Helgarpósturinn - 06.03.1981, Síða 12
12
Föstudagur 6. mars, 1981.
hplrjFirpn^tl irinn halj^rphczfl irinrt™studagur 6. mars, 1981,
„Það lengsta sem ég het komist er að vera kallaður
miðjumoðsmaður”
„Jú. það er oft erfitt að vera viðutan, sérstaklega
þegar sjálfsvirðing manns er i veði.”
— Er það hlutverk félagsfræð-
innar að afia þessa skilnings?
„Bygging almennra fræði-
kerfa, sem beita má við rann-
sóknir eða til skilnings á félags-
legum samskiptum manna, eða
þjóðfélaginu, hlýtur að sjálfsögðu
að vera eitt höfuðmarkmið þjóð-
félagsvisinda. Hinsvegar á hér
hið sama við og um flestar aðrar
fræðigreinar að það er tiltölulega
litill hluti þeirra einstaklinga sem
fást vð þjóðfélagsvisindi sem
stundar slilkar undirstöðurann-
sóknir. Meginverkefni félags-
fræðinga eru tvenns konar:
annarsvegar gagnasöfnun og
túlkun upplýsinga um þjóðfélags-
leg efni, hinsvegar hagnýtar
rannsóknir sem gerðar eru til
undirbúnings að ákvörðunum i
efnahags- og félagsmálum. Þeir
gegna þvi veigamiklu hlutverki i
nútimasamfélagi. Þó upplýsingar
af ýmsu tagi komi að veru-
legu gagni við almennar visinda-
legar rannsóknir, þá er megintil-
gangur þeirra að veita þeim sem i
viðkomandi þjóðfélagi búa nauð-
synlegar upplýsingar um um-
hverfisitt. Viðþetta má svo bæta,
að félagsfræðingar hafa einnig
fengist mjög mikið við að rekja og
túlka almenna hugmynda-
sögu — einkum hugmyndir
þeirra spekinga sem fjallað hafa
um þjóðfélagsmál”.
— Það hefur talsvert borið á
manna hefur rekið mjög svo
ómálefnalegan áróður gegn
félagsfræðinni á þeim grundvelli
að hún sé dulbúin marxismi. Það
er náttúrlega ekki rétt og sýnir
bara að þessir menn vita ekkert
um hvað þeir eru að tala. Það
kemur manni svosem ekki á
óvart. Ofgahópar, bæði til hægri
og vinstri, hafa löngum barist
gegn félagsvisindum, einsog
reyndar oft annari þekkingarleit
lika, vegna þess að þau brjóta oft
i bága við gamlar kennisetn-
ingar: Og það er ekkert nýtt að
mannkynið hræðist skipulega
þekkingarleit öðru fremur. Ber-
trand Eussel segir einhvers
staðar, að hugsunin sé mis-
kunnarlaus gagnvart eiginhags-
munum, gömlum og grónum
stofnunum samfélagsins og þægi-
legum lifsvenjum. Hann talar um
að hún sé stjórnlaus, löglaus og
skeytingarlaus um veraldlegt
vald, hirðulaus um þrautreyndan
visdóm kynslóðanna. Allar fræði-
greinar tengjast óumflýjanlega
pólitik á einn eða annan hátt, en
að félagsvisindin séu einhver sér-
sakur vettvangur hugmynda-
fræðilegrar baráttu, það er af og
frá’ ’.
— En hvar stendur þú sjálfur i
pólitikinni?
„Jú, ég hef stundum verið
ásakaður um að vera ihalds-
maður. Annars hef ég sjálfur oft
sannleika, geti leyst öll mál með
tilvisun i einhverja kreddutrú,
sem styðst ekki við neinar kerfis-
bundnar rannsóknir á veruleik-
anum, þá er hættan mest á þvi að
maðurinn sé sviptur mennsku
sinni og meðhöndlaður einsog
tölur á blaði. Einsog Jakob
Bronowski benti á, þá varþað ein-
mitt kreddutrú, hroki og fáviska
sem orsakaði það að milljónir
manna voru sendar i gasklefana i
Þýskalandi Hitlers. Það gerðist
eftir að öll visindi, þarámeðal
félags- og sálarfræði, höfðu verið
bönnuð. Félagsvisindi hafa
reyndar verið fordæmd af öðrum
en Hitler. Þau voru t.d. bönnuð á
timabili i Rússlandi siðan að
visu viðurkennd, en þá undir
ströngu eftirliti flokksins. Sömu
sögu er að segja af Kina”.
