Helgarpósturinn - 11.07.1980, Qupperneq 6
6
Ef þér eigið leið um
Hvalfjörð er sjálf-
sagt að koma
við i
OLÍUSTÖÐINNI
Okkar ágætu
afgreiðslumenn sjá
um að láta oliur
og bensin á bilinn og
og meðan getið þér
fengið yður hress-
ingu.
Við bjóðum:
# Samlokur
# Smurt brauð
# Nýbakaðar
Skonsur
# Kleinur
# Pönnukökur
ásamt fleira
bakkelsi.
# Gott viðmót
Nýlagað kaffi, te og
súkkulaði.
Heitar pylsur, gos-
drykkir og sælgæti.
Oliustöðin
Hvolfirði
Simi 93-5124
interRent
car rental
Bílaleiga Akureyrar
Akureyri ReyHjavðt
TRVGCVMRAUT U SXEFAN 9
PHONCS 217T5 * PHONES 3WT9A
J ynm .
AugSýsinga-
síminn er
8-18-66
Galdrakarlar
Dískótek
Föstudagur 11. júlí 1980.
eftir Guðjón Arngrímsson
Myndir Einar Gunnar
UR GRILLSTAÐABRANS-■
ANUM í UÓSMYNDANÁM
KONAN HANS FANN UPP KOKTEILSÓSUNA
Hjónin Magnús Björnsson og
Geröa Sigurðardóttir eru á
leiöinni tii Bandarikjanna. Þau
yfirgefa skeriö i haust og haida
til Santa Barbara f Kaliforniu,
þar sem Magnús mun leggja
stund á Ijósmyndanám.
Þetta væri I sjálfu sér ekki
merkiiegt, þvi margir fara til
útlanda I nám nú á dögum. En
Magnús og Geröa eru þaö sem
margir kaiia „miðaldra hjón”,
þau eiga uppkomin börn og
einbýlishús. Og fáir á þeirra
aldri leggja úti samskonar
ævintýri.
Þau hafa á undanförnum ár-
um rekiö veitingastaöinn Ask,
fyrst viö Suöurlandsbraut, og
siðan einnig viö Laugaveg. En
nú hafa þau selt hann og ætla til
Bandarikjanna.
Askur var sem kunnugt er
einn alfyrsti grillstaöur landsins
og þær eru ófáarnýjungarnar I
matarmenningu pjóöarinnar
sem þaöaneru upprunnar, beint
eöa óbeint. Sú frægasta er án
efa kokteilsósa og hrásalat, sem
eru algjörlega islensk fyrirbæri.
Kokteilsósa
,,Þaö var Geröur sem
„uppgötvaöi” þetta hvort
tveggja sagöi Magnús, þegar
Helgarpósturinh ræddi viö hann
um daginn. „Aöur en viö kom-
um til Reykjavfkur, rákum viö
staö i Keflavfk, sem hét Vik.
Þar var boðiö uppá kokteilsósu i
sex ár, áöur en hún varö þekkt
um landiö. Þaö var ekki fyrr en
viö komum til Reykjavfkur sem
þaö varö.
Islendingar hafa lengi veriö
miklir tómatsósuaödáendur, ”
hélt Magnús áfram. „Viö
höföum veriö meö remúlaöisósu
meö djúpsteiktum fisk I Kefla-
vik og það var nokkuö vinsælt.
En einnig buöum viö uppá
hrásalat, og meö hrásalatinu
fylgdi sósa, Thousand _ Island
Dressing, sem er alþekkt salat-
sósa erlendis. Fólki likaöi þetta
vel, en baö alltaf um meiri sósu,
og jafnvel án salatsins. Viö
fórum því aö gera tilraunir með
sósuna og úr varö þessi kokteil-
sósa. Hún var upphaflega hugs-
uö sem fisksósa, en er núna
boröuö meö næstum þvi
öllum mat. Þessi vara,
sósa og salat, var
sföan alla tiö stór
liöur I sölu Asks.
