Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 06.03.1981, Qupperneq 6

Helgarpósturinn - 06.03.1981, Qupperneq 6
Giscard fékk af sýningu þess- ari húsgögn og listaverk, sem hann lét siðan koma fyrir i for- setahöllinni. Meðal þessara verka var málverk af sjálfum konung- inum. Forsetinn er mjög hreyk- inn af þessari mynd og notar hvert tækifæri til þess að sýna gestum sinum hana og uppfræða þá. Þá var það, að árið 1976 var forseti Seyehelles-eyja James Mancham i opinberri heimsókn i Frakklandi. Honum varð starsýnt á málverkið og forsetinn tók að skyra fyrir honum ástæðurnar fyrir veru málverksins þarna. Og meðal annars sagði hann: „...Og eins og þér sjálfsagt vitið, þá erum við, Anne-Aymone (kona forsetans) og ég, afkom- endur Loðviks 15”. „Jæja”, sagði hinn undrandi, „þá þekkjum við frændur ykkar”. Það þykknaði yfir Giscard. En James Man- cham hélt áfram: „Þið Frakkar, haldið að Loðvik 17. hafi drepist, en það er ekki rétt. Hann flúði til okkar og kvæntist konu úr eyj- unum. Við þekkjum vel afkom- endurhans, en þeir reka matsölu- stað, sem heitir „Hjá Loðviki 17”. Það eru frændur ykkar”. Siðan skellihló hann. Lokaði klúbburinn En þetta eru ekki einu vand- ræðin, sem Giscard hefur átt i með forfeður sina. Þegar hann var að undirbúa opinbera heim- sóknsina til Bandarikjanna i mai 1976, bað forsetinn um að fá inn- göngu i Cincinnati klúbbinn. Klúbbur þessi er mjög lokaður og i hann komast eingöngu afkom- endur fjölskyldna, sem gegndu þýðingarmiklu hlutverki i frelsis- striði Bandarikjanna. Aðmiráll nokkur, Char1es - Hector d’Estaing greifi „forfaöir” Gis- cards, tók virkan þlátt i striðinu. Þá er komið að öðru viðkvæmu atriði i ættartrénu. Þannig er nefnilega mál með vexti, að Valéry Giscard d’Estaing, ætti með réttu að heita aðeins Valéry Giscard. Það voru hins vegar faðir 1 hans og fööur- bróðir, sem árið 1922 fengu leyfi Föstudagur ó. mars,' 198T r—»*r-. Ættartréð Á siðari hluta ársins 1975 fara menn að taka eftir breytingum i háttum og framferði nýja forset- ans. Að visu höfðu alls konar sögur um einkalif hans komist á kreik, en nú uppgötvaðist undar- legur áhugi hans á 18. öldinni, en ’ bó einkum á Loðviki 15, sem Gis- card vill telja forföður sinn. Einum manni, að minnsta kosti, var kunnugt um þessa duttlunga, en það var Alain Peyrefitte, núverandi dómsmála- ráðherra, sem þá gegndi embætti menningarmálaráðherra. Hann var snemma árs 1974 kallaður til skrifstofu Giscard sem þá var fjármálaráðherra. Giscard lýsti sig hneykslaðan á þvi, að stjórnartið „þessamesta konungs Frakklands” skyldi látin falla i gleymsku. Þar sem 300 ára dánardægur konungsins væri i nánd, hvort ekki væri hægt að efna til sýningar á öllu, sem snerti hann. Peyrefitte var á þessum tima ekki kunnugt um „ættartré” fjármálaráðherrans. Hann svaraði þvi til, að i sinum augum væriLoðvik 15. versti kon- ungur, sem Frakkland hefði alið. Aður en til þess kæmi, aö sýning þessi yrði sett á laggirnar, lést Pompidou forseti, og hugmyndin datt upp fyrir i bili. Þegar hún varð loks að raunveruleika, bar hún yfirskriftina „öld Loðviks 15”. og var þar einnig fjallað um byltinguna 1789. rikisráðsins, til að bæta d’Es- taing aftan við hið raunverulega ættarnafn sitt. Þeir vildu láta lita svo út, að þeir væru aðalbornir, þvi i Frakklandi eru ættarnöfn aðalsins með forskeytinu „de”. Það var bara tilviljun, að d’Estaing nafnið var ekki lengur i notkun ef svo má segja. Þetta vissu