Helgarpósturinn - 03.04.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 03.04.1981, Blaðsíða 9
Jie/garpósturinn. Föstudagur 3. apríl, 1981. Fjær fært nær: Sjónaukinn ÚR HEIMI VISINDANNA Umsjón: Þór Jakobsson. Þannig scr listamaðurinn fyrir sér stjörnukfkinn á sveimi utan and- rúmslofts jarðar. Strið og stjörnur Skömmu eftir aldamótin 1600 lýsti Galileo Galilei nýstárlegu tæki í bréfi til hertogans i Fen- eyjum. Galileo hafði þá nýlega kynnst þessari uppfinningu, sem i nokkur ár hafði aðallega verið notuð af fáeinum prinsum og her- mönnum hér og þar i álfunni, einkum við veiðar og njósnir. Þetta var lygileg lýsing og her- toginn hefur átt bágt með að trúa eigin augum — hefði sjálfsagt sett upp gleraugu, ef hann hefði átt, til að sjá það betur, sem skrifað stóð: „Máttur þessa áhalds til að sýna fjarlæga hluti jafnskýrt og þeir væru nálægir gæfu okkur ómetanlegt forskot i hvers konar hernaði á sjó og landi. A sjónum gætum við komið auga á óvina- skip og flögg þeirra tveimur timum áður en fjandmennirnir sæju okkur. Þegar við hefðum ákvarðað tölu og tegundir far- kostanna i óvinahernum, væri okkur fært að met styrk hans og ákveða, hvort ráðlegra væri að sækja fram til orrustu eða flýja. — Á landi væri á svipaðan hátt hægt að skyggnast ofan af hæðum og athuga herbúðir og vigi óvinarins. Jafnvel á bersvæði gætum við fylgst með ferðum hans og minnsta viðbúnaði.” Galileo var klókur karl og vissi á hvaða strengi átti að slá til að fá stuðning valdamanna við grúsk hans. Hann kunni að skjalla þá og var raunar ekki laus við að vera hégómlegur sjálfur. Tæki þetta er alþekkt nú á dögum: hér er auðvitað átt við sjónaukann, tækið sem eykur sjónina. Svo alvanalegt er það i dag, að erfitt er að gera sér i hugarlund undrun almennings við fyrstu kynni af þessu galdratóli, sem gerði að engu fjarlægð til blárra fjallanna. Galileo gerðist mikill linsu- smiður og varð fyrstur til að beina að ráði sjónaukanum til himins. Hann skoðaði fjöllin á tunglinu og tungl Júpiters, sem frægt er orðið. Sagt er að Galileo hafi gætt þess vel að sitja einn að bestu linsunum. Fyrir bragðið voru aðrir stjörnuglópar frekar tortryggnir, þegar meistarinn státaði af þvi sem hann þóttist hafa séö i sjónauka sinum. Galileo var mikill hugsuður og einn helsti höfundur aflfræðinnar, fræðigreinarinnar sem fjallar um krafta og hreyfingu hluta. En hann lagði litið til málanna til út- skýringar á eðli sjónaukanna og linsanna, sem hann handlék árum saman. Hann lét sér nægja að smiða, kikja og greina frá þvi sem fyrir auga bar. Hins vegar vakti sjónaukinn forvitni snillingsins norðan Alpa- fjalla, hins nærsýna eljumanns Jóhannesar Keplers, sem frægastur er fyrir lögmál sin um brautir reikistjarnanna um- hverfis sólu. Arangur heilabrota Keplers um ljósbrot og linsur varð upphaf nýrrar fræðigreinar, ljósfræðinnar. Upp — upp i ljósið Siðan er mikið vatn til sjávar runnið. Jafnt og þétt hafa menn bætt tæknina við að sjá æ betur og lengra út i himingeiminn. Sjón- aukar eru mörgum sinnum stærri og öflugri en áður — og ekki er amalegt að geta lika numið raf- segulbylgjur utan hins sýnilega sviðs rafsegulrófsins. Þetta eru bylgjurnar sem sjást ekki eins og skin sólarinnar, en gefa samt upplýsingar um eðli þeirra hluta sem senda frá sér hina ósýnilegu geislun. Allar þessar bylgjur, langar og stuttar, gefa til kynna, hvernig umhorfs er langt inn milli' stjarnanna. Andrúmsloftið og margt sem i þvi býr og dregur úr skyggninu hefur löngum verið stjörnufræð- ingum þyrnir i augum. Þeir hafa reist stærstu stjörnusjónauka sina við eyðimerkur til að forðast sem mesthulu skýjanna og einnig á fjöllum uppi, ofar móðu lág- lendisins. Enn hærra vildu þeir komast. Háloftabelgir, eldflaugar og nú siðast tynglingar (gervihnettir) á sveimi hafa lyft mælitækjum þeirra æ lengra upp fyrir „óhreinindin” sem umlykja jörð- ina. Senn liður að þvi aö stjörnu- fræðingurinn geti stundað stjörnuskoðun sina hátt hafinn yfir lofthjúp jarðar. Þá verða þáttaskil i fræðum hans. Svo óbrenglað er skyggnið úr farar- tæki i geimnum eða frá stjörnu- turni á tunglinu, aö stjörnu- athuganir héðan frá yfirborði jarðar verða ekki taldar ómaks- ins verðar. 