Helgarpósturinn - 24.04.1981, Blaðsíða 12
12
Föstudagur 24. apríl 1981
13
Það er nóg að tala örskotsstund
við Elfu-Björk Gunnarsdóttur,
borgarbókavörð, til að uppgötva
að hún hefur stórgaman af þvi
sem hún er að gera. Ég var varla
sest niður á skrifstofu hennar,
þegar hún byrjaði að tala um
starfið og áhuginn gneistaði af
henni.
,,Ég geri mér grein fyrir að það
er ekki hægt að gera allt i einu,”
sagði hún. „En fyrsta skrefið er
að búa tii heíldarmynd og skipta
henni svo niður i verkþætti.
Stefnancrað koma upp myndar-
legu aðalsafnshúsi og hafa svo
nokkur útibú. Núna er aðalsafnið
I mjög óheppiiegu húsnæði. Húsið
er faliegt og okkur þykir vænt um
það. En nú er svo komiö að Þing-
holtsstrætið ætti að heita Bóka-
safnsgiU, svo mikið höfum við
breitt ú okkur i húsunum hér i
kring”!
Bókaþjóð utan safna
Elfa-Björk tók við starfi
borgarbókavarðar fyrir liðlega 5
árum. Siðustu áfangar hefur ver-
ið breytingartimabil i bókasafns-
málum hér á landi.
„Það mátti lika gjarnan margt
breytast,” sagði hún. „Þótt "við
séum svona mikil bókaþjóð, þá
erum við kannski ekki eins mikil
bókasafnsþjóð. Ég kynntist bóka-
söfnum i Sviþjóð og við erum
langt á eftir hinum Norðurlönd-
unum i þvi efni.
Þar með er ég ekki að segja að
allt sé gott i útlöndum, né að við
eigum að fara að herma eftir þvi
sem þar er gert. En við getum
lært af öðrum og svo sniðið okkur
stakk eftir vexti. Það er eölilegt
að við séum á eftir nágrannaþjóð-
um okkar. Borgarmenningin er
svo miklu yngri hér og við höfum
svo mikið að byggja upp.
Okkar ágætu bókaverðir, sem
oft voru ómenntaðir og jafnvel
ólaunaðir, lögðu grunninn, en svo
þurfum við að byggja ofan á.
Bókasafnsfræði hefur verið
kennd viö Háskóla tslands i yfir
20 ár. En samt eru ekki svo
'fjarskalega mörg ár siöan það
var farið að lita svo á, að ef fólk
færi i bókasafnsfræði, þá ætlaði
það sér að vinna i bókasöfnum.
Þetta var aðeins tekið sem stig
með öðru námi. En nú hefur þetta
breyst.”
Tilviljun
Efla Björk hlaut sina menntun i
bókasafnsfræðum þó ekki við Há-
skóla Isiands, heldur i Stokk-
hólmi. En þegar hún hélt utan var
sú fræöigrein hvergi i framtiðar-
sýninni.
„Ég fdr til Stokkhólms sem ný-
stúdent 1965 og hafði þá ekki mót-
aö mér stefnu varðandi námiö.
En ég fór i háskólanám og lauk
prófi i ensku og enskum bók-
menntum. Þó sá ég þaö, þegar ég
var komin af staö i þvi námi, bók-
menntasögu aö þaö var ekki leið-
in i annaö starf en kennslu, sem
ég hafði ekki áhuga á. Þess vegna
sótti ég um inngöngu i SSB’s
Biblioteksskola, en þann skóla
var ákaflega erfitt aö komast
inni. Ég hefði lika aldrei reynt
þaö — maður haföi ekki svo mikla
trú á sjálfum sér — nema af þvi
aö vinkona min benti mér á að
það geröi ekkert til. Svo ég reyndi
og var ein af 12 umsækjendum,
sem komust inn I skólann, en alls
sóttu 170 manns um.”
Þar með var framtiðarstarfið
Föstudagur 24. apríl 1981
JiQ/garpústurínn.he/garpósturinn.
ráðið. En fáum árum áður var
stefnan allt önnur.
Nærri þvi orðin
leikkona
„Ég var I leikiistarskóla Leik-
félags Reykjavikur, þegar ég
ákvað að halda tii Sviþjóðar, átti
eftir tæplega einn vetur.
