Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 06.03.1981, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 06.03.1981, Qupperneq 24
ÓDÝR MUNAÐUR ' Helear-ogf gistiferóir noróur á Akureyri ^Lj>^> FLUGFAR, GISTING OG BÍLALEIGUBlLL í EINUM PAKKA A TILBOÐSVERÐI Helgarpakkinn í helgarpakkanum felst flugfar og gisting í 2—3 nætur auk bílaleigubíls fyrir þá sem þess óska. Helgarpakkinn er ódýr munaður fyrir þá sem vilja slappa af frá grámyglu hversdagsleikans eða lyfta sér upp og njóta Iffsins í nýju umhverfi. Helgarferð norður á Akureyri er tilvalið tækifæri til að veita þér og elskunni þinni notalega til- breytingu eftir amstur og erfiði vikunnar. Þú festir öryggisbeltin og ert kominn norður eftir 45 mínútur. Hótel - Gisting Við bjóðum upp á fjögur hótel, þar af eitt í Hlíðarfjalli með glæsilegri skíðaaðstöðu, skíða- leigu, lyftum og brekkum við allra hæfi. Tíðar áætlunarferðir eru íHlíðarfjall úr miðbæ Akur- eyrarsem taka aðeins um 15 mínútur. Veitinga-og skemmtistaðir Þú ættir að geta raðað íþig bæði mat og drykk fyrir norðan og valið úr 8 veitingastöðum, sem veita þér lipra og góða þjónustu. Hægterað finna skemmti- og dansstaði við allra hæfi, frá diskói til gömlu dans- anna. Ýmiss þjónusta Bílaleiga Akureyrar sendir þér bíl á völlinn um leið og þú lendir á Akureyri. Sérstök vildarkjör með helgarpakka. Sundlaug Akureyrar með heit- um pottum og sauna er alltaf jafn vinsæl. Gufu- og nuddstof- an í Sunnuhlíð stjanar við þá sem fá strengi eftir skíði eða dansleikinn. Leikhús Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir leikritið Skáld Rósa. Lukkuferð Um leið og þú verður þér úti um kynningarbækling um gistiferð til Akureyrar ertu orðinn þátt- takandi íhappdrætti um Lukku- ferð norður. Hafðu samband við söluskrif- stofur okkar og tryggðu þér eintak. Söluskrifstofur Flugleiða h.f. Ferðaskrifstofan Úrval v/Austurvöll. • Aðalfundur Flugleiða hefur enn ekki verið formlega boðaður og stjórnarformaðurinn örn ó. Johnsonhefur gefið þær skýring- ar að erfiðlega gangi að finna sal undir fundinn. 1 viðskiptaheimin- um er hins vegar brosaö af þess- ari skýringu stjórnarformannsins og sagt að aðrar og flóknari skýr- ingar séu fyrir drættinum. Miklar hræringar munu nefnilega vera meöal hluthafa og sitthvað i að- sigi. Eftir þeim fregnum sem við fáum af þessum málum eru valdahlutföll töluvert að breytast innan Flugleiða um þessar mund- ir og er staöan nú sem næst þessi: Loftleiðaarminum svonefnda vex stöðugt ásmeginn. Nú siðast heyrist að Grétar Kristjansson (sonur Kristjáns Guölaugssonar fyrrum stjórnarformanns) og Einarflugriki Sigurðssonsem áð- ur studdu Sigurð Helgason og hans blokk, séu nú gengnir til liðs viö Loftleiðakjarnann gamla, sem nú sé kominn með um 24—25% atkvæða hluthafa. Rikið er með um 20% atkvæða og Eim- skipafélagið með um 19% at- kvæöa en 8—10% atkvæða eru þess eðlis að þau skila sér aldrei á aðalfundi vegna þess að handhaf- ar þeirra eru dreifðir ýmist út um land eða erlendis. Afganginn eða um 25% atkvæöa eiga svo Sigurð- ur Helgason og hans lið, þ.e. Klak hf. og Flugfélagsarmurinn gamli. Miðað við að bandalagið milli Loftleiðaarmsins og rikisins haldist á aðalfundinum þá er þessi blokk komin með um og yfir 