Helgarpósturinn - 15.05.1981, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 15.05.1981, Blaðsíða 23
23 hnlrjr^rpn^tl irinn Föstudagur 15. maf 1981 Fátt eitt kemur á óvart i frum- varpi til laga um orkuver, sem Hjörleifur Guttormsson iönaöar- ráöherra lagöi fram á Alþingi i vikunni. Þaö helsta sem kemur á óvart, er ef til vill þaö, aö Hjör- leifur hafi ekki komiö mönnum á óvart og tekiö loksins afstööu um framkvæmdaröö virkjana. En Hjörleifur hefur nú veriö þekktur fyrir flest annaö i sinni ráöherra- tiö, en að keyra mál og ákvarö- anir i gegn á mettima og þvi bjuggust kannski menn ekki viö þvi innst inni, aö breyting yröi gerö á þeim vinnubrögöum aö þessu sinni, þrátt fyrir ýmsar yfirlýsingar rlkisstjórnarinnar i þá veru, siðustu mánuöi. Hjörleifur hefur lagt mikla áherslu á, að ekki megi flana neinu I orkumálunum og þau eigi á Suðurlandi, en heila máliö snýst um stóru orkuverin og rööun þeirra þ.e. Fljótsdals-, Blöndu- og Sultartangavirkjun. Mjög hefur veriö deilt á Hjörleif fyrir þaö, aö taka ekki af skarið og ákveöa framkvæmdaröö þess- ara virkjana. En máliö er langt frá þvi aö vera einfald. Auövitað gera allir sér ljóst, aö einhvern veginn þarf að virkja þá umfram- orku sem fæst meö byggingu þessara orkuvera þvi almennur markaöur tekur ekki viö öllu raf- magninu og þá beinast augu manna að orkufrekum iönaöi. Fljótsdalsvirkjun i þeirri stærö, sem um'er rætt, veröur t.d. aldrei raunhæfur valkostur, nema stór- iðjuver risi fyrir austan. Er þá reiknaö meö stóriöju á Reyöar- firöi. Hjörlcifur Guttormsson á biaöa- mannafundi um orkumálin. Hann hikar með endanlega ákvörðun, en það gera allir hinir lika. (Visismynd — LP) Allir biða, skoða og rannsaka með Hjörleifi að fullkanna bak og fyrir, áöur en ákvaröanir eru teknar. Þessari yfirlýsingu til styrktar, hafa heilu bókahillurnar fyllst á skrifstofu ráðherra, af skýrslum, athugun- um og rannsóknum á þeim virkj- anavalkostum, sem helst eru inni :i dæminu. Eins og margoft hefur komiö fram i fréttum á siöasta misseri og eins og frumvarp Hjörleifs ber meö sér, þá eru þaö Blöndu- virkjun, Fljótsdalsvirkjun og Sultartangavirkjun, sem um- ræöan stendur fyrst og fremst um. Ýmsir aðrir smærri valkostir eru einnig i myndinni: stækkun Hrauneyjarfossvirkjunar, Kvislaveita, stækkun Þórisvatns- miöjunar. Þá hafa Alþýöuflokks- menn I sinu orkufrumvarpi veriö meö virkjun viö Búrfell. I frumvarpi iönaöarráöherra, er stefnt að þvi, aö allur þessi pakki verði framkvæmdur. á næstu fimmtán árum. Ekki virö- istdeilt um nauösyn þess, aö auka orkuvinnslugetu raforkuveranna En stóriöjuáætlanir eru allt annaö en einfaldar I sniöum og er það viökvæmt pólitiskt mál, sem vefst mjög fyrir rikisstjórninni. Þar kemur til sérstaöa Alþýöu- bandalagsins, sem vill ekki hleypa erlendum aöilum inn i landiö I stórum stil viö slika upp- byggingu. Ekki eru þó allir þeirrar skoðunar innan Alþýöu- bandalagsins, en ljóst er þó, að meirihluti Alþýðubandalags- manna sættist ekki á annaö, en þaö veröi íslendingar sem sitji fyrst og fremst aö orkunýtingunni og eigi þar af leiöandi meirihluta I öllum stóriöjuverum, sem hér yröu reist. Aörir flokkar eru hins vegar sveigjanlegri I þessu máli- og telja aö hagstætt samkomulag megi gera við erlenda aöila hvaö varöar uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi. Segja má, aö þarna sé sá flöskuháls, sem I raun stöövar ákvörðun um framkvæmdaröö raforkuvera i næstu framtiö, þ.e. hvernig, hvar og hverjir skuli nýta þá orku sem þessar virkj- anir koma til meö að gefa. En fleira hamlar þó ákvörð- unartöku um rööun. Máliö hefur yfir sér sterkan svip kjördæma- rigs. Suöurland, Norður- landdvestra