Helgarpósturinn - 20.03.1981, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 20.03.1981, Blaðsíða 12
„Spennan í kvikmyndum er aö hrekja gamlar goösögur meö nýjum, sem siöan eru hraktar.” Umtalaöasti maöur borg- arinnar um þessar mundir, er án efa Þorsteinn Jónsson kvik- myndageröarmaöur, en kvik- mynd hans Punktur, punktur, komma, strik, var frumsýnd um siöustu helgi. Myndarinnar var beöiö meö nokkurri eftirvænt- ingu, þvi hún er frumraun Þor- steins i gerö langra leikinna mynda, eins og þær þrjár, sem voru afrakstur kvikmynda- sumarsins mikla. En eftirvænt- ingin stafaöi lika ekki sföur af þvi, aö myndin er gerö eftir hinum geysivinsæiu skáidsögum Péturs Gunnarssonar um Andra Haraldsson. Helgarpósturinn náöi tali af Þorsteini kvöidiö sem hann kom meö eintökin af kvikmynd sinni frá Svfþjóö og var hann fyrst spuröur aö þvi hvernig honum lit- ist á myndina, þegar hún væri loksins komin á sinn staö, á hvita tjaldiö. „Mér list mjög vel á hana, hún er eins og til stóö. Ég get ekki sagt, aö þaö hafi komiö mér neitt á óvart, nema hvaö, aö þvi fylgir alltaf ákveöin tilfinning aö sjá myndina á stóru tjaldi, en hún er nokkurn veginn eins og ég hugsaöi hana. Þaö hefur ekkert breyst róttækt i klippingu eöa tök- unni. Mér finnst hún jafnvel skemmtilegri en ég heföi getaö imyndaö mér. Þaö eru nokkur atriöi, þar sem ég var djarfur i uppbyggingunni og mér sýnist aö þau gangi upp.” — Þú segir „ákveöin tilfinning aö sjá myndlna á stóru tjaldi”, hvernig tilfinning er þaö? „Þaö er eins og aö losna viö sjúkdóm, sem hefur veriö aö hrjá mann i heilt ár, maöur veröur allt i einu heilbrigöur. Þaö er kannski lika þaö aö vera búinn aö vinna orrustu. Bresson segir einhvers staöar, aö þaö eigi aö skipuleggja kvikmyndagerö eins og orrustur, og þaö er mikiö til I þvf. Ætli verkiö sé þá ekki andstæö- ingurinn?” — Var punkturinn skemmti- legur andstæöingur? „Já.” — Hvernig gekk aö koma til skila anda bókarinnar, var þaö ekki erfitt? „Mér virðist þaö hafa tekist. Ég geröi þaö meö þvi aö taka ymsar kringumstæður og atburöi úr bókinni, og tengja þá saman á annan hátt en þar er gert. Ég hef dregiö ákveöna þætti út úr bókinni. Það eru nokkrar setn- ingar í henni um tilviljunina, aö hann, Andri, sé einmitt hann, en ekki einhver annar. Aö hann hafi einmitt fæöst i þessar kringum- stæöur, en ekki aörar, t.d. þinar, stendur I bókinni. Myndin er byggö út frá þessu, aö llfiö sé eins og þaö er, en ekki ööru visi. í samræmi viö þaö, lýsi ég Andra I gegnum kringumstæöur, á heimilinu, i búöinni, á götunni, i sveitinni, o.s.frv. En þaö er aldrei dvaliö viö persónuna sjálfa, Andra Haraldsson. Meö þessari afstööu tek ég andann úr bókinni, eins og ég skil hana. Ég vil meina, aö ég sé samtimis hollur bókinni og fari minar eigin leiöir, þannig aö myndin er alveg sjálfstætt verk. Húmorinn er dálitiö annar i myndinni en bókinni.” sorgiegur gamanieikur — Hvernig þá? „Ég get ekki notað heimspeki- lega orðaleiki úr bókinni, heldur verö aö breyta þeim I myndræn atriöi. Ég reyni aö lýsa öllum persónunum meö kringum- stæöum og þvi sem gerist I kringum þær, frekar en meö oröum eöa tilfinningamálum þeirra. Dramatiskur söguþráöur er látinn lönd og leið. Myndin er byggö upp mósalskt, en ekki með flækjum, sem fá lausn i endinn. I ööru lagi, er áhorfandanum ekki gefinn kostur á að setja sig i stöðu hetjunnar. 