40% hlutafjár i Flugleiðum eöa litlu minni en hluthafablokk Eim- skipafélagsins og Klaks, sem þýöir i raun að komin er upp þrá- skákarstaða i stjórn félagsins. Þetta hefur haft i för með sér, að hinn striðandi öfl i félaginu hafa nú byrjað alvarlegar samninga- viðræður til að freista þess að finna friðsamlega lausn á stjórn- unarvandamálum félagsins og munu þessar samkomulagsum- leitanir standa yfir þessa dagana. Eftir þvi sem við heyrum er nú helsttalað um þá lausn að kjörinn verði nýr stjórnarformaður og jafnhliða tekin upp eins konar þrieykisstjórn hjá félaginu á nýj- an leik með þvi að mynduð verði þriggja manna framkvæmda- stjórn félagsins. t henni mun eiga sæti Sigurður Helgason af hálfu annarrar valdablokkarinnar Martin Petersen koma inn að nýju af hálfu Loftleiðaarmsins en siðan verði þriðji maðurinn, sem báðar blokkir geti sætt sig við, eins konar stuðpúði milli þessara tveggja stjórnenda. Mun hans ákaft leitað um þessar mundir... ® t þessu sambandi: Það er rangt sem komið hefur fram i fjölmiðlun að þeir Lúðvik Jóseps- son, fyrrum alþingismaður, og Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður, verði fulltrúar rikisins i hinni nýju stjórn Flug- leiða. Lúðvik hefur lýst þvi yfir að hann hafi ekki minnsta áhuga á þvi að taka sæti i stjórninni og innan Framsóknarflokks er alls ekki afráöiö að það verði Guð- mundur G. Þörarinsson en ekki einhver annar sem taki sæti af þeirra hálfu i stjórninni... • Meira um Ftugleiðir. Við heyrum að forsvarsmönnum þess litist ekkert vel á fyrirhugað far- þegaflug Sterling Airways hingað til lands i sumar, enda mun það áreiðanlega koma niður á Norðurlandaflugi félagsins. Sterling mun ráðgera að bjóða fargjöld til og frá landinu sem munu kosta innan viö 100 þúsund gamlar krónur og hafa Flugleiöa- menn farið þess á leit við sam- gönguráðuneytið að þetta flug verði stöðvað á þeirri forsendu að um undirboð sé að ræða. Einhver tregða mun þó vera hjá ráðuneyt- inu að verða við þessari kröfu... • En af þvi talað er um Lúðvik, þá fer ekkert á milli mála að hann unir hag sinum vel um þessar mundir sem bankaráðsformaður Landsbankans og laus við arga- þrasið sem flokksformaður. Hann hefur meira að segja fengið skrif- stofuaðstöðu hjá Landsbankanum og heldur þar til um þessar mundir. • Þorsteinn Einarsson iþrótta- fulltrui mun láta af störfum hjá rikinu einhvern tima i sumar sak- ir aldurs. Búist er við að magir muni hafa hug á þessu embætti þegar þar að kemur en við heyr- um að einn maður a.m.k. telji sér bera þetta starf og er það Ingi- mar Jónsson, doktor i iþrótta- fræðum og núverandi forseti Skáksambands Islands. Hann er hins vegar Alþýðubandalagsmað- ur en það er menntamálaráð- herra, Framsóknarmaðurinn Ingvar Gislason, sem veitir em- bættið þegar þar að kemur... • Beinn skjólstæðingur Ingvars Gislasonar sækir hins vegar um annað embætti, sem heyrir hins vegar undir undirmenn ráðherra — þ.e. útvarpsráð og útvarps- stjóra. Það er sonur Ingvars — Gisli að nafni sem mun vera með- al hinna ellefu umsækjenda um stöðu pródúsents hjá Lista- og skemmtideild. Gisli mun hafa að baki einhverja menntun I fjöl- miðlafræðum... ® Miklar vangaveltur eru bæði meöal blaðamanna og lögfróðra manna um það á hvorn