1 augum stjörnufræðinganna er lofthjúpurinn hvimleiður, djúpur drullupollur sem ánægjulegast verður að hafa fyrir neðan sig i eitt skipti fyrir öll. Þar efra mun bera vel i veiði. Með nýrri tækni, leysitækni og öðrum aðferöum, munu fjarlægar sólir „færast nær” likt og skipin forðum i sjón- auka Galileos. Jafnvel sólkerfi kynnu að koma i ljós með vissu, sólir með fylgihnetti sina i eftir- dragi eins og við eigum að venjast: sólin, Merkúr, Venus, jörðin, Mars o.s.frv. Hvað siöan kemur á daginn er ógerlegt að sjá fyrir. En vafa- laust mun nákvæm, sleitulaus könnun á vetrarbrautinni, frá stað utan við lofthjúp jarðar- innar. leiða margt nýtt i ljós til aukins skilnings á alheiminum. Við Ijúkum nú þessu rabbi. Visindamenn hafa semsé orðið sér úti um sifellt öflugri „stækkunargler” til að skyggnast æ dýpra út á reginhaf stjörnu- geimsins. Galileo og Kepler hófu þessa skoðunarferð á 17. öld. En i næsta þætti i páskablaðinu 15. april mun ég segja frá mátt- ugasta stækkunargleri sem um getur i sólkerfi okkar,en liggur samtenn ónotað. Það var stolt 20. aldarinnar, Einstein, sem benti mönnum á það fyrir 40 árum. Stækkunarglerið er reyndar sólin sjálf og aðdráttarsvið þess. Ekki verður hlaupið að þvi að setja upp þessi firnamiklu sól- gleraugu, en tækist það munu ókunnir heimar ljúkast upp fyrir augum okkar, „nálægar” sólir, hnettir, og kannski Iif, verur, án vits og með viti. VETTVANGUR Aum er sú list sem engan hrifur og engan hneykslar. Nú er það „nýlistin” svokallaða sem hneykslunum veldur. „Nýlista- menn” geta hrósað happi. Þetta litur vist svona út: Pétur sem er aö búa sig undir að draga siöasta þorskinn úr sjónum, Páll sem framleiðir dilkakjöt upp i kvóta og Gunna sem vinnur sin daglegu og nytja- lausu skrifstofustörf, öll þykjast þess umkomin að fussa á unga menn sem eru að þreifa fyrir sér i listinni, einkum ef það liggur i loftinu að hiö opinbera hafi verið að kosta til uppeldis svona manna— Eða ættum við kannski að láta það fljóta með: bragð er að þá barniö finnur. Látum það bfða. Almenningur er venjulega margklofinn gagnvart listinni. Hann hefur hana á hornum sér, vill mega líta upp til hennar, ósk- ar sér að eiga þar nokkra hlut- deild. Þvi fleiri tómstundir, þvi augljósari krafan um hlutdeild og réttmætari að þvi er viröist. — Nú standa myndlistarnámskeiðin og keramiknámskeiðin. Listin er læknisdómur og terrapi. Listin allragagn — vilja menn það? Já, i rauninni er það svo, margir vilja, en vita ekki gjörla til hvers það mundi leiða. Þegar Schopenhauer ritaði um listina að lifa, þá velti hann þvi fyrir sér til hvers ætti að nota þær mörgu tó.mstundir sem hann gerði sér i hugarlund að menn gætu eignast i framtiðinni. Að öðrum þræði sá hann þar fyrir sérmannlegt böl. Franski málarinn Gemrges Seurat hefur áreiðanlega verið aö brjöta heilann um það sama. Hann bjó til einskonar resept og hver sem vargat málað eftir þvi, segir sag- an. Listin átti að verða almenn- ingseign og engin forréttindi. Spámenn þessarar aldar létu sig dreyma bjarta framtið: Vélarnar mólu gull og mennirnir áttu fri — megnið úr deginum,og listin varö þeirra gagn og gaman, það átti hún að verða, með öðru góðu. Svo var fariö að berjast, og þvi sem styrjaldirnar fengu ekki áorkað fékk kapitalisminn til leiðar komiö. Hann bjó til þjón- ustustörfin — gervistörfin — og sá til þess að enginn ætti fri, en f jár- magniö hefði fritt spil, og sósialisminn á hinu leitinu reynd- ist svo bágborið kerfi aö um fri var ekki að tala. Og þannig hafa kerfin bjargaö listinni — eða skaðaö hana ef menn lita svo til — hvort upp á sinn