Helgarpósturinn - 15.05.1981, Blaðsíða 3
3
hnlrjarpncztl irínn Föstudagur 15. maí 1981
Klósettpapplr, smokkar, dömu-
bindi og fleira álíka aöiajöandi,
sem hefur verið sturtað niður úr
40 þúsund klósettum I Arbæjar-
hverfi, Breiðholti og hluta af
Kópavogi. Mikili hluti af þessu
vellur Ut úr yfirfallinu á Foss-
vogsræsinu i fjörunni við Shell I
Skerjafirði. Sjálft ræsið hefur
verið lengt út I stórstraumsfjöru-
borð, en það hefur breytt litlu.
haft er i huga, að þessir mávar
taka fæðu að nokkru leyti við
skólpútrásir og á sorphaugum.
Mávarnir geta slðan dreift þess-
um sýklum viða, t.d. I opin vatns-
ból á beitarlönd og i opnar hrá-
efnisgeymslur fiskimjölsverk-
smiðjanna. segir Guðni Alfreðs-
son.
Það skal tekiö fram að
Gvendarbrunnar vatnsból Reyk-
víkinga, eru lokaðir. Hættan á að
sýklar berist þangað er þvi hverf-
andi, en sama er ekki að segja um'
nágranna sveitarfélögin.
Botndýralíf hverfur
Bæði Liffræðistofnun Háskól-
ans og Hafrannsóknastofnun hafa
staðið fyrir rannsóknum á botn-
dýralifi við útrennslisop skólps á
Reykjavikursvæðinu. Þær virðast
benda til þess, að áhrif frá-
rennslisins fari vaxandi, siðast
1977 komu I ljós veruleg áhrif
skólps á lífrlki fjörunnar.
Ef þessir staðir eru skoðaðir
leynir ófögnuðurinn sér heldur
ekki. Auk hinnar sýnilegu meng-
unar er sandurinn orðinn svartur
og lifvana, en I staðinn hefur
vöxtur ýmissa grænþörunga
margfaldast, en það er eitt af ein-
kennum mengaðra svæða við sjó.
Og sýklarnir sem þarna eru um
allt eiga siöan greiða leið inn i
hringrásina aftur meö fjöru-
göngumönnum og börnum, sem
oft eru að leik I fjörum. Að ekki sé
talað um rottur og jafnel ketti.
Gat i reglugerð
En skólp kemur ekki bara úr
klósettum og vöskum. Sérstök
holræsarreglugerð kveður á um
hvernig haga skuli frárennsli frá
stöðum eins og sjúkrahúsum,
bensinstöðvum og öðrum stöðum
þar sem fariö er með bensin og
oliur og frá þvottahúsum.
Samkvæmt henni á að koma
fyrir fitu- og bensin- og oliugildr-
um eftir þvi sem við á, i frá-
rennslinu og eru þær háðar sam-
þykkt bæjar- og heilbrigðisyfir-
valda. En i reglugeröinni eru
litlar verksmiðjur og iðnfyrirtæki
ekki nefnd á nafn. Frá þeim má
þó búast við að komi hættuleg efni
eins og kvikasilfur, DDT og jafn-
vel blásýra svo eitthvað sé nefnt.
Það er haft eftirlit með þessum
stöðum, sem eru nefndir i reglu-
gerðinni, og gildrurnar eru
hreinsaðar reglulega. En I reglu-
gerðinni er ekki tekið sérstaklega
fram um iðnfyrirtæki, og við
þekkjum ekki til slikra staða,
segir Ingi O. Magnússon gatna-
málastjóri i Reykjavik, en hans
deild annast þetta eftirlit f borg-
inni.
— Ég lagöi það til á fundi hjá
Skipulagsstofu höfuðborgar-
svæðisins, að fariö yrði á staði
eins og sjúkrahús, bensinstöðvar
og I iðnfyrirtæki og reynt að koma
i veg fyrir hugsanlega mengun
þar áður en hún berst i skólp-
kerfið, segir Hrafn Vestfjörð
Friðriksson forstööumaður heil-
brigðiseftirlits rikisins viö
Helgarpóstinn.
— Það er lltið vitað um hvernig
frárennsli er háttað á þessum
stöðum, en ég tel liklegt, að sér-
staklega frá iðnaöi i þéttbýli geti
stafað veruleg mengun. f frá-
rennsli sjúkrahúsa gætu t.d. bor-
ist veruleg mengun, smitandi
sýklar Ur sjúklingum, sem þar
eru meðhöndlaðir, segir Hrafn.
