Helgarpósturinn - 24.04.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 24.04.1981, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 24. apríl 1981 Það eru engir hundar i Reykja- vfk, ekki einn einasti — vissirðu þa6? Þessi staðreynd er ekki eitt- hvað sem maður pælir i, en einn góðan veðurdag, eftir að hafa verið þar i svona vikutima, tekur maður eftirþvi — þegar manni er bent á það. * Það var reykviskur dýralæknir sem vakti athygli mina á þessu, þar sem við sátum i einni sund- laug bæjarins i sjóðandi vatni upp undir höku og leið eins og i sauna meðan snjönum kyngdi niður yfir okkur — i febrúarmán- uoi _ Hundum liður ekki vel i borgum, sagði dýralæknirinn til útskýringarogþarmeðvar málið íslendingum finnst alltaf gaman að heyra álit útlendinga á landi og þjóð. Hér fylgir á eftir frá- sögn danska rithöfundarins Dan Turéll frá dvöl hans á íslandi veturinn 1977. Ef þýðandi man rétt var erindi hans að fræða landann um rokkmúsik og fleira. Dan Turéil er 35 ára að aldri og ótrúlega afkastamikill rithöfundur, eftir hann munu liggja hartnær 60 bækur og 1 hljómplata. Asamt með Ebbe Klövedal Reich (skáld á svipuðu reki sem samið hefur miklar sögulegar skáldsögur) er Dan Turéll eitt af táknunum fyrir þá uppreisn æskulýðs og námsmanna sem varð i Danmörku i kringum 1970 — ÞH marijúhanasigaretta berst ofan af Keflavíkurvelli og gengur þá frá manni til manns vikum saman og vekur álika undrun og aðdáun og kýr með sjö spena. Og uppreisn æskulýðs eða náms- manna hefur ekki átt sér stað — ennþá. En eins og Söby sagði svo rétti- lega þegar við ræddum þessi mál eitt kvöldið: — Ég ætla að vera hér nokkur ár til viðbótar, mig langar svo að sjá þessa mynd aftur! Ég skildi hann fullkomlega: Hann er gamalreyndur upp- reisnarseggur frá Danmörku i lok sjöunda áratugarins. I Danmörku er uppreisnin svo til gengin um helgarpösturinn- Dan Turéll Minningar frá Reykjavík Danskur rithöfundur segír kost og löst á Islandi útrætt. Kettir eru aftur á móti leyfðir í Reykjavik. Það er margt skrytið i höfuð- borg Islands, en skrýtnast af öllu er þó fólkið. Fyrst og fremst vegna þess hve andskoti islenskir islendingar eru. Ekki misskilja mig: Ég hef hitt fjandanum ameriskau Amerik- ana og japanska Japani. En þeir standast alls ekki samjöfnuð við Klendinga. Þvi tsland er I- lend- íngum — ungum sem gömlum körlum sem konum, hvern dag, hvert andartak — það sem Dan- mörk erDcnum þegarhún er her- numin af Þjöðverjum, en annars bara ihuga Ebbe Klövedal Reich. tsland er Paradis, Mekka, Fyrir- heitna Landið, Nafli Alheimsins. öldum saman tröllreið menn- ingarleg yfirráðastefna Dan- merkur tsland (munið handrita- málið!). og hún vaið til þess að sérhver ^lendingur fæðist með svo sterkan þjóðlegan nafla- streng, að hugsunin einum ;söild landsins að EBE myndi vaiiia þvflikum hlátrasköllum, að f jöll- in færðust úr stað og fiskunnn i sjónum fengi slag. YfirráðDana héldust lengi og fast, og það er ekki fyrr en á siðustu 20 árum sem þau hafa mátt þoka fyrir ameríska kúltúr-imperialis- manum, sem nú er margfalt áhrifameiri og ógnvænlegri —- og fyrir kaldhæðni örlaganna er danski míní-imperialisminn orð- inn bara tiltólulega vinsæll aftur. Af tvennu illu... Hins vegar má segja að Ame- rikanarnir á tslandi — þessir blá- saklausu Utsendarar Sáms frænda sem afplána herskylduna i herstöðinni i Keflavik — séu meðhöndlaðir eins og sigaunar i Finnlandi, blökkumenn i Suður- Afrfku og „barnavinir" i Balle- rup. Einn dag i viku fá þeir að fara út fyrir herstöðina —- og þá vill svo til að öll veitingahús i Reykjavik eru lokuð. Skemmtið