Helgarpósturinn - 24.04.1981, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 24.04.1981, Blaðsíða 18
18 Fyrsta blómaskeiðið í ísl. djasslífi 1947-53: ... og Charlie Parker reyndi að stauta sig fram úr íslenska Jazzblaðinu Jazzband Reykjavíkur Ariö 192:! var stofnuö i Reykja- vik hljómsveit, sem hét Jazzband Revkjavikur. Það er, að þvi er best verður séð, i fyrsta sinn sem djassinn tengist islensku tón- listarlifi. l>rátt fyrir nafngiftina var ekki um djassband að ræða, hijóinsveitin lék aimenna dans- tónlist A þessum órum var saxó- fóninn að rvðja ser til rúms á ís- landi og var þess sérstaklega getið i augýsingum ef um saxd- fónleikara var að ræða i hljóm- sveitum. Kinn af aðalhvata- mónnum Jazzbandsins lifir enn- þá, píanistinn Aage l.orangc. Fjórði áratugurinn Tilkoma Hótel Borgar 1930 markaði djúp spor i skemmtana- lif Reykjavikur. Frá upphafi voru þangað ráðnar erlendar hljóm- sveitir, en eftir að FIH var stofn- að 1932, var að jalnaöi helmingur hijóðfæraleikaranna islenskur. Á fjórða áratugnum var aö sjálf- sögðu leikin þar almenn danstón- list, en þó var töluvert um djass, meira en á öörum dansstöðum. Á þessum tima var swingtón- listin allsráðandi i Bandarikjun- um og hafði mikil áhrtf i Evrópu. Til lslands bárust áhrifin á ýms- an hátt, hijómsveitir fengu ut- setningar frá Danmörku og Eng- landi;d jassplötur fóru að koma til Islands á fjórða áratugnum og djass byrjaði að heyrast i út- varpinu -- þar léku djassistar eins og þeir Fats Waller, Teddy Wilson og Benny Goodman. 1 lok fjórða áratugsins var stoín.uð danshljómsveit Rikisút- varpsins og var Bjarni Böðvars- son stjórnandi. Þessi hljómsveit lék djass að nokkrum hluta og þd i anda Glenn Mitlers og biggband- manna af hans tagi. Útvarps- hljómsveitin hlaut þann heiður að fá birta mynd aí ser mynd i enska tónlistarblaðinu Melody Maker á s a m l myndtextanum : ..warming up the cool place”. Áhrif erlendra herja Vera breskra og siðar banda- riskra herja hér á striösárunum hafði töluveröar afleiöingar fyrir islenskt djassiif. Breski herinn lékk til umráða f klukkutima á 'dag i islenska rikisutvarpinu, sem þá sendi ekki út allan dagtnn. 1 þessari bresku dagskra var lastur djassþáttur. f kvikmynda- húsunum t.d. Gamla Biót og Tripólibiói voru oft svndar stut tar aukamyndir með tónlistarmönn- um Með bandarisku hermönnunum komu hingað s.k V-disc plötur, sem bandariski herinn gaf út. Hermennirnir máttu ekki gefa þessar plötur, en engu að siður lenti mikið af V-disc plötum i plötusöfnum islenskra djass- áhugamanna. Meðal bandarisku hermann- anna störfuðu biggbönd og kom ust lslendingar i kynni viö þá hljóðfæraleikara, þó ekki hafi verið um greiöan samgang að ræða. Dvöl breska hersins, og siðar þess bandariska,hafði á margan hátt áhrif til efltngar djasslift. öll tengsl við Bandarikin, móöurland djassins, jukust. Bandariskar kvikmyndir, plötur og siöan auknar samgöngur vestur á bóg- inn. Djassblöð Fyrsta