Lífsíílðsólían
— Svo við snúum okkur nánar
aðsjálfum þér: Er félagsfræðing-
urinn Þórólfur Þórlindsson
félagslyndur?
„Ég held ég verði að teljast
frekar ófélagslyndur, en ég er
ekki andfélagslega sinnaður.”
— Þú sagðist áðan vera litlaus i
pólitikinni, — hvað með almenn
viðhorf til lifsins? hefurðu ein-
hverjar ákveðnar skoðanir að
leiöarljósi i þinu lifi?
„Þegar ég var yngri hugsaði ég
mikiðifm tilgang lifsins og mikil-
þvi að hlutirnir eigi að hafa gildi i
sjálfu sér, það sem maður starfar
og gerir á hverjum tima, einsog
reyndar lifið sjálft, verði að hafa
gildi i sjálfu sér, en eigi ekki endi-
lega að vera tæki til að ná ein-
hverju markmiði. Mér finnst
mikil viska felast i þvi að geta lif-
að við merkingarleysið þegar það
á við. Það verða alltaf margar
spurningar sem við fáum engin
svör við, hvort sem þær snerta
innstu rök tilverunnar eða sam-
skipti manna á milli.”
Fjaran og djúpiO
— Trúirðu á guð?
„Það er nú kannski bara skil-
greiningaratriði hvort menn trúa
á guð eða eitthvað annað. Er ekki
sagt að trúin finni sér alltaf ein-
hvern farveg. Mér finnst að það
hljóti endanlega að vera breytni
okkar hér á jörðinni sem skiptir
öllu máli.”
— Hemingway sagði einhvern
tima að dauðinn væri eina stað-
reynd lifsins, — óttastu dauðann?
„Nei, i þessu efni mundi ég taka
sömu afstöðu og Sókrates forðum,
að góður maður þurfi ekki að ótt-
ast dauðann hvort sem hann trúir
eða trúir ekki. Það er ekkert i
djúpunum sem þú finnur ekki i
fjörunni einsog Gunnar Dal seg-
ir.”
— Þú ert alinn upp i sjávar-
plássi austur á landi, — lá ekki
„Ég er nú ekkert viss um aö ég
sé meira viðutan en gengur og
gerist með fólk. Reyndar hefur
mér talsvert fariö fram, ég er
hvað annars hugar þegar ég var
þegarég varyngri. Þó kemur það
fyrir, einsog með alla, að ég
gleymi mér. Jájá, til dæmis þeg-
ar ég kom i tima þá stóð ég allti-
einu með simaskrána i höndun-
um. Ég hafði semsagt verið eitt-
hað annars hugar, þegar ég var
að setja oni töskuna heima hjá
mér. Jú, það er oft erfitt að vera
viðutan, sérstaklega þegar sjálfs-
virðing manns er i veði. Einhvern
tima i vetur var komið að mér á
skrifstofu minni þarsem ég sat
við að vélrita. Og þegar ég bað
viðkomandi að doka við á meðan
ég lyki við setninguna, þá benti
hún'mér á, eftir andartaks þögn,
að það væri ekkert blað i vélinni.
