Helgarpósturinn - 03.04.1981, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 03.04.1981, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 3. apríl, 1981. Antoin Doinel i örugga höfn Háskólabió — mánudags- mynd Ast á flótta (L’Amour en Fuite). P'rönsk. Argerö 1978. Handrit og leikstjórn: Francois Truffaut. Aðalhlutverk: Jean— Pierre Léaud. I þessari mynd er Jean-Pierre Léaud i hlutverki Antoine Doinel i fjórða sinn — og þaö siðasta, að þvi er Truffaut segir sjálfur. Það er ef til vill eins gott, þvi að myndin ber þess á margan hátt merki að Truffaut er búinn að gjörnýta þessa söguhetju sina, þetta alterego Kvikmyndir___________ eftir Biörn Viani Sigurpálsson brokkgengt samband hans við nýju kærustuna um leið og inn i fléttast óvæntir endurfundir hans við æskuástina, sem aldrei vildi hann. Myndin iðar af skir- skotunum til atvika úr fyrri myndum, sem eru svo eðlilega felldar inn i framvindu þessarar myndar að unun er af. Yfir vötnunum svifur mannleg hlýja, næstum þvi amóralskt umburðarlyndi á mannlegan breiskleika og angurvær kimni. Við sem höfum fylgst með An- toine Doinel gegnum árin mun- sitt Og á i vax- andi erfiðleikum með að halda athygli áhorfandans föngnum við uppátæki og ástarraunir þessa skemmtilega flauta- þyrils, Antoine Doinel. Að þvi þarf hins vegar ekki að spyrja fremur en fyrri daginn, þegar Truffaut á i hlut, að Ast á flótta er þaulhugsuð i uppbygg- ingu. Hér fylgjumst við með Doinel frá þvi að gengið er frá skilnaöi hans viö konu sina yfir i um vafalitiö sakna hans en get- um þó harla vel sætt okkur viö endalokin, þvi að Truffaut er greinilega búinn aö koma þvi til skila sem hann hefur að segja um Antoine Doinel og við sam- ferðamenn hans skiljum við hann i öruggri höfn, hjá stúlku sem greinilega kann á honum tökin, þótt við vitum jafnframt að Doinel verði ætið sjálfum sér likur. —BVS Jean-Pierre Léaud og allir fjórir Antoine Doinelarnir hans. ,,Það er vanþakklátt starf að /ifa" Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlið sýnir Vatslav eftir Slawomir Mrozek, i þýðingu Karls Agústs Olfssonar. Leik- stjóri: Andrés Sigurvinsson. Aðstoðarleikstjóri: Steinunn Stefánsdóttir. Leikmynd og búningar: Hópurinn. Leikend- ur: Magnús Ragnarsson, Tryggvi Þórhallsson, Guðný Hauksdóttir, Brynhildur Bene- diktsdóttir, Magnús Hákonar- son, Ragnar ómarsson, Mar- grét Gunnlaugsdóttir, Fahad Jabaly, Þormar Þorkelsson, Birna Bjarnadóttir, Astráður Haraldsson, Júlíana Indriða- dóttir, Sigriður Guðmundsdótt- ir, Ingileif Thorlacius og fleiri. Pólska leikskáldið Slawomir Mrozek er nokkuð vel kynnt á Islandi og er Vatslav fjórða verk hans sem hér er sýnt. Þaö var Mrozek sem öðrum fremur ruddi nútimaleikhúsinu braut i Póllandi, sérstaklega er frum- sýningin á hans magnaöasta verki, Tango, talin hafa reynt á bönd hefðarinnar. Nú siðustu árin hefur Mrozek starfað utan heimalands sins. Vatslav er þræll sem einn bjargast úr skipstapa úti fyrir annarlegri strönd. Hann þakkar forsjóninni björgun sina og telur sig nú frjálsan og reiðubúinn til að ávinna sér heiður og frægð. En vegir frelsisins eru þyrnum stráðir og Vatslav kemst fljótt að þvi að ófrelsið er ekki aðeins hlutskipti hinna hlekkjuðu, heldur allra þegnanna i þvi landi sem forsjónin úthlutaði honum. Þar er riki herra Sugs sem beinlinis sýgur blóð þegna sinna. Astandið i rikinu er væg- ast