Bandarikjamenn og neituðu forsetanum inngöngu i klúbbinn. Hann bað þá um, að hann einn yrði tekinn inn, en það gengi ekki i arf til niðja hans. Og enn var forseta neitað. En félagar klúbbsins voru góðhjartaðir og gerðu hann að heiðursfélaga, en ekki hann persónulega, heldur sem fulltrúa Frakklands. Staðan var nefnilega farin að verða dá- litið óþægileg. Allir konungar hafa gaman af veiðum. Giscard lika. Svo æstur er hann, að jafnvel i miðri viku bregður hann sér frá Paris til þess aðskjóta dálitið. Þá fór hann oft i veiðiferðir til Bokassa fyrr- verandi keisara i Mið-Afriku- keisaradæminu, þegar allt lék i lyndimilli þeirra. Segja sumir, að ákafi hans við veiðarnar sé það mikill, að „hann veiði aðeins til að drepa”. 1 veiðiferðum þurfa menn að borða eins og gengur og gerist. Hann krafðist þess að snæða við dúkalagt borð úti undir berum himni, en forverar hans höfðu ekki farið fram á slikt. Þá lét hann breyta letrinu á matseðl- aðurinn, sem vildi vera Nú þegar Frakklandsforseti þarf að heyja baráttu fyrir endurkjöri, eru Frakkar minntir á eitt helsta áhugamál hans Fjölskylda Giscard tók upp aðals- nafnið d’Estaing árið 1922 er það hafði legið í hirðuieysi, og reynir forsetinn að sannfæra sjálfan sig og aðra um bláa blóðið i æðum sér, en gengur misjafnlega. Forsetakosningar i Frakklandi eru á næsta leiti, og er allt útlit fyrir, að i siðari umferö þeirra.þann 10. mai næstkomandi standi baráttan á milli Francois Mitterand, formanns Sósialista- flokksins, og Valéry Giscard d’Estaing forseta. Giscard, eins og forsetinn er kallaður manna á meðal, hefur alla tið verið harðlega gagn- rýndur af vinstri flokkunum fyrir stefnu sina. A siðustu mánuðum, og jafnvel árum, hefur önnur teg- und gagnrýni hins vegar orðið æ háværari, en það er hvernig for- setinn hefur gerst valdafrekari með árunum og farið að rikja að hætti konunganna forðum. Breska blaðiö The Economist lýsti Giscard, þegar i desember 1978 sem „siðasta keisara Ev- rópu”. og fleiri blöð hafa fjailaö um þetta. Fyrirsögn i þýska blað- inu Stern hljóöaöi svo: „Eins og guö i Frakklandi”. Herra Jón Jónsson i Frakklandi hefði iiklega orðiö undrandi, ef einhver hefði sagt honum eftir kosningarnar 1974, að þessi há- vaxni maður, sem ekki fór troðnar slóðir, ætti eftir að haga sér og lita á sjáifan sig sem konung. Giscard iagði mikla áherslu á það. að hann væri „nútimalegur” og „frábrugðinn” fyrri forsetum og i upphafi forsetaferils hans benti ýmislegt tii að svo væri. Hann innleiddi kosningarétt við 18 ára aldur, hann lék á harmo- niku á almanna færi tók þátt i knattspyrnuleik, heimsótti fanga, tók neðanjarðarlestina i Paris og margt fleira. Þegar hann tók við embætti lét hann ekki aka sér alla leið að forsetahöllinni, heldur gekk siðasta spölinn. Skömmu siðar gekk hann einnig siðasta spölinn að Sigurboganum, eftir Champs-Elysées. Á þessari gönguferð, heyrðist kallað úr mannþrönginni: „Pabbi”, og voru þar komnar tvær dætur for- setans, Valérie-Anne og Jacinthe, en þær hjóluðu þar hjá af til- viljun. Forsetinn lét fylgdarlið sitt biða meðan hann fór og kyssti dætur sinar. Þannig vildi Giscard sýna fram á að hann væri „nútimalegur for- seti”,eðaeinsoghannsagði siðar viðfréttamenn: „Það er mitt álit, að siðareglurnar fái þjóðina til að skynja þá atburði, sem snerta hana... Þessi nýi still verður ekki aðeins still forsetans, heldur still Frakklands”. Franska vikublaðið Le Nouvel Observateur segir siðan frá