1 þriöja lagi, þá er athyglisvert varðandi uppbygg- inguna, aö hún er gamanleikur meö sorglegum endi, án þess þó aö áhorfandinn þurfi aö fara grát- andi út.” — Kann þaö ekki aö virka ankannalega fyrir áhorfendur aö geta ekki sett sig í stööu hetj- unnar? „Ég er ekki hræddur við þaö. Þaö er valin flóknari leiö en aö búa til eitthvert vandamál og vefja siöan söguþráö utan um það. Myndin er þroskasaga Andra, og um leið er hún ákveðin skoðun á timabili.” — En nú, þegar myndin er full- búin, eru einhver atriöi, eða vandamál, i myndinni, sem þú heföir leyst á annan hátt nú? „Ég heföi kannski dundað meira viö unglingakaflann, hefði meiri timi gefist, en samt vil ég ekki lita þannig á, aö þaö séu gallar 1 honum. Mér finnst myndin alveg standa sem heild. Hins vegar gæti ég hugsað mér aö gera seinna mynd, þar sem Andri er um þaö bil að veröa fulloröinn. 1 þessari mynd er skiliö við hann, þar sem hann er aö segja skiliö viö æskuna. 1 bókinni er full- oröinn sögumaöur, sem minnist æskunnar, og það kemur óbeint fram i myndinni, aö barnakaflinn ereins og minningabrot, séð aftur i timann. Eitt atriði I sambandi viö stii myndarinnar, er aö hún er opin gagnvart áhorfandanum, aö þvi leyti, aö honum er leyft aö snemma, aö ég ákvað að fara út i kvikmyndagerð, eða i siöasta bekk i menntaskóla.” — Margir kvikmyndaleik- stjórar segja frá þvi, aö þeir hafi orðiö fyrir einhvers konar uppljómun á sinum yngri árum, þegar pabbi og mamma fóru meö þá i bió. Gerðist eitthvaö slikt hjá þér? „Nei, þaö get ég ekki sagt.” — Hvaö var þaö, sem heillaöi þig svo i kvikmyndinni, aö þú ákvaðst aö leggja stund á kvik- myndanám. „A þessu tlmabili voru það möguleikarnir, sem myndmálið gaf. Ekki endilega að predika, nema besta nemandann, sem kann svör við öllum spurningum. þetta er ekki lýsing á kennara- stéttinni i heild, heldur til að fá fólk til að sjá þennan veruleika með nýjum augum.” Holll umhverli — Þú sagðir áöan, aö litiö væri talaö I Punktinum og að samtöl væru knöpp. Er þaö almennt álit þitt, að kvikmyndir eigi að vera þannig, eða er það bara einstakt fyrir þessa mynd? „Mér finnst það eiga aö gilda i kvikmynd, aö samtöl eigi aö vinna með myndinni og vera „Hættan er ekki sú, að áhorf- endur séu vanir einhverri ákveöinni tegund mynda og vilja sjá þær áfram, heldur að kvik- myndageröarmenn hallist undir einhverjar ódýrar lausnir i kvik- myndagerö. Astandiö á Islandi er sérstætt, fólk fer meira i bió hér en i öðrum löndum. Ég held, að ástæöan fyrir þvi aö fólk er hætt aö fara I bió I öörum löndum, sé sú, aö þaö sér sömu myndir i sjónvarpinu og i biói. Aðalatriöiö er æsingur og spenna sem kemur alveg jafn vel út i sjónvarpi og á stóra tjaldinu. Ég held, að ein- hverntima fái áhorfendur sig full- sadda á æsingamyndum og fari að leggja aftur leiö sina i bióin. Nú er veriö að hólfa öll stóru bióin niður I litla sali þar sem fólkið horfirá myndina á litlum skermi, sem er eins og sjónvarpið. Mér finnst það vera öfugþróun”. — Þú nefndir að islenskir kvik- myndageröarmenn lifðu i hollu umhverfi hér. Hvernig er að vera kvikmyndagerðarmaður á ts- landi I dag? „Þetta er dálitið glæfraspil allt i sambandi við leiknu myndirnar. Fyrr eöa siöar kemur að þvi að leikin mynd fær ekki áhorfendur. Hvaö gerist þá? Þá þurfa aö- standendurnir aö láta hús og eignir. Hjá kvikmyndaþjóöunum 'er þaö kannski ein mynd af tiu sem ber sig, og þá svo rækilega aö „Þetta er dálitiö sérstakt hér á landi vegna þess, aö þessi skil eru