Helgarpósturinn - 24.04.1981, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 24.04.1981, Blaðsíða 15
he/aarpósturínn Fostudagur 24. apríl 1981 15 Silla og Valda-húsiö á horni Vesturgötu og Ægisgötu hefur tekiö á sig upprunaiega mynd. (Mynd: JimSmart). Silla & Valda-húsiö í upprunalegt horf: Hundrað ára og orðið sem nýtt Þeir Reykvíkingar, sem ára- tugum saman hafa haft fyrir aug- uiuini „Silla og Valda-húsið" á horni Ægisgötu og Vesturgötu, hafa margir hverjir tekið eftir þvi. að á þvi hafa orðið algjör stakkaskipti að undanförnu. Þetta fyrrum lágreista, forskal- aða timburhús með gapandi verslunarglugga hefur fengið á sig sina upprunaiegu mynd . Ef ekki orðið eins og það var þegar það var byggt, fyrir réttum hundrað árum, þá að minnsta- kosti ákaflega nærri þvi. — Það var varla vinnufriður i húsinu um helgina. Fólk kom striðum straumum til að forvitn- ast, segir Þorsteinn Jónsson for- stöðumaður Listasafns Alþýðu- sambands Islands, en hann keypti húsið af ASI, sem aftur hafði fengíð það að gjöf frá Þorkelí Valdimarssyni, syni Valda. Astæðan fyrir gjöfinni var sU, að Alþýðusambandið var stofnað i hUsinu á sinum tima, þegar Ottó N. Þorláksson bjó þar.Það er þvi tengt verkalýðshreyfingunni órjufanlegum böndum og vel við hæfi, að einmitt forstöðumaður Listasafns alþýðu sé nú orðinn eig andi þess og endurreisi það i þeirri mynd sem það var, þegar verkalýðshreyfingin á tslandi varð til innan veggja þess. — Ég gaf tuttugu milljónir fyr- ir húsið á sinum tima og reikna með, að með viðgerðarkostnaði kosti það mig um 50 milljónir gamalla króna, segir Þorsteinn i samtali við Helgarpóstinn. Upphaflega var ætlunin að flytja inn i hiísið fyrsta mai, á fri- degi verkalýðsins. Það virðist þó ekki ætla að standast, að sögn Þorsteins, þvi viðgerðin hefur eitthvað tafist. — Þó býst ég við, að ég geti byrjað að flytja mubblurnar inn fyrsta mai, segir hann. Hæð hússiiis hefur öll verið endurnýjuð, og reynt að fara i einu og öllu eftir þeim leyfum af klæðningu i lofti, á gólfi og veggj- um, sem komu i ljós þegar rifið var innan Ur húsinu. Risið verður hinsvegar látið halda sér eins og það er.aðeins gert við panelþiljur og gólffjalir þar sem þess gerist þörf. Að utan hefur húsið verið f ært i upphaflegt form og meðal annars farið eftirljósmynd sem var tekin af bórnum að leik f yrir utan húsið árið 1901. Þá var hægt að miða stærð útskorinna lista i kringum glugga og dyr við f ör eftir gamla og horfna lista, sem komu i ljós, þegar forskalningin var brotin. En þegar það var gert kom lika i Ijós, að tvær hliðar hUssins voru algjörlega ónýtar vegna vatns, sem hafði runnið niður með stóru verslunargluggunum, sem voru á hUsinu til skamms tima. Einu Utlitsbreytingarnar á hús- inu er viðbygging, sem er fyrir- huguð á austurhlið hUssins, þar sem er gert ráð fyrir borðkrók og bakdyrum Ut i garð. . Og þegar viðgerðum og endur- nýjun þessa gamla hUss er lokið bætist enn ein skrautfjöðurin i eina af örfáum heillegum húsa- röðum frá gömlum tima, sem eft- ir eru i Reykjavik. ÞG Maðurinn bak við nafnið: Sverrir Kristinsson Fasteignasali og bókasafnari í einum og sama manninum Liklega dettur fáum i hug i sömu andránni ástríðufullur bókasafnari og uinsvifamikill fasteignasali. Þetta tvennt er þó að finna i þeim manni, sem stendur nú I þvi að gefa út þá vönduðustu útgáfu á fornum handritum sem enn hefur verið ráðist i. Skarðsbók, perlu evrópskra miðaldahandrita og dýrasta bók sem gerð hefur verið á tslandi til þessa, og þótt vfðar væri leitað, sem hann gefur út i samvinnu við Stofnun Arna Magnússonar. Bókin á að koma út i næsta mánuði og áskriftarverð hefur þegar verið ákveðið 4695 krónur. Sverrir Kristinsson i Eigna- miðluninni er ekki gamall maður, þegar hann ræðst i þetta stórvirki upp á eigin spýtur. Hann lauk stúdentsprófi frá MA áriö 1965 og er þvi 36 ára gam- all. Eftir stúdentspróf var hann við laganám i Háskólanum og lauk prófi i forgreinum, en hætti eftir þaö og fór Ut i fasteigna- sölu. Skömmu siðar gerðist hann jafnframt bókavörður og framkvæmdastjóri Hins is-. lenska bókmenntafélags. — Ég hef stundað bókasöfnun i yfir 20 ár, byrjaði að safna bókum um fermingu og hef siöan keypt bækur eftir efnum og astæðum. Fyrstu árin gáfust mörg gullin tækifæri til að gera góð kaup, ekki sist hjá forn- bókasölum. NU hefur verðlag á gömlum bókum hinsvegar hækkað mikið, þótt áfram sé