Helgarpósturinn - 28.03.1980, Síða 11
____Holljarpncztl irinn Föstudagur 28. mars 1980
Guðmundur i hlutverki Sveins gæslumannsins unga f Sjö stelpur.
framkvæmdastjóra Bandalags
islenskra leikfélaga að það væri
hlutverk opinberra aðila áð halda
þess konar námskeið. Þá hófst
skrifleg barátta við kerfið.
Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri
Námsflokka Reykjavikur reynd-
ist þá sú eina af ráðandi mönnum
i kerfinu, sem hafði skilning á að
námskeiðahald væri nauðsynleg-
ur þáttur i endurhæfingu fatlaðra.
Námskeiðið er haldið á vegum
Námsflokka Reykjavikur. Það er
tvær klukkustundir tvisvar i viku.
Reynthefur veriðaðfá rikið til að
borga þátttökugjöld vegna þess
að hluti af þvi fólki, sem sækir
námskeiðið, er hér i dvalar-
heimilisálmunni, og eini styrkur-
inn sem það hefur frá rikinu eru
hinir svokölluðu vasapeningar,
sem losa rétt fimmtiu þúsund
krónur fyrir þriggja mánaða
timabil. Þetta er það eina sem ég
vinn við núna.”
Láta arkitektana
í hjólastól
— Hvernig hlutskipti er það að
hafa breyst úr leikara á uppleið i
fatlaðan mann?
,,Ég vildi ekki hafa misst af
þessari reynslu, vegna hins mikla
andlega þroska sem hún hefur
veitt mér. Eitt það fyrsta sem
maður sannreynir, er hverjir eru
alvöru vinir manns, auk
fjölmargs annars.”
— Hvernig gengur að sætta sig
við þetta nýja hlutskipti?
,,Það hefur gengið alveg lygi-
lega vel og gengur stöðugt betur
og betur. Það má heita að i dag sé
ég eins sáttur við þetta og hægt
er, fyrir utan hvað ég er
óánægður með það sem er gert
fyrir fatlaða. Þar má nefna
húsnæðismál, sem eru i algjörum
ólestri. Eins og einn góður maður
sagði við mig um daginn: það ætti
að láta alla arkitekta vera i hjóla-
stól siðasta námsárið, vinna i
öskunni i einn mánuð og skjóta
siðan tiunda hvern arkitekt, hin-
um til viðvörunar.
Það er útilokað fyrir fatlaðan
mann að eignast húsnæði. Fatl-
aðir fá enga aðstoð frá hinu opin-
bera til kaupa á húsnæði. Eina
lánið sem þeir hafa inöguleika á,
er elli- og öryrkjalifeyrisþegalán,
sem er allt að 80% af G-láni
Húsnæöismálastofnunar rikisins,
er með sömu kjörum og flokkast
undir það. Þetta lán er hugsað
sem aðstoð til viöhalds og breyt-
inga á húsnæði okkar
aumingjanna. Fyrir fatlaða eru
húsnæðismál stór mál, ekki
aðeins öryggisins vegna, heldur
einnig hvaöa þýðingu þaö hefur
fyrir þá likamlega að hafa
hentugt húsnæði, má þar nefna
sem dæmi, að komast óhindrað
utandyra sem innan, að hafa
bilskúriog innangengt i hann með
brunavarnarhurð, og sjálfvirkan
bilskúrshurðaopnara. Ég veit
ekki til þess að það hafi verið litið
á þetta sem hjálpartæki og nokk-
uð af áðurtöldu verið greitt af
Tryggingastofnun rikisins.
t framhaldi af þessu, mætti
koma inn á bilamálin. t fyrsta
lagi til þess að eignast bil, þarf að
stofna sér i miklar skuldir og
verða þá menn að vinna langt
fram yfir sina likamlegu getu til
þess að greiða þær, og viö það
skerðast örorkubætur fólks.
Eftirgjöfin er alls ekki nægilega
mikil og þyrfti aðstoðin til að
eignast bil að vera mun meiri. Við
verðum að eiga bflinn i fimm ár
og þarf þá aftur að stofna til
skulda eins og áður. Þá er það
rekstur bflsins og ég tala nú ekki
um núna, þegar bensinið er orðið
svona dýrt.
Stefnt að því
að gera fólk
að stofnanamat
• Það er stefnt að þvi að gera fólk
að stofnanamat, til þess að þurfa
ekki að greiða þvi nema vasapen-
ingana, eða láta þaö vinna sér til
húðar. Ef maður sem er 75%
örvrki hefur góðar tekjur, er hann
jafnvel lækkaður niður i 65%
öryrkja, sem gerir það að verk-
um, að það þarf að greiöa honum
minna. Þetta mat er ekki hreint
læknisfræöilegt, félagslegt eða
starfsmat. Ég veit til þess að i
Danmörku eru stofnanir þar sem
reynt er að finna hvar geta og
áhugi manna i atvinnulifinu er.
Þeir eru þjálfaðir upp og reynt aö
koma þeim i vinnu við sitt hæfi.
Þó maður hafi góðar tekjur,
verður að athuga, að það er
margfalt dýrara fyrir fatlaðan
mann að lifa.”
— Ertu bitur vegna þins hlut-
skiptis?
„Nei, alls ekki út af fötluninni.
Ef einhver biturleiki er, þá er
hann gagnvart kerfinu, og hann
er töluveröur.”
— Hverjar eru þinar
framtiðaráætlanir?
„Þær eru náttúrlega gifurlega
margar, en sumar eru of
persónulegar til að setja i blað,
aðrar eru rétt á byrjunarstigi.
Það sem ég hef mestan áhuga á,
er að gerast meiri baráttumaöur
fyrir okkur.
Ég er núna að leggja drög að
þvi, að fá hálfs dags vinnu, en það
er lika á byrjunarstigi. Að visu
kostar það, að maður missir hluta
af örorkubótunum, en á móti
kemur að maður gæti orðið sjálf-
stæðari, og ég er ákveðinn I þvi að
láta helvitis kerfið ekki brjóta
mig niður og gera mig að stofn-
anamat.”
Það er kominn
vorhugur í okkur
Mikið úrval af nýjurwvörum
mömmusál
TÍSKUVERSLUN BARNANNA
SKÓLAVÖRÐUSTlG 3. SlMI 27340
Dregið í 12. flokki 9.apríl
Og nú er komið að
aðalvinningi ársins
HÚSEIGN FYRIR 25 MILLJONIR
Langsfærsti vinningur á einn miða hérlendis
MIÐI ER MÖGULEIKI
Aðrir vinningar:
Bílavipningur á 2 milljónir 8 Bílavinningar á 11/2 milljón
25 Utanlandsfferðir á 250 og 500 þús.
20 Húsb. vinningar á 100 þús. 55 Húsb. vinningar á 50 þús.
390 Húsb. vinningar á 25 þús.
Nú má enginn gleyma að endurnýja. Endurnýið góðffúslega
fyrir páska. Söluverð á lausum miðum 12000 krónur