ekki til. Við erum samtimis iðnaöurinn og listin. Hér eru ekki til framleiöendur sem fá menn til aö gera mynd meö ákveönum ieikurum, sem eitthvert fjár- málaplott. Hér eru þaö menn, sem hafa verkefni, sem þeir hafa áhuga á aö vinna aö og fjármála- vafstrið veröur til sem nauösyn vegna myndarinnar. Ég get ekki séö aö þaö sé grundvallarmunur á þvi hvort það er kapitaliskt kvikmynda- félag eða rikisstofnun, sem gerir myndina, hvað varöar árangur og ég get ekki séð að það skipti máli. Ég held, aö aðalatriðið sé aö finna framleiösluform, þannig að kvik- myndagerðarmenn taki áhættu en að hún sé ekki það stór, að þeir þurfi aö hætta öllum eignum sin- um vegna kvikmyndanna. Ég trúi ekki á aö rikisstofnun sem fram- leiöir kvikmyndir sé lausnin”. — Er áhættan nauðsynlegur þáttur i kvikmyndagerð? „Ég held aö hún sé hvetjandi. Menn leggja sig fram og horfa ekki i tímann sem fer i verkið. Stundum finnst manni sem þessa áhættu vanti i Danmörku.Svlþjóð og Noregi. Finnar eru dálitið ööru visi. Ég held að það sé heilbrigt að menn liti á þetta sem sina afurö”. — Hvaða eiginleikum þarf góöur leikstjóri aö vera gæddur? „Aöalatriðiö er aö geta virkjaö fólk og hafa þolinmæði”. — Hefur þú þessa eiginleika? „Ég veit hvað kvikmynd er og ég treysti á þá kunnáttu, sem ég hef á kvikmyndum. Fólk vill stundum, aö leikstjór- ar séu meö einhverja stæla, hroka eöa valdakomplexa. Þeir leik- stjórar sem ég þekki, og kunna sitt fag, eru liölegheitamenn og ljúfir I umgengni, jafnvel hlé- drægir. Þaö eru tvær aðferðir viö leik- stjórn. Sumir vilja vinna eins og hershöföingjar og reka fólk áfram meö haröri hendi. Hin að- feröin er að finna hvaö hver ein- staklingur hefur og virkja þá hæfileika. Ég tel mig nota seinni aöferðina”. Agslls gpðOurmold — Attu þér einhverja uppá- haldskvikmyndahöfunda? „Ég er búinn aö nefna tvo (Tati og Ozu) ætli þaö dugi ekki. Ekki kannski vegna þess, aö þeir séu bestir, heldur vegna eiginleika sem eru i þeirra myndum, og ekki sömu eiginleika”. — Hvaöa eiginleikar eru þaö? „Hjá Tati er þaö húmorinn og sú frásagnartækni aö láta atburði 13 og persónur fléttast saman í þvi sem viröist vera ruglingur en sem þú tekur út úr ákveðnar meining- ar. Hjá Ozu er þaö einfaldleikinn 1 frásagnartækninni. Fólk situr og talar saman eöa þegir jafnvel og þaö segir meira en aörir gera meö miklum látum og æsingi”. — Þessir tveir höfundar eru yfirleitt taldir til þeirra stóru I kvikmyndagerö. I framhaldi af þvi heldurðu aö tslendingar eigi eftir aö veröa stórir á þvi sviði? „Ég held aö það sé alveg hægt aö byggja upp kvikmyndagerö hér eins og i öörum löndum, og miklu merkilegri heldur en mælt i tiltölu við fólksfjölda, eöa eitt- hvaö slfkt. Kannski höfum við einn kost hér aö viö erum undir svo margskonar menningaráhrif- um, frá Ameriku, Skandinaviu, Evrópu og Austur-Evrópu. Hér er i gangi ákveðin barátta milli inn- lendrar menningar og erlendrar og ég er ekki frá þvi aö þaö sé ágætis' gróöurmold fyrir kvik- myndagerö. Ég hef hins vegar ekki þá trú, aö sögurnar eða bók- menntirnar séu aðalatriðiö sem undirstaöa undir kvikmyndagerð. Hins vegar er áhugi almennings á bókmenntum meiri hér en annars staðar. Ahuginn á islenskum kvikmyndum er kannski að ein- hverju leyti hliöstæður. Þessi áhugi er liklegri til aö fleyta kvik- myndagerö áfram en sögurnar”. „Eins o« að losna viO sjOkdðm” mem hún borgar tapiö af hinum niu. Hér er dæmiö jiannig, aö