blaðiö sem flokka má undir þann titil er Jazzblað sem út kom á árinu 1947. Útgelandi var Hljóðfæraverslunin Drangey og ritstjóri Tage Ammendrup. Sem dæmi um efni 1. tölublaös má nefna grein um Woody Her- mán og hljómsveit hans, viðtal við Carl Billich, grein um bestu hljómsveitir Ameriku 1946 og stuttan fréttaannál. Tage Ammendrup fékk erlenda djass- áhugamenn til að rita i Jazz og Svavar Gests skrifaði frá Banda- rikjunum, þar sem hann var við námi' Julliard tónlistarskólanum. Útgáfu Jazz lauk á árinu 1947 og komu út 7 tölublöð. 1 febrúar 1948 kom út lyrsta tölublaðið af Jazzblaðinu og voru Hallur Simonarson og Svavar Gests útgefendur þess, Jazzblað- ið kom út 1 sinni i mánuði og var yfirleitt 20-24 siður. Meöal efnis þess má nefna kynningu á is- lenskum hljóðfæraletkurum, greinar um islenskt djasslif', þýddar greinar um djass, niöur- stöður vinsæidakosninga banda- risku ' tónlistarblaöanna Down-Beat og Melronome, vin- sældakosningar um islenska hljóðfæraleikara og myndir af is- lenskum og erlendum hljómsveit- um. Væmin sykurleðja! 1 Jazzblaöinu voru birtir textar vinsælla dægurlaga og var það efni umdeilt. i lesendabréíi frá árinu 1951 kemur lram óanægja eins lesandans: „Einn er þó sá liður, sem undirritaöur o.fl. vildu losna við úr blaöinu, en þaö er dægurlagavisnakveöskaparhryll- ingur (37 stafir). Eiginlega fæ ég ekki skilið, hvaöa eríndi þessi leirburður á i blaö sem nefnist Jazzblaöiö. En hvaö um það, þetta leirhnoö er svo hryllilegt aö engu tali tekur, bæöt hvaö efni vísnanna snertir og meðferð höf- unda á öllum bragarreglum og háttum. Þetta leirhnoö er svo hryllilegt, að það er einna likast væmnustu sykurleöjumyndum „made in Hollywood”, og er ég ekki i nokkrum vafa um, að það er stór hnekkir fyrir blaðið, hjá öllum jazzunnendum”. I svari ritstjóra segir að sakir þess hve erfiðlega gangi aö inn- heimta árgjaldiö, veröi að ná ein- hverju inn með lausasölu og þeir sem kaupi blaðið þannig séu i fæstum tilvikum jazzáhugamenn, heldur fólk sem kaupi blaðiö sér skemmtilesturs. 1 ársbyrjun 1951 tók Jazzklúbb- ur Islands við útgáfu blaösins, en Svavar Gests sá áfram um rit- stjórn og afgreiðslu. Charlie Parker og Jazz- blaðið Jazzblaðið flutti tiðindi af djasslifi erlendis og voru i þeirri fréttaöflun fengnir til fulltingis erlendir fréttaritarar. Meðal þeirra var sænskur pianóleikari, Benny Aaslund og var hann skrif- glaður fréttaritari. Snemma á ár- inu 1951 birtist viðtal eítir Benny Aaslund viö einn helst forvigis- mann be-bopsins og mestan saxó- fónleikara allra tima, Charlie Parker. Með þvi var mynd af Aaslund ásamt Parker, þar sem sá siðarneíndi er að stauta sig fram úr málgagni islenskra djassunnenda og segir i mynd- texta að hann eigi ekki gott með að átta sig á islenskunni! Jazzblaðið hættir A árinu 1952 fór aö halla undan fæti fyrir Jazzblaöinu. Voru mikl- ir rekstraróröugleikar og varð ritstjórinn aö hlaupa undir bagga þegar verst lét. Utgáíu Jazz- klúbbs íslands lauk meö siðasta tölublaði 1952. Ariö ettir gerist Svavar Gests útgelandi þess aö nýju og gaf út eitt tölublaö. Upplag Jazzblaösins mun hæst hafa verið um 1200 eintök og má telja það hátt meö tilliti til þess hversu afmarkað efni þess var. Það bar einnig vitni miklum dugnaði og almennum djass- áhuga að halda þvi úti stööugt i 5 ár. Siðan 1953 hefur komiö ut 1 djassblað — það var Jazzmál 1. tbl. l.