máta. Nú duga þau ekki framar til góðs né ills að þessu leyti. Tölvurnar koma. En það er fleira en upp var taliö sem bendir til þess að margir vilji gera listina að almenningseign að skapa og njóta. Hér skulum við nefna „nýlistina” sjálfa, ný- realismann, opið ljóð og pop- músik — þótt popmúsik teljist ekki list nema i stöku tilfellum, hún hefur sin áhrif. Athugum þetta nánar. „Nýlist” er nýyröi. Listin, þaö er að segja stefnan, er ekki ný. Hún er um það bil tuttugu ára og hefur verið eitt helsta viöfangs- efni ungra myndlistarmanna hér á landi i hálfan annan áratug. Stundum var talaö um poplist og stundum um nýdadaisma, en stefnan var þá kennd við hiö skammvinna dadatimabil fyrr á öldinni. Þessi meginstefna kvisl- ast svo margvislega sem of langt yrði upp að telja. (1 sjónvarpinu eitt sýnishorn 11. mars). Hitt er vist: hún á sér rætur i dadatima- bilinu gamla og hugmyndum Marcels Duchamps sem er af mörgum talinn einhver merkasti myndlistarmaður þessarar aldar. (Dularfullur gáfumaöur sem að mestu dró sig i hié eftir stuttan en glæsilegan feril, kunni listina aö lifa, jafnvel kallaður „dandy”.) Það er arfurinn frá honum sem liggur i loftinu þegar „nýlista- menn” segja aö allt sé list, allt sem er i einlægni gert. Meö öðr- um orðum: allir geta oröið lista- menn, hafi þeir réttan skilning og hugarfar. Listin veröur almenn- ingseign um leiö og búiö er að opna augu manna fyrir þeim sannindum, en „nýlistamenn” greina sig frá fjöldanum meðan svo er ekki. Hér er þá verið aö út- vikka hugtakið list sem veröa má, og það er þetta sem hægt er að tala um og segja: bragð er að þá barnið finnur. Um nýrealismann þarf varla að hafa mörg orð, hvort sem það er nú hyperrealismi eöa eitthvað ljóðrænna. Þaö er auðskilið að handmáluð ljósmynd af þvi sem augun sjá höföar til almennings milliliðalaust. Ihaldssamur al- menningur fagnar slikri mynd- gerð og tileinkar sér hana. Hið opna ljóð er nokkuð sama eðlis, borgaralegt eða meö póli- tisku ivafi þar sem snúist er gegn borgaralegum venjum. Borgar- inn vill halda sig við jöröina og vegsama það lif sem hann lifir hér og nú. Lýsa þvi meö einföld- um orðum. Ef almenningur lætur sér fátt um finnast og vill ekki þiggja slik ljóð, þá er hann sjálf- um sér ósamkvæmur að vissu leyti. Hvi skyldi hann þá þiggja nýrealismann? Jú, honum finnst nokkuð á skorta i þessum ljóöum en telur aö hinar náttúrulegu myndir séu gerðar af mikilli hind. Og því skyldi almenningur vera sjálfum sér samkvæmur? Ekki þarf hann um slikt að hugsa. — Hin opna pólitiska ljóðagerð fær sömu viðtökur, en það er lika vegna þess að haldgott óánægjuefni skortir i velferðar- þjóðfélaginu svokallaða, þar sem allir hafa nóg aö bíta og brenna og mega segja það sem þeim dettur i hug. Þá kemur holur undirtónn. En þetta stendur til bóta ef kreppa kemur, eða þá strið. — þá er þetta vandamál úr sögunni lik- lega i eitt skipti fyrir öll. Þvi er þó ekki slegið föstu aö pólitisk ljóða- gerö sé vonlaust fyrirtæki i vel- ferðarþjóöfélagi. Þaösem til þarf er að likindum betri undirstaða og meiri yfirsýn en gengur og gerist meðal skálda. Og svo er það popmúsikin sem er utanvið, innanum og samanvið þetta alit. Þeir sem búa hana til, þeir þurfa ekki aö kviða. „Al- þýðutónskáld” kalla þeir sig — án þess að blikna. Hér er þá drepið á nokkur sér- kenni. Þau eru aö minu viti vis- bendingar, fyrst og fremst, um nokkuð ákveðinn vilja sem hefur lengi látið á sér bæra, en tilefnið, að ég setti þessar linur á blað voru nokkrar athugasemdir i les- endadálkum dagblaöanna, þess- um ómi isandi dálkum þar sem kenna má æðaslátt þjóölifsins. Mönnum hitnaði I hamsi: þeir skildu ekki að það sem sjónvarpiö sýndi þeim var i góöu skyni gert, og kannski á sinn máta nokkuö skylt viö heilaga einfeldni. Góð meining enga gjörir stoö. 29/3 Baldur Óskarsson Listin allragagn

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.