Helgarpósturinn - 15.05.1981, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 15.05.1981, Blaðsíða 13
—helaarpásturinnl0studagur 15 maí 1981 13 — Finnst þér ekki aö þaö sé veriö aö nota likama þinn, i þessu tilfelli til þess aö selja blaöiö? „Jii, sennilega er þaö frekar gert til aö blaöiö seljist. Les- endur geta þá veriö ánægöir aö fá eitthvaö fyrir augaö”. — Finnst þér ekki óþægileg tilhugsun aö fólk horfi á þig sem kynveru en ekki sem hugsandi manneskju?” „Ekki á meöan ég verö ekki vör viö þaö”. — Þér finnst ekki aö myndir þessar veki upp rangar hugs- anir um konur, hjá fólki? „Nei”. — Hvaöa skoöun hefur þú á rauösokkum? „Ég hef nú kannski ekki full- mótaöa skoöun mfna um þær, en margt finnst mér fara út i öfgar hjá þeim. Sumt eins og t.d. launakröfurnar finnst mér þó alveg sjálfsagt mál”. — Skiptir útlit fólks miklu máli? „Fyrst þegar maöur sér fólk, þá skiptir þaö máli. Fötin skapa jú manninn. En ég á þá ekki endilega viö aö fólk klæöist tiskufatnaöi, heldur aö þaö sé hreinlegt til fara”. — Heföir þú látiö taka af þér mynd ef þú værir, tja, segjum eilitiö feitari eöa „afmynduö” á einhvern hátt? „Nei, þaö hugsa ég ekki”. — Helduröu þá ekki aö fólk fái rangar hugmyndir um þaö hvernig þaö eigi aö vera? „Þaö getur veriö aö fólk fái komplexa viö aö horfa á svona myndir”. — En hvernig finnst þér aö konur eigi aö vera? „Ég er nú svo gamaldags aö mér finnst aö karlmaöurinn eigi aö taka frumkvæöiö og konur eigi aö vera kvenlegar, þó hef ég alls ekki á móti skeleggum kvenmönnum. — Hvernig litur þú á þig? „Ég læt ekki karlmann ráösk- ast meö mig, þaö er allt i lagi aö vera samvinnuþýður, en ég læt ekki ráöskast meö mig”. „Verður bæöi aö velja og hafna”. Ellert B. Scram ritstj. Visis —: Hvernig litur þú á konur? „Já, þu segir nokkuð” segir Ellert og hlær við” Ég held að ég litiá þæreins og aðrar mann- eskjur. Ekki sakar þó að þær séu til augnayndis og karlmenn sjálfsagt lika, þó að það sé sjálf- sagt minna atriði.” — Hvaða tilgangi þjóna þessar myndir? „Þær þjóna þeim tilgangi að hafa blaðið sem skemmtilegast og liflegast, þannig að fólk vilji lesa það. — Hvernig eru þessar stúlkur valdar? „Það er nú kannski ekki mitt - að svara þvi, þar sem ljós- myndaradeildin sér um það mál. Ég hef bara hreinlega ekki spurt þá. En mér finnst valið hafa tekist mjög vel fram að þessu, verð ég að segja.” — ÞU lftur sumsé ekki á konuna sem fallega, óvirka og æsandi...? . „Sfður en svo. Hins vegar geta þær verið það, en það er annað mál.” — Hvernig tókstu á móti mót- mælaplaggi þvi er samstarfs- konur þi'nar sendu þér? „Ég held að ég hafi bara tekið vel á móti þvi plaggi. Maður verður að sjálfsögðu að hlusta á öll sjónarmið. Blaðaútgáfa er það fjölþætt að maður verður bæði að velja og hafna.” — Þér finnst sumsé ekki að þessar myndir séu skref aftur á bak i' jafnréttisbaráttunni? „Ég get ómögulega séð hvernig svo eigi að vera.” — Og þið haldið áfram að birta þessar myndir? „Já, það stendur ekki til að annað verði gert.” Gunnar Andrésson Ijósm Vísis — Nú valdir þú tvær fyrstu sumarstúlkur VIsis, hvernig valdir þú þær? „Þetta eru fyrst og fremst geðslegar stúlkur. Þær hafa svo sannarlega fyllt það skilyrði út. Þetta eru alls ekki neinar sex myndir heldur einungis myndir af fallegu fólki. Annars eru engin sérstök prinsip f þessu hjá nér. Og þaö er ritstjórans aö ákveöa hvaö fer i blaöiö.” — Hvernig litur þú almennt á konur? „Þetta eru jú bara mann- eskjur, og kvenkynsverur eru I miklum uppáhaldi hjá mér”. — Hvaöa tilgangi þjóna þessar myndir? „Fyrst og fremst er þetta skraut I blaðiö okkar. Myndir eiga alltaf