og Austfjarðarkjör- dæmi berjast um fyrsta bitann og vilja vera fyrst i röðinni. Og þing- menn þessara kjördæma, flestir a.m.k. verða aö standa aö baki sinna heimamanna og fylgja kröfunum eftir. Máliö er þvi margflókiö, ekki aöeins innan rikisstjórnarinnar, heldur ekki siöur meðal stjórnarandstööu- flokkanna. Þótt Alþýðuflokkur og þá einkanlega Sjálfstæöisflokkurinn hrópi nú hátt um seinagang Hjör- leifs og vilji I orði kveönu a.m.k. afgerandi ákvöröun, þá getur flokkurinn ekki komiö sér saman um framkvæmdaröö. Til þess er hrepparigurinn milli þingmanua fyrrtaldra kjördæma of mikill. Svipaða sögu er aö segja um Al- þýöuflokkinn, þótt hann sé ekki eins bundinn af þessum kjördæm- um, þar sem flokkurinn er án þingmanns á Austfjöröum og Noröurlandi vestra Flogiö hefur fyrir, aö Alþýðu- flokkurinn hyggist skera á þenn- an Gordionshnút og leggja fram breytingartillögur viö frumvarp Hjörleifs, þar sem kveöiö veröi afdráttarlaust á um þaö, hvar hefja eigi framkvæmdir viö næstu virkjun. Ef flokkurinn bæri fram slika tillögu, sem þó ekki er ljóst ennþá, þá myndi það setja ýmsa rikisstjórnarþingmenn i mikla klemmu. Segjum svo, aö slik til- laga myndi ganga út á þaö, aö t.d. Fljótsdalsvirkjun ætti aö veröa fyrst I rööinni. Hvernig myndu þingmenn Austurlands bregöast við? Gætu þeir greitt atkvæöi gegn sliku? Og hvaö myndu þeir þíngmenn, sem hvaö hæst hafa hrópað um nauösyn ákvöröunar taka til bragös? Flest bendir þó til þess aö slikri sprengu veröi ekki kastaö inn I þingsali, á þessum siöustu dögum þingsins. Hjá öllum flokkum er þetta á svo viökvæmu stigi, aö enginn leggur út I þaö ævintýri, aö taka af skariö. „Þrátt fyrir oröahnippingar, þá held ég aö niðurstaöan veröi sú, aö allir þingmenn séu innst inni sam- mála, aö velta veröi málinu áfram i nokkurn tima enn, án ákvörðunar um rööum,” sagöi einn stjórnarþingmaöur viö mig. Og raunar var hljóöiö i flestum þeim stjórnarandstööuþingmönn- um, sem ég talaöi viö, á mjög svo sama veg. Þegar málið er skoöaö grannt, er það þvi ekki aöeins Hjörleifur og rikisstjórnin sem vill biöa meö afdráttarlausar ákvaröanir I málinu, heldur þingheimur allur. Bæöi Alþýöuflokkurinn og Sjálfstæöisflokkurinn hafa flutt sinar tillögur um orkumálin. Tal- iö er þó aö þau frumvörp veröi söltuð og komi ekki til afgreiöslu. A þessari stundu er erfitt aö sjá hvernig stjórnarandstaðan kem- ur til meö aö taka á frumvarpi Hjörleifs, þegar þaö kemur til af- YFIRSÝN £ greiöslu. „Þetta er ekki neitt, neitt,” sagöi þingmaöur Alþýöu- flokksins viö mig um frumvarp ráöherra. „Þetta er svipaö þvi þegar veriö er aö leggja fram efnahagsmálafrumvarp fyrir Al- þingi og þar kveðið á um verö- stöðvun, sem verið hefur I gildi um áraraöir. Allar þær heimildir sem farið er fram á, aö Alþingi staöfesti, eru fyrirliggjandi nú þegar. Ráöherra heföi allt eins getaö sleppt þvi aö fara meö þetta frumvarp fyrir Alþingi. Þaö heföi ekki breytt neinu til eöa frá.” „Þetta er dæmigert rikis- stjórnarfrumvarp,” sagöi Sverrir Hermannsson. „Þetta er eins og þau efnahagsúrræöi sem rikis- stjórnin hefur borið á borö Al- þingis, þar sem greinilega er ekki samstaöa um neitt og málum slegiö á frest hvaö eftir annað.” Ljóst er þó, aö þingmenn stjórnarandstööunnar eiga erfitt meö aö standa gegn þessu frum- varpi Hjörleifs, eins og þaö er úr garöi gert. Eggert Haukdal þing- maöur Suöurlands hefur boðaö breytingartillögu viö frumvarpiö, en fregnir herma, að þar sé ekki afdráttarlaust tekin afstaöa til rööunar, en áhersluþunganum þó beint i rlkara mæli aö Sultar- tanga. Allt bendir þó til þess, aö Hjörleifur lulli i gegnum þingiö meö þetta frumvarp