Helgarpósturinn - 24.04.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 24.04.1981, Blaðsíða 4
NAFN: Bernharður Guðmundsson STAÐA: Prestur og fréttafulltrúi þjóðkirkjunnar FÆDDUR: 28. janúar 1937 HEIIVIILI: Hlíðarvegur 6, Kópavogi HEIMILISHAGIR: Eiginkona Rannveig Sigurbjörnsdóttir og eiga þau þrjú börn BIFREIÐ: Peugeot árg. '76 ÁHUGAMÁL: Mannlíf og lífsins gæði Föstudagur 24. apríl 1981 —helgarpósturinn. Prestar berjast við sína mannlegu breyskleika Umræöa um trú og kristna kirkju hefur veriö talsverö á siöustu mánuöum. Menn eru langt frá þvi að vera á eitt sáttir um stööu kirkjunnar hér á landi og þaö er skoöun ýmissa aö hún hafi dagaö uppi í hinni hrööu þróun nútimans. Aðrir segja hins vegar a'ö kirkjan eigi ekki aö elta þróunina, þvi hún byggi á klöppsem aldrei haggast — boöskap Krists. Þvl skuli kirkjan ckki óttast breytta tíma. Fólk þurfi alltaf á kirkju og trú að halda og þá sé ekki spurt um tíöarandann, stjórnmálaviöhorf eöa annaö þaö, sem hæst bcr I þjóðfélaginu. Nokkrir hafa orðið til þess aöbenda á, aö I dag nái kirkjan aöeins til litiis hluta þjóöarinnar. Boöskap- urinn sé h jóm eitt i eyrum nútiinamannsins. Þess vegna þurfi aö leita nýrra og ferskra leiða i trúboöi kirkjunnar. Þaö er sér Bcrnharður Guömundsson, fréttafulltrúi Þjóökirkjunnar, sem er I Yfirheyrslu um þessi mál. Hver er staða kirkjunnar í dag I islensku þjóölifi? ,,Það hafa aö visu engar rannsóknir fariö fram i þessu sambandi og ég byggi þvi skoðan- ir minar einungis á tilfinningu. Kirkjan viröist eiga djúpar rætur meö islensku þjóöinni. Þaö sér maöur t.d. á þvi aö fólk leitar óhikaö til kirkjunnar þegar á bjátar og almenn kirkjusókn fer vaxandi. Flestöll börn hérlendis eru einnig skirö og fermd, þorri hjónavigslna er framkvæmdur af prestum. Þá er mjög fátitt hér að fólk fái ekki kirkjulega greftrun. Kirkjan kemur þvi itrekað inn i lif hvers manns og hún byggir á venjum sem standa ef til vill traustari fótum hér á landi, en á sumum Norðurlöndunum. Þetta má ef til vill skýra af nábýli okkar islendinga viö sjóinn og um leiö viö dauöann. Við eigum ef til vill sannveröugri mvnd af lifinu og gildum þess, en almenningur i dæmigerðu stórborgarsam- félagi. Þaö eru nú um tuttugu ár siöan ég vigöist sem prestur og á þessum tima virðast hafa oröið umtalsveröar breytingar á af- stöðu fólks til kirkjunnar. Hér á árum áöur fannst mér afskipta- leysiö gagnvart kirkjunni meira. Ég held almennt aðlandsmenn hafi allmiklar væntingar gagn- vart kirkjunni, eins og raunar hefur komið fram á siöustu vikum og mánuöum i aukinni umræöu um trúmál og kirkjuna. Hinsvegar er kirkjan i spenni- treyju rikisvaldsins, sem oft heft- ir starf hennar og stööu.” Er þaö ekki talandi dæmi um stöðu kirkjunnar, aö fólk er farið aö lita á hana sem hefö og störf hennar föst og venjubundin. Hún er eins og stofnun sem allir ganga að, en enginn hugsar um dags daglega? ,,Þaö er auövitaö hætta fyrir allar stofnanir aö veröa stein- gerðar I forminu. En andi Guðs brýtur af sér slík form og end- urnýjast, þótt menn greini þaö ekki alltaf. Kirkjusagan sýnir okkur þetta hins vegar. Aftur á móti má ekki gleyma þvi að hin kristna kirkja er tæplega 