Fjölda margir keyptu'
skammta af þessu og tóku
meö sér heim til aö hafa
meö mat. Hrásalatiö, einsog
viö þekkjum þaö er lika
Islenskt. Erlendis er salatsósan
alltaf sér, en hérna
er grænmetið sykraö
og látiö liggja f
leginum.”
Askur og kjúklingar
Þau hjónin stofnuöu Ask áriö
1966, eftir aö rekstrargrund-
völlur matsölustaöarins i Kefla-
vfk brást. „Þegar viö fórum af
staö voru geröir út 80 línubátar
frá Keflavfk, og bara á þeim
voru nokkur hundruð aðkomu-
menn. Þá vareinnig vaktavinna
á Keflavikurflugvelli. En á
nokkrum árum breyttist
atvinnulff i Keflavik mikiö.
Lfnubátarnir fóru á net, og eftir
þaö á Austfjaröasild. A svip-
uöum tfma var vaktavinna lögö
niður á Vellinum, og fækkaö
mikiö starfsfólki þar. Fleira
bættist viö, þannig aö á tveim
árum fækkaöi viöskiptavinum
okkar úr 4—6 hundruð á dag
niöur f 40—60. Þaö var ekki
annaö aö gera en aö hætta,
þegar svo var komiö.
Þegar viö komum til Reykja-
vfkur 1965 voru kaffiteriur
orönar algengar. Þá fór ég til
Bandarfkjanna og
Noröurlandanna og kynntimér
þaö sem var aö gerast I svona
matsölustaöarekstri þar, — og
útúr þvi’ kom Askur viö
Suöurlandsbraut.
Þá voru til staðir sem seldu
hamborgara og franskar, en
þetta var fyrsti glóðarsteik-
ingarstaöurinn. Hinsvegar voru
þaö kjúklingarnir sem vöktu
mesta athygli.
Þá var fólk hér á landi eigin-
lega ekkert fariö aö boröa
kjúklinga, og þaö var hreinlega
vandamál, fyrst til aö byrja
meö, aö fá hráefniö.
Framleiðslan á kjúklingunum
var nú ekki meiri en þaö. Ég
man lfka aö viö uröum aö segja
kúnnunum til, um þaö hvernig
átti aö boröa þá. Flestir kunnu á
sviöakjamma, og viö kjúklinga
er best aö nota sömu aöferö.
Leggja frá sér gaffalinn og nota
fingurna og hnifinn.
Ég man lfka eftir einum
manni sem lofaöi kjúklingana
okkar mikið, kom aftur daginn
eftir og baö aftur um kjúkling.
En þegar stúlkan færði honum
vatnið til aö skola fingurna
jjppúr, sagöi hann
nei takk
Kjúklingarnir^
voru jú
k ágætir, en
þessa
I grillsúpu
kunni
hann ekki
að meta! ”
Askur var ekki lengi eini
grillstaður landsins. Fleiri
fylgdu í kjölfariö, fyrst Sæl-
kerinn í Hafnarstræti. Magnús
sagöi báöa staöina hafa verið
velsóttaog vel af þeim látiö.Það
var ekki fyrr en fjöidi staöa,
einkum útá landi, spratt upp og
haföi Ask og Sælkerann aö fyrir-
mynd, aö álit grillstaðanna
lækkaöi. „Þaö þarf góöa þekk-
ingu á mat til aö reka svona
staöi” sagöi Magnús. „Og þess-
ir staöir útá landi voru oft settir
af staö, án þess aö sú þekking
væri til staöar. Númer eitt er aö
vera vandlátur á hráefni. Á
þessum stööum er veriö meö
mjög viökvæmar vörur, eins og
t.d. hrásalatiö og kokteilsósuna.
Ég hef lfka vitað til ab kartöflur
hafa veriö steiktar i brenndri
feiti og f hamborgarana notað
lambakjöt. Lambakjötiö er gott
hráefni, en það á allsekki heima
í hamborgurum”.
Að sögn Magnúsar gekk
Askur mjög vel, allt frá fyrstu
byrjun, en hann brann eftir aö
hafa verið starfræktur I fjögur
ár. Og sföan aftur I fyrra, eins
og flestum er i fersku minni.