aö þjóna þeim til-' gangi að vera skraut- og skemmtiefni”. — Þjóna myndir þær tilgangi einum? „Myndin er eins og textinn, aflestrarefni. Ég hef nú tekiö myndir 116 ár og bæöi af konum og karlmönnum, og þó aö viö birtum þessar myndir, þá eru þær i engu fráburgnar myndum af þvi fólki sem birtar hafa veriö”. — Tilgangur þessara mynda er sumsé afþreying? „Já, þær hafa þann viröingar og þýöingarmikla tilgang”. — Þér finnst þetta ekki skref afturábak I jafnréttisbaráttu okkar? „Nei, nei, nei, nei. Þeir sem þegja eöa hæla þessum mynd- um eru i stórum meirihluta en þeir sem fárast úti hlutina”. Nokkrar rauðsokkur ,,—Þetta er enn eitt dæmið um það þegar liliami konunnar er notaður sem söluvara. Þessar stúlkur eru notaðar til þess að selja blaðið. Þetta ýtir undir þá skoðun að konan sé leikfang og til augnayndis. Þær séu eins konar gripir handa karlmönn- unum, sögðu þær Hildur Jóns- dóttir, Inger Einarsdóttir, Sigrún Hjartardóttir og Þórunn Svavarsdóttir, er ég innti þær eftirálitiá Vi'sisstúlkunum. Flest blöð sem vilja láta taka mark á sér i alvarlegri umræðu i þjóðfélaginu hafa hætt slikum myndbirtingum. Þetta er blaut tuska i' jafnréttisumræðu þá sem átti sér stað hérna fyrir nokkrum árum. Það er eins og einhvers konar öfugþróun hafi áttsér stað. Þessi tiska.sem er núna.ýtir undir „hið kvenlega.” Það er að sjálfsögðu samhengi milli þess og efnahagslifsins. Þegar það er samdráttur á vinnumarkaðinum þá eru kon- urnar sendar inná heimilin. Þetta hangir allt saman þó að tengslin virðist ekki bein, fljótt á litið.” „NU hafa t.a.m. feguröar- samkeppnir aukist... Þær sem lágu niðri um nokkurt skeið”. „Þaö er sorglegt ef ungar stUlkur eru farnar að leggja mrtnað sinn i þetta „sex” hlut- verk.” „NU virðist lika sem gift- ingum og barneignum hafi fjölgað hjá ungum konum i at- vinnuleysinu. Þærfá enga vinnu og þar af leiðandi er gifting þeirra eina öryggi”. — Hvað er það sem fælir hina venjulegukonu frá þvi að ganga i Rauðsokkahreyfinguna? „Það er ósköp auðvelt að af- greiða hlutina og segja t.d. „Það er margt sem er ósam- mála.” Þetta er jú samtök sem eru til vinstri. Þær virðast ekki skilja að hreyfingin er ekki hlutur út á við. Þær geta gengið I hreyfinguna . Maður hefur oft tekiö eftir þvi að t.a.m. eftir fundi er labbað til ákveðinna einstaklinga innan hreyfingar- innar og sagt, „Það var gott sem þú sagðir, en ég er nú samt ekki rauðsokka...” Rauösokku- hreyfingin er ekkert ópersónu- legt apparat sem stjórnast ekki af fólki”. — Nú er oft sagt að rauð- sokkar séu á móti hinu „Kven- legs eðlis”. -,, Alltaf þegar upp kemur umræða um kvenlegt eðli hefur hiín tendens til að snúast gegn jafnréttishugsjóninni. Konur hafa ekki siður þörf fyrir mann- tegt eðli. Það er fáránlegt að gefa sér að allar konur viljiláta opna fyrir sig dyrnar á bilnum o.s.frv... Við viljum ekkert brjóta niður þetta mjúka, siður en svo... En umræðan um kven- legteðligerirráð fyrir að það sé eitthvað karllegt eðli til. Er þá kvenlegt ef karlmaður vill passa börnin sin eða kyssa þau? Það er ekkert sér kvenlegt- eða karllegt eðli til. Við erum að berjast fyrir mannlegum þörfum. Atvinnuöryggi, jöfnum launum, og góðum dagvistunar- heimilum. Ég get einhvern veg- inn ekki séð að það brjóti á móti hinu „kvenlega eðli”. Það eru léleg meðmæli meö Visi ef þeir þurfa þessar myndir til að blað- ið beri sig.” Hættu nú að þvc Eg býð loks ódýr pappírsbleyjur f ramleiddar úr ga hráefni Henta fyrír börn allt að 15 mánaða SKEMMUVEGUR 8 SIMI 78140 Sparið tíma, peninga, gjaldeyri og fyrirhöfn

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.