Helgarpósturinn - 15.05.1981, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 15.05.1981, Blaðsíða 8
8 —he/gar pósturinn_ Blað um þjóðmáL listir og menningarmál útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon Ritstjórar: Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arn- grímsson, Guðlaugur Ðerg- mundsson, Guðmundur Árni Stefánsson og Þorgrímur Gestsson. Útlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Gjaldkeri: Halldóra Jóns-' dóttir. Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8—10. Símar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Ekki vænlegt til vinsælda Það gerðist fyrir fáum árum i prófkjöri eins stjórnmálaflokk- anna, að ungur maður ætlaði að komast i framboð með þvi að lofa stórátaki i endurbótum á hol- ræsakerfi borgarinnar. Þaö var hiegið að unga manninum á framboösfundum, og i prófkjör- inu fékk hann sjö atkvæði, eða svo. Þessi litla saga sýnir ekki bara skilningsieysi almennings á þvi hvernig frárennsli úr skólpkerfi borgarinnar er háttað heldur skýrir hún lika hvers vegna litið sem ekkert hefur verið gert i þvi Föstudagur 15. maí 1981 Haltjarpn^ÝUrÍnrL. að koma þvi i þokkalegt stand. Stjórnmálamönnunum finnst þetta stórmái einfaldlega ekki vera „málaflokkur” sem er væn- legur til vinsælda. Og frágangi skolpútrása ER ábótavant á öllu höfuðborgar- svæðinu. A þvi er enginn vafi. Guðni Alfreðsson sýklafræöingur segir I samtali viö Helgarpóstinn I dag, að „mengun af völdum Salmonellasýkla er mikil og sam- felld á ákveðnum svæöum viö strendur borgarinnar,” og aö al- mennt hreinlætisástand viö frá- rennsli sé slæmt, skólpræsi viöa of stutt og þau nái óviöa niöur fyr- ir stórstraumsfjöruborö. Svo slæmt er ástandiö oröiö, aö heilbrigöiseftirlit Reykjavikur- borgar hefur varaö fóstrur viö dagvistarstofnanir borgarinnar við að fara með börnin i fjöru- ferðir. Þórhallur Halldórsson for- stöðumaður heilbrigöiseftirlitsins segir viö Helgarpóstinn, að þetta séu sjálfsagöar varúöarráöstaf- anir, og fjörur I borgarlandinu séu allar meira og minna meng- aöar, nema helst leirurnar uppi á Geldinganesi. • Þaö gengur ekki til lengdar aö gera eins og Molbúarnir. Draga húfuna niöur fyrir eyru og setja klemmu fyrir nefiö. Þetta er raunar engin ný bóla. Ráöamenn I Reýkjavik hafa vitaö það allt frá byrjun siðasta ára- tugar að frágangur á útrennslum skólpkerfis borgarinnar er alls- endis ófullnægjandi. Samt hefur ekkert raunhæft verið gert, og fjörurnar og sjórinn næst þeim eru vaöandi I magakveisusýkl- um, auk óhugnanlegrar sýnilegr- ar mengunar, svosem klósett- pappirs, dömubinda, getnaöar- verja og saurs. Innan um allt þetta vaöa svo börn og fullorönir ef þeir hafa þá lyst á þvi. En þaö er fleira sem streymir út I fjör- urnar um holræsakerfiö. Hrafn Vestfjörö Friöriksson forstööu- maöur heilbrigðiseftirlits rikisins lætur I ljós áhyggjur sinar á þvi, I samtali viö Helgarpóstinn, aö allskonar efnamengun kunni aö renna frá iðnfyrirtækjum út I hol- ræsakerfiö. En sem stendur er ekkert eftirlit meö sllku. Þaö er krafa almennings á höf- uöborgarsvæöinu, aö stjórnmála- mennirnir taki nú á sig rögg eftir áratugar doöa I þessum málum og sjái til þess, aö tillögur Skipu- lagsstofu höfuöborgarsvæöisins, sem nú er unniö aö, veröi fram- kvæmdar. Þaö er dýrt , mikil ósköp. En þaö er ansi hart ef Ibú- ar borgar