Helgarpósturinn - 24.04.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 24.04.1981, Blaðsíða 2
2 eftir Þorgrím Gestsson málinu upp á torsíOu ásamt þeim ummælum yfirmanna RLR, aö þetta væri tóm vitleysa. Það var nú það, „dulargervið” var runnið út i sandinn, úr þessu varð ég að vera i gervi blaöamanns Helgar- póstsins. Engu að siður var ég staðráðinn i þvi að vinna baki brotnu þau verk sem mér væru falin, sem blaðamaður eða ekki blaða- maður, þeir voru fegnir að- stoðinni, þvi þennan dag var tals- vert um veikindi á lagernum. Og það var ekki bara föstudagur, heldur lika fyrsti föstudagur i mánuðinum og páskarnir þar að auki farnir að nálgast. Ég fékk ekki lengi að standa eins og glópur, það þurfti að ná i — Ég veit ekki hvað er eigin- lega að gerast. Sm jörið rennur út, það eru að verða búnir sex kass- ar. Það er ein af „stelpunum á gólfinu" sem kemur inn á lager og hrópar þetta uppyfir sig. Einn af strákunum gripur lítinn hand- vagn, fcr inn i kæli og sækir það sem eftir er af smjörbirgðum dagsins. Það var ekki gert ráð fvrir þessu. Hingað til hefur smjörútsölunnar gætt i heldur tregri smjörsölu. En nú virðist hún vera að taka við sér. „Lagerstrákurinn” er raunar blaðamaður Helgarpóstsins, og sviðið er lagerinn i Hagkaupi. Piða Hagkaupum. Það eru áhöld um það hvorf er rétt, eins og sést á ljósriti af ávisun, sem hangir uppi á vegg á kaffistofu skrifstof- unnar. „Greiðið gegn ávisun þessari Hagkaupli, um?)...” Undirritað af Guöna Kolbeinssyni (já, einmitt þeim Guðna,). Ætlunin var aö læða sér inn i stórmarkaðinn i Skeifunni og vinna þar eínn föstudagseftirmið- dag, ekki á fölskum forsendum, en þó svo litið bæri á, og alls ekki sem blaðamaöur. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins var strax með á nótunum og afhenti mig Gesti deildarstjóra i matvörunni til umsjár og uppfræðslu. Skoöunar- ferð meö Gesti um viöáttumikil húskynni Hagkaupa (málkennd min segir mér að nota orðiö i fleirtölu) endaði á lagernum, þar sem hann setti mig undir stjórn Halls lagerstjóra meö þeim orö- um, að mig langaði til að kynnast starfseminni hjá þeim. — Já, þú skalt fá að fila föstu- dagsgeðveikina alveg i botn, svaraði Hallur að bragði, og ég snaraði mér úr jakkanum og hengdi hann á snaga hjá yfirhöfn- um lagerfólksins. Nú var hugmyndin með veru minni þarna i Hagkaupum eins og hún fæddist á ritstjórn Helgarpóstsins, að vinna þar einn dag eins og hver annar starfs- maður, lýsa föstudegi „bak við tjöldin” i stórmarkaði. En það kom fljótlega i Ijós, að hún var erfið i framkvæmd. Það er til dæmis frekar grunsamlegt, þegar ljósmyndari kemur askvaðandi með tvær eöa þrjár myndavélar og fer að mynda venjulegan lagerstarfsmann við vinnu sina i bak og fyrir. Dulargervið út i sandinn Og mér varð eiginlega öllum lokiö, þegar einhver stoppaði i hringstiganum á leið upp á skrif- stofu, sneri sér að mér og kallaði: „Heyrðu, eruð þið að gera lög- regluna kolbrjálaða? Ég vona bara að þiö skrifið vel um okkur hérna.” Ég áttaði mig ekki strax á þessu, en svo rann upp fyrir mér ljós. Siödegisblöðin höfðu gripið á lofti klausu á baksiöu Helgarpóstsins þar sem var sagt frá hrottafengnum yfirheyrsluað- ferðum lögreglunnar, og slegið smjör i kæli, og von bráðar var kyrrsetumaðurinn ég kominn i fangbrögð við 25 kilóa smjör- kassa og akandi þeim á litlum