Helgarpósturinn - 28.03.1980, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 28.03.1980, Blaðsíða 19
Föstudagur 28. mars 1980 um jafnréttismál sem visar til þess málflutnings sem uppi var eftir 1970. Þaömá reyndar segja aö Svava sé f sögum sinum frumkvööull þessarar umræöu þar sem hún leggur áherslu á firringu konunnar sem er aflok- uö og einangruö innan fjögurra veggja nútlmaheimilis. Er bæöi kúguö af eiginmanni (fyrir- vinnu) og samfélaginu og lifir gjörsamlega ófullnægöu lifi. Þegar höfö er hliösjón af þeirri miklu umræöuskriöu sem fór af staö uppúr 1970 og náöietv. hámarkiá „kvennaár- inu” 1975, þá veröur maöur hissa þegar athugaöar eru skáldsögur frá nýliönum áratug. Þaö er nefnilega ekki fyrr en siöustu tvö ár aö komiö hafa fram nýir ungir höfundar sem skrifa undir merkjum hinn- ar nýju kvennahreyfingar. Þetta á sér vafalaust margar skýringar. I fyrsta lagi þarf umræöa aö hafa átt sér staö I nokkurn tfma áöur en hennar gætir f skáldsög- um. „Þaö er nefnilega ekki fyrr en siöustu tvö ár aö komiö hafa fram nýir höfundar sem skrifa undir merkjum hinnat nýju kvennahreyf- ingar”,segir Gunnlaugur Astgeirsson f þessari úttekt á kvennabók- menntum i ljósi hinnar nýju kvenfrelsishreyfingar. 1 ööru lagi hafa kvenrithöf- undar trúlega lengri „meö- göngutima” en karlhöfundar vegna erfiöra aöstæöna (ktlgun kvenna). 1 þriöja lagi hefur umræöan ekki fyrr en uppá siökastiö beinst aö sérstööu konunnar og þá veröur „sérkvenleg” reynsla söguefni sem hittir í mark. 1 fjóröa lagi hefur kvenna- hreyfingin nýlega eignast kvenfrelsisbókmenntateoriu og væntanlega hefur þaö ein- hver áhrif. „ Kvennarannsóknir” Einn angi nýju kvennahreyf- ingarinnar er aö fræöimenn (aöallega þó kvenkynslhafa far- iö aö stunda rannsóknir á hlut kvenna 1 þjóöfélaginu, þar sem þeim hefur veriö lítill gaumur gefinn. A þetta einkum viö um sagnfræöirannsóknir og bók- menntarannsóknir, en fleiri sviö koma einnig til. 1 bókmenntarannsóknum má segja aö viöfangsefniö sé þrf- þætt. 1 fyrsta lagi aö kanna þá kvenmynd sem birtist i b<ác- menntunum og aö gera grein fyrir þeim hugmyndum sem sú mynd byggir á. í ööru lagi aö kanna bók- menntir eftir konur og draga fram athyglisveröa höfunda sem ráöandi bókmenntaöfl karlveldissamfélagsins hafa taliö fjalla um lftilsverö efni, sem sé konur og þeirra reynslu og hugarheim. I þriöja lagi aö fjalla um verk eftirkonur sem eru um konur og þá einkum samtimaverk. A Islandi hefur fram undir þetta aöeins einn fræöimaöur, Helga Kress, sinnt þessum rannsóknum. 1 greininni I Skfrni hefur hún einkumtekiö fyrir fyrsta liöinn hér aö framan og hefur aö vonum hlotiö litlar vin- sældir sumra rithöfunda. 1 for- mála fyrir smásagnasafninu Draumur um veruleika (M&m 1977), þar sem I eru smásögur eftir konur um konur, fjallar Helga aftur á móti um bók- menntir eftir konur og er þar aö finna drög aö bókmennta- sögu islenskra kvenna og einnig skilgreining á „bókmennta- stofnun” karlveldissamfélags- insikönnuná viöhorfi hennar til bókmenntaiökana kvenna. Þó aö margt orki tvfmælis f þessum fræöum og auövelt sé aö vera ósammála Helgu um ýmsa hluti, þá breytir þaö ekki þvl aö hér hefur veriö opnaö nýtt sviö rannsókna sem væntanlega mun hafa áhrif í framtiöinni. Konur i Reykjavikur- sögum I haust kom út fyrsta rannsóknarverkiö þar sem gengiö er útfrá