Hve lengi ég hafði setið þarna og
vélritað blaðlaust veit ég ekki, en
það gæti þó hafa verið ærin stund,
þvi ég er lélegur vélritari. Ég
hugsaði til þess eftirá, að þaö
hefði verið lán i óláni heföi hún
þá, sem góður og gegn borgari,
séð til þess að ég yrði samstundis
tekinn úr umferð. Annars held ég
svona almenntséö, að þessar sög-
ur um að prófessorar séu meira
utangátta en aðrir séu hreinn
uppspuni og atvinnurógur af
verstu tegund. Það er algjör mis-
skilningur, aö háskólakennarar
hefur megináherslan verið á
kennslu, einkum i formi fyrir-
lestra, en minna gert af þvi að
efla ýmsa aðra starfsemi skólans
s.s. rannróknir. Kennarar hafa að
minu mati ekki nægan tima til
þess, þarsem þeim er ætlað að
sinna óeðlilega miklum stjórnun-
ar- og kennslustörfum. Kennslu-
skyldanert.d.mun meiri en tlðk-
ast við þá erlendu háskóla sem ég
þekki til. Þegar oná það bætist, að
annað starfslið skólans en kenn-
arar er af mjög skornum
skammti, verður vinnudagur
háskólakennara við stjórnun og
kennslu óumflýjanlega mjög
langur. Það veröur til þess að þeir
geta ekki stundað rannsóknir sin-
ar nema i hjáverkum, á kvöldin
og um helgar, sem er auðvitað
mjög bagalegt. Ég held að menn
verði að gera sér grein fyrir þvi
að háskóli er annað og meira en
einhvers konar itroðslu- og
kennslustofnun eða vél sem fram-
leiðir sérfræðinga. Hann veröur
að halda uppi öflugri og frjálsri
rannsóknarstarfsemi. Hann er
samfélag einstaklinga sem hafa
helgað starfskrafta sina ákveðn-
um fræðum og þarmeð gengist
undir leikreglur þeirra. Þetta fel-
ur ma. i sér að menn verða aö
viðhafa virðingu og fordómalausa
gagnrýni á niðurstöðum bæði sin-
um og annarra.”
— Hver er staða félagsvis-
m cr ckkcn l d upunum, scm bu iinnur ckki I liörunni
Mrftllnr Þörllndsson I nciprpöslsvlölall
Fimmtudagsmorgunn. Merki-
legt hvernig maður heyrir stund-
um á símhringingunni að það er
manneskja með áriðandi erindi á
hinum enda linunnar. Þá liður
heilmingi skemmri timi á miili
rrrrr-anna, sem fyrir bragðið
virka einhvurnegin hvellari,
óþolinmóðari. Enda kemur á dag-
inn að nti ætlar ritstjórinn að
herma uppá mig gamalt loforð
um opnuspjall við Þórólf Þór-
lindsson, félagsfræðiprófessor við
Háskólann. Hinsvegar sé iitill
tími til stefnu, hvort ég geti ekki
hjólað I þetta I dag.
En það reynist ekki auðhjólað i
Þórólf. Þegar ég loksins næ sam-
bandi við hann um kvöldmatar-
leytið, eftir margar árangurs-
lausar slmanir útum allan bæ,
tekur hann mér illa. Segist hafa
átt erfiðan dag viö kennslu og
fundarsetu og i engu viðtalsstuði:
Geturöu ekki komið seinna?
Það get ég auðvitað ekki, búinn
að lofa ritstjóranum að skila við-
tali daginn eftir, svo ég neyöist til
aö beita herkænskubragði barna,
suðinu. Og þarsem Þórólfur er
góðhjartaður maður og bón min
litil, hða ekki nema 17 minútur
uns ég er sestur i stofuna á Sól-
vallagötu 34 og ber fram fyrstu
spuminguna:
Hvaö er félagsfræöi?
Maourínn
„Það er erfitt að svara þvi i
stuttu máli. Ég er vanur aö eyða
nokkrum fyrirlestrum iþað þegar
ég er meö byrjendanámskeið i
greininni. Orstutt skilgreining
gæti veriö eitthvað á þá leiö, að
félagsfræöi sé sú visindagrein
sem fæst við að athuga mannleg
samskiptijUppruna, þróun og gerð
félagshópa, og þau form sem ein-
kenna mannlegt samfélag. En
svona skilgreining segir okkur
auðvitað ekki neitt. Skilgrein-
ingar eru engin lögmál sem draga
i eitt skipti fyrir öll skýr mörk á
milli greina. Menn starfa við það
sem áhugi þeirra beinist að, þeir
leitast við að rannsaká það sem
þeir vilja, þegar þeir vilja.
