Helgarpósturinn - 03.04.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 03.04.1981, Blaðsíða 20
20 Föst'udágur 3. ápríl, 1981 helgarpósturínn Leikmyndir Á hinni vinsælu og bráðgóðu matstofu, Torfunni, prýða leik- myndir og búningar Messiönu Tómasdóttur veggi beggja sala, uppi og niðri. Þetta eru ljós- erfitt getur verið að slita hann úr samhengi við annað sem fram fer á sviðinu. Spurningin er, hvort myndlistargagnrýn- andi er fær um að dæma leiksvið Myndlist eftir Halldór Björn Runólfsson myndir af sviðsetningum þriggja verka, Oliver Twist, öskubusku og Sálinni hans Jóns mins. Tvö fyrrnefndu stykkin eru leikin leikhúsverk, en hið siðastnefnda er leikbrúðuverk. Með ljósmyndunum fylgja bún- ingateikningar, litaprufur og undirbúningsskissur sem gefa til kynna fæðingu hugmynda og frumdrög að leikmyndunum. Þótt sýningar sem þessi nái aldrei að skila áhrifum þeim sem felast i sjálfri uppfærslu og sýningu leikritsins, draga þær þó upp Ijósa mynd af þeirri vinnu sem leikmyndateiknarinn þarf að inna af hendi. Þar er oft um vanþakklátt starf að ræða vegna þess að leiktjöld eru ekki aðalatriði leiksýningar, þott ómissandi séu. Þau vilja þvi gjarnan gleymast þegar gagn- rýndar eru leiksýningar. Þetta kom reyndar fram i við- tali þvi Messiönu i Vöku þar sem hún hvatti myndlistar- gagnrýnendur til að sýna leik- tjaldagerð meiri áhuga. Vissu- lega <?r hér um myndrænan þátt innan leikhússins að ræða, en án þess að hafa þeim mun betri þekkingu á leikhúsi i heild. Skorti hann slika þekkingu, fer honum likt og leiklistargagn- rýnanda sem vogar sér að dæma óperusýningu út frá leik- hæfileikum söngvara, burtséð frá tónrænni meðferð hans á ariunum. Þvi er það mitt persónulega mat að leiktjöld verði ekki skoð- uð öðruvisi en sem partur af heild og verður leiklistargagn- rýnandi að bæta þeim þætti i umfjöllun sina. Umhverfislýs- ing verður ekki siitin úr sam- hengi við persónusköpun rithöf- undar. Þó verður að gera greinar- mun á leiksýningu og sjálf- stæðri sýningu leiktjaldamál- ara. Þótt ég hafi ekki séð eitt einasta stykki af þeim þremur sem mynda sýningu Messiönu, virðist mér eftir myndunum að dæma, að hér sé á ferðinni hug- myndarik og viðsýn listakona. Það er einkum með samanburði á myndum úr Oliver Twist og öskubusku, að þetta verður ljóst. Messiana virðist hafa Frá sýningu Messfönu í Torfunni. mikla tilfinningu fyrir and- rúmslofti þvi sem rikja þarf i leiksýningum af jafn ólikum toga spunnum og þessar tvær eru. Yfir Oliver Twist rikir drungi rómantiskrar sviðsetningar. Baksviðsmynd af húsþökum Lundúnaborgar er dregin með vatnslitavaski sem minnir að einhverju leyti á Turner og kaffikorgsteikningar Victors Hugo. Leiktjöldin sjálf eru næsta einföld og óformleg. A þeim leika ljósgeislar kastara og laða fram ýkt chiaroscuro- áhrif, lík þeim sem málarar 19. aldar notuðu til að undirstrika dramatiskt eðli rómantiskra myndverka. Búningar eru grá- ír, nema aðalpersóna og er at- hygli áhorfenda beint að þeim með öðru litavali. Þannig skap- ar Messiana sannfærandi heild- armynd með einföldum en sterkum aðferðum. t Oskubusku ræður litadýrðin rikjum, enda er hér um ekta barnaspektakel að ræða. Eins- og vera ber, er það gotneskt umhverfi sem Messiana bregð- ur upp enda er sá still tengdur ævintýrum órofa böndum. Litir búninga og tjalda eru ýktir og andstæðir og form sviðsetning- arinnar eru stilfærð og tvivið. Kastalinn og bogadregin brúin framan við hann mynda skemmtilegt samspil við kúlu- laga trén framan við djúpbláan himininn. Búningarnir auka enn frekar þessa litagleði, byggðir frjálslega á skrautleg- um klæðum sið-miðalda. Sem fyrr nær Messiana að skapa heild, að þessu sinni fulla af lifs- gleði til ánægju ungum leikhús- gestum. Ég endurtek þvi fyrri skoðun mina, að Messiana er greinilega fjölhæfur leiktjalda- málari sem veldur ólikum og margþættum