hugmyndafræöi kvennabaráttunnar, Kvenlýs- ingar i sex Reykjavikursögum eftir Geröi Steinþórsdóttur. Þetta verk sýnir f rauninni bæöi kosti og galla þessarar rann- sóknaraöferöar. Geröur aöhyll- ist „borgaralega” kvenfrelsis- baráttu þar sem áherslan er á samstööu allra kvenna i barátt- unni. Rannsóknaraöferöin dugir mjög vel á þær bækur sem eru heföbundnar raunsæissögur og eru byggöar á venjulegri borgaralegri hugmyndafræöi, bæöi úm kynhlutverk, stööu konunnar og annaö. Þá veröur greiningin skörp og afhjúpandi. En þegar útaf þessu bregður og sögurnar og þó einkum pesónusköpunin veröur stilfæröari og allt aö þvi tákn- ræn, þá dugir aöferöin ekki lengur. Sérstaklega ef' viö bæt- ist sósialísk hugmyndafræöi aö baki slikrar sögu. Gengur þetta svo langt aö allt snýst viö, eins og i umfjölluninni um Atómstööina. Konur í Reykavik Þeir ungu höfundar sem ég vék aö hér ab framan eru Asa Sólveig, Norma Samúelsdóttir, Auöur Haralds og Magnea J. Matthiasdóttir. Þær eiga þaö sameiginlegt aö fjalla i sinum bókum um nútfmakonur sem búa i Reykjavik (Reykjavík er stór- borg meö öllum stórborgarein* kennum, hafi þaö fariö framhjá einhverjum.) Reyndar er Magnea I þessum hópi meö nokkrum fyrirvara. 1 sögum Asu Sólveigar, Einkamál Stefaniu og Treg I taumi, er fjallaö um annars- vegar unga konu og hinsvegar miöaldra konu. Báöar eiga þær viö vandamál aö striöa.sem eru dæmigerö fyrir hvom hóp um sigj annarsvegar bygginga- streö, framfærsluerfiöleika, sambandsleysi viö maka vegna of mikillar vinnu œfrv., og hins- vegar einangrun og inni- haldslaust lif miöaldra konu. Aherslan er fyrst og fremst lögö á lýsingu ákveöinna aöstæöna og lesanda ætlaö aö draga sinar ályktanir af þvi, en forðast aö predika. Lýsing Normu I Siöasti dagur ársins á ungri þriggja barna móöur og eiginkonu I Breiöholti er hinsvegar ákaflega innhverf þar sem notað er dagbókar- form. Ahersla hennar liggur á hugar- heimi og hugrenningum aöal- persónunnar. En þessi aöferö veitir eölilegt svigrúm til vangaveltna sem nálgast stund- um iskyggilega predikun. 1 þessari bók er lýst reynslu sem er ákaflega „sérkvenleg” sem vafalaust er upplýsandi fyrir margar konur og einnig fyrir karlmenn þó meö öörum hætti sé. 1 Hvunndagshetju er Auður Haralds aö lýsa þvi hvernig kona meö „gott” borgaralegt uppeldi er brotin niöur stykki fyrir stykki, þegar lifiö reynist vera allt ööruvi'si en ævintýriö um prinsessuna og prinsinn á hvita hestinum. Hún beinir spjótum sinum aö skjnhelgi 19 samfélagsins og viröir einskis bannhelgi borgaralegs vel- sæmis viö aö lýsa niöurlægingu og misþyrmingu i einkallfi og fæstir bera á torg. Þessir þrir höfundar eiga þaö sameiginlegt aö taka til endur- mats og draga mjög i efa 1 verk- um slnum viöteknar skoöanir og viöhorf meö þvf aö lýsa fólki og atburöum sem viö verðum aö fallast á ab séu til, á þann hátt aö viö sjáum stööu þess i nýju ljósi. Magnea fer nokkuö aörar leiöir. 1 Hægara pælt en kýlt er heimi smáborgarans lýst sem ævintýri þar sem prinsinn er úti i skógi (atvinnulífinu) aö berj- ast viö skrimsli og dreka (kerf- iö) og prinsessan situr heima i kastalanum sinum og vaskar upp og bölvar húsverkunum. Hiasvegar er rósrauöum heimi eitúrlyfjaneitendanna lýst sem nöprum raunveruleikanum. Og ekki vantar aö hér sé sparkaö I heföbundin viöhorf okkar smá- borgaranna. 