meö hreinasta neyslu- vatn i heimi og tærasta loft i heimi eiga aö horfa á fjörurnar sinar veröa skólpmengun aö bráð. Vertíðarlok og séniver í Landmannalaugum I þann mund er þetta er fest á blaö, er aö ljúka hér i Eyjum vetrarvertiö eins og raunar viöast hvar á landinu. Nú er nefnilega af sú tiö, þegar vertiöarlok voru skilmerkilega prentuö i almanök og fara mátti eftir þvi. Nú á dögum heyrir slikt oröiö undir ráöherra og hann stjórnar þvi hvort menn drekka lokabrenni- viniö sitt i byrjun mai eöa um miöjan mánuöinn. Þessi vertiö var um ýmsa hluti eftirminnileg, til aömynda voru skipstapar og strönd meö tiöara móti en oftast áöur og olli þvi einstök ótið svo aö elstu menn mundu ekki annaö eins og muna þeir þó sitt af hverju. Þá voru aflabrögöin ekki neitt til aö hrópa húrra fyrir, fyrstu þrjá mánuöi vertíöar enda segir þaö sig sjáflt aö litiö fiskast þegar aldrei er hægt aö komast á sjó. En svo kom april og þá birti yfir mannskapn- um. Slik og þvilik ókjör af fiski man skrifari Eyjapósts ekki eftir aö hafa séö á vertiö I Vestmanna- eyjum. Og hvaöan þessi fiskur er upprunninn er skrifara einnig fyrirmunaö aö geta sér til um, þvi fiskifræöingar hafa aö undan- förnu uppástaöiö aö þorskstofn- inn sé i öldudal og þurfi tlma til aö rétta úr kútnum. Þessi fiskur er þvi aö öllum likindum langt að kominn og sé hann velkominn þvaöan sem hann er ættaöur. Þaö hefur oft þótt hinn sæmi- legasti afli á vertið ef bátur hefur komið meö tíu til fimmtán tonn i land eftir daginn. En nú voru menn hálfgrátandi ef aflinn fór niöur úr tuttugu tonnum og töldu slikt algjöran dánróöur. Enda voru aflatölur þrjátlu til fjörtiu tonn eftir daginn algengar og hjá sumum þetta fimmtíu upp I sjötiu áttatiu. Svo var stoppaö sam- kvæmt skipun ráöherra yfir páskana og bjuggust þá flestir viö aö draga myndi úr fiskirii. Sú varö þó aldeilis ekki raunin á og var nú nokkuö sama hvar net voru lögö, alls staöar var fiskur undir. Og nú mundu elstu menn ekki neitt, enda voru þeir komnir i kaf i aögerð eins og flestir aðrir. Og ráöherra framlengdi vertiöina um viku og sama mokiö hélst áfram en fór þó heldur að draga úr þvi undir lok vikunnar (sem betur fer, eins og einn kunningi minn sagði, algjörlega oröinn út- keyrður). Þessi sami kunningi minn trúði mér lfka fyrir þvl, aö næsta hálfa mánuöinn ætlaöi hann ekkert annaö aö gera en sofa, þaö er aö segja eftir aö hann var búinn aö halda upp á lokin meö skipsfélög- unum. Einhvern veginn finnst mér eins og hann eigi þaö alveg skiliö, þaö er ekki eins og að drekka vatn aö koma rúmum þúsund tonnum á land á rúmum mánuöi. Og þaö eru vlöar lok en á bátum og I frystihúsum. Skólarnir eru einnig að ljúka sinu starfi og þar eru aflabrögöin talsvert misjafn- ari, sums staöar raunar gott en mjög viöa lélegur hlutur. Oft hef- ur skrifara Eyjapósts orðiö hugsað til grannþjóöa okkar þegar þessi árstimi er kominn meö hækkandi sól og veðurbliðu. Þar er skóium vlöa haldiö úti fram i júlímánuö og er mér ger- samlega fyrirmunað aö sjá hvernig slikt væri hægt hér á landi alla vega meö óbreyttum vinnubrögöum. Enda er siöasta kennsluvikan I mai mikill tortúr fyrir alla aöila bæöi kennara og nemendur og yfirleitt fögnuður rikjandi siöasta kennsludag. Þá er lika oft tekiö upp léttara hjal og rættum komandi sumar og llfsins lystisemdir. Og einhverju sinni var