Félagsfræöi er ein margra fræöi-
greina sem fjalla um manninn og
má þvi skipta henni á bekk með
hagfræði, lögfræði, sálarfræði,
mannfræöi og sögu svo eitthvað
sé nefnt. Skiptingin á milli þess-
ara greina, þ.e.a.s. hvernig þær
nálgast viðfangsefnið er mjög
heföbundin, þó hún eigi sér auð-
vitað aðeins stað i háskólum en
ekki i raunheiminum”.
— Eru félagsfræðingar, og
aðrir þeir sem stunda mannvis-
indi, þá aö reyna að leysa lifsgá't-
una?
„Ja, lifsgátuna leysum viö
sennilega aldrei. í stað þess verö-
um viö vist að sætta okkur við aö
smíða ýmis kerfi sem hjálpa
okkur að lifa frá degi til dags. Þaö
er augljóst að þekking og skiln-
ingur á manninum skiptir öllu
máli. Kannski er það sú þekking
sem mun ákvarða örlög okkar.
Hin öra tækniþróun og þær miklu
breytingar sem skella yfir okkur
gera ennþá meiri kröfur nú en
áður um sjálfsþekkingu ef vel á
að fara. Maðurinn skapar jú
sjálfan sig i athöfnum sinum, og
samskiptum sinum við aðra ein-
staklinga. Tækniþróunin breytir
samskiptum manna, tengslum
þeirra og hvernig einstaklingur-
inn upplifir sjálfan sig. Það er al-
kunna hvernig iðnbyltingin rask-
aði hinu stöðuga bændasam-
félagi, og i dag stöndum viö
frammi fyrir þvi að örtölvu-
byltingin mun valda enn meiri
breytingum á samfélaginu en
áður hefur þekkst”.
þeim viðhorfum hér á landi, að
félagsfræðingar séu upp til hópa
róttækir vinstri menn —- er þetta
rétt?
úmðlelnaiegur ároour
„Félagsfræðingar eru nú ansi
sundurleitur hópur, og það þarf
ekki lengi aö skoöa verk þeirra til
að sjá að þeir skiptast i marga
hópa, sem hver heldur fram ágæti
sins sjónarmiðs. Og þegar farið
er að draga saman niðurstöður
rannsókna i heildir eða stefnur,
kemur i ljós aö margt er þar af-
stætt og að um margar grund-
vallarstaðhæfingar má deila. Hér
hefur þetta viðhorf sennilega
myndast að nokkru leyti vegna
þess að nokkrir menn sem fengist
hafa við þessi fræði hafa verið
áberandi á vinstri kantinum i is-
lenskri pólitik. Meginástæðan er
þó kannski sú, að fámennur hópur
haft áhyggjur af þvi hvað ég er
litlaus i pólitik, — sérstaklega
samanborið við samkennara
mina, sem margir eru hinir
mestu afreksmenn á þessu sviði.
Það lengsta sem ég hef komist er
að vera kallaður miðjumoðs-
maður”.
Hreddulrú, hroki og iðvíska
— Félagsvisindin hafa verið
gagnrýndfyriraðsvipta manninn
mennsku sinni, gera hann að vél-
menni,.tölum á blaði...
„Það eru ekki visindin sem
breyta manninum i vélmenni,
heldur kreddutrú, hroki og fá-
viska. Visindaleg þekking er ekki
lausblaðabók, full af staðreynd-
um. Hún er einsog öll þekking
fyrst og fremst mannleg þekking,
og verður þessvegna aldrei al-
gild. Þegar fólk trúir þvi að það
hafi öölast einhvern algildan
vægi þess aö hafa einhverja
veligrundaða lifsfilósófiu. Gerði
itrekaöar tilraunir til að smiða
kerfi sem ég gæti lifað eftir. Nú er
ég talsvert farinn að ryðga i þeim
fræðum, og hef oft leitt hugann að
þvi undanfarið hvort ég sé ekki, i
öllu amstrinu og stritinu, búinn að
gleyma þvi hver sendi mig og
hvað ég átti að kaupa, svo notuð
séu orð Steins Steinarr þegar
hann var spurður úti svipaða
hluti. Annars er nauðsynlegt að
hafa einhver kerfi við aö styöjast
til aö gefa lifinu merkingu. Merk-
ingarleysið, tomið, er einmitt þaö
sem virðist ógna svo mörgum.