ykkur vel kanar! Hræðslan við þessa Amerikana og alla þeirra smitandi amerisku ristir djúpt i sálarlifi sérhvers islendings, krampakenndur ótti við tyggi- gúmmi, rokkmiisik og country & western er eðlilegur hlutur i hug- um akynsómustu og frjálslynd- usti> íslendinga. Þeir vilja halda i sitt og láta sig engu varða þótt hluthafarnirf þessari séreign séu vart merkjanlegir i talnadálkum heimsins. tslandfyrir islenskaín- lendinga, tsland ereinn sttír þjóó- garður. Og af þvi að það gerist svo sem ekki margt á tslandi, a.m.k. ekki séð með augum umheimsins, þá hverfa menn á vit þeirrar þjoð- ernishyggju sem nýtur mestra vinsælda (ef enginn Ámerikani er við hendina til aö striða) : fortiðardýrkunarinnar. Inn við beinið lifir og hrærist sérhver ts- lendingur i tslendingasögunum ogþaðer erfittað fá þá tilaðræða um aðrar bókmenntir. Þeir búa allir einmitt þar sem einhver .stórviðburður sagnanna gerðist og allireiga þeir ættir að rekja til einhverrar höfuðpersónu þeirra. Nú hef ég i sjálfu sér ekkert á móti þessum sögum, öðru nær: þessir fornaldarreyfarar eru prýðisvel skrifaðir — minna dá- litið á sögur Raymond Chand- lers — en i alvóru talað: Getur þú séð fyrir þér annan hvernEmg- lending vitnandi dag út og dag inn i Shakespeare, eða annan hvern Dana spássérandi eftir Kaup- mangaragötu það herrans ár 1977 .með Danmerkurkróniku Saxó gamla á vörunum allan guðs- langan daginn? Ég get það ekki. Til að byrja með var þetta vita- skuld heillandi, eftir nokkra daga var það orðið ansi einhæft og undir lokin fór það ósegjanlega i taugarnará mér. NjállogGunnar á Hliðarenda standa alveg fyrir sinu, en jafnveltslendingar hljóta að geta fundið sér annað til dund- urs en að stilla þeim i sifellu upp gegn Batman og Robin eins og lif- inu gegn dauðanum eða himna- riki gegn helviti. Og þtí, þessi eilifa þjóðremba íslendinga er samtimis andleg frelsisbarátta, og hana verður maður að virða, við henni er ekk- ert að gera—meðal annars vegna þess hve barnalega einlæg þessisannfæring þeirra er. Vinur minn og fyrrum kollega úr próf- arkalestrinum, Peter Söby sem nú er dósent í dönsku við háskól- ann i Reykjavik, sagði mér fróð- lega sögu af þessu. Hann var einu sinni að þvi kominn að fá ofnæmi fyrir þessu eilifa stagli á Islend- ingasögunum og sagði stillilega, með þeirri kurteisi og siðfágun sem honum er eðlileg, við islensk- an kennara, að hann væri nú ekki fyllilega sannfærður um sann- leiksgildi sagnanna. Hún varaði hann viðslikum efasemdum. Það er nefnilega svo að helmingur þjóðarinnar er andatrúar, fólk trúir þvi að það geti rætt við þá framliðnu og að þeir framliðnu séu á meðal þeirra. Að vissu leyti hafa þeir lika rétt fyrir sér, þvi að á Islandi eru þeir framliðnu mun meira lifandi i hugum fólks en i nokkru öðru landi. 50% spiri- tistar, hugleiddu það! Til saman- burðar má nefna að sama skoðanakónnun leiddi i ljós að einungis 10% landsmanna höfðu lesið Biblíuna...Nú, en þessi kennari sagði við Söby: — Gættu að þvi sem þú segir um Islend- ingasögurnar! Andi föður mínser á sveimi hér i stofnunni i kvöld og hann þoldi engum að hæðast að sögunum! — Svo fóru þau að tala um eitthvað annað. Nokkrum mánuðum seinna hitti Söby hana aftur og hiin spurði hvort hann myndi eftir þessum orðaskiptum — Þetta var hreinn uppspuni, viðurkenndi hún þá, pabbi var ekki i stofunni þetta kvöld! önnur merkileg tilfinning sem maður fyllist i Reykjavik minnir á þá sem óhjákvæmilega gripur kaupmannahafnarbúa i Osltí: Þeim finnst þeir hverfa aftur i timann, bara enn lengra i Reykjavfk en Osló. Eftir nokkra daga i borginni