árg.,sem Vernharöur Linn- et gaf út 1967. Djassklúbbar Fyrsti djassklubburinn var stofnaður 1947, samtimis þvi sem timaritið Jazz hóf göngu sina. Það var Tage Ammendrup, sem þá rak hljóðtæraverslunina Drangey, er stóð á bak viö hvort tveggja. Ekki fara sögur al fé- lagsstarfsemi i klúbbi þessum, eftir Tómas Einarsson - Fyrri hluti (^Juirlic Parker i Sviþjóð “ JXZJXl.,KAH .xrí« m WjíwVti, l írt. > „.WfK.Srrt,* „f fytAa': 'Mktrair i „ktoi«rthu*irt“ » t Htjí.mMUratr «*rwútí<-*» kko m. «. oolttrtr lmra»« •' •> h-'.r Kkinóxc. „B0ÍO&, .4.0««« MH IX Purker og YMrtirt nro- V«> *«r*ukw** wi. Alar '• ium v«. tíáwr Ck»rhe ta*r ■». *«". fr» k«uta h«far W«« KtoM** Mk í »S» (tm»« «, fcvtn Ck«»«e Ptnkn M k < ttken «r , Mtr MkU llH»f(*to. H»*« r«*tt nUr. ,t \ »# »* l*t»« , i ..*« l> ■el klklA tiiuekuxt iut, r. S»wir «? i,, .* M*«r ut htort* i SW«*,r Bn J*JtM 18 Jazzblaöiö haföi viöa útsendara og hér eru þaö Benny Aaslund, fréttaritari blaösins i Sviþjóö og Carl- Erik Lindgren. ritstjóri sænsks jassblaðs sem sýna Charlie Parker eintak af islenska Jazzbiaöinu og virðist hann ekki eiga gott meö að átta sig á islenskunni”, eins og segir i myndatexta blaösins. Föstudagur 24. apríl 1981 Jielgarpásturinn. Forsiöa Jazzblaösins með Svavari Gests. enda einkaíyrirtæki aö þvi er best verður séð. Hinsvegar var undir- búningur að hljómleikum með er- lendum hljóðfæraleikurum kom- inn nokkuð á veg, þótt ekki yröi af. Veikindi hindruðu hljómsveit Joe Daniels i að koma til landsins og koma Rex Stewart og hljóm- sveitar hans var hindruð af Bjarna Benediktssyni, þáverandi dómsmálaráðherra, eins og nán- ar veröur greint lrá siöar. Þegar Jazz hætti að koma út i árslok 1947, lauk um leið lifdögum klúbbsins. 1 desember 1949 var stofnaður Jazzklúbbur Islands og stóðu að þvi bæði hljóðfæraleikarar og áhugamenn um djass. Meðai þeirra sem að stofnunni stóðu voru Svavar Gests, Jón Múli Árnason, Ólalur Gaukur Þor- hallsson, Gunnar Ormslev og Björn R. Einarsson. Félagar klúbbsins urðu ílestir i kringum eitt hundrað. J. I. stóð fyrir ýmis konar starfsemi á árunum kring- um 1950. Fræðslufundir um sögu djassins voru haldnir og efnt til djammsessjóna. Utan Reykja- vikur voru starfandi kiúbbar á lsafirði, i Hafnarfirði og i Vest- mannaeyjum átti sveiflan góöu gengi að íagna. Djammsessjónir Ein fyrsta djammsessjónin var haldin i Breiðíirðingabúð i októ- ber 1947. Um hana segir i Jazz: „Aðsóknin var feikimikil, hvert sæti skipað og mátti sjá flesta yngri hljómlistarmenn bæjarins samankomna ... Olafur Gaukur