Helgarpósturinn - 15.05.1981, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 15.05.1981, Blaðsíða 7
7 Jie/garpncrf’l irínn Föstudagur Í5. maí 1981 uröur hótelstjóri ástæöuna vera þá, að þeir hafi alltaf reynt að fylgjast með þróuninni. Að visu hafi verið dálitil lægð á árunum 1976—79, en nú er þar alltaf fullt um hverja helgi, og hefur verið lengi. Auk þess hefur myndast sú hefð, að islenskir námsmenn er- lendishittastþar alltaf á Þorláks- messu, jafnframt þvi sem Borgin hefur löngum verið samastaður háskóla- og menntaskólanema. Sögur af Borgarbragnum. Það fer ekki hjá þvi, að á þvi fimmti'u og eina ári, sem Borgin hefur starfað, hafi ýmislegt spaugilegt gerst, og skulu hér til gamans riffjaðar upp nokkrar sögur. Það var eitt sinn sem oftar, að árshátið var haldin i sölunum. Þegar veislan stóð sem hæst, tók einhver gestanna upp á þvi, að borða túlipana, sem voru þar á borðum. Hringt var i ofboði á lækni og honum sagt frá atburði þessum. Læknirinn svaraði þá umhæl: „Það er allt i lagi meðan hann borðar ekki kaktusa”. önnur saga segir, að eitt sinn hafi finn maður komið á hótelið, en ekki verið talinn æskilegur á staðnum. Ætlaði Jóhannes Jósefsson þá að henda manninum Ut og var tekin stefnan á bak- dyrnar. Þegar gesturinn sá hvað verða vildi, spurði hann Jóhannes hvort hann vissi eiginlega ekki hver hann væri. Skipti þá engum togum, að Jóhannes henti mann- inum Ut um aðaldyrnar i staðinn. Enn önnur saga segir, að eitt sinn hafikomið á borgina þekktur maður, sem átti það til að vera með stæla, eins og það er kallað. í þetta sinn tók maðurinn upp á þvi að hneggja eins og hestur, og vildi kjaftæðið, eins og stjórnmála- menn kalla þaö, og ég býst við að þeir kunni að vilja rekja eitt- hvað af þvi kjaftæði til þessara hópa, þó er það ekki ráðlagt mikið þar. Þess má geta, að einn stjórnmálamaöur kemur alltaf þarna, sem er Albert Guð- mundsson. Þetta eru gamlir leikfélagar hans, sem eru þarna og hann heldur tryggð við þá, en ég býst ekki við að hann hlusti mikið á ráðleggingar, eða að honum sé ráölagt e'-itt og annað”. Indriði sagði að honum litist illa á þaö, ef Borgin yrði seld til annarra nota en hótelreksturs. Hún hefði sögulegt gildi og þar hefðu verið haldnar allar meiri- háttar rikisveislur, handrita- veisla og konungsveislur. „Staðnum hefur ekki verið vel við haldið, og það þarf áreiðan- lega töluvert fé til að endur- bæta hann. En ef það er engin leið að reka þetta sem hótel af núverandi eigendum, heföi ég haldið, þó ég sé ekki með rikis- rekstri, að rikið ætti að kaupa þetta og reka sem hótel. Endur- byggja og hafa þetta sem grand hótel landsins áfram”. Indriði sagöi að sin fyrstu kynni af Borginni hafi veriö þegar hann var nýbyrjaður á Timanum, þegar hann var við Lindargötuna. A þeim tima, hafi margir ungir menn borðaö á matstofunni Vega, sem var þar sem Mokka-café er núna. Á laugardagskvöldum hafi menn svo oltið niður Bakarabrekkuna og niður á Borg, þar sem menn hafi staðið við barinn. „Við stóðum þarna nokkuð þétt og það voru ágætir menn með okkur, m.a. Leifur Haraldsson. sem er nú látinn. Hann var mikill félagi okk- ar og vinur, en hann átti það til, þegar hann var búinn að horfa svolitið i glas, að hann gat orðiö önugur útr I menn. Honum var ekki beint illa við þá, hann vildi bara segja hvernig honum fyndist að þeir væru. Þaö átti allt að vera I góöu, en menn tóku þessu mis- jafnlega. Leifur var nú ekki stór, og stundum sá maður hvar dyraveröirnir voru búnir að lyfta honum upp. Þá sá maður höfuö og herðar Leifs yfir mannþröngina svifa fram, en við fengum hann alltaf inn aftur. Við andskotuöumst I þvi. Þetta var svona þrisvar sinnum á kvöldi, sem Leifur sveif fram mannþröngina”, sagöi Indriði G. Þorsteinsson. ekki fara út. Jóhannes Jósefsson fór þá og náði i beisli, lagði það yfir axlir mannsins og teymdi hann Ut um aðaldyrnar. Fyrir um 30 árum gerðist það svo, að krakkar voru að elta minka við Tjörnina, en fyrir ein- hverja tilviljun komst dýrið inn um veitíngahurðina á Borginni og inn I Gyllta Sal, þar sem fram fór 150 manna veisla. Það varð að sjálfsögðu uppi fótur og fit i saln- um og stukku menn og konur upp á stóla. En strákur nokkur, Jón að nafni, var fljótur til að handsama kvikindið og fékk upp frá þvi viðurnefnið Minkur. Mörg fleiri spaugileg atvik hafa gerst á Borginni, en þetta verður látið nægja að sinni. Hér á eftir fara svo viðtöl við nokkra af fastagestum Borgar- innar, sem þangað sækja af mis- munandi ástæðum, ásamt stuttu spjalli við elsta starfsmanninn. segir Jórunn Ingvarsdóttir, elsti starfsmaðurinn gefur enginn sér tíma til að setjast” Jórunn smyr brauð: „Helst virðist það vilja drékka af stút og borða samlokur úr hnefa.” Jórunn Ingvarsdóttir er elsti starfsmaður Hótel Borgar. Hún hefur starfað þar i bráðum fimmtlu ár, nánar tiltekið frá 1. júnf 1933. Til að byrja með, var hún I uppvaskinu, en fór sfðan að afgreiða kaffi, og árið 1940 fór hún i smurbrauðið, og hefur starfað við það sfðan. Jórunn sagði, að á þessum tæpu fimmtfu árum, hefði margt breyst og var hún spurð hvað það væri helst. „Það er ekki svo gott að segja”, sagði hún. „Þaö eru komin ný vinnutæki. Dansleik- irnir voru öðruvlsi. Þá var fólkið prúöbúnara. Það hefur orðið mikil breyting, en ekkert, sem tekur fram þvi, sem var upphaflega.” Jórunn sagöi, að skemmtana- llfið hafi verið allt öðruvisi, fólk hafi ekki farið eins oft út. „Fólk borðaði mat og smur- brauö og það var drukkið öðruvisi, en drukkið samt. Nú gefur [^>20 “'•SS'2?8 há er tætófærið núna_að e.gnast 'Í?íflS,ásLtaklegagóðUverð1. 1 (S v^götu) Ef þú ert ynnciu vestur þysK S RenndU og^tu ýét ýetta e. betur. Gtc' Bræðraborgarstíg1-Sími 20080- (Gengiðinn frá Vestuigötu)

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.