Leiklistaráhuginn vaknaði
snemma. Ég hafði sem barn
ákaflega gaman af að taka þátt i
leiklistarstarfi i skólanum. Bekk-
urinn minn i Laugarnesskóla
hafði yndislegan kennara, sem
var Skeggi Asbjarnarson, út-
varpsmaöur og kennari. Hann er
mjög mikilhæfur og fjölhæfur
maður og hann vann mikið með
okkur krökkunum i fristundunum
að þvi að æfa leikrit, sem hann oft
og tiöum þýddi sjálfur. Hann
málaði leiktjöldin, hann sminkaði
okkur.
Það fylgdi þvi einstök tilfinn-
ing, að koma inn i skólann, þegar
hann var tómur. — Það er ekki að
marka mig, mér þykir svo gaman
að vera i skóla. Þegar ég var
krakki, grét ég um helgar af þvi
að þá var enginn skóli. Ég gæti
hugsað mér að vera i námi alla
mina ævi. Bara við aö fara á smá-
námskeið verö ég eins og ný
manneskja.
Við, nemendur Skeggja, eigum
honum mikið að þakka. Við lærð-
um mikið á þessu. Hann var lika
mikið með barnatíma og ég fékk
aö lesa upp hjá honum. Það var
voðalega spennandi. Ég hafði
gaman af þvi að lesa upp — og hef
enn. Þannig að ef ég verð gömul
kona, og ef ég missi ekki sjónina,
þá gæti ég hugsað mér að fara um
og lesa fyrir fólk. Þótt hljóðbækur
og kassettur séu mikils virði, þá
er lifandi manneskja alltaf meira
spennandi. Það myndast sérstakt
andrúmsloft þegar einn les fyrir
annan. Það er synd að gömlu
kvöldvökurnar skuli hafa horfið.
Nú en ég var að tala um leiklist-
ina. Seinna var ég svo heppin að
fá að vera með i Herranótt i
menntaskóla og þar varð ég aftur
vörviðþessa sérstöku tilfinningu,
sem fylgir þvi að koma inn i tóm
leikhús.
Svo var þaö, að mér seinkaði i
námi um tvö ár vegna alvarlegra
veikinda. En þegar ég var að
rétta við eftir þau, fór ég i leik-
listarskóla Leikfélagsins.
Ég hafði mikinn áhuga á þessu
þá og gekk ágætlega. Þar kom
mér tilgóða hin dýrmæta þjálfun,
sem ég fékk hjá Skeggja Ásbjarn-
arsyni. Hann er maður sem gerir
miklar kröfur til sjálfs sin og
annarra.
En svo ákvað ég aö flytja til
Sviþjóðar og Sveinn Einarsson,
sem þá var leikhússtjóri hjá Leik-
félaginu var afskaplega elskuleg-
ur og sagði að ég gæti bara lokið
náminu þegar ég kæmi til baka.
Ég bjóst við að það yrði eftir
svona tvö til þrjú ár, en þaö varð
áratugur. Enda voru áhugamálin
þá orðin allt, allt önnur.”
Listrænn þráður
Eitt þessara áhugamála var
myndlist.
„Það hefur verið sagt, að allir
Islendingar hafi i sér listrænan
þráð og að þvi leyti til er ég þá
sannur Islendingur! En ég kann
ekki neitt. Ég hef haft of mikið að
gera til aö geta farið i listnám. A
timabili var ég að hugsa um að
hætta i háskólanum og taka list-
námið I staöinn. Or þvi varð þó
ekki og eina kennslan sem ég fékk
var i bréfaskóla sem var skárra
en ekki neitt. Nú hef ég tekiö
þráðinn upp aftur og sæki nám-
skeið i teikningu hjá Sigurði Ey-
þórssyni listmálara.
Það er afskaplega góö afslöpp-
un i þvi að teikna. Maður reynir
auðvitað að skilja vinnuna eftir á
vinnustaönum á kvöldin, en þó er
gott að geta snúið sér að ein-
hverju allt öðru þegar heim er
komið. Ég hef gaman af að fanta-
sera, komast frá raunveruleikan-
um, það gefur lifinu gildi.
Það er verst að sólarhringurinn
er ekki nógu langur. Ég á afskap-
lega erfitt með að fá tima til að
. gera ailt, sem mig langar til. Þess
vegna ætla ég að reyna að komast
snemma á eftirlaun. Þá get ég
tekið til við önnur áhugamál en
vinnuna.”
Ætlaði ekkert heim
— Hvernig stóð á þvi að svona
mikið teygðist úr Sviþjóðardvöl-
inni?
„Ég undi mér vel þarna og ætl-
aði mér ekkert að flygja heim aft-
ur. Ég var i námi öll þessi ár, en
vann mikið samhliða þvi, enda
fékk ég mjög fjölþætta starfs-
reynslu. Og þó ég sé búin að vera
hér heima i sjö ár, þá sakna ég
stundum stórborgarinnar, þar
sem maður fellur I fjöldann.