Þórhallsson 17. ára að aldri, það er nærri ótrúlegt, ekki vegna þess að hann sé ellilegur heldur vegna tækni hans og góðs smekks." Af öðrum sem hrifningu vöktu á þessari djammsessjón má nefna þá Gunnar Ormslev og Steinþór Steingrimsson. Djammsessjónir voru i kring- um 1950aðallega haldnar i Breiö- lirðingabúð og samkomusal Mjólkurstöðvarinnar. Þegar jazzblaðið hóf göngu sina 1948, rann aðgangseyrir til styrktar út- gáfu þess. Samkomur þessar voru yfirleitt vel sóttar og flestum djassunnendum til mikillar ánægju. Þó heyröust raddir sem mótmæltu einhæíni i lagavali: „Þeir sem komið hafa á jam-sessionir i vetur, hafa senni- lega tekið eftir þvi aö þaö eru sömu lögin sem eru leikin session eiiir session. Hljómsveit eftir hljómsveit þrælast á þessum sömu lögum si og æ. Þiö þekkiö þau Lady be good, C jam blues, Sunny side, Thing calles love og eitt eða tvo i viðbót af sama tag- inu. Eru islenskir jazzleikarar þráttfyrir allt ekki betri en þetta, að þeir geti ekki jammað nema sex lög? (Lesendabréf i Jazzblað- inu 1950). Djasshljómleikar Töluvert var um djasshljóm- leika og voru flestir haldnir i Gamla biói. Þá hélt Jazzblaðið árlega tónleika og léku þar þær hljómsveitir og þeir hljóðfæra- leikarar sem flest atkvæði höfðu hlotið i vinsældakosningum blaðsins. Um hljómleika Jazz- blaösins 1950 skrifaði sveifu- meistari Rikisútvarpsins eftir- farandi: „Hann (Jan Moravek) semur liðlegt bop moderato eins og kunnugt er, og þegar bandið leikur einraddað, hljómar það ekki óskemmtilega, en þvi skrýtn- ari eru sólóar Moraveks á klarinettið, undarlegt sambland af Ted Lewis, hlæjandi þýskum saxófóni og Goodman.. Steini Steingríms var næstur og lék lag- lega tvölög einsamall. Hann kann að spila með báðum höndum, en það er meira en hægt er að segja um suma ungu píanistana okkar. En i aukalaginu tókst svo illa til að tempóið var svo sem helmingi of hratt, enginn reð neitt við neitt og rythminn fór á flot. Vinsældakosningar Vinsældakosningar um islenska hljóðfæraleikara voru fyrst í Jazz 1947 og þær siöustu i Jazzblaðinu 1951. Af þeim sem voru áberandi vinsælastir fyrir góðan hljóðfæra- leik má nefna Ólaf Gauk á gitar, Jón Sigurðsson á kontrabassa, Gunnar Ormslev á tenórsaxófón, Björn R. Einarsson á trombónu, Guðmund R. Einarsson á tromm- ur og af píanóleikurum má geta þeirra Arna Elfars og Kristjáns Magnússonar. Vinsælasta hljómsveit þessara ára var tvimælalaust Hljómsveit Björns R. Einarssonar og þau Haukur Morthens og Sigrún Jóns- dóttir voru efst á blaði fyrir söng sinn. Þátttaka i vinsældakosning- um Jazzblaðsins var góð, at- kvæðaseðlar voru á bilinu 4-600. Hversu færir voru menn? Nokkuð var deilt um hæfni islenskra djassleikara á þessu . timabili, töldu sumir aö þeir bestu stæðust samanburð við evrópska djassleikara, en aðrir voru efins um að svo væri. Til að gefa hugmynd um þetta er hér gripið niður i tvær umsagnir. Sú

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.