hægt að kaupa margan góðan gripinn. — Hvernig er þessi mikli bókaáhugi til kominn? — Ég get eiginlega ekki skýrt það nema með þvi, að það var alltaf mikill áhugi á góðum bók- um á heimili minu. Bókasöfnun Arna Magnússonar höfðaði lika mjög mikið til min þegar ég las um hana i barnaskóla. Ég varð strax geysilega hrifinn af henni og hef alltaf dáð hann mjög mikið segir Sverrir Kristinsson. NU á Sverrir gott safn bóka eftir islenska gullaldarhöfunda og talsvert af fágætum bókum, þar á meðal talsvert af ljós- prentunum af islenskum hand- ritum. Ennfremur bókaskrár og handritaskrar sem hann liggur yfir öllum stundum þegar hann á fri frá daglegum störfum. Það er einmitt mikilvægur liður i söfnuninni. Með þvi fylgist hann með Utgáfum erlendis og fram- boði á sjaldgæfum bókum og gerir siðan ráðstafanir til að út- vega sér þær. Til þess nýtur hann góðra sambanda I „bransanum", heima og er- lendis sem hann hefur Utvegað sér gegnum árin. \ Og þegar bækurnar eru komnar I hendur Sverris er stundum eftir að þvo þær, binda inn, lagfæra og láta smiða á þær spennur, og það eykur að sjálf- sögðu enn á kostnaðinn við þessa mjög svo'þjóðlegu tóm- stundaiðju. — JU, það er rétt, aö fast- eignasalan veitir mér betur tækifæri til að stunda bókasöfn- un en ef ég væri i föstu starfi, þótt henni fylgi samt gifurleg Kynnist yðar eigin landi Það gerið þér bezt með því að gerast félagi í FERÐAFÉLAGI ÍSLANDS Árgjaldinu er alltaf í hóf stillt og fyrir það fáiö þér Árbókina, sem ekki fæst í bókabúðum, og mundi kosta þá mun meira en félagsmenn greiða fyrir hana með árgjaldinu. Ár- bækur félagsins eru orðnar 54talsins og eru fullkomnasta íslandslýsing, sem völ er á. — Auk þess aö fá góöa bók fyrir lítiö gjald, greiöa félagar lægri fargjöld í feröum félagsins og lægri gistigjöld i sæluhúsum. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERA j FERÐAFÉLAGINU. Gerizt félagar og hvetjið vini yðar og kunningja til að gerast einnig félagar og njóta hlunnindanna. FEHnVFÉi.Xti ÍSFANUS Öldugötu 3 — Reykjavík. Símar 19533 og 11798. vinna. Það má segja, að það hafi að nokkru leyti oröið til þess, að ég fór Ut i þetta starf, segir Sverrir. Hann hefur lika notfært sér þessa möguleika Ut I ystu æsar. Fyrir ári flutti Eignamiölunin og HIB I sama hUsnæði að Þing'- holtsstræti 3. Starfsliöið er sameiginlegt að hluta og Sverrir getur starfað við hvorttveggja samtimis og bæði viðskiptin og bókmenntirnar njóta góðs af. Þaö að reka einkafyrirtæki hefur lika gert Sverri kleift að verja miklum tima til vinnu við Utgáfu Skarðsbókar nú um margra mánaöa skeið og hann segir að þann hátt muni hann hafa á þaö sem eftir er af árinu. — Það er gifurleg vinna að fylgjast með þessu, afla efnis i bókina frá ýmsurr löndum og fylgjast meö lit greiningu, filmugerð, prentun og bokbandi og sitja fjölmarga fundi með Ut- gáfustjórn. Þetta er heldur ekk ert smáræðis verk, 314 siöur með 430 myndskreytingum og upphafsstöfum og litaum- feröirnar i prentuninni eru ekki bara fjórar eins og i venjulegri litprentun, heldur fimm til sex. Þetta er það seinlegt, aö það veröur ekki hægt að fullbúa nema hluta af upplaginu i ár, þott ótrUlegur fjöldi manna og fyrirtækja vinni aö verkinu. Upplagiö verður um þUsund ein- tök á innanlandsmarkaði og fyrirhugaö er að selja eitthvaö erlendis. Segir Sverrir Kristinsson bókasafnari og fasteignasali og ætlar alls ekki að láta staöar numiö viö svo bUið. Næsta verk- efni er þegar komið á stokkana. Þaö er Utgáfa á Nikulássögu, en handritið að henni er i eigu kon- unglega bókasafnsins i Stokk- hólmi en er sem stendur i Arna- safni þar sem verður byrjaö að ljósmynda þaö einhvern næstu daga. þG Sverrir Kristinsson FERÐA- «m*W§ TRYGGINGO K ÁBYRGÐAR Sameiriar 7 tryggingaþætti í eina tryggingu meö það fyrir augunv að ferðafólk fái sem fullkomnasta tryggingavernd gegn vægu gjaldi: # ferðaslys # læknis- og ferðakostnaður # farangur # ferðarof # ferðaskaðabótaskylda # skaðabótaábyrgð # réttarvernd Auk þess nýtur þú SOS-þjónustu. SOS—international veitir feröamönnum, sem lenda i slysi eða alvarlegum veikindum alla nauðsynlega hjálp og þjónustu og greiðir allan kostnað. Kynntu þér kjörín! BINDINDI BORGAR SIG. ABYRGÐ TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN Umboðsfélag ANSVAR INTERNATIONAL LTD. Lágmula5-105 Reykjavik-simi 8 35 33 H r

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.