hver mynd verður aö borga sig. Það sem verður aö gera, er aö taka 10% af veröi aögöngumiða kvik- myndahúsanna og veita styrki til aö setja verkefni i gang og lána siöan allt aö helming af kostnaöarverði. Sjóöurinn veröur siöan aö geta breytt láninu I styrk ef ástæða þykir til. Hvaö varöar heimildarmyndir og styttri myndir, er ástandiö al- varlegt. Það er ekki hægt áð gera heimildarmyndir svo vel sé. Þaö er enginn markaöur og engin leiö til aö fá kostnaöinn borgaðan., Þessar hallelújamyndir sem hafa veriögerðar um hin og þessi sam- tök eru á mörkum þess að geta talist til heimildamynda. Ég held að heimildarmyndir séu nauðsyn- legur skóli fyrir kvikmyndafólk, þannig aö þaö geti gert leiknar myndir af viti. Auglýsingamyndirnar halda lifinu I fólkinu og ástæöan fyrir þvi aö ég hef getað gert þessa mynd, er sú að ég vann aug- lýsingar meðfram. — Þú segir, að heimildar- myndagerðin sé nauösynlegur skóli til aö geta gert leiknar myndir. Er þaö kannski þess vegna sem þú lagðir fyrst stund á gerð heimildarmynda? „Ég hef alltaf ætlað aö gera hvoru tveggja og vildi gjarnan gera það, en það liggur við að heimildarmyndin sé dauð. Þá á ég við hina klassisku heimildar- mynd, sem er greining á ákveðnu efni. Þaö er oft talaö um heimildarmyndina sem lýsingu á gömlum vinnubrögðum, en það er misskilningur”. — Af hverju fórst þú frekar út i heimildarmyndagerð fremur en leikstjórn sem slika þegar þú varst við nám? „Ég fór í heimildarmynda- deildina í kvikmyndaskólanum vegna þess að þar fékk maður innsýn i allar greinar kvik- myndarinnar, töku, klippingu o.s.frv. Astandið var þannig hér að maöur varð að geta gert allt sjálfur og ég sé ekkert eftir þvi”. Áhæiian ep hveljðndi — Nú er oft talaö um iönaö ann- ars vegar og list hins vegar innan kvikmyndanna, hvar eru skilin þarna á milli? Myndlr: Jim Smapl Viðlal: Guðlaugup Bepgmundsson Punkturinn var skemmtilegur andstæöingur. Þorsteinn JOnsson KviKmyndageröarmaöur r neigarpósisvioiaii imynda sér og spinna út frá atriöunum. Þaö er litið sagt og samtölin eru mjög knöpp. Hugmyndin er sú, að áhorfandinn geti horft á þetta lif sjálfur, án þess að veriö sé aö troöa upp I hann, eöa beina athygli hans aö ákveönum hlutum. Ahorf- andanum ér leyft að tfna út úr myndin _ ndirnar i þvi eru tveir ti og Ozu, og aö sumu æska bylgjáft?>Það er íduffl^^eira œ^gerast en ist i fljótu bragöi, oft eru atburðarásiKi’gangi, tvær r. Ég hef^gértheimildar- g þetta er meðvitað yfir i leij^^my ndij ér ekki r æsingar i verið aö ' annssálin röinu e: fa; djúpt'ðfan Jfh á lan|pnsók!i ^jöTivemm msgjitar i.. mé)9tlv,til. uþphafsins^ef svo má iröi kþínast. Hv^n'ær vaknaöi a k\ikjnyndum? 1 ekki veriö i gar ég sá klass- myndir, sem sýndar voru i myndaklúbbnum. Ég var I menntaskólanum, þegar klúbburinn hóf starf- semi sina, og þar sá maöur myndir eftir Dreyer, og Eisenstein, og það sem var að gerast i Tékkóslóvaklu i kringum 1964,’65og’66. Það var tiltölulega eöa segja sannleika, heldur til að skoöa lifiö og búa til veruleika. Fyrst er það áhugi á vinnunni I kringum kvikmyndina, tökunni, klippingunni og tilraunum I kringum þaö. Siöan fer maöur aö nota kvikmyndina til aö búa til veruleika, þar sem hlutiyiir ganga upp. Ég hef alltaf yerið slæmur i aö tjá mig með ofoum, og það er kaimski þep^vegna, sem maður r®nir að gera það með myndjimÍEn innst ihnl, held ég aö peHa-JHbára sjúktK ilaK|mi aö búa til vei Dar sem».'hlutirnir ’ gangi ^aö nauðsynlegt? Ir þurfá það i kvikmynd. jr kannski ákveðin athugun [íum, þar sem þarf að niöurstöÖu. Niöur- ÍyiUjsj|f4ðeitt leiöir ‘=*h!!!r_(man mótast af ösfiBðúm^ sem hún er i. Ég trú á aö hægt sé að nota nyndina sem baráttutæki rbeinlinis. Hitt er annaö mál, að i mynd, eins og Punktinum, t.d., geta áhorfendur dregið ályktanir, og ekki allir þær sömu, og þannig veröur til pólitisk eöa siöferöileg vitund. Yfirleitt er hægt að lita á kvik- myndina sem goðsagnafram- leiðslu. Þaö er verið að búa til goösagnir um okkar tima og for- tlöina. Og spennan I kvikmyndum er aö hrekja gamlar goðsögur, með nýjum, sem siðar eru hraktar. Ég get tekið dæmi, sem er kvik- myndin Fiskur undir steini, sem vakti mikla athygli á sinum tima. Þar var verið að ráöast á ákveðna goðsögn um islenskt fiskiþorp. Myndin er siðan orðin aö goösögn til aö hrekja. En goösögn er kannski ekki rétta oröiö, heldur imynd. 1 Punktinum búum viö til timabil. Ahorfendum finnst þaö kannski takast vel, en þaö er ekki þar meö sagt, aö þetta sé eina mögulega lýsingin. Imyndin veröur að goösögn þegar allir hafa meötekiö sömu Imyndina. Ef viö tökum sem dæmi málverk Gunnlaugs Schev- ing af fslenskum sjómönnum. Þetta eru hetjumyndir, sem eru einfölduö lýsing á þeim heimi sem sjómenn lifa i. Og sú imynd er oröin aö goösögn. 1 Punktinum er til aö mynda ákveöiö samband milli kennara og nemenda. Kennarinn er strangur og sér ekki kontrapunktur við hana. Ef samtölin eru aðalatriöiö, er ekki verið aö gera kvikmynd. Þá er ’ alveg eins gott aö gera útvarps- leikrit. Myndin er númer eitt. 1 Punktinum er t.d. tjaldiö notaö út i ystu æsar, þannig aö ég á mjög erfitt meö aö imynda mér, að myndin kæmist til skila i sjón- varpi á litlum skermi.” — Hvernig kvikmyndir vildir þú gera, ef þú þyrftlr ekki aö taka illit til smæöar jislensks markað- erfiöleika viö fjármögnun? „Ég get eiginlega ekki svaraö þessu öðru visi en, að ég vil gera myndirfyrir markaðinn. Égheld, aö þaö séu ekki til kvikmyndir, sem eru eingöngu hugarórar höfundarins. Kvikmynd er gerö til aö vera séö af fjölda, hvort sem það eru þúsundir eöa milljónir. Ég held, að það sé bara einn þáttur i forminu. Mér finnst horfa allt ööru visi við með sýningu á leiksviöi, sem getur veriö meira einstaklingsbundin, enda er hún meira stiliseruö en kvikmynd getur nokkurn tima verið. Ég held aö það sé mjög hollt umhverfi, sem við lifum í hér heima i kvikmyndageröinni. Við erum nauöbeygðir til að gera kvikmyndirfyrir alla aldurshópa, vegna þess að mynd ber sig ekki hér nema f jóröungur þjóöarinnar sjái hana. Hins vegar er einn markaöur, sem væri skemmtilegt aö eiga, en þaö er markaöur fyrir stuttar tilraunakvikmyndir, þar sem færu fram tilraunir með form og frásagnaraðferðir, sem ekki er hægt að gera i langri kvik- mynd. Það er sárgrætilegt til þess að vita, aö sjónvarpið er sá miðill, sem helst kemur til greina fyrir tilraunakvikmyndir, en myndin er svo litil, aö hún tak- markar. Sjónvarpið drepur alla kvikmyndalist. Það eina, sem hægt er að leika sér meö I sjón- varpi eru klippingar og nær- myndir.” Sama r sionvarpl og bNI — Er þá ekki sú hætta fyrir hendi að þaö fari fram einhvers konar ritskoöun af hálfu kvik- myndagerðarmanna. Ahorfendur eru vanir einhverri ákveöinni tegund mynda, þannig aö kvik- myndageröarmenn fari að gera myndir, sem almenningur „vill”?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.