sagt bágborið. Þegar Sönn, gyðja réttlætisins, fer að sýna sig þegnunum er hún þegar i stað seld og svivirt. En að lok- um er þó veldi herra Sugs hnekkt og innrásarher undir forystu Barbarós ofursta leggur undir sig landiö: „Til að hjálpa þeim snauöu, eyða þeim riku....” Enn er boðað frelsi og jafnrétti, en efndirnar láta á sér standa. Vatslav er nú orðinn langþreyttur á samningnum við forsjónina og þótt hann eygi ekki ströndina hinumegin legg- ur hann af stað yfir hafið. Þótt Vatslav viti að það er vanþakk- iátt starf að lifa vill hann ekki verða lik að atvinnu! En út- ganga Vatslavs lýsir ekki al- geru vonleysi því hann ber i fanginu afkvæmi Réttlætisins, getið i lausaleik, og hver veit nema að króginn dafni? Leikurinn um Vatslav sver sig i ætt viö fáránleikaleikhúsiö. Orðræðurnar eru oft spaugileg- ar og þýöandinn Karl Agúst hefur unnið virkilega gott starf með þýðingu sinni sem er bæði lipur og vönduö. í heildina er verkið verulega fyndið, þótt gamaniö sé grátt og sumar sen- urnar innilega tragiskar. t.d. þegar Sönn er svivirt. Mrozek nýtir sér form trúðleiksins, flakkaratýpunnar, og óneitan- lega minna kumpánarnir Viðar og Þröstur á þá Vladimir og Estragon úr Beðið eftir Godot. Þetta verk Mrozeks er beinna pólitiskt en flest verk absúrd- skólans. 1 stuttu máli má segja að það fjalli um spurninguna: Er einhver munur á kapital- isma og kommúnisma i fram- kvæmd? Þessi spurning er að sönnu orðin nokkuð margþvæld, þótt hún virki eðlileg i verki Pól- verja nú á þessum siðustu og verstu timum. Frelsið hlýtur jafnan að vera honum umhugs- unarefni. Annars er skrambi erfitt að leggja verkið út póli- tiskt, það koma til gallar i verk- inu sjálfu, siðari hluti þess er svo sundurlaus að tengsl milli atriða veröa óeðlilega litil. Það ánægjulegasta við sýn- inguna á Vatslav var hve öll vinnubrögð voru vönduð og fag- mannleg. Andrés Sigurvinsson hefur áður sýnt að honum lætur vel að stjórna skólaleikritum. Sennilegasta skýringin er sú að hann er óragur við að gera kröf- ur og sættir sig ekki við neina miðlungsmennsku. Það var áberandi hversu vel leikendurn- ir skiluðu texta, þar voru engar undantekningar, sem verður að teljast glæsilegur árangur i jafn fjölmennri sýningu. Þá gengu skiptingar allar hratt og vel fy> ir sig, þannig að tempóið datt aldrei niður. Leikendur stóðu sig undan- tekningarlaust vel og fóru með langa eintalskafla verksins eins og að drekka vatn. Ég held ég megi til með að nefna tvo leikendur sérstaklega og vona að það verði ekki til að kasta-rýrð á hina Þeir Magnúsar Ragnarsson og Hákonarson stóðu sig feikilega vel og búa báðir yfir tækni sem er sjaldséð hjá svo ungum leikendum. Allir aörir eiga heiður skilinn fyrir sitt framlag og þá ekki sist sá hópur Hamrahliðinga sem stóð að gerð búninga, þeir voru vandaðir og féllu sérlega vel að anda verksins. Lýsing var einnig vönduð og á köflum mjög áhrifarik. SS K vikm yn da tónlis t I flestum kvikmyndum spilar tónlist einhverja rullu, þó mis- mikil sé og er hún oft einnig gefin út á hljómplötum. Það er Popp unum Veiðiferð og Oðal feðr- anna og náði sú siðarnefnda nokkrum vinsældum. Punktur punktur komma strik er hins vegar fyrsta stóra islenska kvikmyndaplatan. Tónlistin i Punktinum er öll eftir Valgeir Guðjónsson, eftir Gunnlaug Sigfússon og Pál Pálsson þvi ekkert undarlegt að þeirri grósku, sem orðið