Helgarpósturinn - 24.04.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 24.04.1981, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 24. apríl 1981 Jie/garpásturinrL Macdeath - Macdeaf Peter OToo/e og „Benjamín” komast í heimsfréttirnar Síðasta tilraun leikhúsanna i London til að setja „Benjamin” á svið, var eins og áður segir á Old 'Vic leikhilsinu i byrjun þessa leikárs með Peter O’Toole i aðal- hlutverki, en það var hans fyrsta hlutverk á leiksviði i London i fimmtán ár. Leikstjórinn, Bryan Forbes, var til margra ára leikari áður en hann sneri sér að gerð kvikmyndahandrita og ýmsum öðrum ritstörfum. Hann hefur nú um nokkurt skeið fengist við kvikmyndaleikstjórn og getið sér nokkuð gott orð sem slikur. Hins vegar hafði hann litið sem ekkert fengist við leikstjórn i leikhúsi áöur en hann réöist i að færa stórslysavaldinn á svið og bar sýningin það ljóslega með sér hvar sem litið var, enda féll hún i listrænni merkingu, með braki og brestum. Daginn eftir frumsýninguna birtu morgun- blöðin vinsamleg viðhorf gagn- rýnenda sinna, þar sem þeir i blönduðum, en nokkuð sam- hljóma kór, kváðu sýninguna hreinlega niður með viðlaginu: Forbes færði verkið ei upp þvi er miður Forbes færði verkið ei upp heldur niður! Gagnrýnendur töldu niður- færsluna á Old Vic gamaldags, útvatnaöa og snjáða endurupp- færslu á aldamótastil og margt fleira af kvikindislegum toga var látið fljóta með eins og það aö Peter O’Toole hafi nálgast hlut- verk sitt af ámóta næmleika og loftbor! Rýnendur, sem kváðust allir hafa séð margar og mismun- andi sýningar á þessu leikriti um dagana sögðu þetta i fyrsta skipti, sem „Benjamin” hefði haldið þeim (og öðrum áhorfendum) i krampahlátri út alla sýninguna. Einn gagnrýnandinn yfirgaf leikhúsið, að sögn, með höfuverk vegna heilabrota um það hvort túlkun O’Toole hefði minnt sig meira á Bette Davis eða Vincent Price. Eftir aö almenningur haföi gætt sér á þessum gómsætu trakteringum gagnrýnenda i morgunblöðunum, fékk leikhús- stjórinn á Old Vic, Timothy West, snert af félagsskit, þégar hann var i fjölmiðlum krafinn tii ábyrgðar hneykslinu. Hann brást svo þekkilega við að birta yfirlýs- ingu i siðdegisblöðunum, þar sem hann afsalaði sér allri ábyrgð á sýningunni og kvað það ekki venju að leikhússtjóri væri með puttana i framleiðsluferli einstakra verkefna. Hann taldi þá Pétur og Braga ábyrga og i raun- inni full færa um að ráða fram úr sinum vandamálum á eigin spýtur og ennfremur ætti hann nú svona heldur von á þvi að sýning- in myndi, meö jákvæöum vilja allra vandamanna, lagast með timanum. Þa’eld ég! Nú hefði mátt ætla að þeir á Old Vic myndu fara eftir gömlu reglunni a la Shakespeare/Broadway, sem áður er getið og hætta við allt saman eftir djöfulganginn i gagn- rýnendum og eftir aö sýningin var i raun og veru fallin. Nei — keppnisliðið mætti til leiks á öörum degi með O’Toole eld- hressan i broddi fylkingar, en svaraði spurningum blaðamanna út i hött. Hann var meðal annars spurður hvort hann teldi það æskileg viðbrögð áhorfenda við harmieik, að hlægja sig mátt- vana. O’Toole sagðist telja það i fyllsta máta eðlilegt að sýningin ylli meðvitunarleysi vegna hláturs, þar sem um væri að ræða aldeilis drepfyndiö leikhúsverk og það versta væri reyndar að áhorfendur hefðu ekki hlegið nógu mikið. Liklega ekki náð hin- um spaugsama kjarna verksins. Ekkert varð þó af sýningu þetta kvöld þvi að þegar áhorfendur voru sestir i sæti sin og sýningin u.