Reykjavik er að mörgu leyti
heppilega stór. Hér eru engar
óskaplegar fjarlægðir milli staða.
1 stórborgum getur oft tekið lang-
an tima að komast til vinnu og
þar getur einmanaleikinn verið
verstur. En ég hafði nóg af fólki i
kringum mig , svo ég fann aldrei
fyrir sliku og mér likaöi stórborg-
arlifið.
En það er nú svo, að íslending-
urinn vill alltaf komast heim aft-
ur, það er staðreynd. Og svo var
það að forveri minn i starfi hér,
Eiríkur Hreinn Finnbogason vildi
koma hér upp bókaþjónustu fyrir
fatlaða. Hann vildi fá til þess
starfs bókasafnsfræðing mennt-
aðan i Skandinaviu, og um leið og
ég frétti að það vantaði
manneskju i þetta, fannst mér
sjálfsagt að flytja heim. Það var
hreint ævintýri að koma heim og
byrja með svona nýja þjónustu.
Ég byrjaði hérna 1. mai 1974 og
nefndi deildina „Bókin heim”.
Þetta var tviþætt starfsemi. Ann-
ars vegar var heimsendingar-
þjónusta á prentuðum bókum
fyrir hreyfifatlaða og veika i
heimahúsum og hins vegar var
hafið samstarf við Blindrafélagið
og fleiri við að koma upp hljóð-
bókasafni, en útgáfa hljóðbóka
var þá þegar komin i gang.
Ég kom mér fyrir i einu horninu
á barnadeild Sólheimasafnsins og
var með þessa heimsendingar-
þjónustu i eitt og hálft ár. Ég
hafði reynslu af svipuöum störf-
um I Sviþjóö sem kom að góðu
gagni. Þetta var afskaplega lif-
andi starf. Ég ók sendibfl og bar
út bækurnar og talaði auk þess við
fjölda manns um framtiöar fyrir-
komulag þessara mála.”
Fékk nóg af
jafnréttisumræðu
„En svo geröist það rétt fyrir
jólin 1975 að staða borgarbóka-
varðar losnar. Og eins og titt er
um konur, þá er það nú ekki það
fyrsta sem manni dettur i hug, að
sækja um stjórnunarstörf. En
Shakespeare 03 SlrindDerg”
til. En svo kem ég hérna og upp-
götva að þetta er bráðskemmti-
legt.
Þvi miður stenst fjárhagsáætl-
un aldrei alveg. Til þess eru verð-
breytingarnar of miklar. En ég er
ánægð með að þessar áætlanir
hafa staðist nokkuð vel. Sam-
starfið er lika mjög gott við aðra
starfsmenn borgarinnar, bæði
innan stofnunarinnar og utan.
Ég hef þetta þannig, aö ég tel
sjálfsagt að leggja talsverða
vinnu i fjárhagsáætlanagerö. Ég
geri deildarstjóra mina sam-
ábyrga frá upphafi til enda. Þeir
skrifa niöur jafnóöum allt árið,
það sem þeir koma auga á að
vantar. Bókasafn er ekki bara
Shakespeare og Strindberg, held-
ur lika gólfmottur og viðgeröir.
Þessum tillögum er safnað sam-
an og miðað við þær við gerð f jár-
hagsáætlunar.
Sparnaðarnefnd borgarinnar
verður alltaf að skera eitthvað
niður af þessu, en ég fæ að vera
með i ráðum þegar ákveðið er
hvað sé tekið út. Þetta kann ég af-
skaplega vel aö meta. Þegar fjár-
hagsáætlunin er tekin fyrir borg-
arráð fæ ég líka tækifæri til að
koma og skýra mitt mál.
Þegar svo niðurstaðan er feng-
in, þá er að reyna að gera sem
mest með þeim peningum, sem
fengust. Þar er lika samábyrgð.
Deildarstjóri hjá mér veit
nákvæmlega hvað hans deild hef-
ur úr að spila á ári. Hann þarf
ekki að hringja til min og spyrja
hvort hægt sé aö kaupa' þetta eða
hitt. Hann veit hvað hægt er að
gera. A þennan hátt myndast
meiri áhugi og vilji fyrir aö vinna
verkið sem best.”
Alltof mikið
af bókum
— En svo við snúum okkur frá
fjármálunum. Hefur þú áhuga á
bókum sem slikum?
„Já, auðvitað hef ég áhuga á
bókum. 1 bókum er alheimurinn.