þvi, er þessar sömu dætur forsetans fóru með honum i opinbera heim- sókn til trans i október 1976, þar sem keisarinn tók á móti þeim. t þeirri ferð höfðu þær ekkert sam- neyti við fjöldann. Gagnstætt öllum venjum lýðveldisins, voru þær settar i þriðja og fjórða þrep franska viröingarstigans, á undan þáverandi utanrikisráð- herra og þrem öðrum háttsettum embættismönnum. En það er kannski ekki við Gis- card einan að sakast, miklu fremur stofnanir 5. lýðveldisins, sem De Gaulle kom á, og veita forsetaembætinu gifurleg völd. Bæði De Gaulíe, og siðar Pompi- dou stjórnuðu rikinu sem nokkurs konar konungar. Giscard fetar þannig i fótspor þeirra, en gerir gott betur. Hann getur hins vegar siður afsakað sjálfan sig en fyrir- i rennarar hans, þvi hann haföi lof- að að gera hiö gagnstæða, og hafði þegar árið 1967 varaö við þessu „einræði”. inum, sem: hafði frá þvi i upphafi og einnig lét hann leika „Göngulag ungs”. Gatið og kaldi maturinn Úr þvi farið er að minríasT borðhald, er ekki úr vegi að segja aðeins frá borðsiðum forsetans heima við. Þann 26. mai 1976 fékkststaðfesting á þeim orðrómi sem gekk meðal heldra fólksins i Paris. Þann dag var konu forseta Filippseyja, Imeldu Marcos, boðið i mat. Giscard var þá þjónað fyrstum til borðs, en bæði De Gaulle og Pompidou létu þjóna sér siðast samkvæmt frönskum siðum. Jafnvel i privat matarboðum, er Giscard þjónað fyrst og á undan konunum. Þegar um er að ræða aðalsmenn, er konu Giscard þjónað á eftir honum, og siðan gestunum. Þegar elsti sonur þeirra, Henry, er viðstaddur, er hann þriðji i röðinni. En til eru þeir, sem sjá i þessu ákveðna reísingu fyrir forsetann. „Þar sem forsetanum er þjónað fyrst til borðs, verður hann að biða þar til ölium hefur verið fenginn matur sinn. Hann er þvi dæmdur til að borða alltaf kaldan mat”, sagði einhver. Enn eitt uppátækið við matar- borðið, er það sem menn kalla „gatið”, en það er auði stóllinn, sem alltaf er andspænis forset- anum, þegar einhver gestanna er ekki á sama stað og hann i virð- ingarstiganum. Sagan sýnir okkur, að margir konungar hafi verið listelskir menn og oft haft hirð listamanna i kringum sig. Forverar Giscard d’Estaing i forsetaembættinu, þeir De Gaulle og Pompidou sýndu báðir listum mikinn áhuga, og einkum var Pompidou þekktur fyrir áhuga sinn á samtimalista- mönnum, eins og Vasarely. Þvi miður mun þvi ekki vera þannig farið með Giscard, sem þykir hafa einkar lélegan listasmekk. Sækist hann einkum eftir verkum frá 19. öld, en sinnir nútimamál- „Eins og þér kannski vitið, þá er ég afkomandi Loðviks 15”, sagði Frakklandsforseti við forseta Seyschelleseyja árið 1976. urum ekki. Hefur hann meira að segja oftsinnis neitað að taka við verkum frá fjölskyldum Alex- anders Calders.og Max Ernst sem greiðslu fyrir skatta. Það þykir alltaf tiðindum sæta, þegar nýr félagi er tekinn i Frönsku Akademiuna. 1 janúar siðastliðnum var konu i fyrsta sinn hleypt inn i þessa karlasam- kundu, þegar rithöfundurinn Marguerite Yourcenar var tekin i félag hinna „ódauðlegu”. For- setahjónin voru viðstödd athöfn- ina, og eftir inntökuræðuna, stóðu allir upp og klöppuðu nema þau. Einsogveriðværiaðklappa þeim lof I lófa, eða eins og þau væru yfir þetta fólk hafin. En það þykir með þvi finasta finu að vera félagi i Frönsku Akademiunni. Látum við hér staðar numið i frásögninni af konunglegum til- búrðum núverandi Frakklands- forseta.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.