir Knútur Bruun viö Helgarpóstinn, og mér finnst vel til falliö aö nýta fólks- strauminn á bókamarkaöinn til aöseljaverk þessara listamanna. Þaö er kannski sterkt til oröa tekið aö segja, aö krónan sé I fullu gildi I Listmunahúsinu þessa dag- ana. Elstu bækurnar sem þar eru á boðstólum komu út fyrir fimm árum, en þær yngstu eru jólabæk- urnar frá i fyrra. En miðaði við verðiö á jólabókunum það herr- ans ár 1979 ættu viöskiptavinir aö vera sæmilega ánægöir meö verögildi þeirra króna sem þeir rétta yfir búöardiskinn. Þarna eru til sölu um eittþús- und bókatitlar, og kennir þar margra grasa. Meöal þeirra má finna Þórberg á fjögur til nlu þúsúnd krónur, og ódýrasta bókin ámarkaðnum kostarkrónur 1700. Barna- og unglingabækur eru margar hverjar enn ódýrari, og fara nokkrar undir þúsund krón- urnar. Auk þess er á markaönum aö finna nokkrar nýlegar endur- útgáfur, þar á meöal bækur eftir Halldór Laxness. En þar er verö- gildi krónunnar svipaö og annars- staöar. Listakonurnar,sem eiga grafik- myndirl Listmunahúsinu,eruþær Ingunn C. Eydal, Jóhanna Boga- dóttir, Jónina Lára Einarsdóttir og Lísa K. Guðjónsdóttir. Mynd- irnar eru 29 talsins og allar til sölu. Veröiö er frá 28-60 þúsund krónur. -ÞG Þaö eru fleiri fkiö en btíkafltíð sem hellast yfir þjtíðina þegar draga tekur aö jólum. Jtílakorta- fltíö er eitt þeirra, og svipaö og bókafltíöiö hefur þaö nú brotist fram af fullum þunga um nokkurt skeiö. Guömundur Gíslason hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar segir okkur, aö sala á jóla- kortum hafi veriö mikil allan nóvembermánuö. Og enn er sjálf- sagt aöal kortavertföin eftir. — Mér virðast jólakortin I ár vera vandaðri en áöur. Þaö er meira af kortum meö ljósmynd- um en glimmer og glansmyndum, segir Guðmundur. Veröiö á jólakortunum er I ár á bilinu 80-570 krónur, en vinsæl- asta kortiö til þessa er jólakort barnahjálpar Sameinuöu þjóö- anna. Þaö kostar 200 krónur. En mesturhluti jólakortanna er innlend framleiðsla. Stærsti jóla- kortframleiöandinn er Sólar- filma, sem hefur upp á aö bjóöa 350-400 mismunandi geröir korta, og aö sögn Birgis Þórhallssonar hjá Sólarfilmu hefur fyrirtækiö vara en oft áður þegar selt til verslana jólakort fyrir um 40 miljónir króna. — öll jólakortin okkar eru framleidd hér á landi, en hluti þeirra er samt erlendur aö upp- runa, myndir sem viö höfum kéypt höfundarréttinn aö, segir Birgir. — A islensku kortunum eru myndir eftir marga þekkta lista- menn, en aö öllum öörum kortum ólöstuöum finnst okkur merkileg- ust þau jólakort sem viö gerum eftir myndum úr Þjóðminjasafn- inu. 1 ár gefum viö út landabréf Guöbrands Þorlákssonar bisk- ups. Auk þess gefum viö út kort með ljósmyndum, en þar er sá gallinn á, aö okkur vantar alltaf góöar myndir. Viö gefum llka út jóla-merkimiöa,en allur frágang- ur á þeim fer fram á Bjarkarási, heimili fyrir vangefna, og aö sjálfsögðu fá vistmennirnir, sem viö kortin vinna, greitt fyrir þaö á sama hátt og aðrir, segir Birg- ir. Enda þótt jólakort séu ekki seld nema fyrir jtíl eru þau á dag- skrá hjá Sólarfilmu allan ársins hring. Nú þegar hefur framleiðsl- an fyrir jólin 1980 verið skipulögö þvlsemnæstismáatriöum. Nú er bara beöiö eftir pappir, og i febrúar eða mars veröur byrjaö aö prenta. Sömu sögu er aö segja um Guö- mund Hannesson ljósmyndara, sem rekur fyrirtækið Eddafóto'. Hann byggir afkomu sína ein- Jólakortin viröast vandaöri f ár en I fyrra. göngu á kortaútgáfu, og er einn af stærstu jólakortaframleiöendun- um. Hann byrjaöi á kortaútgáf- unni fyrir 35 árum, og byggöi þá fyrst og fremst á þeim myndum sem hann ttík sjálfur. — Ég hef dregiö þetta svolltiö saman af heilsufarsástæöum, en I ár gef ég samt úteitthvaö á annaö hundraö geröir af kortum, segir Guömundur viö HP. — Um tveir þriöju hlutar eru is- lensk kort, teikningar eftir ýmsa listamenn og landslagsmyndir. Þær hef ég ýmist tekiö sjálfur, eöa fengið frá öörum. Erlendu kortin eru þessi slgildu, meö bjöllum, kertum og sllku, segir Guðmundur Hannesson. -ÞG VEITINGAHUSIÖ I M«tu' *'iminoði,. BO'ö«oant«r><i tr* • SIMI86220 ‘Vt'lNT' Oh * u> «»tt t.l Irjleknum ÖO'öu* r*i.« ht ?0 30 'Matur framreiddur frá kl. 19.00. Boröapantanir frá kl. 16.00 StMI 86220 Askiljum okkur rétt til aö ráöstafa fráteknum boröum eftir kl. 20.30 Hljómsveitin Glæsir og diskótek í kvöld, laugardags- og sunnudagskvöld Opiö föstudags- og laugardags- kvöld til kl. 3. Spariklæönaöur HP-mynd: Friébiójof

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.