Helgarpósturinn - 11.07.1980, Side 24
24
# Viö höfum áöur minnst á
mögulegar breytingar á sterf-
semi veitingahússins óöalsvegna
minnkandi húspláss. Þann 1. júli
s.l. rann út umsaminn leigutimi
milli veitingahússins og Sam-
vinnutrygginga, sem er eigandi
stórs hluta húsrýmisins á annarri
hæö óöals. Eins og kunnugt er
vildu Samvinnutryggingar ekki
framlengja leigutlmanum en
nýta þetta húsnæöi á annan hátt.
Hins vegar hefuróöal forleigurétt
á þessu húsnæöi og þegar þaö
spuröist aö Samvinnutryggingar
hygöust leigja Landsýn — Sam-
vinnuferöum þetta húsnæöi, þá
þötti Oöalsmönnum sem veriö
væri aö brjóta geröa samninga.
Þeir hyggjast þvl leita til dóm-
stólanna meö þetta mál og á
meöan beöiö er eftir úrskuröi
sitja þeir sem fastast og halda
uppi óbreyttum veitingarekstri.
Samvinnutryggingar munu nú
vera búnar aö snúa viö blaöinu og
segjast ekki ætla aö leigja
húsplássiö út I framtiöinni heldur
nýta þaö undir skjalageymslur.
En málin eru sem sé ennþá I hnút
og ennþá dunar þvi dansinn á 2.
hæö óöals — á vægast sagt um-
deildum gólffleti.
# Þaö fer ekkert á milli mála aö
eldurinn er þegar farinn aö
krauma undir niöri I forystusveit
ASl, enda skal þar kjósa nýjan
forseta á þinginu 1 haust. Nokkrir
hafa veriö nefndir til embættisins
en hver kandldat viröist þó hafa
sinn djöful aö draga. Þannig er
þaö meö þá Björn Þórhallsson,
formann Landssambands ísl.
verslunarmann og Benedikt
Daviösson, formann Félags
byggingarmanna. Björn er ekki
hæfur vegna þess aö hann er
sjálfstæöismaöur og Benedikt
vegna þess aö hann er fulltrúi
hins svonefnda „uppmælingar-
aöals.” Menn sjá þó lausn hjá
Birni. Hann getur sagt skiliö viö
Sjálfstæöisflokkinn en Benedikt á
enga undankomuleiö. Ekki getur
hann sagt sig úr lögum viö
uppmælingaaöalinn....
9 Ennþá ganga skreiöarút-
flutningsmál ekki stórslysalaust
fyrir sig. Islenska umboössalan,
þar sem Bjarni Magnússonræöur
rikjum sendi I malmánuöi
Hvalvlkina meö fullfermi af
skreiö niöur til Nlgeriu. Hvalvlk-
in hefur ekki fengist losuö,
þrátt fyrir hátt I tveggja mánaöa
legu viö bryggju þarna niöur frá.
Munu vera einhver vandamál I
tengslum viö yfirfærslu á gjald-
eyri sem skapa þetta ófremdar-
ástand. Á þessu ári hafa bæöi
Samlag skreiöarframleiöenda og
SIS sent skreiöarfarma til
Nigeriu og þá gengiö allt eins og I
sögu. En islenska umboössalan
lætur engan bilbug á sér
finnaþrátt fyrir þessi vandamál
víövlkjanai Hvalvlkinni og undir-
býr nú aöra sendingu á Nlgeriu-
hafnir...
# Frá Akureyri berast þær
fréttir aö hitaveitustjórinn þar,
Gunnar Sverrisson, sé aö hætta
og staöa hans hefur veriö auglýst
laus til umsóknar. Gunnar var
ráöinn hitaveitustjóri meö pomp
og pragt fyrir aöeins þremur ár-
um og ástæöan fyrir þvl hve
skamman tima hann hefur enst I
starfinu er sögö vera sú, aö for-
veri hans Ingólfur Árnason,
áhrifamaöur I bæjarmálum á
Akureyri, kom þvi þannig fyrir aö
hann var ráöinn formaöur stjórn-
ar hitaveitunnar og hefur ekki
viljaö sleppa hendinni af fram-
kvæmdastjórninni. Gunnar á þvi
aö hafa þótt ástæöulaust aö vera
meö tvo framkvæmdastjóra hjá
fyrirtækinu og kaus aö hætta......
Föstudagur n. júii i98c Ha/ijarpriczti irinn
' L
Heitir og kaldir
réttir
frá 11,30-23,30
J Bautinn h/f Akureyri hefur V.
opnað nýjan og glœsilegan
fyrsta flokks matsölustað, Smiðjuna
(Er i sama húsi og Bautinn)
Bjóðum allar veitingar en þó fyrst og fremst
úrvals mat og þjónustu
YFIRMA TREIÐSL UMAÐ UR:
Hallgrímur Arason
YFIRÞJÓNN:
Sigmar Pétursson
*
A kvöldin í sumar spilar
Gunnar Gunnarsson og fleiri „dinnermúsik”
Opið alla daga frá kl. 11.30 til kl. 14.00
og frá kl. 18.30
— Bautinn er opinn frá kl. 8-23.30
Morgunverðarhlaðborð frá kl. 8-10.30 M
GRILL - CAFETERIA
Hafnarstræti 92, Akureyri
Sími 96-21818
SMIÐJAN
restaurant
Hafnarstræti 92, Akureyri
Sími 96-21818
Kaupendur
notaðra biia
athugið!
Allir notaðir MAZDA bilar hja okkur
eru seldir með 6 mánaða ábyrgð.
