Helgarpósturinn - 24.04.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 24.04.1981, Blaðsíða 8
Uielgat---------------- pásturinn— Blað um þjóðmál/ listir og menningarmál Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon Ritstjórar: Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arn- grimsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Guðmundur Árni Stefánsson og Þorgrímur • Gestsson. utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8—10. Símar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Hið rétta hugarfar Þeirrar tilhneigingar gætir töluvert um þessar mundir að lof- syngja athafnafrelsi ein- staklingsins og einkarekstur, jafnt hcr á tslandi sem i nágrannalöndunum. Likt og flest evröpsk lýðræðisriki hafa lslend- ingar hins vegar kosið sér að lifa við blandað hagkerfi, þar sem markmiðið á að vera að einka- rekstur og opinber rekstur dafni hlið viö hlið og vegi hvorn annan upp. Hitt hefur hins vegar ætíð verið pólitiskt álitamál hvar draga eigi mörkin milli einka- rekstursins og rikisrekstursins. Það getur verið fróðlegt að velta þvi fyrir sér hvcrs vegna kröfur um aukinn einkarekstur á kostnað rikisrekstursins verða stöðugt háværari. Fyrir þvi liggja vafalaust að nokkru utanaðkom- andi ástæður, svo sem hug- myndafræðilegir straumar er- lendis frá, en ástæðurnar má einnig finna aö nokkru leyti hér innanlands. I Helgarpóstinum á liönum misserum hefur iðulega verið bent á ótrúleg dæmi um Adeins góöar fréttir NU er stórhelgi páskanna ásamt nærliggjandi fri- og helgidögum að mestu að baki, og samanlagður flugvélafloti landsmanna hefur skilað drjúg- um hluta ferðalanga heim. Þó ef til vill ekki öllum þeim, sem leituðu utan, en vonandi koma þeir aftur i vorbliðu og hafa sérstaka fyrirbæris, sem ein- ungis sést i islenskum milli- landaþotum, biðraðir við sal- ernin. Og þegar við minnumst göngu Krists á Golgata, þegar Simon varð að bera fyrirhann krossinn siðasta spölinn, þann dag sem myrkvaði um miðjan dag, þá Akureyrarpóstur f rá Bjarna Sigtryggssyni þegar kvatt kaldasta vetur i minni okkar, þeirra sem ekki hafa aldur til aö muna frosta- veturinn 1918. Skyldleiki viö nautfé. NorðurálfubUar virðast eiga það sameiginlegt með nautfé, að kunna sér ekki læti þegar voriö tánum tyllir. Þetta nálg- ast það að vera trúaratriði, þaö að komast eitthvaö af stað, likt og þegar kýrnar leika við hvurn sinn fingur. Þegar stórhátið kristninnar gengur i garö og minnst er helgi siðustu kvöld- máltiðarinnar, þá fara fokkerar og bóingar með drunum og þyt milli landshluta og skila hundruðum ef ekki þúsundum landsmanna tilmeginlandsins. t þr játiuþUsund feta hæð er brauðið ekki brotiö og blessað, heldur er þar snædd hin hefð- bundna gerviskinka i plast- umbUðum, og skolað niður með tvöföldum vodkikók og sjö-átta bjórum. Sem aftur leiðir til hins skeiöa allir sem vettlingi geta valdið með skiðin á bakinu upp til fjalla, þar sem stólalyftan tekur við og ber okkur hinsta spölinn. Þannig sjáum við spegilmynd táknrænna trúarat- hafna hvarvetna i þeirri einu trUarhelgi sem tslendingar allir sem einn játast og viröa, sól- dýrkuninni. Draugarnir látnir. Ekki þori ég aö hætta mér Ut i samanburð af nokkurri kunn- áttu,en af þeirri tilfinningu sem ég leyfi mér óspart þori ég að fullyröa að helgiathafnir okkar tengist allar á einn eða annan hátt þrá okkar til ljóssins, og þá fyrstog fremst hins veraldlega. En ekki má gleyma hinum þætti ljóssins, en hann undirstrikar aðeins vægi veraldlega gildis- ins, og það sést best á þvi, hve trUarlif þjóðarinnar hefur breyst eftir þvi sem rafmagns- veitur efldust i byggðum lands- ins. Þær hafa að mestu eytt öll- um draugabyggðum. 