Þó eru tengsl manneskjunnar og
bókarinnar enn áhugaverðari.
Áður en ég kynntist bókasöfnum,
hélt ég ekki að þau gætu verið
svona lifandi stofnanir. Eins og
þau eru i Skandinaviu, þá eru
þetta ekki geymslustaðir, heldur
lifandi þjónustustofnanir. Ég hef
gaman af að hjálpa fólki og upp-
lýsingaþjónusta almennings-
bókasafna getur gert mikið gagn.
Þessi söfn hafa mikla breidd. Þau
eru hafin yfir alla flokka og skoð-
anamuri. Það er sama hvort þú
ætlar aö gera við bilinn þinn, eða
þig vantar ljóð eftir þennan
mann, eöa þig vantar eitthvað um
mengun, þá áttu að geta fengið
bók við þitt hæfi á safninu. Við
reynum að eiga eitthvað af öllu og
við erum lika til fyrir alla.
Við kaupum ekki bækur eftir
okkar smekk, heldur reynum við
að eiga sem allra flesta titla. En
það er ekki nóg.aðeiga bækurnar,
það þarf lika að nýta þær. Þess
vegna erum við að færa okkur
meira út i að veita upplýsingar og
aöstoð við aö finna bækur og
timarit i safninu. Þannig nýtast
þau betur.”
— Lestu mikið?
„Já, ég geri þaö talsvert, en ég
vildi lesa mikið meira. Einhvers-
staðar segir i skýrslu að það taki
480 ár að lesa allar heimsbók-
menntirnar, svo augljöslega get-
ur enginn lesið nema brot af þvi
sem hann langar til. Þegar ég
lauk námi i bókmenntasögu var
ég meö langan lista yfir þær bæk-
ur, sem mig langaði til að lesa.
Ég fæ hérna sýnishorn, bæði af
innlendum og erlendum bókum,
sem stendur til aö panta, og þá
kviknar i manni, mann langar til
að lesa svo og svo mikinn hluta af
þessu. Og þá panta ég þessar
bækur og stundum les ég þær en
stundum ekki. Maður er með
alltof mikið af bókum i kringum
sig. Timinn segir stopp.”
— Einhver uppáhaldshöfund-
ur?
„Þvi get ég ekki svarað. Ekkert
frekar en ég gæti svarað þvi ef ég
væri spurö hvaða myndlistar-
mann ég héldi mest upp á.”
Að þora að
tjá sig
Talið barst þessu næst að enn
einuáhugamáli,sem er ofarlega i
huga Elfu Bjarkar um þessar
mundir. Það er þátttaka I félags-
skap málfreyja.
„Þetta er skemmtilegur félags-
skapur, finnst mér,” sagði hún.
„Þarna lærir maður fundarsköp,
fær útrás i að skrifa og flytja það,
sem maður hefur skrifað. Og i
þessum félagsskap sem er eins
konar skóli, þetta er lagt upp eins
og nám. Það er ekki eingöngu
kennt aö flytja mál úr fundarstól,
heldur lika að hlusta og koma
fram.
Tilgangurinn er að þjálfa kon-
ur. Það, sem okkur vantar ákaf-
lega margar er að kunna og þora
að tjá okkur i margmenni, þora
að fara út i stjórnun, bæöi i starfi
og félagsmálum.
Mér finnst þetta svo athyglis-
vert, þvi einn liðurinn i jafnréttis-
baráttunni er fjárhagslegi grund-
völlurinn sem er undirstaðan
undir jafnrétti, frelsi og sjálfstæði
kvenna. Ég tel mjög mikið atriði
að konan hafi möguleikann til að
standa á eigin fótum, hvernig
sem högum hennar er annars
háttað. Og þess vegna þurfum við
að stappa i okkur stálinu og þora
— þora að láta skoðun okkar i ljós
og þora að þegja, ef maður telur
það vera það rétta, þora að vera
maður sjálfur.
Það er margt úgert áður en rétt
hugarfarsbreyting hefur orðið, en
ég held að svona félagsskapur
skipti þar verulegu máli.”
Um að gera að
hörfa hvergi
— Það er sama hvað við höfum
talað um. Þér finnst allt svo
skemmtilegt. A það við um allt
sem þú gerir?
„Ég hef verið svo heppin að fá
eins konar innibyggða vinnugleði
og yfirleitt hef ég ákaflega mikla
ánægju af þvi sem ég er aö fást
við, þótt ekki sé allt jafnskemmti-
legt. Ég held að ef maður kapp-
kostar að þorska sjálfan sig upp i
að vera sanngjarn, þá geti maður
fundið gleði i flestu sem maður
gerir.