þ.b. aö hefjast, var tilkynnt að sprengju hefði verið komið fyrir i leikhúsinu og var öllum skipað út hið snarasta. Til allrar hamingju reyndist vera um gabb að ræða. Þrátt fyrir viðleitni O’Toole og starfsfélaga, sem höföu ekki svo mikið sem nefnt „Benjamin” á nafn, allt æfingatimabilið og töluðu aldrei um annað en að þeir væru að æfa „Harry Louder” (Sir Harry Louder var geysivinsæll skoskur gamanleikari, sem var upp á sitt besta i byrjun þessarar aldar) virðast álögin hafa heltek- ið þessa uppfærslu á „Benjamin” og þá ekki einvörðungu á spaugi- legan hátt, þvi móðir Peter O’Toole lést daginn fyrir frum- sýningu. A þriðja degi kom það i ijós að hin neikvæða umfjöllun um sýninguna hafði haft þau áhrif að biðröðin við miðasöiuna á Old Vic náði alla leið niður á bakka Thames, þvi allir vildu sjá hneykslið með eigin augum. Fljótlega seldist upp þetta tvo mánuði fram i timann og var sýnt fyrirnær fullu húsi i rösklega þrjá mánuði, sem þóttu bærilegt þar sem sýnt var á hverju kvöldi sex daga vikunnar. Þriðja sýningar- kvöldið gekk leikstjórinn, Bryan Forbes, fram fyrir sýningartjald- ið, áður en sýning hófst og til- kynnti aðsem kunnugt væri hefðu gagnrýnendur nú lýst yfir þriðju heimsstyrjöldinni. Og þrátt fyrir að leikhússtjórinn, Timothy West, hefði gerst bandamaöur árásar- aðila, kvaðst hann sjálfur, sökum meöfædds heiðarleika og geisla- baugs, sem þrengdi stöðugt að höfði sér ætla að standa með sinu fólki á hverju sem gengi — og hlaut „bravo” að launum frá ’ áhorfendum. Eftir að hafa séð sýninguna, verður vart hjá þvi komist að taka litillega undir niðvisnasöng gagnrýnenda og ennfremur full- yröingu O’Toole um gamansemi sýningarinnar, þvi þarna var á ferðinni skemmtiatriði af þeirri gerð er myndi samkvæmt hefðbundinni flokkun kallast „farsi” eða skripaleikur. I þessari sýningu komu fram hvað eftir annað, áberandi túlkunar- og tæknimistök, sem ættu ekki undir nokkrum kringumstæðum að sjást i atvinnuleikhúsi. Verður þvi aðeins stiklað á stóru og ein- göngu er snýr að þvi skoplega. Fyrst er markvert að telja þegar „Benjamin” birtist á sviðinu eftir að hafa myrt konunginn, með rýt- ingana tvo i höndunum, sem hafði vendilega verið dyfið ofan i gervi- blóð, augljóslega af slikri nákvæmni að ekki náði nema rétt upp á mið handarbök, semsé til að óhreinka ekki ermarnar. O’Toole kom með offorsi miklu niður tröppur, sem stóðu ein- manalega á miðju sviði, svona eins og á eigin vegum, slæmdi olnboganum utan i dyrastafinn þannig að leikmyndin lék öll á reiðiskjálfi og þá hófust skemmti- atriðin fyrst fyrir alvöru. Fram að þessu hafði sýningin ekki kom- ist almennilega á skrið, hvorki á skoplegan né harmrænan hátt, en •eftir þetta skemmtilega „farsa- trikk” varð ekkert lát á sliku þar til yfir lauk. Það virðist nokkuð ljós að O’Toole hefur haft heldur of langa viðkomu i kvikmynda- iðnaðinum, þvi þessi endurnýjuðu kynni hans af leiksviðinu eftir fimmtán ára fjarveru, sýndu svo ekki var um villst, aö hann hafði mikið til tapað niður sviðstækni leikarans, sem hlýtur ósjálfrátt að gerast þegar leikarar halda sér ekki i þjálfun og slaka á í síðasta blaði röktu þau Gísli Rúnar Jónsson og Edda Björgvinsdóttir í úttekt sinni á leikhúslífinu í London aðallega skopiegar hliðar á hinni dapurlegu stórslysasögu sviðsetninga á hinu annálaða listaverki Shakespeare— M acbe ....afsakið...