veginn úr- skurður Hæstaréttar i máli Dag- blaðsmanna muni falla. Blaða- mannastéttin er almennt mjög uggandi út af lyktum þessa máls og hinir lögfróðustu menn þora ekki að spá neinu um það hvernig lyktir málsins verði fyrir hæsta- rétti. Við höldum okkur hins veg- ar hafa fyrir þvi nokkurn flugufót að meirihluti hæstaréttardómara sé þannig stemmdur að Dag- blaðsmenn og þá blaðamanna- stéttin i heild þurfi engu að kviða... • Við heyrum einnig að Anders Hansen, blaðamaður og annar höfunda Valdatafls i Valhöll sé tekinn til við að skrifa nýja bók. Hún mun fjalla um John Lennon, hin nýlátna meistara poppsins og verða einskonar ævisaga hans, Bitlanna og fjalla um áhrif þeirra hér á landi. Bókin verður og vendilega myndskreytt með svip- myndum úr lifi Lennons og ferli Bitlanna. Anders mun kominn vel á veg með þessa bók en endanleg- ur útgáfudagur hefur ekki verið ákveðinn. Útgefandi verður Almenna bókafélagið.... • Og meðan við dveljum við fjöl- miðlaheiminn. Við heyrum að Gylfi Kristjánssonsé á förum frá Visi og ætli að flytjast búferlum til Akureyrar. Þar hafi hannráðið sig hjá Landsmálablaöinu Degi sem ætli jafnframt um þaö leyti sem Gylfi kemur til liðs við það i mai að fjölga útgáfudögum um einn og taka upp 12 siðna helgar- blað sem Gylfi á að veita for- stöðu... • Bilasala i fullum gangi var auglýst til sölu á dögunum. Þetta er Bilasala Eggerts við Borgar- tún en Eggertætlar hins vegar að skipta um starfsvettvang og heyrum við að hann sé búinn að kaupa Jóker-spilabúllurnar... • Auglýsingaherferð Verslunarmannafélags Reykja- vikur hefur vakið töluverða at- hygli, enda óvenjulegt, að laun- þegafélag leggi út i slikt — jafnvel þótt merkisafmæli séu á ferðinni. Þess vegna eru þeir til sem vilja leggja dýpri merkingu i þessa herferð. Þeir hinir sömu minna á að Magnús L. Sveinssonsé i senn formaður og starfsmaður félags- ins en hann er jafnframt sjálf- stæðismaður og borgarstjórnar- maður fyrir þann flokk. Þeir minna lika á að bráðum er farið að liða að prófkjörum fyrir borg- arstjórnarkosningar og siðan sé liklegt að eitthvað muni losna af þingsætum hjá Sjálfstæðisflokkn- um i næstu alþingiskosningum' og að öllu þessu athuguðu reikna þessir sömu menn út að Magnús L. Sveinsson sé einfaldlega að minna flokksbræður sina á að hann sé forsvarsmaður einhverr- ar stærstu launþegahreyfingar þessa lands. Þvi beri honum áhrif sem þvi nemur... • Margt gamalt og gott verður að láta undan siga á þessum sið- ustu og verstu timum nýrrar tækni. Þannig mun nú ákveðið að hætta starfsemi elstu starfandi ljósmyndastofunnar hér á landi — Ljósmyndastofu Kaldals sem Ingibjörgdóttir Jóns Kaldalshef- ur rekið undanfarin ár. Stofan hefur sérhæft sig i svart/hvitum portrett-tökum og ekki viljað fara inn á litmynda-markaðinn sem nú er að verða allsráðandi. Er svo komið að Ingibjörg telur ekki starfsgrundvöll fyrir stofu sina lengur... ® Við heyrum að Steinar Berg hljómplötuútgefandi hjá Steinum hf. sé nú i þann mund að stofna nýtt hljómplötufyrirtæki i Englandi með starfsmanni sem eigi að hafa það hlutverk m.a. að auðvelda islenskum poppurum drauminn mikla — að komst inn á hinn erlenda hljómplötumark- i að...

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.