„Eidurinn hefur verið mér
skeinuhættur”, sagði Magnús.
„Ég var sem barn f brunanum
mikla f Keflavik, þegar
samkomuhúsið Skjöldur brann.
Svo átti ég bát nýkominn úr
smföum viö Skipasmiöastöö
Júlíusar Nýborg i Hafnarfirði
þegar hún brann. Og siðan hefur
Askur brunniö tvivegis”.
Ný stefna
Þegar Askur brann i siöara
skiptiö, sagöi Magnús þau hjón-
in hafa veriö farin aö hugleiöa
aö hætta i veitingarekstrinum.
„Seinni bruninn flýtti einungis
þeirri ákvöröun okkar aö draga
okkur f hlé. Viöflýttum okkur aö
leita aö mönnumsem gætu tekiö
viö rekstrinum og sfðan seldum
viö staöina. Viöhjónin teljum aö
ef viö tækjum saman alla þá
vinnu sem viö höfum lagt I
veitingastörfin, eigum viöhálfr-
ar aldar starfsafmæli
á þessu ári.Það
gera sér fáir grein
fyrir þvi aö
dymar á svona
matsölustaö
standa opnar
I um 6000
stundir á ári, en f venjulegri
verslun ekki nema um 2000
stundir á ári”.
Magnús sagöi þaö óneitanlega
mikla breytingu á högum þeirra
að hætta svona. „En það er
samt ekki nein tómleikatilfinn-
ing”, sagöi hann. „Þegar ég hef
tekið mér fri á undanförnum ár-
um hef ég veriö útf náttúrunni
viö myndatöku, og ég er i mörg
ár búin aö heita þvi aö veita mér
þekkingu á þvi sviöi. Og nú eftir
að viö seldum Ask hef ég veriö
aö lesa mér til — I þeim tilgangi
aö ná inn I skóla I Bandaríkjun-
Ungur á ný
Magnús hefur nú fengiö
inngöngu f þekktan ljósmynda-
skóla í Santa Barbara I Kali-
forniu — Brooks Institute.
Námiö sem hann fer f tekur tvö
og hálft ár, en hann segist ætla
aö gefa sér þrjú og hálft.
„Jú aö vissu leyti er þetta eins
og aö veröa ungur aftur”, sagöi
hann‘ Ég hef alltaf
hugsaö mér aö mennta mig
eitthvað meira og nú er tækifær-
iö komiö. Þama læri ég ekki
aöeins aö meöhöndla myndavél-
ina, heldur einnig að koma efn-
inu frá mér I ræöu og riti”.
Þau hjónin fóru i vor út til
Santa Barbara aö skoða sig um
og leist mjög vel á sig. Þessi
bær er á veöursælasta staö
Suöur Kaliforniu, og er einkar
rólegur. Þar ætla Magnús og
Geröa aö búa næstu þrjú til
fjögur árin. Þau hafa selt
einbýlishúsið, en Magnús sagöi
aö þaö hefði veriö gert hvort
sem var — þau eru oröin tvö I
kotinu, og oröiö alltof rúmt um
þau. Þau hafa keypt annaö og
minna hús f nágrenninu i
Garöabænum.
„tsland er mikil paradfs
náttúruljósmyndara”, sagöi
Magnús, „Og meö réttum
markaösleiðum er hægt að gera
stórkostlega hluti f bókaútgáfu.
Um allan heim er fullt af
klúbbum náttúruskoöara, og
vandinn er aöeins aö komast
inná þá. Náttúra tslands er
góður söluvarningur, fyrir þá
sem vilja gera hana aö féþúfu.
Þaö er ekki tilgangur minn aö
græöa peninga á islenskri
náttúru, en þaö er takmarkaö
sem viö getum tekiö á móti
feröamönnum til landsins. Þaö
er hinsvegar næstum ótak-
markað sem viö getum meö
ljósmyndum flutt út af landinu.
Ljósmyndin er eins og tónlist,
hún er alþjóöleg”.