2000 ára gömul stofnun meö miklar og traustar hefðir og hún hlýtur að vera íhaldsöm á þaö góöa. Hún hleypur ekki sjálfkrafa eftir öllum tiskuhreyfingum sem skjóta upp kollinum, enda er tiskan sibreytileg og fer raunar i hringi.” Þú segir fólk leita til kirkjunnar I neyö, þegar eitthvaö bjátar á. Er þá kirkjan einhvers konar neyöarvörn fólks, þegar allt annaö þrýtur? ,,Ég þeitki auðvitaö ekki lungu og nýru fólksins. En Guö á ekki aö vera fólki eins og einskonar tryggingarfélag. Þaö er alveg rétt. Hins vegar sagöi ég ekki aö fólk leitaöi aöeins til kirkjunnar þegar á þaö hallaöist i lifs- baráttunni. I samtölum viö fólk hef ég oröið þess var aö langtum fleira en almennt er taliö iökar bænalif og tekur trú sina alvar- lega. Þaö hefur bara ekki hátt um þaö. Þaö er talsvert feimnismál fyrir fólk aö tala um trú sina. Hefur kirkjan náö aö fylgjast með breyttum timum I þjóðfélaginu? Er ekki staöreynd- in sú, aö hún hefur setiö eftir, en þjóöfélagsgeröin gjörbreyst meö hraðfleygri þróun á flestum sviðum? ,,Það er alveg rétt aö þjóöfélagsbreytingar hafa veriö geysilega miklar á undanförnum áratugum. Island hefur breyst úr sveitaþjóðfélagi yfir I borgar- samfélag. Þaö hefur engin stofn- un náö aö fylgjast algjörlega meö þessari þróun, enda verið nánast ókleyft að grei r.a stööuna og meta hana þegar breytingarnar hafa verö eins örar og raun ber vitni. Það er hins vegar geysi- mikiö atriöi fyrir stofnun eins og kirkjuna að skynja taktinn i tilverunni og finna leiöir til aö ná til fólks á hverjum tima. Þaö er sitthvaö aö gerast I þjónustu og boðunarmáta kirkjunnar nú, sem nær til fólks og ýmsar tilraunir eru gerðar til aö finna bestu aðferöirnar. Er ekki fullljóst að kirkjan hefur raunverulega gefist upp á hinu raunverulega trúboöi og lætur Iönd og leið allan þorra fólks, en byggir starf sitt upp á fá- um hvítþvegnum sálum? Er þetta ekki hálfgert innanhússimakerfi sem er í gangi innan kirkjunnar? „Þetta er röng alhæfing að minu mati. Eins og ég nefndi i upphafi, þá innir kirkjan af hendi ýmsa þjónustu fyrir allan al- menning, s.s. skirnir, fermingar, hjónavigslur o.s.frv. Þá gegna prestar stóru hlutverki sem sálu- sorgarar og sem menn sátta og samninga í deilum milli hjóna svo fátt eitt sé nefnt. Prestar og kirkjan sem heild kemur nefni- lega viðar við, en margan grunar”. En er það ekki langt i frá, aö fdlk sæki þessa þjónustu sem þú nefnir til kirkjunnar vegna trúarinnar og stuðnings við kirkj- una, heldur einfaldlega vcgna þess aö þetta er eina stofnunin sem innir þessi verk af hendi og reglur samfélagsins mæla svo fyrir að æskilegt sé aö skira, ferma o.s.frv.? ,,Það er ekki sjálfvirkt kerfi sem kallar fólk til kirkju. Þaö stærir sig enginn af þvi að hafa fariðtil kirkju. Þvert á móti hefur mér virst, að fólk leiti oft á tiöum eftir átyllu til að geta fariö til kirkju. Og það er min trú, að þær breytingar sem ganga i þá átt, að safnaöarfólkið verði virkari i messunni t.d. með almennum söng og altarisgöngu leiði til enn frekari kirkjusóknar”. En er það el.ki staðreynd sem þiö kirkjunnai menn verðið að kannast viö, að það er aðeins fá- mennur minnihlutahdpur sem er virkur i safnaðarstarfi