1 Göturæsiskandídötum er hins vegar lýst á heföbundinn raunsæjan hátt stúlku sem fell- ur undraskjótt f svaöiö og fer aö búa meö gæa sem hún „elskar” en uppgötvar f lokin aö hún er aöeins næturgagn og einskis metin. Fróm ósk Aö lokum langar mig aö bera fram tvær frómar óskir. Hin fyrri er sú aö skrifuö veröi sem fyrst saga um „venjulega” reykviska húsmóöir milli þri- tugs og fertugs, sem vinnur úti um þaö bil hálfan daginn, á tii- tölulega venjulegan mann og þaueiga viö venjuleg vandamál sinnar kynslóöar aö stríöa. Og ég fer góöfúslega fram á aö kona skrifi þessa bók. Seinni óskin er sú aö fá bók um nútima sveitakonu eöa venjulega húsmóöur f litlu sveitarplássiúti á landi og fjalli þá um hana sjálfa i daglegu amstri, en ekki einhverja hálf- brjálaöa frænku sem kemur aö sunnan. Ég vil einnig aö kona skrifi þessa bók og þaö sakar ekki aö hún þekki svolitiö til sögusviösins. 1 von um aö einhver veröi viö þessari beiöni (áskori- un)... Ingólfur Guðbrandsson stjórn- andi Pólýfónkórsins. Messa eftir Ross- ini á hljómleik- um Pólýnfónkórins Páskatónleikar Pólyfónkórsins verða á f östudaginn langa kiukk- an 2 f Háskólabiói, og daginn eftir á sama stað á sama tfma. Verk- efniö er óvenjulegt aö þessu sinni: Messa eftir Rossini, — sem þekktari er fyrir óperur. „Þetta er svolitið sérkennilegt verk” sagöi Guömundur Guö- brandsson, einn stjórnarmanna í kórnum i samtali viö Helgarpóst- inn, „Undirleikurinn er til dæmis mjög óvenjulegur, en hljóöfæra- skipanin er tvö pianó og eitt stofu- orgel.” Aö sögn Guömundar hefur verkið veriö æft frá áramótum af 120 manns sem I kórnum eru. „Þetta er aö mörgu leyti ólikt þvi sem viö höfum veriö meö”, sagöi hann. „Viö höfum sem kunnugt er sungib talsvert af Bach og Hándel, en Rossini er af ööru tagi. Stundum finnst manni maöur vera aö syngja óperuariu viö messutextann. Þetta hefur allt sterkan Rossini keim.” Fjórir einsöngvarar taka þátt i flutningi verksins, þau Rut Magnússon, Jón Þorsteinsson, Janet Price og John Davis. Undirleikinn annast hins vegar pianóleikararnir Agnes Löve og Anna Málfriöur Sigurðardóttir og Jón Hlööver Askelsson, sem leik- ur á orgeliö. Stjórnandi Pólýfónkórsins er sem fyrr Ingólfur Guöbrandsson. — G^ Sfmsvari sími 32075. Meira Graffiti Partýið er búið Whatever became of the carefree. crazy kids you met in American Graffiti? CtARkCHMltSMAn Ný bandarfsk gamanmynd. Hvaö varö um frjálslegu og fjörugu táningana sem viö hittum f AMERICAN GRAFFITI? Þaö fáum viö aö sjá i þessari bráöfjörugu mynd. Aðalhlutverk: Paul LeMat, Cindy Williams, Candy Ciark, ANNA BJORNS- DÓTTIR og fleiri. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Laugardag og sunnudag kl. 2.30, 5, 7.30 og 10. Bönnuð börnum innan 12 ára. IHIÐ ALSJAANDI AUGA 1 I nóft sem nytan dag! g • Myndavéi til notkunar úti. • Monitorar fyrir allar gerðir Er i vatnsþéttum upphituð- • Alhliða ntyndavél til notkun- af myndavélum, fjórar um kassa, td. fyrir skip, báta ar fyrir vcrslanir og iönfyr- |^j stærðir 10” 12” 17” 20’ og verksmiöjur irtæki. • Myndavél fyrir alhliða notkun. Þarf litið ljósmagn. Myndavél fyrir erfiöar aðstæður úti sem inni, algjörlega vatnsþétt. Stjórntæki, getur verið 1/2 km. frá „aug- anu” á stærö við vasaljós. Radiostofan Þórsgötu 14 — Simi 14131 t waM ■ . ______

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.