gat ég ekki horft framhjá þvi lengur, það var ekki um að villast: Menningarlega og séð með augum félagsfræðinnar er Island enn á 6. áratugnum. Stóru árgöngunum seinkaði á leið þeirra norður, fyrst núna eru þeir að koma til tslands. Helm- ingur ibúa Reykjavikur er yngri en 30 ára og tækifæri þeirra til skemmtana og tómstundaiðkana eru af svo skornum skammti að ungir kaupmannahafnarbúar færu yfirum við tilhugsunina eina saman. Rokkmúsik er sjaldgæft fyrirbæri og aðeins fyrir forrétt- indaliðið — hún er til, en hefur ekki náð að skjóta rótum. Það er ekki til nein íslensk Gasolin, en hellingur af islenskum skalla- poppurum. Fikniefnaumræðan hefur ekki skilið eftir sig djúp spor i hliðinni friðu, ein og ein Ætliislenskir ungling'ar séu ekkiþeir kúguöustu iheiminum nema ef vcra skyldi þeir fyrir austan tjald. garð, biiið að melta hana til fulls og setja hana i sögulegt sam- hengi.Hér var hún ekkihafin enn. En þegar hún hefst verður hún sprengingu likust, þvi að hvergi i heiminum (nema ef vera skyldi i sumum löndum Austur-Evrópu) hef ég séð æskulýð sem er jafn- kúgaður og sá islenski. Islensk ungmenni geta ekki um frjálst höfuð strokib, þau eiga i ekkert hús að vernda, ekkert sem þau geta kallað sitt eigið. Ég sá þetta svart á hvi'tu eitt laugardagskvöld. Eg hafði farið út með nokkrum kunningjum, skáldinu Hrafni Gunnlaugssyni, söngvaranum Megasi (Bob Dylan Islands, eða öllu heldur svar Is- lands viðEikSkalöesem var svar Danmerkur við Bob Dylan) og nokkrum tónlistarmönnum tir bestu rokkhljómsveit Islands, Stuðmönnum, sem er tæknilega fáguð og einkennist af rikri kimnigáfu. Þeir eru mitt a milli Frank Zappa og Secret Oyster og væru vel þess virði að bjóða þeim á rokkhátiðina i Hröarskeldu, þó ekki væri nema i nafni þeirrar uppþornuðu norrænu samvinnu. Við höfðum kynnt okkur það eina sem næturlif Reykjavikur hefur upp á að bjóða: þessa viðbjóðs- legu, stóru vinmettuðu klúbba, — risastóra dansstaði, þar sem fólk kemur i dauðans angist til að losna við stressið og geðillskuna sem hlaðist hefur upp alla vikuna, en gerir það svo alls ekki, frekar hið gagnstæða þvi allt er aðdrukkna i brennivini og þriðja flokks músik. Og svo endar þetta venjulega með slagsmálum og hnífabardögum fyrir utan. Dapurlegt. En eftir ballið varð ég viðskila við vini mina og leiðsögu- menn, fann þá ekki aftur og stóð uppi einn og yfirgefinn i miðborg Reykjavikur um miðnæturleytið. Þá sá ég það: Alls staðar héngu þeir, unglingarnir á hverju götu- horni. I hverju anddyri, i hverju porti stóðu misstörir hópar ung- linga og spjölluðu saman i kuld- anum. Þeir áttu sér engan sama- stað, aðeins götuna. Stormasöm gata að næturlagi var eina at- hvarf þeirra sem ekki langaði að vera heima. Þetta var skelfileg sjón, eins konar hryllingsmynd gerð eftir visindaskáldsögu. Ég gekk um eins og i leiðslu og ræddi við þá hér og þar iuppundir tvo tima, og mér varð hugsað til þess tima sem égstarfaði i Alaborg.Þá rölti ég stundum á milli næturkrána og allir ungir álaborgarar höfðu sömu sögu að segja: — Þetta er bölvuð rottuhola, maður, hér er ekkert við að vera, við eigum ekkert... Viðkvæðið var það sama hjá islensku unglingunum, ástandið var bara mun verra. Venjulega endar þetta i fyllerii, brjáluðu fyllerii á hverjum laugardegi er innbyrgt óhemju magn af eina drykkjarhæfa is- lenska áfenginu, Svarta dauða, sem heitir svo af þvi að flösk- urnar bera svartan miða, þó ekki með hauskiípu. Það er ekki auð- velt að verða sér úti um áfengi á Islandi, kerfið er svipað og i Svi- þjóð þar sem áfengi er aðeins að fá i sérstökum