og al- mennu kirkjulegu starfi? ,,Hann er ekki nógu stór, hann er aldrei nógu stór. Hinsvegar er þaö misskilningur að kirkjusókn sé eins lítilog oft er af látið. Viða út um land kemur kannske þriðj- ungur sóknarinnar til messu og á hátiðum allur þorrinn. Hinsvegar er félagsleg deyfð á höfuðborgar- svæðinu og það kemur lika niðri á kirkjunni. En hvað heldurðu að margir kæmu á fundi i öðrum félögum sem kæmu saman hvern sunnudagsmorgun . Þúsundir manna starfa i kirkjukórum þúsundir i kvenfélögum, æsku- lýðsfélögum o.s.frv. Það þarf að kynna betur safnaðarstarfið sem fer fram og bjóða fólki rækilega til þátttöku. Hérhegg ég náttúr- lega að sjálfum mér þvi að mitt starf er auövitaö að efla kynningu á starfi kirkjunnar”. Tala kirkjunnarmenn tungu- mál sem fólk skilur? Er prcstum ekki of tamt að tala i langsóttum líkindum og á rósamáli sem fólk skilur ekki með góðu móti? „Prestar eru auðvitað mis- jafnirræðumenn og það er ekki á allra færi að semja og flytja vandaða ræðu. Þetta er einmitt mál sem brennur talsvert á mér sem fjölmiðlamanni, aö tryggja það að fólk skilji boðskap presta, þvi hvaða gagn er i glæsilegri ræðu prests sem aðeins fáeinir skilja. Hins vegar verður að var- ast það að einfalda hlutina um of. Það er of rikt i þjóðfélagi nútim- ans að einfalda hlutina nánast ofan i ekki neitt. Kirkjan fjallar oft um vandamál og trúarlega þætti sem ekki alltaf er auðvelt að tjá á hversdagslegan hátt. Ég get á hinn bóginn tekið undir það, að ýmis hugtök sem prestar verða að nota vegna þess að þau eru lykilorð i kristinni kenningu, svo sem friðþæging eða endur- lausn, eru ekki ljós öllum al- menningi og á meöan svo er, þá verða boðskiptin auðvitað stirð- ari. Kirkjan á þarna við sama vandamál að striða eins og margar stofnanir aðrar, t.d. i tækni eða stjórnmálum, að tungu- takið getur á stundum oröið dá- litið sérhæftog erfitterað komast hjá þvi”. Er ekki sannleikurinn sá að ýmsir klerkar vilja forðast vandamál hins daglega lifs með skrúðmælgi og öflugur hópur inn- an kirkjunnar vill ekki aö kirkjan líti um of til liðandi stundar og þeirra dægurmála sem skjóta upp kollinum i þjóöfélaginu? Þessu er dálitið erfitt að svara á einhlitan hátt. Sumir prestar og sa finaðarmenn telja að kirkjan eigi ekki að blanda sér um of i veraldlegar deilur dagsins. Flest- ir telja þó eðlilegt að boðskapur- inn sé settur i samhengi við að- stæður lífsins, eins og þær eru hverju sinni. Þetta gerði Kristur. Kirkjan má auðvitað ekki lokast inni í eigin heimi og hún verður að taka dæmi af daglegum viðburðum i' sinum boðskap. Það er aftur matsatriði hve langt á að ganga i' þessum efnum og varast verður pólitiskar eyrnamerk- ingar i þessu sambandi. Ég hlakka til aðtaka þátt i þjóðmála- umræðu innan safnaðanna á breiðum grunni. Ég er hins vegar ekki fylgjandi þvi að kristilegir stjórnmálaflokkar eigi rétt á sér.” Nú sagði Kristur að „þeir siðustu yrðu fyrstir og þeir fyrstu siðastir”. Þá spyrja menn, hvers vegna láta prestar ekki kosninga- baráttu lönd og leið i prestskosn- ingunum og leyfa henni að hafa sinn eðlilega gang án áróðurs og baráttu fyrir kosn- ineu? „Prestskosningar eru af hinu illa og þar tapa