verkefnum og leysir þau á fágaðan og hug- myndarikan hátt. Óþelló Þótt seint sé, skal nú sú skuld goldin að þakka öllum hlutað- eigandi fyrir óperuflutninginn 19. mars. umst óperuskáld og nafn þess gæti verið skammstöfun fyrir fsland úr Nató. Herinn burt. Miðað við stafsetningu fornrita mætti að visu lesa Jón utúr fyrra liðnum, en hvernig á að finna Asgeirssonur þeim seinni, veit ég ekki enn). A þessum árum höfðu enda Eyrna lyst eftir Arna Björnsson Fyrir hlé. Þegar Verdi lauk viðóþello74 ára gamall árið 1887, hafði hann ekki sent frá sér nýja óperu i 16 ár, en helgað sig kýrrassa trú á búgarði sinum á Langbarða- landi. Að visu samdi hann Sálu- messuna iðilfögru árið 1874, en samt var um nærfellt 13 ára tón- sköpunarhlé að ræða. En rúm þrjátiu ár þar á undan hafði hann sent frá sér óperu á 1—2 ára fresti að jafnaði. Og flestar þeirra eru enn á ferli i söng- leikahöllum heimsins. Fyrstu tuttugu ár þess tíma- bils var Verdi glóandi hernáms- andstæðingur, enda varð nafn hans dulnefni eða öllu heldur skammstöfun fyrir vigorð italskra þjóðfrelsismanna. (Það væri svipað þvi og við eignuð- flestar óperur Verdis ramm- pólitiskt innihald. Og leppar Austurrikiskeisara höfðu i miklu að snúast við að ritskoða texta hans, gelda þá og breyta nöfnum og timasetningum. Á þeim tima þótti óperan nefni- lega hinn hættulegi fjölmiðill likt og sjónvarpið nú. Mikið væri gaman, ef unnt væri að endur- gera textana við t.d. Rigólettó (Kóngurinn skemmtir sér), Trúbadorinn og Grfmuballið (Gústaf 3.) einsog Verdi vildi upphaflega hafa þá og flytja þær þannig. — En eftir Heljar- slóðarorrustu 1859, þegar ítalir sigruðu Austurrikismenn, hætti Verdi að semja óperur, sem vera áttu bein þjóðarpólitísk ádeila, heldur sneri sér meir að örlögum einstaklingsins. Þá uröu til Vald örlaganna, Don Carlos og Aida. Endurnýjun. Eftir þetta fyrrnefnda langa hlé sendi sá gamli svo frá sér að mörgu leyti nýstárlegt verk bæði hvað snsrti tón og texta. Nú loks hafði hann fundið texta- höfund við sitt hæfi, sem bæði var ljóðskáld og tónskáld (e.k. Þorsteinn Valdimarsson), Arrigó Boitó (1842—1918). Og nú þurfti þeir ekki einu sinni að ótt- ast ritskoðara. Verdi hafði alltaf viljað hafa góðan efnivið. Fjórum sinnum notaði hann efni frá Schiller og tvisvar frá Victor Hugo, allt i byltingaranda. En sem áður segir var þvi jafnan spillt af rit- skoðurum og lélegum textahöf- undum. Tvisvar sinnum hafði Verdi reynt við Machbeth Shakespeares, 1847, og 1865, en hvorki hann né áheyrendur voru ánægðir. Nú varð á bragarbót. Kunnáttu- og smekkmenn telja, að Shakesþeare hafi litlu tapað i meðförum Boitos. Og þess má geta, að Boito hafði þá þegar skrifað sina einu frægu óperu, Mefistófeles, enda er Jago næstum enn djöfullegri hjá hon- um en Vilhjálmi gamla. 1 öðru lagi hafði Wagnerunnið sina stórsigra á þessu timabili, a.m.k. norðan Múndiufjalla, og var nú nýlátinn. Þeir voru harla ólíkir bæði að skapgerð og vinnustil. Þegar Verdi var á efri árum spurður, hvað hann teldi sitt besta verk svaraði hann að það væri dvalarheimili, sem nann lét reisa fyrir aldraða tón- listarmenn. Það er hætt við, að, að Wagner með sitt stóra ÉG hefði ansað á annan veg. En liklega hefur Verdi langað til að prófa sig á stil Wagners, hinni „endalausu laglinu" og gerir það i Óþelló. Þeir ná þessu marki hvor frá sinum enda. Wagner byrjar á talsöng, sem smámsaman þróast upp i laglinu. Verdi byrjar á arium og fikrar sig þaðan yfir i sísöng. Gratia plena. Það var eiginlega allt gott að segja um meðferð flytjenda, stjórnanda, hljómsveitar, kóra og einsöngvara. Pedro Lavirgen er bylmingstenór án þess að vera nokkurt krafteðjót einsog stundum vill brenna við. Sieglinde Kahmann söng svo vel, að maður gliðnaði sundur. Það skal hreinskilnislega játað, að ég vissi ekki, að hvin ætti þetta til. Og mikið er alltaf gaman að heyra, hvað