sitt — ekki hávaðalaust en þó án spjótalaga — og það verði samþykkt. Er ekki óliklegt að stjórnarandstaðan taki á málinu með hjásetu við at- kvæðagreiðsluna. Aö öllu samanlögöu er þvi ljóst, aö gagnrýnendur Hjörleifs og seinagangsins hitta I mörgum til- fellum sjálfa' sig i sllkum mál- flutningi, þar sem þeir ekki frek- ar en Hjörleifur geta né vilja á þessari stundu höggva á hnútinn. Til þess eru óvissuþættirnir of margir og hreppapólitikin of mikil. Eítir Guömund ■Arna Stefánsson ................" "" 1 - | Siðan fimmta lýöveldiö var stofnað i Frakklandi fyrir 23 árum undir forustu de Gaulle, hafa sömu stjórnmálaöfl farið með völd i landinu. Hægri flokkarnir hafa sigrað i hverjum einustu kosningum, framanaf með miklum yfirburðum. Forsetarnir þrir sem setiö hafa að völdum mega teljast arftakar hvers annars, Pompidou var lengi búinn aö vera krónprins de Gaulle og Valery Giscard d’Estaing geröi sér far um aö koma fram sem sá sem héldi áfram verki fyrirrennara sins. Með kosningasigri sósialistans Francois Mitterrands i forseta- kosningunum veröa þvi ekki aðeins stjórnarskipti I Frakk- landi, nú veröur gamalgróiö valdakerfi að vikja fyrir breyttum þjóðarvilja. Loks hefur ásannast, að stjórnmálaumskipti eru möguleg eftir ákvæöum stjórnarskrár de Gaulle, og er þó ekki enn bitiö úr nálinni hvað varöar sambúö forseta og löggjafarþings. Þegar Mitterrand var i senn tekinn i Sósialistaflokk Frakk- lands og geröur að foringja hans á endurreisnarflokksþinginu 1971 var flokkurinn I öldudal og kom- inn niöur i fimm af hundraöi at- kvæða i siöustu kosningum. 1 fyrri umferö forsetakosninganna I siöasta mánuði fékk Mitterrand 26 af hundraöi atkvæða. Eftir að Mitterrand og öörum nýjum mönnum, sem komu til skjalanna úr ýmsum áttum, hafði tekist að rétta sósialistaflokkinn viö, kom upp ágreiningur I forust- unni umvænlegustu leiö til aö takast á við hægri flokkana um völdin i landinu. Mitterrand haföi forustu fyrir þeim, sem leita vildu samvinnu viö kommúnistaflokk- inn, og sú stefna varö ofaná. 1 fyrstu létu kommúnistar liklega, Francois Mitterand samstarfssáttmáli var gerður milli flokkanna og mjóu munaði að Mitterrand næöi forsetakjöri 1974, þegar hann var i framboöi fyrir vinstri fylkinguna. En þegar á daginn kom, aö samvinna varð til aö efla sósia- listaflokkinn til yfirburöa yfir kommúnistaflokkinn, sneri forusta kommúnista viö blaöinu. Milli kosningaumferöa I þing- kosningunum 1978 umhverföist kommúnistaforinginn Marchais og haföi i frammi árásir á sam- starfsmenn slna i sósialistaflokk- num, sem kostuöu kosninga- bandalagiö sigur sem virtist innan seilingar. Þrátt fyrir þetta reyndi Mitter- and aö reisa viö bandalagið viö kommúnista, en talaöi þar fyrir daufum eyrum. Innan sósialista- flokksins tók Michel Rochard, sem alltaf haföi veriö andvigur samstarfinu viö kommúnista, að leita hófanna um forsetaframboö og þótti sigurstranglegur and- stæöingur Giscards samkvæmt skoöanakönnunum. En þegar Mitterand geröi loks Micel Rocard upp hug sinn og ákvað að leita eftir forsetaframboöi I þriöja sinn, fylkti allur flokkurinn sér aö bakihonum. Við kjörboröið i fyrri umferð forsetakosninganna kom I ljós, aö Mitterand haföi tekist aö draga til sin að minnsta kosti fjórðung af fylgi kommúnista, svo Marchais frambjóðandi þeirra komst naumlega yfir 15 af hundraði atkvæöa. Viö þessi úrslit fyrri kosninga- .umferöar gerbreyttust stjórn- málaviðhorf i Frakklandi og vinstri sigur varö mögulegur. Fram til þessa haföi kommúnistagrýlan veriö þaö haldreipi til dugöi hægri öflunum til að riða baggamuninn i tvi- synum kosningum. Forusta kommúnista var fyrir sitt leyti