Helgarpósturinn - 15.05.1981, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 15.05.1981, Blaðsíða 22
»_________________________________________________Föstudagur 15; mat 1981 helgarpósh irinn I DEIGLU Fjölbrauta- og áfangakerfi framhaldsskólanna: Síst minni kröfur Fjölbrautaskóli og áfangakerfi eru tvö orö, sem hafa skotiö upp koilinum á undanförnum árum. Enda þótt af og til hafi brotist út umræöur um skólamál i fjöl- miölun, og þúsundir ungmenna hafi kynnst þvf sem liggur aö baki þessara oröa, má fullyröa, aö ali- ur almenningur hafi um þaö litla vitneskju. Þaö sem meira er, þessum hug- tökum er oft rugiaö saman. Af þeim sökum hefur sá ótti gert vart viö sig, aö fjölbrautafyrir- komuiagiö, eöa hugmyndir um samræmdan framhaidsskóla, muni annars vegar útrýma hrein- um menntaskólum, og hinsvegar vaida þvi, aö menntunarkröfur veröi minni en áöur, og öllum veröi i framtíöinni hieypt i hvaöa nám sem er. Tveir fyrstu fjölbrautaskólar iandsins, Fjölbrautaskóiinn i Breiöholti og Flensborgarskóli í Hafnarfiröi, tóku til starfa haustiö 1975. En þaö geröist án þess, aö tii væru iög um sam- ræmdan framhaldsskóla, þótt ári fyrr hafi menntamálaráöuneytiö skipaö nefnd til aö undirbúa slik lög. Sföan hafa fjöibrautaskólarnir þróast, og þeim fjölgaö talsvert. En lögin eru enn ekki til, þótt samin hafi veriö fjögur frumvörp og tvö þeirra lögö fyrir Alþingi. Dragbitur. Skólamenn eru orönir talsvert langeygir eftir þessu frumvarpi og telja forkastanlegt hversu lengi þaö hefur veriö á leiöinni. ( Þaö er alvarlegt, aö frum- varpiö skuli ekki vera oröiö aö lögum. Þaö er dragbitur á fram- haldsskólana, segir Kristján Bersi Ólafsson, skólameistari Flensborgarskóla viö Helgar- póstinn. — Skólunum fjölgar, og þeir eru skipulagöir I samræmi viö megin- stefnuna I væntanlegum lögum, svo þaö má segja, aö þau séu komin 1 framkvæmd aö- einhverji leyti. En þaö er misræmi milli einstakra þátta i þróun þeirra, og þaö veldur mestum erfiöleikum, aö kostnaöarskiptingin milli rikis og sveitarfélaga liggur ekki fyrir, segir Kristján Bersi. Þaö er einmitt á kostnaöar- skiptingunni sem frumvarpiö hefur strandaö lengst af. Sam- kvæmt gildandi lögum greiöir rlkiö allan kostnaö, af mennta- skólum en helming af kostnaöi viö fjölbrautaskóla, öörum en kennslukostnaöi, sem raunar er 80—90% af heildarkostnaöinum. Þetta hafa talsmenn sveitar- félaganna ekki getaö fellt sig viö, og allt undanfariö ár hefur veriö unniö aö þvi hjá menntamála- ráöuneytinu aö jafna þátttöku sveitarfélaganna I rekstri fram- haldsskólanna. Fullbúið frumvarp. Aö sögn Ingvars Gíslasonar menntamálaráöherra er lausn á kostnaöarskiptingunni i sjónmáli, þótt frumvarpiö veröi úr þessu varla lagt fyrir Alþingi fyrr en næsta haust. — Ég hef i höndunum fullbúiö frumvarp, sem ég gæti hugsaö mér aö standa aö, en þaö er vafa- samt aö leggja þaö fram á þessu þingi úr þessu, þar sem þá yröi of stuttur timi til aö ræöa um þaö, segir Ingvar Gislason viö Helgar- póstinn. Kjarni framhaldsskólafrum- varpsins er óbreyttur frá þvi sem þaö var haustiö 1979, þegar þaö var þó ekki lagt fram. En höfuö breyting er sú, aö sögn mennta- málaráöherra, aö nú er um tvö frumvörp aö ræöa, eitt sem varöar sjálf skólamálin og annaö um skiptingu á kostnaöi viö skólahaldiö, en þvi er ætlaö aö ná yfir bæöi grunnskólastigiö og framhaldsskólastigiö. Þrátt fyrir þau orö ráöherra, aö frumvarpiö sé nánast tilbúiö, er ekki sopiö káliö þótt I ausuna sé komiö. Þaö er nefnilega skoöun margra skólamanna, aö deil- urnar um kostnaöarskiptinguna séu aö nokkru leyti yfirvarp. Margir Alþingismenn munu raunverulega vera andvígir ýms- um veigamiklum þáttum I þeirri skólastefnu, sem er mörkuö I frumvarpinu, þótt þeir hafi ekki látiö þaö 11 jós opinberlega. A hinn bóginn eru skólamenn nokkuö