hefur i inn- lendri kvikmyndagerð að undanförnu, fylgi plötur með tónlistinni úr þeim. Áður hafa verið gefnar hér út tvær litlar plötur með lögum úr kvikmynd- fyrrum Spilverksmann, utan eitt eða tvö lög með BiÚunum. Þegar ég hlustaði fyrst á plöt- una hafði ég ekki séð myndina og þannig hafði tónlistin ekkert að segja fyrir mig. Hún virkaöi sundulaus og einhvernveginn i Góður Grettir Rokksöngleikir eru þvi miöur ekki árlegt brauð i menningar- llfi okkar. t fljótu bragði man ég ekki eftir nema fjórum upp- færslum alltiallt: óli, Hárið, Jesús Kristur Guðsdýrðlingur og Grettir. Af þeim eru tvær al- islenskar, — fyrstnefnda og siðastnefnda. Það er sjálfsagt margt sem veldur, en höfuðor- sakirnar virðast mér einkum vera tvær: áhugaleysi þeirra sem eru i aðstöðu til að setja upp svona verk gagnvart rokk- tónlist (þykirekki „menningar- leg”), og sú fjárhagslega áhætta sem fvlgir þeim, þvi þau eru yfirleitt mun kostnaðar- samari en venjulegt leikrit, þurfa að slá hressilega I gegn til þess aö bera sig. Það er þvl lTk- legt að það verði ekki mikiö um rokksöngleiki á næstunni, þar sem ljóst er að Leikfélag Reykjavikpr — sem er eini aöil- inn sem hefur gefið rokksöng- leikjum einhvern sjens, og á þakkir skildar fyrir — mun tapa talsverðri upphæð á hinni metn- aðarfullu uppfærslu sinni i vetur, Gretti, eftir þá Egil ólafsson, ólaf Hauk Sfmonar- son og Þórarinn Eldjárn. En það eru ekki aðeins rokk- söngleikjasýningar sem eiga erfitt uppdráttar hér á landi, is- lensk hljómplötuútgáfa stendur lika mjög höllum fæti. Þess- vegna fékkst Grettir ekki gefinn út og varðveittur á hljómpíötum í heild, heldur aðeins helstu lög- in á einni plötu. Sem er mesta synd, þvi þótt reynt hafi verið að koma sem mestu fyrir á plöt- unni — 18 lög, hvor hlið plöt- unnar yfir 20 min. — þá er sögu- þráðurinn fyrir bi og hún veröur einsog hver önnur venjuleg plata öðrum en þeim sem sáu sýninguna og geta rifjað hana upp undir nálinni. Samtsemáður eru lögin úr söngleiknum Gretti góð og eigu- leg piata, þó þaö séu ekki nema I kringum 15 þús. manns sem geta notiö hennar til fulls. Lögin og textarnir sem slikir eru meö þvi betra sem heyrist á islensk- um plötum. Það er litið hægt að finna að textum ólafs Hauks Simonarsonar og Þórarins Eld- járns, enda báðir I fremstu vig- linu ungra skálda i dag. Og I heildina er tónlist Egils mjög góð, það eina sem ég finn að er að á köflum er hún nokkuð gamaldags, það bregður fyrir gömlum söngleikjaklisjum ef svo má segja, t.d. Söngur As- mundar á klóinu, sem er ágætt lausu lofti, þó vissulega væru góðir sprettir inn á milli. Ég taldi þetta ekki óeðlilegt þar sem um kvikmyndatónlist er að ræða og hún þá fyrst og fremst samin til að fylgja myndinni og hjálpa til við að skapa stemn- ingu og undirstrika enn frekara þann tiöaranda sem verið er að reyna að ná fram i myndinni. Ég hugsaði einnig sem svo, hefði ekki verið miklu betra að nota bara gömul lög sem fólk setti þá enn frekar I samband við þennan tima. Það var þvi ekki um annað fyrir mig aö ræða en að bregða mér I bió og sjá og heyra útkomuna. Ég verö nú að játa að þó að ég lag sem slikt en minnir of mikiö á stemmninguna i Guðsdýröl- ingnum. Og Þursaflokkurinn bregst ekki I hljómlistarflutn- ingunum fremur en fyrri dag- inn. Það sem kemur mest á óvart — likt og i sýningunni — er hve vel söngurinn kemur út. Að