verið aö ræöa á kaffistofunni um þann umdeilda varning sem rikið hefur einkarétt á að höndla meö og selur dýrum dómum I út- sölum sinum. Þá komst meðal annars I tal sá ágæti drykkur sem jlollendingar framleiöa úr eini- feerjum og öörum hráefnum og Ifroru menn ekki á eitt sáttir um ágæti hans. Einn kolleginn kvað upp úr og sagöi: — Einu sinni drakk ég Séniver I Landmanna- laugum. Og þá svaraöi annar að bragöi — Mér finnst hann nú betri I kók -. En yfirleitt horfa menn björt- um augum fram á sumariö i Vest- mannaeyjum enda tæplega hægt annað, eftir aöra eins vertíö. Og svo aö ég vitni aftur i þann sama kunningja minn og hér fyrr i þessum pistli, þá sagöi hann þau orð sem liklega hafa komiö beint frá hjartanau. — Ég ætla bara að vona aö þaö veröi ekki jafn and- skoti mikiö fiskiri og I vetur —. HAKARL Leiðin til skertra lífskjara Margir hafa velt þvi fyrir sér, hvers vegna lifskjör eru ekki betri I raun hér á landi, þegar litið er til þjóöartekna og auð- linda lands- og hafs. Veiga- mesta skýringin er vafalaust sú, hversu miklu er eytt i óarð- bærar fjárfestingar og er þá átt við framkvæmdir, sem hvorki skila fjárhags- né félagslegum ávinningi miöað viö þá f jármuni sem til þeirra er varið. 1 bezta tilviki glatast fjár- munirnir aö mestu leyti eða alveg og skila aldrei arði til þeirra, sem öfluöu þeirra hörö- um höndum, en i öörum tilvik- um er þvi miður algengt, að framkvæmdirnar dragi langan skulda- og vandræöabagga á eftir sér, og skeröi getu þjóöar- búsins til þess að takast á við ný og betri verkefni. Gamlar skyssur Það má gera langan lista um gamlar skyssur i þessum efn- um. Offjárfesting i landbúnaði og fiskiskipaflota er þar bezta dæmiðog hún helduráfram, þar til tekið hefur verið fyrir alla lánsfjárfyrirgreiðslu til þessara greina og tekin upp sala veiöi- leyfa til fiskiskipa. Af ööru á listanum, sem ekki verður nánar Utfylltur hér, má nefna Þörungavinnsluna og Kröflu- virkjun. Nýjar skyssur En nú skal haldið áfram og fjármagni þjóðarinnar sóaö i nýjar skyssur með forgöngu rikisvaldsins. Iðnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi frum- vörp um þrjU ný iöjuver sem eiga það sameiginlegt að kosta feikilegt fé á hvert starf, sem þau veita og jafnframt er rekstrargrundvöllur þeirra allra vafasamur, þótt ekki sé meira sagt. Fyrirtækin eiga sér öll talsmenn meðal einkaaðilja, en þau byggjast á þvi, að ríkis- stjörnin skal fá heimild til þess að leggja fram hlutafé i verk- smiðjunum og ábyrgjast til þeirra tugmilljónalán. Jafn- framt á svo að reyna að fá al- menning til þess aö leggja fram hlutafé, með þvi aö höfða til þjóðerniskenndar og hreppa- rigs. Stálverksmiöja Draumurinn um islenzkt stál- iðjuver hefur aldrei sýnzt fjar- lægari en I dag. Allur stáliðn- aöur á Vesturlöndum er hrein- lega i rUst og framleiðsiugeta umfram markaösþarfir gifur- leg. Reynt hefur verið að bregð- ast viö ástandinu meö þvi aö vernda stáliðjuver gegn sam- keppni erlendis frá, þannig að þau geti selt framleiöslu sina hærra veröi á heimamarkaöi. Þannig er t.d. meö Norðmenn, sem hingað hafa selt steypu- styrkarstál á heimsmarkaðs- verði. í greinargerö um stál- verksmiðjuna er látið að þvi liggja, að ósanngjarnt sé að lág- marksverö verksmiðjunnar verði lægra, en hið verndaða verö i Noregi. Meö þvi að flækja rikið inn i stáliðjureksturinn verður