Helgarpósturinn - 20.03.1981, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 20.03.1981, Blaðsíða 15
15 —healrjr^rpn^fi irinn Föstudagur 20. mars i98i. Enn lyftist andlit Bernhöftstorfunnar Bernhöftstorfan sem i mörg ár hafði staöiö þögui og hnipin i miöbæ Reykjavikur tók mikinn fjörkipp i fyrra þegar þar var opnaöur matsölustaöur og gaii- eri. t sumar má búast viö aö enn iifni yfir þessu klassiska bitbeini borgaranna, þvi reiknaö er meö að lagfæringum á húsinu næst Bankastrætinu, Bankastræti tvö, Ijúki i júni. Nú eru Torfusamtökin að láta reisa skúr við Bernhöftstorfuna, og að sögn Hallgrims Guðmunds- sonar, eins úr stjórn þeirra, er þar um að ræða hús sem standa mun um nokkurra ára skeið. „Þettaer verkfærahús og smiðja, sem verða mun þarna meðan verið er að gera við húsin. í þvi verður aðstaða fyrir smiðina og tæki sem þeir nota”, sagði hann. Talsvert lif hefur verið i samtökunum uppá siðkastið, eins og gjarnan vill verða þegar upp koma deilur. Nú eru samtökin og Borgin ekki á eitt sátt um fjármálin. Samtökin fá árlega styrk frá borginni, en hann hefur ekki verið greiddur að þessu sinni, heldur látinn ganga upp i fasteignagjöld. Ekki er ljóst hvernig málinu lyktar. Ekki er heldur ljóst hvaða starfsemi verðurihúsinu sem hér er til umræðu, húsinu við Banka- stræti númer tvö. Ef að likum lætur má þó búast við aö þar verði kaffihús. Fjölmargir hafa sótt um að komast með ýmisskonar starfsemi i Bernhöftstorfuna, og að sögn Hallgrims er vandasamt að velja úr umsóknum. En ekki þótti honum ótrúlegt að þar yrði opnaður kaffistaður uppúr miðj- um júni i sumar. —GA. Við Torfuna stóö lítið hús.... Reykvikingar veröa aö biöa lengi eftir þvi aö komast uppá brekkubrún — þá sjaldan þaö viörar. MIKILL FJÖLDI í BLÁFJÖLLUM — en aðeins í fáa daga Þjónustan sem Reykjavikur- borg rekur i Bláfjöllum hefur gengið hálf brösuglega i vetur, þó ekki sé þaðvinstri meirihlutanum að kenna. VeÖrið hefur leikiö skiöamenn grátt það sem af er vetri, og sjaldan hafa þeir komist áfailalaust i brekkurnar, hafi þeir yfirhöfuö lagt af staö. Þeir dagar sem gæfulegir hafa veriö til skiöaiökunar eru ekki nema svona 15 til 20 þegar allt er talið saman, og það auöveldar ekki framkvæmdir þær sem Bláfjalla- nefnd f jármagnar meö krónunum sem Reykvikingar borga fyrir aö þjóta upp brekkurnar með lyftu. Gestur Jónsson, formaður nefndarinnar, sagði veturinn óneitanlega heldur dapurlegan hvað þetta varðaði, en við þvi væri litið að gera. Það væri að visu leiðinlegt að vita af þessum tækjum ónotuðum lengst af, og svo yfirfullum þá fáu daga sem viðraði, en þvi miður. „Þetta er skiðamiðstöð, og á þvi verður engin breyting á næstunni. Smám saman verður reynt að opna fleiri möguleika til útiveru þarna á svæðinu, en fyrst og siðast verður þetta svæði útbúið með tilliti til skiðaiðkunar, og á meðan verðum við að búa við svona ójafna um- ferð”. Gestur sagði þjónustumiðstöð- ina vera algjört forgangsverkefni um þessar mundir, og allir pen- ingar færu i hana. Hún verður væntanlega tilbúin næsta vetur. Annars sagði Gestur apgljóst að þetta svæði væri tiltölulega framarlega á þróunarferlinum, og þar ætti margt eftir að breyt- ast. „Ekki er langt þangað til opnaður verður hringvegur sem tengist Krisuvikurleiðinni og það eitt breytir möguleikunum mik- ið”. —GA Galdrakarlar Diskótek Græddur er gevmdur Með verðtryggingu sparifjár hefur þetta gamla orðtak fengið fullt gildi á ný. Nú býður Landsbankinn þér að ávaxta sparifé á 6 mánaða reikning- um, verðtryggðum og með 1 % árs- vöxtum að auki. Þannig tryggir æskan sér framtíð og aldraðir öryggi. Sparifé, sem verðbólgan vinnur ekki á. Leggið inn í Landsbankann og tryggið spariféð gegn verðbólgunni. LANDSBANKINN Riuiki allra hmdsmanna

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.