„Benjamín" vildum við sagt hafa og hér taka þau upp þráðinn að nýju, færa sig inn í samtíðina og segja frá síðustu til- rauninni til að setja „Benjamín" á svið, sem var reyndar svo stórkostlega að hún komst í heimsfrétt- irnar. En gef um Eddu og Gísla orðið á nýjan leik: Peter O’Toolc i hlutverki Macbeat ...afsakið...Benjamins meðan þeir fást við miðil, sem gerir gjörólikar kröfur i leik- tækni. O’Toole fór miklum ham- förum á sviðinu og þó leiðinlegt sé að þurfa að segja það, flutti hann textann með hávaðasömum og tilgerðarlegum sönglanda, sem er þvi miður fjári algeng og mis- skilin túlkun á Shakespeare, hjá þeim, sem hafa komist að þeirri niöurstöðu að umfram allt eigi að flytja textann með einhverskonar syngjandi, heimatil - búnum harmi. Ein undantekning var þó á þessum leikmáta O’Toole, en þar var i þvi fræga eintali „Benja- » mins’Y er hefst’v á 1| þessum linum ( og nú er nornunum ögrað — skitt veri meö það): Is this a dagger I see before me”. Hvaða hugsun og hverjar pælingar, sem lágu þar að baki, þá hvislaði hann þetta eintal, vita grafkyrr og svipbrigðalaus, þar sem hann stóð sjálfur i skugga fremst á sviðsbrúninni og grét fögrum tárum — dularfull túlkun á þessu eintali. Þetta atriði er svo sem ágætlega lýsandi fyrir sviðssetn- inguna i heild, en séreinkennileg- ar og klaufalegar stöður leik- aranna, voru mjög algengar og i takt við önnur tæknilega illa út- færð atriði s.s. eins og leikmynd- ina, sem var afar viðvaningslega unnin, hefur likast til átt að vera raunsæisleg og virtist hálfkláruð. Leiklýsing hjálpaði töluvert upp á „farsastemnninguna” þar sem risastórir skuggar leikaranna, á fjöllum og himinhvolfi, léki oft á tiðum aðalhlutverk i sýningunni. Smágerðir ljóskastarar héngu mjög áberandi á veggjum viða um leikmyndina, þó að hugmynd- in hafi liklega verið sú að þeir væru sem minnst áberandi. Gerðist það nokkrum sinnum að O’Toole og samleikarar slæmdu hrömmum og ráku hausa i kast- arana, þegar hvað mest gekk á kostulegum skylmingaratriðum, þannig að lýsingin, sem hafði i upphafi ekki veriö mjög nákvæm Gisli Kúnar og Edda velta þvi fvrirsér hvort þau eigi að þora að sjá Peter O’Toole i „Benjamin” var öll úr lagi gengin i leikslok. Við sviðs--- setningu á „Benjamin” eru nokkur tæknileg vandamál, sem eru vandleyst, en þar reynir á hugmyndaauðgi leikstjórans og hans tækniliðs. Eitt þessara tæknilegu vanda mála, er þegar nornimar þrjár hverfa „Benja- min” sjónum, en þá er talið heppilegt að þær hverfi áhorfend- um sjónum einnig. Ljósameistari og leikstjóri, höfðu i samvinnu við leikmyndahönnuð, komið þrem risastórum ljóskösturum (sem ekki logaði á i upphafi sýningar) undir göngubrú, sem var nálægt miðju leiksviði. Þrátt fyrir góða viðleitni til að fela kastarana voru þeir engu að siður mjög áberandi og ollu manni heilabrotum lengi vel framan af sýningu til hvers fjandans þeir eiginlega væru! Það kom á daginn að þarna höfðu þeir farið i smiðju Houdini og fengið að láni gamalt sjónhverfingabragð, sem hann notaði á sinum tima, er hann lét fimm stóra fila hverfa af sviðinu, eins og hendi væri veifað, með þvi að blinda áhorfendur, án þess þeir yrðu varir, eitt sekúndu brot, með sterkum ljóskösturum, um leið og ristastórt svart teppi féll fyrir framan skepnurnar. Þetta átti semsé, i meginatriðum að leika eftir, en i stað þess að ljós- kastararnir næðu að blinda áhorfendur samkvæmt uppskrift- inni, lýstu þeir aðeins upp vesalings stúlkurnar, sem léku nornirnar, þar sem þær reyndu i ofboði að forða sér út af sviðinu. Annað tæknilegt vandamál, sem Jjarfnast Urlausnar, er „kvöld- veröaratriðið” þar sem vofa Banquo birtist „Benjamin” en aðrir viðstaddir, þe. veislugestir sjá ekki og er það liklega með erfiöistu tæknilegum atriðum i útfærslu sem leikstjóri fær til að glima við. Nokkuð algeng aðferð er að láta „Benjamin” einan um að sjá vofuna þ.e. áhorfendur sjá hana ekki fremur