1 dag þýðir ekkert að hræða börn á draugum. Ef þeim er sagt að draugarnir komi ef þau fara ekki að sofa, þá er vitað mál að þau neita að fara að sofa fyrr en þá fái að sjá að minnsta kosti einn draug. „Gerðu það, bara einn”, grátbiðja þau. Og jaðrar viö að vilji maður fá börnin til að lesa bænirnar sinar, þá þurfi maöur aö halda þvi fram að konan i sjónvarpinu hafi sagt það að þær séu ekki ætlaðar börnum. Eg vona bara að kirkjan verði sá klettur að elta ekki allar tiskudettur það langt, að farið verði að auglýsa messur, þar sem prestarnir verði i videö. Þrengri hagur. Enkveöjum páskana aö sinni. Þvi nú er sumarið komið. Ef spár feröaskrifstofa rætast verður örlitil aukning i komu er- lendra ferðamanna hingað i sumar, þrátt fyrir samdrátt i ferðamennsku i viðskiptalönd- um okkar. Ekki er hægt að sjá að aukning verði mikil I ferðum tslendinga utan, þótt boðið sé upp á nýjar slóðir, svo sem eins og að upplifa „andrúmsloft villta vestursins” eins og ein ferðaskrifstofan auglýsir. Það er hins vegar liklegra aö það andrúmsloft muni rikja milli ferðaskrifstofanna sjálfra og flugfélaganna, verði sam- dráttur verulegur, eins og reyndar þegar er farið að bera á. I sjálfu sér er þarna aðeins um það að ræða, að hagvöxtur er að verða búinn i iðnrikjum okkardaga. Þau tóku út vöxtinn á áttunda áratugnum, og um hagbata verður vart að ræða Ur Utivist og náttúruvernd Hiöeinstaka góðviðri sem veriö hefur um land allt um páskana, og Náttúruverndarþing, sem haldið er i Reykjavik i vikunni, leiöir hugann að náttúruvernd á Islandi og aukinni útivist hér á landi. Fram undir þetta höfum við Islendingar varla kunnað að lifa i eigin landi hvaö varðar úti- vist og náttúruvernd. Það eru ekki mörg ár siöan öræfaferðir voru einkasport fámennra áhuga mannahópa,og uppistaðan i þeim voru oft náttúruvisindamenn, sem þurftu beinlinis atvinnu sinn- ar vegna aö ferðast um landið. Að öðru leyti voru öræfin óþekkt al- menningi i landinu, nema auðvit- að bændum og búaliði i sveit sem fór á fjall á hverju hausti og komst þá i nána snertingu viö náttúruna. Brúun stóráa hér á landi og betri bilar hafa gert þaö aö verkum að nú geta flestir bil- eigendur ekið inn á Kjöl að norð- an og sunnan, og yfir hásumarið að minnsta kosti, komast menn hér sunnanl- nds nú inn fyrir Sig- ölduvirkjun og i Landmannalaug- ar, án þess aö hafa undir höndum rándýr og eyöslufrek tryllitæki. Þekkja útlendingar iandið betur? Óneitanlega er nokkur munur á, eöa hefur veriö, feröamáta tslendinga og útlendinga hér á landi. Otlendingarnir hafa i rik- ara mæli látið aka sér á ákveðna staöi, aö þaðan hafa þeir svo farið i lengri og styttri gönguferöir. Margir lslendingar hafa hinsveg- ar haft annan háttinná. Þetta kemur glöggt i ljós, þegar farið er t.d. að sumarlagi inn i Land- mannalaugar. Þar liggja út- lendingar viö i tjöldum svo dög- um skiptir og fara I gönguferðir um nágrennið, enda nóg að skoða. Hinsvegar vill þaö brenna við hjá meirihluta þeirra tslendinga sem þangað koma, aö þeir þeysa inn i Laugar aö kvöldlagi, fara gjarn- an i baö og taka um leið tappa úr flösku. Siöan er setið við tjald- skörina I timburmönnum daginn eftir. Þeir hressustu i hópnum ganga þó á Bláhnjúk. Daginn eftir er svo afgangurinn af pylsunum settur I pottinn, áður en brennt er af staö I bæinn. Þetta er kannski svolitiö ýkt lýsing, en hún á við marga. Sem betur fer virðist þó þróunin vera i rétta átt, og það á sérstaklega viö ungt fólk, sem viröist hafa mun meiri áhuga á landinu en margt miöaldra fólk. Koma þarf til móts við áhugann Ferðafélag Islands og Útivist hafa með lofsverðum hætti komið til móts við aukinn áhuga fólks á landinu, en vart verður hið sama sagt um hið opinbera. Mjög skort- ir til dæmis á alla upplýsinga- starfsemi, sem á að vera hluti af starfsemi Náttúruverndarráös. Þarna kemur tii fjárskortur eins og á svo mörgum öðrum sviðum þjóölifsins. Fjarveitingar til Náttúruverndarráðs hafa hvergi nærri aukist i réttu hlutfalli við veröbólguna hvað þá aö raun- verulega auknum fjármunum hafi verið veitt til þessa mála- flokks. Þetta á bæöi viö um riki og bæjarfélög, með kannski örfáum undantekningum. Sveitar- stjórnarmenn eru á ferðinni til Reykjavikur allan ársins hring, og alltaf er veriö að kria út pen- Fostudagur 24, apríl 1981 híDlrjarpncztl irinn bruðl og óskynsamlega ráðstöfun á fjármunum skattborgara i rikisrekstrinum. t stöku tilfellum á þetta sér sin- ar eðlilegu skýringar, þegar um er að ræða dýra þjónustu við þegnana, sem rikið verður