sammála um meginstefnuna, þótt ágreiningur sé um einstök atriöi. Allir sömu tækifæri. En hvaö er svo fjölbrautaskóli, eöa samræmdur framhaldsskóli, eins og þaö er nefnt I frumvarp- inu? Hann er I stuttu máli skóli þar sem boöiö er upp á ýmsar náms- brautir, sem áöur var aöeins aö finna I sérskólum. Innan fjöl- brautaskólanna er þvi hægt að stunda menntaskólanám, meö undirbúning undir háskóla fyrir augum, iönskólanám, verslunar- skólanám eöa annaö þaö nám, sem hingaö til hefur veriö veitt I framhaldsdeildum gagnfræöa- skólanna, og er víöa enn. Hugmyndin með þessari sam- ræmingu er fyrst og fremst sú, aö öllum séu gefin sömu tækifæri til aö spreyta sig viö hvaöa fram- haldsskólanám sem er. A fyrri stigum framhaldsnámsins er námskjarni meira og minna sam- ræmdur, en námiö veröur þvi sér- hæföara sem lengra dregur. Þannig geta nemendur fariö á milli námsbrauta og skóla framan af náminu og fengiö metiö allt þaö nám sem er aö baki. Meö þessu fyrirkomulagi er útrýmt öllum þeim blindgötum skólakerfisins sem sérskólarnir hafa veriö hingað til, og nemandi sem I fyrstu hyggur á iönnám get- ur söölaö yfir I menntaskólanám, svo dæmi sé nefnt. Milli skóla. — Flensborgarskóli og fjöl- brautaskólarnir á Suöurnesjum og Akranesi hafa gefiö út sam- ræmdan námsvlsi sem auk þess er notaöur I fjölda annarra fram- haldsskóla, samtals 20 skólum á landinu. Þetta veldur þvl, aö þaö er oröiö vandalitiö fyrir nem- endur aö flytja sig milli skóla, segir Kristján Bersi Ólafsson. — Af þeim sökum geta t.d. nemendur úr Garöaskóla I Garöabæ komiö hingaö eftir allt aö tveggja ára nám og haldiö áfram þar sem þeir voru staddir og nemendur Fiskvinnsluskólans I Hafnarfiröi sækja hingaö bók- lega tlma i þvi almenna námi, sem hér er boðið upp á. Sérhæföa hluta bóklega námsins fá þeir hinsvegar I sinum eigin skóla. Flensborgarskóli hefur ekki iönbrautir, þær eru I Iðnskóla Hafnarfjaröar. Fjölbrautaskólinn á Suöurnesjum er hins vegar fyrst og fremst byggöur utanum iönskóla, og þar er lögð mest á- hersla á iönbrautir. Þaö er ljóst, aö aliir fjölbrauta- skólar geta ekki boöiö upp á allar hugsanlegar valgreinar, enda stendur ekki um þaö stafkrókur i frumvarpinu aö svo eigi aö vera. Ollum leiðum er hins vegar haldiö opnum, og hin: félagslegu rök fyrir þvi aö hafa margar náms- brautir I sama skóla ^ru þau, að þaö kemur inn hjá nemendum þeirri hugmynd, aö ekki sé eins mikill grundvallar munur á námi og margir álita. Þetta ætti aö minnsta kosti aö stuöla aö þvi, aö gjáin milli menntunarbrautanna dýpki ekki, segir Kristján Bersi Ólafsson skólameistari fjöl- brautaskólans I Flensborg I Hafnarfiröi. Eins og hverjum hentar. I framhaldsskólafrumvarpinu er lika gert ráö fyrir þvi, aö tekiö veröi upp svonefnt áfangakerfi til þess aö auövelda nemendum flutning milli námsbrauta. Hver áfangi er metinn til eininga og hefur fullt gildi þótt nemendur flytjist milli brauta, svo framar- lega sem þær heyra til þeim námsbrautum, sem skipt er yfir á. Þá er hægt aö velja þær náms- einingar og námshraöa innan hverrar námsgreinar sem hentar hverjum nemanda, miöaö viö undirbúning og aö hverju er stefnt. Þannig geta t.d. þeir sem ætla aö læra iön tekið stúdents- próf I ensku eöa annarri náms- grein sem þeir hafa se'rstakan áhuga á, eöa nemendur sem ætla i háskólanám, t.d. tekiö einingar i iöngreinum. Afangakerfiö var fyrst tekið upp hér á landi i Menntaskólan- um I Hamrahlíö. Þaö var áriö 1972, eftir aö Guömundur Arn- laugsson þáverandi rektor kom heim frá Bandarlkjunum. Fyrir- myndin var bandarisk, en þegar kerfinu var komiö á I Hamra- hlíöarskólanum var þaö aölagaö Islenskum aöstæöum, svo segja má, aö þaö sé einstakt I heimin- um. — Kerfið er fólgiö i þvi aö hver nemandi velur slnar greinar og fylgir sinni eigin stundatöflu. Þó setur skólinn