Takið ekki óþarfa áhættu, kaupið
meöÖ6nmánAaZöaA BÍLABORG HF
ábyrgð Smiöshöfða 23. sími 81299.
# Onnur saga frá Akureyri,
sem sýnir hvaö menn leggja á sig
til aö losna viö samkeppnina. Þar
voru i fyrra veitt tvö leyfi til næt-
ursölu og gengu þau til Feröa-
skrifstofu Akureyrar. sem GIsli
Jónssonrekur, og Hótel Akureyr-
ar. Báöar nætursölurnar gengu
ágætlega en nú er aöeins nætur-
sala feröaskrifstofunnar eftir, þvi
aö Gisli Jónsson á aö hafa leigt
nætursöluleyfi Hótel Akureyrar
aöeins til aö halda þeirri nætur-
sölu lokaöri. Og Gisli hefur gengiö
lengra. Ekki alls fyrir löngu sótti
maöur um leyfi til aö reka pylsu-
vagn á Ráöhústorginu I Ásgeirs
Hannesar Eirlkssonar stil. Hann
fékk samþykki bæjarráös fyrir
þvi en formsins vegna var leyfiö
auglýst, þar sem maöurinn sótti
formlega um auk annars um-
sækjanda. Fyrrgreindi maöurinn
fékk leyfiö en hins vegar er pylsu-
vagninn ekki enn kominn á Ráö-
hústorgiö. Þaö kom nefnilega á
daginn aö GIsli Jónsson hefur
leigt pylsuvagnsleyfiö af þeim
sem fékk leyfiö á sinum tíma —
væntanlega til aö sitja áfram einn
aö pyslusölunni i nætursölu
sinni...
• Meöal starfsfólks hjá Flug-
leiöum er veriö aö býsnast yfir
þvi aö Siguröur Helgason, for-
stjóri félagsins, skuli vera á
lúxusreisu um viöa veröld á sama
tlma og veriö er aö segja upp
fjölda starfsmanna og félagiö
sjálft er á heljarþröm...
#Margir minnast þess aö upp
kom mikil krlsa I slöustu rlkis-
stjórn, þegar Kjartan Jóhanns-
son, þáverandi sjávarútvegsráö-
herra, neitaöi Noröfiröingum
meö Lúövlk Jósepssonum lán úr
fiskveiöasjóöi til aö kaupa nýjan
togara. Noröfiröingarnir geröu
sér þá lltiö fyrir og keyptu
togarann meö lánum sem þeir
útveguöu sér eftir öörum leiöum
og gárungarnir gáfu þá togaran-
um nafniö Lúövlk Baröi Kjartan.
Nú heyrum viö hins vegar aö ekki
hafi öll kurl veriö þar meö til
grafar komin, því meö nýjum
herrum og velviljaöri I ráöherra-
stólum hafi máliö veriö tekiö upp
aö nýju og Noröfiröingarnir séu
eftir allt saman búnir aö fá fisk-
veiöasjóöslániö, sem Kjartan
vildi ekki veita þeim af þvi aö
hann taldi nóg komiö af togurum.
#Matthias Johannessen, Morg-
unblaösritstjóri, er maður
gamansamur. Hann hitti Erlend
Einarsson, SlS-forstjóra i sam-
kvæmi ekki alls fyrir löngu og fór
óðar aö spyrja Erlend hvaö hæft
væri I þeim orörómi sem þá gekk,
um aö Erlendur ætti aö veröa
næsti Seölabankastjóri. Erlendur
haröneitaöi þessu, kvaöst hafa
unnið I banka á sinum yngri árum
og heföi ekki áhuga að fara i sllka
stofnun aftur — hann vildi heldur
vera innan um sitt fólk i
Sambandinu. ,,Já, Erlendur
minn,” sagöi þá Matthias. „Þú
vilt auövitaö vera þar sem fjár-
magniö er...”
# Hermann Gunnarsson,
iþróttafréttamaöur útvarpsins
hefur haröneitaö aö fara á
Ólympfuleikana i Moskvu, og er
sagt aö ástæöurnar séu ekki
stjórnmálalegs eölis heldur aö
Hermann óttist aö missa sæti sitt
I Valsliöinu sem nú stendur i
toppbaráttunni á Islandsmótinu,
ef hann fer I austurviking. Mun nú
afráöiö aö Stefán Jón Hafstein
fari til Moskvu en hann var
ágætur Iþróttamaöur hér á árum
áöur og hefur iöulega hlaupiö I
skaröiö fyrir Hermann I Iþrótta-
fréttunum...
£ Akvöröun Andrésar Björns-
sonar útvarpsstjóra um aö ráöa
Helga Péturssonsem fréttamann
útvarpsins fremur en Halldór
Halldórsson hefur vakiö athygli.
Halldór haföi meömæli
Margrétar Indriöadóttur frétta-
stjóra og þetta er i fyrsta skipti
sem útvarpsstjóri gengur þannig
gegn meðmælum fréttastjórans.
Halldór hefur auk þess liölega
tveggja ára starfsreynslu á
fréttastofunni og er um leiö
menntaöist fjölmiölamaöur
okkar, þvl aö hann hefur nýlokiö
MA-prófi I f jölmiölum frá háskóla
i Bandarikjunum. Þetta þýöir þó
ekki aö útvarpshlustendur fái
ekki aö heyra I Halldóri, þvi aö
hann var áöur búinn aö sækja um
starf sem sumarafleysingamaöur
á fréttastofunni og fékk þaö — án
þess aö útvarpsráö geröi þar
nokkrar athugasemdir viö...