einokunarversl- unum á sérstökum tímum, og eins og i Sviþjóð er bjórinn bannaður, það fæst aðeins léttur pilsner i tveim útgáfum: Thule og Egill Skallagri'msson (!) Bjórbanniðer rökstutt með þvi, að ef ungling-- arnir geta ekki fengið annað en sterkt brennivin þá sé minni hætta á að þeir drekki frá sér ráð og rænu. Þessi kenning á sér mjög takmarkaða stoð i veru- leikanum. En fyrst ég er farinn að tala um neyslu þá vil ég taka eitt fram: Ég léttist um tíu kíló á Islandi. Allur islenskur matur — ef frá er talinn fiskurinn sem er bæði nýr og góður — er að minu mati óætur. Kindakjöt er uppistaðan i öllum mat sem ekki er fiskur, og þeir sem ekki eru sólgnir i ófull- burða lopapeysur geta látið þá langþráðu ósk rætast að fara á öruggan megrunarkúr. Ekki þannig að ég hafi ekki reynt. Ég og.Sem bróöir minn (sem ferðaðist með mér) brögð- uðum af stakri þolinmæði á öllum þjóðarréttunum. Meðal annars fengum við hinn heimsfræga is- lenska forrétt, kæstan hákarl, sem siður er að hef ja allar góðar máltiðirmeð. Þessirhákarlsbitar eru samkvæmt aldagamalli hefð saltaðir, síðan er migið á þá vel oglengi (jú, þú last rétt) og loks eru þeir grafnir í jörð i nokkur ár áður en þeir eru bornir fram á glæsilegum fötum. Gestgjafi okkar ágætur fullvissaði okkur um að þetta væri alveg frábært lostaæti. Ebbe Klövedal hafði sagt mér að hákarlinn væri hrein- astivimugjafi. Ég hétþvi að ef ég kæmist lifandi frá þessu skyldi ég svo sannarlega koma Ebbá i vimu! En þótt ég hafí átt góða fundi með glöðum músi'köntum og spakvitrum skáldbræðrum var samt stærsta uppiifun min i Reykjavik að hitta brjálaðan mann. Ég hef heyrt að allir sem ferðast um tsland rekist að minnsta kosti á einn brjálæðing i hæsta gæðaflokki. Þvi er reyndar haldið fram með litt dulinni sjálf- umgleði að allir islendingar séu brjalaðir —og sé tekið mið af áfengisneyslunni og fjölda spiri- tista verður ekki framhjá þvi gengið að þeir eru sérkennilegir, útflippuð þjóð. Þessi virtist þó slá öll met. En hann var nú líka franskur, að eigin sögn að minnsta kosti. En það er best að byrja á byrjuninni einsog ég væri að gera hefðbundinn útvarpsþátt. Sem var lasinn og engdist f magapinu heima I Norræna húsi, sem af mikilli gestrisni hafði skotið yfir okkur skjólshúsi. A meðan fór ég i göngutúr. A eyðilegri götu i út- jaðri borgarinnar — timbur- húsin sem stóðu hér og þar með- fram götunni á kafi i snjó og krapi minntu mig á bernskuár min á Grænlandi — kemur dökkhærður eldri maður gangandi á móti mér. Við erum einir á götunni og engan aðsjá svo langtsem augað eygir. Við li'tum hvor á annan, bjóðum góðan daginn og göngum hvor i sina. átt. En svo snýr hann sér við, kemur til min og spyr: — Af- sakið, en eruð þér ekki franskur? Ég fylltist stolti, það verð ég að viðurkenna þótt það hljömi asna- lega. En f jölskylda min er ættuð frá Frakklandi, nánar tiltekið frá Provence, og án þess að f þvi fel- ist vottur af fslensku veikinni finnst mér ég verða þess æ meir var eftir þvi sem ég eldist. Ég merki það á ýmsu, skaplyndinu, smekknum, ýmsum tilhneiging- um... Hreinræktaðir norður- landabúar eru ekki hirðulausir, ruglaðir og opnir. Skandinavar eru kuldalegir og gagnrýnir. Frakkar eru eldur og neistaflug. En hann sá það sem sagt, þessi góði maður, og hann reyndist sjálfur vera af frönskum ættum, að visu langt aftur i ættir, fleiri aldir, eins ogég... — Enviðþessir frönsku húgenottar þekkjum nii alltaf hver annan! sagði hann. — Höfuðlag þitt er svo franskt að á þvi leikur enginn vafi. Má ég bjóða þér i' mat? A

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.