Helgarpósturinn - 15.05.1981, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 15.05.1981, Blaðsíða 5
5 halrjrirpnczti ir/rin Föstudagur 15 maí 198i virBist lltil von um að starf nefndarinnar beri ávöxt á þessu þingi þvi hún mun enn ekki hafa komið saman... • Forsetakjör fer fram hjá Bandalagi islenskra listamanna nú á sunnudag. A fundi BIL fyrir skömmu komu fram uppástungur um tvö nöfn til að taka við af Thor Vilhjálmssyni — Þorgerðar Ingólfsdóttur, tónlistarmanns og Hrafns Gunnlaugssonar, leik- stjóra, og fengu báðar uppá- stungur hljómgrunn. Vitað er að Hrafn mun ekki gefa kost á sér, enda verður hann væntanlega i Cannes um þessa helgi þar sem sýna á Óðal feöranna á kvik- myndahátiðinni. Hvað Þorgerður gerir eða hvort önnur framboð koma fram er ekki ljóst, en heyrst hefur aö hreyfing sé fyrir þvi að Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld gefi kost á sér. Ennfremur hefur heyrst að Þorgerður sé á förum af landi brott. • Umsóknarfrestur um nýjann tónlistarstjóra útvarpsins rennur út i dag. Innan stofnunarinnar heyrum við að mestur stuðningur er við Jón örn Marinósson, vara- dagskrárstjóra og fyrrum frétta- mann, en innan útvarpsráðs stendur liklega Þuriður Páls- dóttir best að vigi með stuðning Sjálfstæðimannanna visan amk. eftir þvi sem best verður vitað. 1 röðum tóniistarfólks mun hins vegar hafa verið leitað logandi ljósi að kandidat i starfið, sem gæti talist óumdeilanlega réttbor- inn til starfsans, þvi að i þeim röðum er lögð mikil áhersla á að tónlistarstjórinn sé menntaður i tónlistarfræðum, en það er Jón öm ekki, þótt hann þyki smekk- - maður á tónlist. Siðast þegar við vissum var þessi „sterki” kandi- dat ekki kominn i leitimar. Það er útvarpsstjóri en ekki mennta- málaráðuneytið sem veitir stöðuna I þessu tilfelli. • Og meira um útvarpið. Björn ólafur Gíslason, fulltrúi á dag- skrárdeild útvarpsins og góð- vinur flestra sem þar koma nálægt dagskrárgerð, hefur nú sagt upp störfum hjá stofnuninni og ráðið sig til Félags isl. bókaút- gefenda.... • Hræringar setja svip sinn á blaðaheiminn um þessar mundir og veruleg hreyfing á mannskap inni og Utúr fjölmiðlunum. Þannig er i' uppsiglingu breyting á toppnum hjá umsvifamestu blaðaútgáfunni, Frjálsu fram- taki. Þar hefur Pétur J. Eiriks- son, framkvæmdast jóri sagt stöðu sinni lausri og ráðið sig til Flugleiða. Mun Pétur þar i júli eða ágúst hefja störf i markaðs- deildinni. • Sjónvarpsdagskráin hefur ekki verið uppá marga fiska undan- farið og skánar varla úr þessu fyrr en i haust. Þó eru nokkrar ágætarbiómyndirtil að hugga sig við á dagskránni fyrir sumarfri og þeirra frægastar eru tvær af bestu myndum breskrar kvik- myndagerðar seinni tima Satur- day Night and Sunday Morning eftir Karel Reisz með Albert Finneyog sú seiðmagnaða mynd Nicolas Roegs Don’t Look Now sem sýnd verður siðasta dag fyrir sumarfrf 30. jUni... • Rangt var sagt I klausu i siðasta blaði að Samvinnuferðir ihugi málshöfðun vegna lesenda- bréfs i Dagblaðinu. Umrædd bréf birtust i Velvakandadálki Morgunblaðsins. Fjörurnar 3 um, sem mundu berast fyrir