ánægð i grýluhlutverkinu, þaö hentaöi vel flokki meö óuppgerða stalinstiska fortið. Pólitisk kyrra- staöa i fimmta lýðveldinu byggðist á þessari hlutverka- skiptingu milli samstæörar hægrifylkingar og öflugs komm- únistaflokks. En þegar Mitterand haföi sýnt I fyrriumferö forgetakosninganna, aö sósialistaflokkurinn var fær um að kveöa kommúnista i kút- inn, voru álögin rofin. Hann haföi visaö á bug öllum skilyr ðúm sem Marchais haföi sett fyrir stuön- ingi viö hann, og nú áttu kommúnistar ekki annars úr- kostar en aö biöja fylgismenn sina að ganga til liös viö forseta- frambjóöanda sem þeir úthúðuöu allt hvaö af tók daginn áöur. Þetta var merkið sem vinstri sinnaðir gaullistar og óháöir kjós- endur þurftu til að snúast til fylgis viö Mitterand og tryggja honum sigur. Kommúnistar voru á undanhaldi, Mitterand haföi komiö þeim á kné, og nú var um aö gera að styrkja hann til aö fylgja sigrinum eftir. En fleira kom til, þegar stifla kommúnista- hræöslunnar var brostin. Franskir kjósendur geta margir hverjir vel hugsað sér aö til raun- verulegra stjórnarskipta komi eftir 23 ára bið. Þar á ofan hefur Giscard bakaö sér óvinsældir af ýmsu tagi á forsetaferlinum. Nú er næsta verkefni Mitter- ands að skipa rikisstjórn til bráöabirgöa fram aö nýjum þing- kosningum I næsta mánuöi. Hún veröur skipuö flokksbræörum hans og nokkrum sérfræðingum. Til helstu ráðherraembætta eru nefndir Rochard, aðal keppi- nautur Mitterands I flokknum. Pierre Mauroy, sá sem snjallastur þykir aö miöla málum milli mismunandi hópa i flokknum, og tveir menn með skamma vist 1 flokknum en mikla reynslu af utanrikismálum og kaupsýslu, þeir Claude Cheysson og Jaques Delors. Mitterand gerir sér vonir um, aö eftir þingrof veröi kjöriö nýtt þing, þar sem meirihluti veröi fyrir stefnu stjórnar sem hann skipar. Þingiö veröur kosiö i tveim umferöum, og úrslitum ræöur hverjir samningar takast milli umferða um gagnkvæman stuöning flokka og einstakra frambjóöenda. Ljóst er aö komm- únistar gera I þingkosningunum Leið Mitterands til vinstri sigurs var að bjóða kommúnistum byrginn eftir Magnús Torfa Olafsson úrslitatilraun til aö knýja Mitter- and til aö ganga til samninga viö sig. Eins vist er, aö hann getur skákaö i þvi skjóli, að kommúnistum er nauöugur einn kostur að vinna aö vinstri sigri i þingkosningunum, ef þeir vilja ekki eiga á hættu algera upplausn i flokki sinum, svo hann þarf engum afarkostum aö sæta af þeirri hálfu, og sist ef rætast vonir sósialista um aö sigurinn i forsetakosningunum stórefli gengi frambjóðenda flokksins til þings. Þar að auki eru ýmsir mögu- leikar til samstarfs opnir hægra megin viö sósialista eftir fall Giscards. Róttæki flokkurinn er oröinn smár, en gerir tvimæla- laust kosningabandalag viö sósia- lista. Vinstri sinnaöir gaullistar eru margir hverjir visir til aö hjálpa Mitterand til að ná þing- meirihluta fyrir stjór.n sina eins og þeir kusu hann til forseta. Og flokkur Giscards, UDF, er i raun- inni bandalag margra flokks- brota, sem búast má viö aö leysist upp að einhverju leyti, þegar úr sögunni er sú hvöt til samstööu sem valdaaöstaðan veitti. Ofan á þetta bætist, að fullur fjandskapur er meö Giscard og nánustu fylgismönnum hans og Chirac, foringja gaullista, þvl ekki verður annaö sagt en Chirac styddi forsetann fráfarandi meö hangandi hendi i siöari kosninga- umferö. Vandkvæöi á samstööu stærstu fylkinga hægri manna i þingkosningum eru þvi sist minni en þau sem uppi eru hjá kommúnistum og sósialistum. Úrslit frönsku þingkosninganna eru i rauninni jafn tvisýn og forsetakosningarnar voru.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.