allir. Þetta er böl sem prestastéttin ein stétta þarf að búa við. Sifelldar óskir kirkj- unnar um breytingar á þessu hafa verið hunsaðar af Alþingi. Ég held einnig að það séu ekki prest- arnir sjálfir sem leggi þetta ofur- kapp á prestskosningarnar eins og þú gefur I skyn, heldur séu það áhugasamir stuðningsmenn”. En gætu prestar ekki leyst þetta mál sjálfir, einfaldlcga meö þvi aö banna allan kosninga- áróöur I þessu sambandi? „Prestar hafa talsvert rætt það sin i milli og sá möguleiki er jú fyrir hendi, en eðlilegast væri samt að þessar kosningar yrðu hreinlega aflagðar. Þær eru böl ”. Er ekki nákvæmlega sami hluturinn að gerast viðvikjandi biskupskosningunum I sumar? Þar eru prestar farnir af staö I baráttu um þaö háa embætti. „Ég held að umræðurnar um biskupskosningarnar sem nú fara fram séu dæmigert fjölmiölamál, t.d. þegar sjónvarpið kallaði til þrjá presta og stilltiþeim upp sem kandidötum. Staðreyndin er nefn- ilega sú að allir prestar og guð- fræðingar eru i kjöri til biskups.” Þessir þrir mættu nú samt I sjónvarpssal titlaðir sem likleg- ustu biskupskandidatarnir? ,,Já, þeir gerðu það.” Hefur mikill áróður verið I gangi hjá prestum varðandi biskupskosningarnar? „Það hefur enginn talað við mig og beðið um stuðning.” Hefur verið leitað eftir stuðn- ingi við ákveðna frambjóðendur hjá öðrum prestum? „Ég get ekki fullyrt um það.” Hvernig menn eru prestar þessa lands? Vilja þeir láta lita á sig sem hreinlifa, vammlausa og syndlausa þjóna Guðs, eöa eru þeir syndum spilltir og breyskir eins og t.d. blaöamenn? „Við prestar erum jafn syndum spilltir frammi fyrir Guði og t.d. blaðamenn, fyrst þú nefnir þá. Hins vegar gera kristnir menn sér grein fyrir breyskleikum sin- um og beiðast fyrirgefningar Guðs á þeim. Prestar verða að berjast eins og aðrir við sina mannlegu breyskleika með Guðs hjálp. Þeir eru kallaðir til heilagrar þjónustu og verða að ljá þar likama sinn og sál og þvi getur oft fylgt mikil innri barátta. Við prestar finnum sifellt fyrir þvi hve ónýtir þjónar Guðs við erum.” Nú er kirkjan almennt talin ihaldssöm I eðli sinu, sbr. kristi- legu flokkarnir á Norðuriöndum, en samt byggir hún á byltingar- kenndum boöskap Krists. Hvernig fer þetta heim og saman? „Það er verkefni kirkjunnar að ráöast að meinsemdum þjóðfélagsins að dæmi Krists og ég skal viðurkenna að ég sakna stundum hins byltingarkennda anda i boðskap kirkjunnar hérlendis. Hvaö heldur þú að margir tslendingar hafi hugsað til Krists á krossinum á föstudaginn langa? „Hugsaðir þú til hans?” Já, lauslega. „Ég lika. Þá höfum við báðir gert það og það er 100% i þessu herbergi hér.” Nú heyrði ég hinsvegar aldrei fólk ræða um trúarlegu hliö pásk- anna um páskahelgina. Litur fók fyrst og fremst á páskana sem góða fri — og hvildardaga? „örugglega hefur fólk mest tal- aöum friið sem fylgir páskunum, en ég veit að fólk hefur lika innra með sér hugsað um páskana út frá trúarlegu sjónarmiði. Þú ræöir ekki um Krist á krossinum við morgunverðarborðið. Þú ræöir það mál kannski frekar viö sjálfan þig I einrúmi, eða viö vin þinn sem þú treystir.” eftir Guðmund Árna Stefánsson-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.