einnig auðveldara aö fá tekin upp innflutningshöft á stáli, sem keppir við stálverk- sm iðjuna. Þannig veröur rekstur verk- smiðjunnar fjármagnaður meö hækkun byggingakostnaöar og er reyndar ljóst, aö það dugar ekki til, heldur þarf einnig að koma til mikil f járbinding opin- berra aðila og fyrirgreiðsla i formi ódýrrar raforku og hafnaraðstöðu. Steinullarverksmiöja Tvöbyggðarlög berjast nú um að „fá byggða” steinullarverk- smiðju innan sinna marka. Er i þvi sambandi óspart höfðað til hrepparigs og fólk þannig fengið til þess aö lofahlutafé til fyrir- tækisins. Megináhættan lendir þó á rikissjóöi, sem auk þess að leggja fram hlutafé á að ábyrgj- ast stofnlán verksmiðjunnar.’ Meö þvl að flækja rikið þannig i málið, telja „prómóterar” verksmiöjunnar, aö byggðarlög þeirra og nágrannar muni ná endum saman. Steinull á i haröri samkeppni viö önnur ein- angrunarefni á markaðnum og hefur vegur hennar heldur farið dalandi. Verksmiðja, sem bygg- ist á þeirri óskhyggju, að lands- menn auki stórlega steinullar- notkun sina, en hætti fram- leiðslu á öðrum einangrunar- efnum er tóm vitleysa, þótt ein- hver störf kunni að færast til viðkomandi byggðarlaga eða innan þeirra. Saltverksmiðjan Þá er það saltverksmiðjan á Reykjanesi. Þar á með mikilli fjárfestingu i orkuvinnslu, vél- búnaði og mannvirkjum aö gera það, sem sólin gerir við Mið- jaröarhaf með sáralitlum til- kostnaði. A pappimum byggist rekstrargrundvöllur verksmiðj- unnar á þvl, aö flutningskostn- aður frá Miðjarðarhafslöndum með fslenskum skipum sé all- hár. Þess er hins vegar ekki getiö, aö hvort eða er þarf aö senda skipin meö saltf iskf arma á sömuislóöir og saltið kemur frá. Missi skipin flutninga þaöan til íslands, hækkar ein- faldlega fragtin á saltfisknum til Spánar og Grikklands og rekstur saltverksmiðjunnar verður viðbótarkostnaður á is- lenska saltfiskframleiðendur og skerðir getu þeirra til þess að greiða landsmönnum hátt verð fyrir hráefni og vinnuafl. Þannig skal nú sólunda af al- mannafé til þess að skerða lifs- kjör verkafólks og sjómanna. Er öll vitleysan eins? Menn kunna að spyrja þess- arar spurningar, en svarið við henni er neitandi. vitaskuld eru fjölmargir möguleikar til upp- byggingar á islensku athafnalifi en vandinn er að velja þá lif- vænlegu úr. Pappirstígrisdýr og skólaspekingar iönaðarráðu- neytisins hafa um langt skeið átt tilveru sina undir þvl að framleiða skýrslur um ný- iðnaðartækifæri i tonnavis og fjölmargir rannsóknaraðilar hafa makað krókinn á rann- sóknum þar að lútandi. Þegar kemur að ákvörðuninni sjálfri, á að halda þessum sér- fræðingum og stjórnmála- mönnum frá henni. Þeir fyrr- nefndu eru ekki hlutlausir lengur en þeir siðarnefndu eru að ráðskast án ábyrgðar með f jármuni annarra. Hið opinbera á auðvitaö að skapa almenn skilyrði fyrir þróttmikið at- vinnulif, en þaö á ekki að gerast þátttakandi með þeim hætti, sem nú er lagt til. Ef nægilega margir lands- menn vilja leggja sparifé sitt fram I verksmiðjurnar þá þeir um það. Það er þeirra eigin ákvörðun og þeir verða reynsl- unni rikari. En aðrir skattgreið- endur hljóta að mótmæla þvi kröftuglega, að fé þeirra sé tekið með valdi og þvi varið i samræmi við fyrrgreind laga- frumvarp.Þeir vilja ekki greiða fyrir að skerða lifskjör sin. Hákarl

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.