handvagni fram á lager þar sem ein af „stelpunum á gólfinu” tók við honum og fór með hann fram i búð. f þvi að ég var laus við smjörið var rafmagnslyftara ekið að mikilli kassasamstæðu og ég spurður hvort ég væri nokkuð lofthræddur. Og i næstu svipan var ég kominn uppundir loft og farinn að stafla tómatakössum i grindina framaná lyftaranum. ,, Vanur maður óskast” Mér varð fljótlega ljóst, að jafnvel þótt mér hefði tekist að halda þvi leyndu hver ég var hefði ég aldrei getað þóst vera „vanur Iagermaöur”, eins og stundum er óskaðeftir i atvinnuauglýsingum. Þarna var greinilega samhentur hópur, og hver og einn vissi nákvæmlega hvað hann átti að gera. Milli þess sem mér voru fal- in verkefni stóð ég og horfði á ys- inn og þysinn i kringum mig og tindi til tóma kassa og henti þeim i áttina að pressunni sem skilar þeim út úr sér i snyrtilegum kögglum til að gera eitthvaö. Það hefði liklega verið auðveldara að láta litið á fákunnáttu sinni bera i uppskipun eöa handlangi i bygg- ingarvinnu. Ég varð þvi feginn, þegar Hall- ur bað mig að toga bananahlass á handlyftara út i búð og tina upp i græna kassann, sem er endastöð Föstudagur 24. apríl 1981 irinn myndir: Jim Smart þessa afriska apafóöurs áður en það lendir i mögum islenskra neytenda. Þetta voru einir tiu pappakassar, sem þurfti að tæma, og ekki einu sinni það gat ég gert rétt. Ég byrjaði nefnilega á þvi að rifa kassana upp, en þegar ég hafði farið þannig með eina tvo þrjá varð Halli gengið framhjá, benti hann mér vinsam- legast á, að það væri betra að kippa eirrfaldlega lokunum af. Eftir það gekk þetta lika mun betur! Um tima leit út fyrir, að kass- inn ætlaði að verða jafn tómur eftir þótt ég stritaði við það i hálf- tima að henda upp i hann banön- um, svo mikill var ágangur fólks i apafóðrið. Sem er mér óskiljan- legt, þvi samkvæmt áreiðanleg- um heimildum er ég annar tveggja manna i Evrópu, sem ekki neytir slikrar fæðu. Og þarna fékk ég lika tækifæri til að að- stoða viðskipavin. Kona sem stóð með bananaknippi i höndunum spurði mig hvar hún fengi það vigtað. Ég leit ráðvilltur i kringum mig eftir vigt, en rak þá augun i spjald þar sem stóð: „5 bananar kr. 9.25”. Mér létti stórum og sagði konunni vingjarnlega, eins og ekkert væri sjálfsagðara, að þeir væru seldir fimm og fimm saman á niu tuttugu og fimm. Eftir bananaævintýrið fékk ég tima til að lita dálitið i kringum mig, það var skammt liðið frá hádegi og traffikin i búðinni ekki komin i hámark. Þó var þegar komið töluvert slangur af viðskiptavinum i búðina, og deildarstjórarnir gengu um yfir- ráðsvæði sin og renndu athugul- um augum yfir hillur og kæliborð til að fullvissa sig um, aö nóg væri af öllu. ,,Það verður að brosa” Inni á lagernum var létt i mönnum, þótt i aðsigi væri törn þegar vöruveltan er venjulega um 60% af veltu vikunnar. — Það þýöir ekki annað en brosa, annars endar maður inn við Sund, er skoðun Halls lager- stjóra, en það var ekki mikill timi til að velta slikum hlutum frekar fyrir sér, flutningabill frá Hag- kaupum á Akureyri beið fyrir ut- an, og ég fór i það með Halldóri, einum af lagermönnunum, að kjótla nokkur hundruð kilóum af smjörliki úr smjörlikisbil frá Hafnarfirði yfir i norðanbilinn. Það var þó bara litill hluti af vörunum, sem áttu að fara norður um helgina, og þeir reiknuðu með þvi lagarstrákarnir