vísu var ekki við öðru að búast af Agli, Jóni Sigurbjörnssyni, Eggerti Þorleifssyni og Harald G„ þeir hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt á söngsviðinu, hins- vegar sýnir Kjartan — ja, kannski ekki óvænta, þvi einsog allir vita er honum margt til lista lagt — snilldartakta i Draumsöng Grettis, og ekki siður Sigurveig Jónsdóttir I Söngur Asdisar, fallegasta lagi söngleiksins. Og hin pluma sig ágætlega. Og, þrátt fyrir að miklu sé troðið á hvora plötu- hlið, er hljómurinn bara helviti góður. Semsagt: þó það sé slæmt að samhengið vanti, þá veröur enginn svikinn af Lögunum úr Gretti per se. PP hafi fariö með þvi hugarfari að taka sérstaklega eftir tónlist- inni, þá gleymdist það fljótlega og tók ég þvi ekki sérstaklega eftir nema þeim lögum sem hvað mestu máli skipta, varð- andi söguþráðinn, svo og ein- staka öðru stefi. Það er sérstak- lega eftir að Andri er kominn á táningaaldurinn sém lögin skipta einhverju máli en önnur lög skipta söguna ekki eins miklu, en lifga þó oft upp á myndina og hef ég þar sérstak- lega i huga lagiö Börn að leik sem undirstrikar vel gleðina og áhyggjuleysið i leik barnanna. A fyrri hlið plötunnar eru i meirihluta nokkur stef sem vinna vel með myndinni eins og að framan er getið. En á seinni hliðinni eru þau lög sem eru i seinni hluta myndarinnar, sem fjallar um gaggó tómabilið. Dægurtónlist skiptir miklu máli fyrir krakka á þessum aldri, eins og kemur einmitt fram i myndinni. Valgeiri hefur tekist ágætlega upp við að semja, stela og stilfæra tónlist þessa tíma, enda nær honum i timanum en þau sem i fyrri hlutanum eru. Þarna er ágæt Shadows stæling i laginu Skuggar, Rokkið og Presley eru ekki langt undan i laginu My mother is a woman, nú Peter Gun er stilfært og kallað Pétur Gunn og I love you er vangalag upp á þessa tima móð. Yfirleitt hefur vel tekist til i útsetningum laga og hljóðfæra- leikur er vel af hendi leystur. Upptökutækni hefur þó fleygt svo mikið fram á siðustu árum að erfitt er orðið að ná fram þeim frumstæða hljóm sem var á upptökum frá þessum tima. Hann næst þó oft þokkalega hér, en hvort um er að ræða að þaö sé viljandi gert eða af litilli kunnáttu manna hér, skal ég ekki dæma um. t heildina má segja að tón- listin I Punktinum þjóni mjög vel hlutverki sinu sem kvik- myndatónlist, en á hljómplötu virkar hún ekki sterk. Hún myndar ekki þá heild sem þarf til að gera stóra plötu þess virði að hlustandi sé á hana frá upp- hafi til enda. GS leikfel\g aaaa REYKJAVlKUR ijpip Skontr Skammtar Ný Islensk revia. i kvöld kl. 20.30 þriöjudag kl. 20.30 fimmtudag kl. 20.30 ótemjan laugardag kl. 20.30 Ofvitinn sunnudag kl. 20.30 Romm ý miðvikudag kl. 20.30 Miðasala i Iðnó kl. 14—20.30. Simi 16620. Grettir miðvikudag kl. 21.00 Siðasta sinn. :fÞJÓ8LEIKHÚS» La Boheme ópera eftir Giacomo Puccini Leikstjóri: Sveinn Einarsson Aðstoðarleikstjóri: Þuriður Pálsdóttir Æfingastjórar: Carl Billich og Tom Gligoroff Leikmynd: Steinþór Sigurös- son Búningar: Dóra Einarsdóttir Lýsing: Ingvar Björnsson Hljómsveitarstjóri: Jean Pierre Jacquillat Frumsýning i kvöld kl. 20 Uppselt 2. sýning sunnudag kl. 20 Upp- selt 3. sýning miðvikudag kl. 20 Sölmaðu deyr laugardag kl. 20 Uppselt þriðjudag kl. 20 Olver Twist sunnudag kl. 15 Fáar sýningar eftir Miðasala 13.15—20. Simi 1- 1200.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.