en veislugestir og er það að likindum auðveld- asta lausnin en hefur þó e.t.v. ekki sista möguleika á að verða áhrifamikil. Það er öllu vanda- samara að láta vofuna birtast og setjast til borðs i fullum herklæð- um án þess að það verði skoplegt. Enda varð sú raunin þegar vofa Banquo (Brian Blessed, sem er leikari i þungavigt) settist til borös á Old Vic sviðinu, eins sprelllifandi og þriflegur og hægt er að hugsa sér. í rauninni var meira lif i vofu Banquo en nokkr- um öðrum leikara i þessu atriði. Svona mætti lengi telja en það hefur nú takmarkað gildi að gera þessari kvöldstund á Old Vic frekari skil enda úttektin aðeins til þess gerð að gefa óreyndum, ofurlitla hugmynd um, hvernig er að upplifa raunverulega, nútima stórslysasýningu á „Benjamin”, en sýningarnar á „Benjamin” sem höfundar þessarar greinar hafa séð fram að þessu. Sam- kvæmt hjátrúnni var sami örlagavaldur að verki bæði á Old Vic og i Iðnó og má kannski orða þaö sem svo að eitt sameiginlegt hafi orðið óhamingju þessara tveggja sýninga að vopni, en þaö var að þeir, sem fóru með hlut- verk „Benjamins”, hétu báðir Pétur! Gísli Rúnar Jónsson og Edda Björgvinsdóttir halda áfram að segja frá stórslysavaldinum Macbeath Eyrnalist 17 standa upp fyrir mörgu öðru, ef við vildum gæta jafnréttis og vera sjálfum okkur samkvæm. Krossferli að fylgja þinum J.S.Bach fór aldrei út fyrir þýskt land og lengst frá Sax- landi komst hann einu sinni til Líibeck aö hlusta á Buxtehude. Hann giftist tvisvar, átti 20 börn og samdi allar tegundir kór- verka nema óperu. Jóhannesar- passiuna samdi hann á fyrstu árum sinum við Tómasarkirkj- una i Leipzig 1723-27. Það er frá- sögn Jóhannesarguðspjalls af pislarsögu Jesú, sem er I styttra lagi og dvelst við fáa atburði. Þvi er nokkur hraöi og spenna i framvindunni. Hvað textaval snerti var Bach stefnumótandi i þá veru, að hann lét frumtext- ann sem mest halda sér og ein- faldaöi heldur þau ljóö, sem sungin eru inn á milli. En þau voru áður oröin allskrúðmálug. Það var stórveldiö Pólýfón- kórinn (um 140 manns), sem flutti þetta magnaða verk I Há- skólabiói á föstudaginn langa. Og Ingólfur Guðbrandsson lét hann skila þvi með afbragði. 1 þessu verki þarf kórinn nánast að bregða sér I ýmissa kvikinda liki. Stundum er hann sam- viskurödd okkar áheyrenda, stundum æstur múgurinn viö Höll Pilatusar eða Hausaskelja- stað, stundum æðstuprestar gyöinga eöa fjórir hermenn, sem varpa hlutkesti um klæði Krists. Af öllu ágæti var skondnast aö heyra hann leika hlutverk lýðsins. Það er ekki vitaö, hvernig Bach gamli stýrði þessu sjálfur. En hann þolir sem kunnugt er svo marg- háttaða meðferð. Og i þessari uppfærslu var ekki stórt stökk yfir til hins pólska Pendereckis, sem lætur lýðinn hlæja i Lúkasarpassiu sinni, þegar þeir spjöðu Jesúm. Af einsöngvara hálfu fóru þau best með sitt Elisabet Erlings- dóttir, Kristinn Sigmundsson, Graham Titusí hlutverki Krists og Hjálmar Kjartansson i hlut- verki Pílatusar. ögn lakari voru Anne Wilkens, Friðbjörn G. Jónsson og Magnús Torfason i hlutverki Péturs. Hlutverk guð- spjallamannsins er vitaskuld firnaerfitt, og fyrir minn smekk ræður Jón Þorsteinsson ekki nógu vel við það. Röddin var áberandi þvinguð i upphæð- unum. Astæða er til aö þakka sér- staklega fyrirmyndar pró- gramm, þar sem textinn er skil- merkilega bæði á þýsku og is- lensku auk annarra upplýsinga. Meö það I höndum getur hver maður fylgst með passiunni einsog sorgarleik, um leið og hin stórbrotna tónlist umlykur og yfirþyrmir allt og alla.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.