Helgarpósturinn - 24.04.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 24.04.1981, Blaðsíða 3
—he/garpósturinn Föstudagur 24. apríl 1981 3 Tíu kassar af banönum tosaðir fram i biíð. Sjálfur ét ég aldrei slíkt apafóður. orðinn iskyggilega mikill. Þó ekki eins mikill og hann gerist mestur, að þvi er þeir sögðu á lagernum. Að þessu sinni virtist fólk koma nokkuð jafnt og þétt allan daginn og menn spáðu þvi, að mesta ösin yrði liðin hjá milli sjö og átta. Þó var mannþröngin það mikil, að þegar neyðaróp um að hillurnar með frönsku kartöflunum, kartöfluflögunum og saltstöngun- um væru að tæmast, var ógern- ingur að flytja kassana fram á handlyftara. Þvi urðum við að gripa til þess ráðs að bera kassana i fanginu, sem kom sér raunar vel, þvi ég gat komist hjá upphrópunum eins og „Nei, þú hér! Ertu farinn að vinna hérna? Hættur i blaða- mennskunni?" með þvi að skýla mér bakvið kassana sæi ég vini eða kunningja. Þess gerðist þó ekki þörf, þvi fólk virðist næstum vera i leiðslu þegar það verslar i stórmörkuðum á föstudags- eftirmiðdögum. Það horfir aldrei framfyrir sig, heldur ráfar eins og hálf stefnulaust með augun fest á vörum og verði og heilann á fullum snúningi i útreikningum á únsum, grömmum, krónum og aurum. Handagangur i snakkinu Það var aldeilis handagangur i öskjunni við „snakkhilluna" og engu likara en það ætti að vera ,,parti" i hverju húsi um helgina. Tvær manneskjum hömuðust við að tina poka og dósir úr kössun- um, verðmerkja og raða i hill- urnar, og mér virtist þær tæmast jafnóðum. Ég rauk þvi inn á lager, heimtaði verðmerkinga- byssu og gekk i lið með þeim. Fyrr en varði var liðinn hálf timi eða meir, og klukkan farin að ganga átta. Ég greip fangið fullt af tómum kössum, smokraði mér óséður gegnum mannþröngina og inn á lager. Enn voru eftir nærri þrir timar fram að lokun og starfsfólkið þegar búið að standa i ellefu tima. Hjá þvi yrði þetta liklega fimmtán tima törn, en þótt ég væri aðeins búinn að gutla eftir bestu getu frá hádegi var þreytan farin að segja til sin. Ég hafði meira að segja látið mig hverfa tvisvar sinnum upp i kaffistofu starfsfólksins, bæði vegna þess vana (eða óvana) að taka mér kaffitima eftir hentugleikum en ekki klukku, og ekki sist vegna þreytuverkja i fótum. Ég ákvað þvi um hálfáttaleytið að njóta þess að vera ekki „alvöru" starfsmaður og láta mig hverfa hljóðlega út um lager- dyrnar eftir að hafa kastað VERSLUNIN DALVER Alhliða matvörur Kreditkortaþjónusta VERSLUNIN DALVER Dalbraut 3 ¦ Simi 33722 Forstöðumaður Forstöðumaður óskast fyrir dagvistar- heimilið Lækjarás við Stjörnugróf, sem áætlað er að taki til starfa i september n.k. Áætlaður fjöldi vistmanna verður ca. 15 manns. Uppeldismenntun áskilin. Laun samkv. launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir sendist skrifstofu Styrktarfé- lags vangefinna, Laugavegi 11, 101 Reykjavik fyrir 15. mai n.k., sem einnig veitir nánari upplýsingar. Styrktarfélag vangefinna. ,,....inæstusvipan var ég kominn uppundir loft og farinn að stafia tómatkössum í grindina framaná lyft- aranum." kveðju á Halldór. Og eftir þessa reynslu sem lagermaður i stórverslun skal ég vera siðastur manna til að krefjast lengingar á opnunartima verslana. Enda þótt verslunarfólki veitti sjálfsagt ekki af dálitilli aukavinnu getur orðið of mikið af þvi góða. Mér fannst ég að minnsta kosti heppinn að geta farið i kvöldmat heima hjá mér á skikkanlegum tima og íátið siðan þreytuna liða úr mér fyrir framan imbakassann, með tveggja daga frihelgi framundan. APEX lægstu fargjöldin OSLO verð kr. 2.316.- STOKKHOLMUR verð kr. 2.896.- ^TT KAUPMANNAHOFN verð kr. 2.539.- 55E NÆTURFARGJÖLD LUXEMBURG Fjölskyldupakki, flug og bíll í tvær vikur Verð kr. 2.159. fyrir manninn. otcomk: FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388 og 28580.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.