Eru menn ekki alltaf að reyna að
finna merkingu i tilverunni, búa
til kerfi, hvort sem þaö eru nú
trúarbrögð, stjórnmál eöa hvoru-
tveggja. Svo eru auðvitaö þeir
sem reyna að lifa við merkingar-
leysiö, taka hlutina einsog þeir
koma fyrir. Ég hef alltaf trúaö
beinast við að þú yrðir sjómaður?
„Jú, aö sjálfsögðu, enda ætlaði
ég alla tiö að verða sjómaður,
helst skipstjóri. Og ég hafði sér-
staklega góða aðstöðu til þess,
þar sem faðir minn var skipstjóri.
Ég naut þess vegna mikilla for-
réttinda, fókk t.d. að fara með á
sild fyrst 10 ára gamall. Það fór
þó aldrei svo að æskudraumurinn
rættist, ég varð aldrei sjómaður,
hvað þá skipstjóri.”
— Hvers vegna?
„Það var aðallega tvennt sem
olli þvi. 1 fyrsta lagi var ég að
mestu leyti rúmliggjandi vegna
veikinda, I þrjú ár, frá 13—16 ára
aldurs, og var lengi að ná mér eft-
ir þaö. 1 öðru lagi var ég lélegur
sjómaður og hefur þaö kannski
ráöið mestu um að ég hrökklaðist
úr sjómennskunni.”
— Nemendur þinir tala stund-
um um að þú sért „ekta prófess-
or”, þeas, viðutan..
ráfi um hérna vestur á mýri gjör-
samlega útá þekju".
— Oft er rætt, og jafnvel deilt,
um stöðu og hlutverk Háskólans i
islensku þjóðlifi — hver er afstaða
þin til þessarar umræðu?
„Þetta er stór spurning. Það er
kannski rétt að benda á það að til-
koma Háskólans er nátengd sjálf-
stæðisbaráttu tslandinga. Upp-
haflega var þvi eitt meginhlut-
verk hans að sjá þjóðinni fyrir
velmenntuðum innlendum em-
bættismönnum. Með timanum
hefur hlutverk skólans orðið við-
feðmara, og i dag má lita svo á að
hann sé æðsta menntastofnun
Jandsins, og að hann eigi, ef vel á
aö vera, að þjóna sem stærsta og
mikilvægasta uppspretta þekk-
ingar á hinum ýmsu sviðum vis-
inda og fræða. t þessu sambandi
má velta fyrir sér hvernig búið er
að Háskólanum svo hann geti
uppfyllt þessi skilyröi. Hingaðtil
indanna innan Háskólans?
„Ja, þjóðfélagsvisindi eiga sér
ekki langa sögu við H.I., ef lög-
fræðin er undanskilin. Hagfræöi
og viðskiptafræði hafa að visu
veriö kennd i u.þ.b. fjóra áratugi,
en aðrar greinar félagsvisinda,
s.s. félagsfræði, sálarfræöi og
stjórnmálafræði, aðeins i nokkur
ár. Mörg mikilvæg verkefni biða i
uppbyggingu þjóöfélags-
rannsókna og skýrslugerðar al-
mennt. Félagsfræðileg þekking
verður ekki flutt inn, hún verður
aö byggjast á islenskum
rannsóknum, þó auðvitað I nán-
um tengslum við þróun greinar-
innar erlendis. Einsog dr.
Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjóri hefur sagt, þá verður hver
þjóð, sem vill brjóta félags- og
efnahagsleg vandamál sin til
mergjar, aö halda uppi vökulu og
fordómalausu starfi i þjóðfélags-
visindum.”