veðri og straumum. A þvi má þó ráða bót með þvi að setja upp tiltölu- lega einfaldar hreinsistöðvar og skrapa þessi föstu efni upp i geyma, sem siðan væru tæmdir á þar til valda staði. Þessa hreinsun má siðan full- komna með þvi að veita skólpinu I tjarnir eftir grófhreinsun, þar sem megnið af þvi sem þá yröi eftir félli til botns. Þriðja stigið yrði að hreinsa þaö sem enn væri eftir með efnafræðilegum að- ferðum og hleypa þvi siðan út I sjó, blönduðu klóri. Svo mikil hreinsun yrði þó gifurlega dýr og telja má vist, að langt sé i land, að hún verði að veruleika. Til viðbótar hreinsuninni telur Skipulagsstofan nauðsynlegt að koma fyrir dælustöövum i skólp- leiðslunum að minnstakosti við útrásirnar, ella verði erfitt að koma skólpinu nægilega langt út I sjó, og það gúlpaöist niöur i fjör- urnar eins og nú gerist á Skelja- nesi. Átta sjónarmið Algjörri hreinsun strandlengju höfuðborgarsvæðisins á ekki að vera aö fullu lokið samkvæmt þessum hugmyndum fyrr en eftir 20 ár. En verði þeim hrundið i framkvæmd má þó eiga von á þvi að hlutar hennar verði hreinir, eða þvi sem næst hreinir, mun fyrr. Aður en svo verður þarf þó að yfirvinna mörg ljón á veg- inum. Sveitarfélögin sem standa að samvinnunefndinni um hol- ræsamál eru átta talsins, og full- trúar þeirra eiga vafalaust eftir aö eiga erfitt með að koma sér saman. Forsmekkinn höfum við raunar þegar fengið. Seltirningar hafa m.a. aftekið með öllu að leyfa Reykvikingum að leiða skólp frá sér eftir endilöngu nesinu og út I hafsauga við Gróttu eins og eitt sinn var áformað. Og Hafnfirð- ingar eru með áætlanir um lausn vandans, sem virðist ekki falla saman við hugmyndir um teng- ingu yfir Arnarnesvoginn og út á Kársnes. Ennfremur eru sumir hræddir um, að útrennsli i Skerjafjörð muni menga fjörur forsetans á Alftanesi. En hvað sem öllu þessi liður hlýtur það að vera krafa ibúa höfuðborgarsvæðisins, að strand- lengjan verði hreinsuð, og það hið allra fyrsta. Vandamálið virðist fyrst og fremst vera þaö, að stjórnmálamönnunum sýnist varla vænlegt til vinsælda að leggja miklar fjárfúlgur I fram- kvæmdir sem þessar. En út i annað eins fjármálaævintýri og minna umdeildanlegt, hefur verið lagt. Þessi nýja lína er gerð fyrir fólk, sem hefur ánægju af mat og kryddi. í henni eru krúsir fyrir kaffi, te, sykur og ', auk 20—30 tegunda krúsa fyrir krydd, sultur og marmelaði. Þá eru í línunni ofnföst föt af mörgum stærðum og geröum. HÖFOABAKKA SlMI 85411. REYKJAVlK. í póstáskrift fyrir landsbyggðina Hefurðu átt í erfiðleikum með að fá Helgarpóstinn í þinni heimabyggð? Af marggefnu tilefni hefur verið ákveðið að bjóða ibúum dreifbýlis að fá Helgarpóstinn sendan heim í hverri viku í pósti Útfyllið og klippið út seðilinn hér að neðan, sendið Helgarpóstinum, Síðumúla 11, Box 320, Reykjavík, ásamt nýkr. 180. í snatri og þið fáið blaðið von bráðar heimsent Áskriftin gildir í hálft ár Ég óska eftir hálfsárs póstáskrift að Helgarpóstinum á nýkr. 180. Nafn. Heimilisfang. Gerðu Helgarpóstinn að föstum pósti í þínum pósti

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.