Guð- mundur Jónsson getur enn gert vel, þegar hann fær verkefni við sitt hæfi. Og jafnframt harmar maður, i hvað hann hefur þurft að eyða miklum hluta ævinnar. öfugt við Fidelió um daginn saknar maður nokkuð sviðsbún- aðar i Oþelló til að fylgjast með þvi sem fram fer. Úr þessu mætti bæta með svolitið fyllri söguþræði i skrá. Hvað er skóla- kór Garðabæjart.d. alltíeinu að gera inn á sviðið? Jú, þetta eru sjómannabörn á Kýpur að hylla Desdemónu og færa henni blóm. Engin skýring er á þessu I pró- gramminu. Það væri heldur ekkert á móti því að vita, að stakkatósöngur kórsins i 1. þætti táknar flugelda eða púðurkerl- ingar i drykkjuveislunni. Þeir eru kannski ekki margir, sem gera sér rellu útaf þviumliku. En fyrir þá væri þetta þjónusta, sem gæti nýst, ef þeir kæmu nógu snemma, og i hlénu. Verdi — vigorð italskra þjóðfrelsismanna Hetjuskapur Aftur voru agætir sinfóniutón- leikar 26. mars. Brahms samdi Akademíska hátiðaforleikinn árið 1880 i þakkarskyni fyrir veitta heið-' ursdoktorsnafnbót við háskól- ann i Breslau, sem nú nefnist Wroclav og tilheyrir Póllandi. Þetta er óvenju gáskafullt verk af hans hálfu og unnið úr nokkrum þekktum studenta- söngvum, fyrst „Wir hatten ge- bauet ein stattliches Haus", sið- an „Hört, ich sing das Lied der Lieder", en mest ber þó á laginu „Was kommt dort von der Höh", sem hefur reyndar eignast islenskan texta, „Hér verður kátt i kvöld". Þetta end- ar svo með stórfenglegri út- setningu á „Gaudeamus igitur". Ekki veit ég, hvaðan L.Þ. hefur sínar heimildir, þegar hann segir, að Béla Bartók hafi „aldrei efnast jafnvel á músík- inni og t.d. foreldrarnir á kaup- sýslu." Ég veit ekki betur en faðir hans væri búnaðarskóla- stjóri og móðirin kennari og tón- listarmaður I Nagy-Szentmiklós i Ungverjalandi, sem nú tilheyrir reyndar Rúmeniu. En þetta skiptir litlu máli. Hitt var eftirtektarverðara, hversu óloppinn og liflegur David Lively var við 2. pianókonsert Bartóks frá 1931. Það var næstum meðóllkindum, hvernig þessir skrýtnu glitrandi tónar sindruðu undan fingrum hans. Og hljómsveitin var lika ágæt bæði I heild og einstaklingar svo sem Patrekur Neubauer trumbumeistari. Oskup finnst manni, að margt hlyti að geta verið betra I heiminum, þegar slikt afbragð manna.sem Béla Bartók var^fær slika afbragðs meðhöndlun. Eroica eða hetjusinfónia Beethovens.nr. 3, er sú fyrsta af hinum miklu hljómkviðum hans, sem fjallar um Manninn. Ef við getum litið á verk Bachs sem alheiminn og Mozart sem himininn bláan og speglandi sæ, þá er Beethoven maðurinn með sin margslungnu vandamál. Og baráttumaðurinn er hetja Eroicu, hvort heldur það er barður þræll eða byltingarfor- ingi. Þvl reif hann sundur til- einkunina, sem ætluð var Napó- leon Bónaparte, þegar honum þótti sá stutti hafa svikið hug- sjónir frönsku byltingarinnar með þvi að láta krýna sig keis- ara. í stao'þess skrifaði hann einungis': „Hetjusinfónía helguð minningu mikilmennis". Eitthvað finnst manni að Beethoven hafi átt sameiginlegt með þeim Fljótshliðingum Bjarna Thorarensen og Þor- steini Erlingssyni. Það má með sanni segja, að á skiptist skin og hret i þessu yfir- þyrmandi verki, sem fásinna er að lýsa með orðum einum. Þetta á sér einkum stað I fyrsta og lengsta þættinum, hinir eru samstæðari innbyrðis. 2. þáttur- inn er ugglaust lengsti og fræg- asti sorgarmars I heimi, enda ér þar mikill grátur og gnlstran strengja auk hinnar þungstlgu lestarferðar aö likstaða tjald- stað. Siðari tveir þættirnir eru hinsvegar fullir af lífsorku og þrákelkni: Aftur mun þar verða haldið af stað uns brautin er brotin tilenda. Nú er ástæða til að þakka Gilbert Levinefyrir komuna að sinni. Þessi snaggaralegi vlga- hnöttur er búinn að afkasta miklu á ekki lengri tima. Það er Hka hetjuskapur. Og veri hann velkóminn aftur hvenær sem er.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.