Leiðir til úrbóta
Þótt litið hafi verið gert á
undanförnum árátug til þess að
draga úr mengun sjávarins við
strendur höfuðborgarsvæðisins
hafa þessi mál stöðugt verið til
umræðu og einhver hreyfing virð-
ist m.a. vera hjá Kópavogsbæ og
Hafnarfjarðarkaupstað i þá átt að
ráða bót á þeim. A báðum stöð-
unum er ástandiö all slæmt.
Flestir kannast viö stæka skólp-
lyktina af Kópavogslæk, og i
Hafnarfirði liggja allar skólp-
leiðslur beint i höfnina.
Fyrir hálfu ári ákvaö „Sam-
vinnunefnd um frárennslismál á
höfuöborgarsvæðinu” að fela
Skipulagsstofu höfuðborgar-
svæðisins aö kanna leiðir til úr-
bóta fyrir allt svæðið í heild.
— Þaö hefur veriö fariö ofan i
þessi mál, núverandi ástand kort-
eftir Þorgrím Gestsson
lagt, og geröar skýrslur, sem eru
orðnar að 20 sentimetra þykkum
bunka segir Gestur Olafsson for-
stööumaður stofnunarinnar.
— Við höfum lika athugað
skýrslur og tillögur, sem Isotop-
centralen lagði fram á sínum
tima, en teljum ekki að þær séu
innan þeirra fjárhagslegu marka
sem þessi átta sveitarfélög sem
standa að þessu ráða við. Spurn-
ingin er, hvort framkvæmdir sem
þessar eigi að vera á kostnaö ann-
arra framkvæmda, t.d. skóla-
bygginga, heilsugæslu eöa vega-
lagningu. Annar kostur er að afla
fjár með auknum sköttum og sá
þriðji er að koma á holræsaskatti
á sama hátt og nú er innheimtur
fastur vatnsskattur, segir Gestur
Ólafsson.
Hreinsa skólpið
Tillögur Skipulagsstofnunnar
eru enn á frumstigi. t umræðu-
grundvelli, sem hefur verið
lagöurfram, er stungið upp á þvi,
að fjörurnar veröi flokkaðar
niður eftir þvi hversu hreinar
menn telja aö þær eigi aö vera.
Þær strandlengjur sem hugsan-
lega mætti nota sem baðstaði
yröu hreinsaöir fyrst og mest, þvi
næst þær strandlengjur sem gætu
nýst sem útivistarsvæði, en
minnst og siöast þar sem litið er
um mannaferðir.
Fyrsta stig i hreinsun strand-
lengjunnar yrði samkvæmt hug-
myndum Skipulagsstofnunnar að
sameina Utrásir skólpkerfis höf-
uðborgarsvæðisins i þrjár til fjór-
ar og framlengja þær Ut i sjó i allt
að þrjá kilómetra frá landi likt og
gatnamálastjóri lagði til á sinum
tima. En þá er hætt við, ,-K
að talsverð mengun veröi py
af föstum efn- W
Nótt og dag streymir skólpið úr
klósettum i Sogamýrinni og næsta
nágrcnni i fjöruna við EUiðavog.
Bakterfugróðurinn grasserar I
svörtum og daunillum fjörusand-
inum og vogurinn er dökkur af
mcngun langt út.
fiska ekki, sem ekki róa. Því
r þú aö drífa þig í næstu
hljómplötuverslun og tryggja þér
eintak... Eins og skot.
Geimsteinn hf.
ttelnorhf
dreifing
Símar 87542 — 85055.
EINS 0G SK
IVERTIÐARID
NÝHUÓMELATA MEÐ ÁHÖFNINNI
Á HALASTJÖRNUNNI Á síöasta ári var Áhöfnin
á Halastjörnunni sú langaflahæsta á plötumarkaöinum. Árangurinn
var, aö hvorki meira né minna en 8000 manns hafa nú fengið sér
„Meira salt“.Nú í vertíöarlok, ári síöar, er aö hefjast ný vertíö hjá
Áhöfninni á Halastjörnunni. Smá breytingar hafa orðiö á
mannskapnum eins og veröa vill, og er áhöfnin nú skipuö
Rúnari, Maríunum báöum, Ara, Viöari, Hemma Gunn og
Páli Óskari. Sem fyrr eru öll lögin samin af Gylfa Ægissyni.
• • ..
■ •