að taka á sig, þar sem ábatavonin er svo litil aö engir talsmenn einka- framtaksins myndu lita við þeim sviðum. En oftar er hreinlega um það að ræöa að rikið skákar i skjöli einokunar eða séraðstöðu og forsvarsmenn þess telja sig ekki þurfa að standa neinum skil á gerðum sinum. Þarna er þvi meinið oft á tiðum fyrst og fremst hugarfarslegs eðlis og hefur átt stóran þátt i að grafa undan tiltrú almennings á rikisrekstri og gera hann að cins konar óskapnaði i vitund almennings. Það er þvi ánægjulegt að heyra viðhorf hjá forsvarsmanni opin- berrar stofnunar á borð við þau sem koma fram hjá Elfu Björk Gunnarsdóttur, borgarbókaverði i viðtali við Helgarpóstinn. Hún segirþar m.a.: „Ég hef orðið vör þessu. Hagurinn mun þvert á móti þrengjast lltillega, og við munum þurfa að aðlagast þrengri hag, lakari kjörum. En það þurfa vissulega ekki að verða lakari lifskjör, ef við kunnum aö laga okkur sjálf að minni neyslu, og ef við beitum hugvitinu i rikara mæli og þroskum okkur til að lifa i sátt við auðlindir náttúrunnar og losum okkar við tilhne^igingar til aö granda þeim fyrir stundargróða. Þaö góða færist í vöxt. Ég fæ ekki betur séð en margt tómstundagaman ‘af hinu góða færist i' vöxt. Við verjum nú meiri tima og orku I að stunda hvers kyns likamsrækt, trimm, en áður tíðkaðist. Við gefum mataræði okkar meiri gaum. Viða er farið að beita markviss- um aðferðum innan félaga og fyrirtækja til að verjast illum áhrifum álags og streitu. við að sums staðar rikir sá andi, að þegar maður vinnur hjá opin- berum stofnunum, þá geti maður unnið slakar og þurfiekki að fara vel með fé. Það hef ég aldrei skil- ið. Þetta er okkar sameiginlega fé og það á að gæta hagsýni eins og hægt er á flestum sviðum. Þetta á til dæmis við i sam- bandi við húsnæði. Þar finnst mér að hið opinbera ætti að ganga á undan með góðu fordæmi og reyna að teikna og byggja „ódýrt” eftir þvi sem hægt er og í samstarfi við þá sem eiga að vinna i húsinu, til þess að ekki gleymist það nauðsynlegasta. Við þessar byggingar ætti að hafa I huga að gera litið i einu og koma þvi sem fyrst i gagnið.” Væri sjónarmið i þessum anda og ámóta hugarfar rikjandi innan reksturs hins opinbera, þyrfti naumast að spyrja að þvi að allur þorri tslendinga mundi una vel við hæfilega rikisforsjá, og einka- rekstur og rikisrekstur að geta dafnað hlið við hlið i góðri hrynj- andi. Endurmenntun fullorðinna fær- ist I vöxt. Við erum aö minnka að nokkru vinnuálag, en færum það þess i stað yfir á sjálfsrækt. Ef við kunnum okkur hóf, þá getum við aukið lifsgæðin, þótt þjóðarframleiðslan minnki, þ.e. sú framleiðsla sem mæld er af þjóðhagsstofnun i seljanlegum verðmætum. Verum bjartsýn. Þess I stað snúum við okkur frekar að öflun annarra verö- mæta, sem við þörfnumst engu að siður. Ég er siður en svo svartsýnn. Þvert á móti er engin ástæða til nokkurs nema bjartsýni. Hættum að gera úr- tölumönnunum hátt undir höfði. Það væri full ástæða til að leggj- ast á sveif með hinum, og til dæmis mætti gera það að reglu að byrja allar hádegisfréttir i útvarpinu með fimm minútum af góðum fréttum. Það myndi bæta meltinguna. HÁKARL inga i hafnargarðinn eöa skóla- húsið, en mjög sjaldan heyrist hinsvegar um þrýstihópa utan af landi til að knýja á um meiri pen- inga til náttúruverndar. Hér þarf að veröa mikil breyting á, og auö- vita á Náttúruverndarþing að marka stefnuna i þessum efnum. Efla þarf starfsemi Náttúru- verndarráðs tii mikilla muna og starfsemi þess þarf að vera á þann veg aö hver einasti Islend- ingur veröi var við hana. Hér á landi eru miklir fjársjóðir i margskonar náttúrufyrirbrigðum og minjum, þetta tvennt þurfum viö að vernda vel, en gera það jafnframt aðgengilegt, ekki aö- eins fyrir sérvitra erlenda ferða- menn, heldur fyrir landsmenn alla. Þá veröur aö vera þannig um hnútana búiö aö borgarbúinn geti fariö frjáls feröa sinna um landið, meðfram ám og um fjörur, svo tvennt eittsé aöeins nefnt. Landið á ekki að vera nein einkaeign nokkurra auðugra jarðeigenda, heldur eign þjóðarinnar. Hákarl

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.