að þurfa að bretti með fimmkilóa pokum og renndi þvi á sinn stað. Þvi var ekki fyrr lokið en Halldór stökk af rafmagnslyftaranum og bauð mér að reyna það galdratæki. En ég varð þeirri stundu fegnastur, þegar hann tók við aftur og þræddi lipurlega framhjá vöruhillum og viðskiptavinum til að fylla þvottaefnispallinn frammi i búð. Inn á lager aftur. Uppundir loft til að tina niður blómkálssúpu, grænmetissúpu, tómatsúpu og hverveithvað. Það vantar sultu var hrópað úr annarri átt, vantar verð á sjö únsu kartöfluflögum. Kexhillurnar að tæmast og við Halldór urðum að fara út i hráslagann að sækja kex i 30 feta gám, sem ásamt öðrum 40 feta koma i staðinn fyrir stækkun á lagerhúsnæðinu, sem borgaryfir- völd eru hálf treg til að samþykkja. Hrein greiðvikni Hlutirnir voru nú farnir að ganga talsvert hratt fyrir sig, en samt gáfu menn sér tima til að spjalla örlitið saman. — Það er alveg makalaust, að fólk skuli alltaf koma á föstudög- um, þótt allir viti, að það er hrein geðveiki. Bæði fyrir það sjálft og okkur, sagði Halldór i smá pásu á milli hilluferða. — Eða hvernig fólk kaupir! Þú manst eftir auglýsingunni á Nesquick (Sjáumst i fyrramál- ið....) Það er frá Danmörku, en við hliðina á þvi er nákvæmlega sama varan, frá sama fyrirtæki, heitir bara Nestlé og er frá Bandarikjunum. En það er mun ódýrara, munar fleiri krónum. Samt kaupir fólk næstum eingöngu þetta sem er auglýst i sjónvarpinu. Litur ekki einusinni á verðið á hinu! Það var hrópað eftir kexinu framan úr búð, og ég dró nokkra kassa á vagni að hillunni. Sem ég bograði við að raða þeim á gólfið svo hægt væri að raða pökkunum i hillurnar sneri gömul kona sér að mér og otaði að mér tveimur kex- pökkum af sinn hvorri tegund- inni. „Hvor er dýrari?”, spurði hún. Ég hafði náttúrlega ekki hugmynd um það, þreif af henni pakkana, rýndi á verðmiðana, rétti henni siöan þann ódýrari. Hún hafði á orði, að liklega væri ódýrara kexið ekkert verra og stakk pakkanum i körfuna. Viðskiptavinir i leiðslu Troðningurinn i búðinni var Blaðamaður Helgarpóstsins vinn- ur í Hagkaupum efna dagstund vinna við það allan laugardaginn og liklega sunnudaginn lika að afgreiða pantanir að norðan. Nema þeir héldu áfram strax eftir lokun klukkan tiu um kvöldið og reyndu að ljúkaverkinu fyrir morguninn. Sú hugmynd kom upp, en það var ekki timi til að ræða hana frekar. Sérfræðingar í vörum og sölu Fljótlega komst ég að raun um, að þeir sem vinna á matvörulager verða fljótlega sérfræðingar i vörumerkjum og i þvi hvaða vör- ur og vörumerki seljast mest. Það er nauösynlegt til að hægt sé að hafa eftirsóttustu vörurnar að- gengilegar — og nóg af þeim svo ekki verði vöruþurrð á miðjum degi. — Farðu inn á súpulagerinn og flyttu kassana sem eru þar á gólf- inu yfir i hinn endann á lagernum, skipaði Halldór og kippti um leiö nokkrum fylgiskjölum upp úr skjalaskáp. 1 hinum endanum, við dyrnar inn i búðina, gaf mér upp verðið á hverri súpu tegund fyrir sig og rétti mér siðan verömerkingqrbyssu til að stimpla verðin á kassana. „Gólffólkið” kæmi ■siðan inn að sækja i hillurnar jafnóðum og þær tæmdust, og verðmerkti hvernpakka fyrir sig. Cr hinumendanum varhrópaö' að kartöflurnar væru búnar, ég renndi þvi handlyftaranum undir .•^tp=Tmir" .... •mxœmmmisateí ÉlBSÍTiri

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.