Mér finnst verkefni þvi meira
spennandi, sem þau eru minni
rútina, en þó finnst mér stundum
að I þessu starfi mætti rútinan
vera heldur meiri. En ég datt i
þann lukkupott að fá hvert verk-
efniö af ööru, sem eru skemmti-
leg, þótt þau séu erfið. Ég reyni
að vinna i hreinskilni og mæta
málum meö þvi hugarfari að
leysa þau, en hörfa ekki undan.
Þaö hefur mikið aö segja.”
myndir: Jim Smart
einhver hnippti i mig, ég sótti um
og fékk 11 af 15 atkvæöum i borg-
arstjórn mér til mikillar undrun-
ar.”
1 blaðafréttum frá þeirri stöðu-
veitingu þótti það helst fyrirsagn-
arefni, að kona skyldi hafa fengiö
starfið.
„Þetta er alveg dæmigert fyrir
það, að við erum ekki komin nógu
langt i jafnréttinu. Meðan þaö er
frásagnarvert, að kona fái svona
starf, eru hlutirnir ekki alveg eins
og þeir þyrftu að vera.”
— Hefur þú fundið fyrir þvi i
starfinu, að þú ert kona?
„1 þessu starfi hefur reynt mik-
ið á samstarf við embættismenn
og stjórnmálamenn borgarinnar,
en ég hef aldrei nokkurn tima
orðið vör við það, að það væri
óþægilegt fyrir mig að vera kona.
Mér hefur verið mætt af skilningi
og virðingu og við ræðum mál-
efnalega um það sem við erum að
gera. Auðvitað reynir maður að
vinna sitt verk eins vel og maður
getur, til dæmis undirbúa fundi
vel.
Annars var ég nú orðin svo leið
á jafnréttisumræðu þegar ég kom
frá Sviþjóö, að ég mátti helst ekki
heyra hana nefnda. Maöur gat
ekki opnað blað eða bók án þess
að rekast á þessa eilifu þvælu um
það sama. Þótt auövitaö sé þetta
mikilvægt mál. Þetta var bara
yfirkeyrt.”
Lærdómsrikt starf
„Við konur þurfum að læra að
vinna málefnalega og skipulega
að þvi sem viö höfum áhuga á að
koma til leiðar. Kannski ekki sið-
ast þegar maður fær svona stór-
kostlegt verkefni, eins og ég fékk
þarna, að vinna stjórnunarstarf.
Þaö er lærdómsrikt að vera
stjórnandi.
Stjórnandi á að minu mati fyrst
og fremst að vera samstarfsmað-
ur, þannig að upplýsingaflæði og
samband sé sem allra best. En
um leið þarf að halda aga, sjá um
að unnið sé samkvæmt vissum
reglum. Ég hef mikinn áhuga á að
bæta aðstöðu starfsfólksins. Sé
vinnuaðstaðan góð, þá er hægt að
gera þær kröfur að menn geri sitt
besta. Ég hef orðið vör við að
sums staðar rikir sá andi, að þeg-
ar maöur vinnur hjá opinberum
stofnunum, þá geti maður unnið
slakar og þurfi ekki að fara vel
með fé. Það hef ég aldrei skiliö.
Þetta er okkar sameiginlega fé og
það á aö gæta hagsýni eins og
hægt er á sem flestum sviðum.
Þetta á til dæmis við i sam-
bandi við húsnæði. Þar finnst mér
að hið opinbera ætti aö ganga á
undan með góðu fordæmi og
reyna að teikna og byggja
„ódýrt” eftir þvi sem hægt er og i
samstarfi við þá, sem eiga að
vinna I húsinu, til þess að ekki
gleymist það nauðsynlegásta. Við
þessar byggingar ætti aö hafa i
huga að gera litið i einu og koma
þvi sem fyrst i gagnið.”
Fjármálin
bráðskemmtileg
— Ég hef heyrt til þess tekið hve
fjárhagsáætlanir frá þér væru
nákvæmar og stæðust vel.
„Ég hef geysilegan áhuga á
peningahliðinni. Peningar eru
undirstaðan undir öllu þvi sem
viö erum aö gera. Þetta var það
sem ég óttaöist mest þegar ég tók
við þessu starfi, þvi fjármálahliö-
in var það sem ég þekkti minnst
„Ég gæti hugsað mér að vera I
námi alla mina ævi.”
viðtal: Sigurveig Jónsdóttir
Elfa Björk Gunnarsdóttir
borgarbókavörður
í Helgarpóstsviðtali
„BóKðsöln eru meira en