vissar skorður fyrir þvi hvaö nemendur geta valiö sér, og þá er fariö eftir þvl aö veru- legu leyti hvernig stúdentsprófiö er skilgreint. En innan rammans, þegar braut hefur veriö valin, er siöan frjálst val sem nemur um eöa innan viö fjóröungi af heildarnáminu, segir Ornólfur Thoriacius núverandi rektor Menntaskólans viö Hamrahlíö. Kostir og gallar. Eftir rúmlega áratugs reynslu af áfangakeffinu segir örnólfur, aö I ljós hafi komið ýmsir kostir viö þetta kerfi framyfir venjulegt bekkjafyrirkomulag, en lika gallar. — Svo ég nefni kostina fyrst þá nýtist þaö valfrelsi sem mennta- skólalögin gera ráö fyrir betur I áfangakerfinu, nemendur hafa meira val en I bekkjaskipulaginu. í ööru lagi heldur hver nemandi sinum námshraöa og ræöur aö talsveröu leyti afköstum sínum. Menn geta hlaupiöyfir bekk, lesiö eitt og eitt fag meira og minna utan skóla eöa tekiö þaö sem viö köllum „hraöferö” I einstökum fögum. Fjöldinn allur tekur þvl námiö á þremur og hálfu ári og sumir á þremur árum. Þaö er líka hægt aö vera lengur en f jögur ár án þess aö falla I bekk, en fara aftur I eitt og eitt próf. Meöal námstimi hjá okkur er innan viö fjögur ár enmeiraen fjögur ár hjá heföbundnum skólum. Hvaö : gallana varöar hefur komiö I ljós, aö menn eru hræddir viö aö höggva á félagsleg tengsl og samheldni hópsins, sem skap- ast i bekkjakerfinu. Þó held ég ekki að reynslan hjá okkur sýni aö þetta sé vandamál. En aö sjálfsögöu veröa 25 ára stúdents- afmælin ekki eins tilþrifamikil! En þaö vantar ekki, aö félagsllfiö er fjörugt, stundum of fjörugt finnst mér. ^ I ööru lagi verður aö segja að stundataflan hefur ekki verið leyst. Margir nemendur eru meö afleita töflu, sem er mismunandi frá degi til dags, meö göt hér og þar. En viö höfum góöa aöstööu til aö lesa og vinna, og þótt nem- endur notfæri sér þaö ekki fá þeir þó tækifæri til samræöna. Nú er veriö aö vinna aö bættu tölvufor- riti, en tölvuvinnsla er algjör forsenda þess, aö hægt sé aö koma stundaskránni saman. Skynsamlegri kröfur. — Eru kröfurnar hjá ykkur eins miklar og I heföbundnu mennta- skólunum? Veitiö þiö eins góöan undirbúning undir visindanám I háskólum? — Við gerum ekki minni kröfur, en hinsvegar skynsamlegri kröfur. Eg dreg i efa, aö hefö- bundnu skólarnir séu betur til þess fallnir aö undirbúa nem- endur undir visindamennsku, ég hef ekkert séö sem bendir til að svo sé. Hinsvegar hef ég heldur ekki séö ástæöu til aö ætla, aö þetta kerfi veröi allsráöandi. Þaö eru til nemendur og kennarar sem fella sig betur viö gamla kerfiö. Ég vil benda á, aö hefö- bundnu skólarnir hafa lika þró- ast, og aö minu viti er MR, ’þar sem ég kenndi sjálfur i mörg ár, góöur skóli. Þaö þarf heldur alls ekki aö höggva á bekkjarkefib til aö koma áfangakerfinu fyrir, en valiö veröur minna, segir Ornólfur Thorlacius, rektor MH. — Þaö er fráleitur hlutur, og mér finnst, þaö sýna fullkominn misskilning á þvi sem um er aö ræöa, aö hér séu gerðar minni kröfur. Afangakerfið hindrar siöur en svo, aö gerbar séu kröfur til nemendanna, segir Kristján Bersi Ólafsson, þegar viö spyrj- um hann um þennan gagnrýnis- punkt. — Áfangarnir mynda keöju, einn er undanfari annars, og þaö er tryggt, aö þeir sem koma á leiðarenda eru býsna fróöir i fag- inu. En þaö er alls ekki ætlunin aö allir nái tilteknu prófi, heldur aö hver nái eins langt og vilji og geta leyfa. Þaö er þvl líka afskaplega fráleitt að halda þvi fram, aö áfangakerfiö móti alla I sama form og þaö sé snibið fyrir meöal- mennskuna. Þaö má fremur halda þvl fram, aö bekkjakerfin þar sem sama námsefniö er ætlaö fyrir alla stuöli aö þvl aö gera alla eins. 1 áfangakerfinu velur hver nemandi sér viðfangsefni á hverju timabili, og þaö er tekiö tillit til sérstakra óska um viöbót á vissum sviöum, án þess þó aö þess vegna megi vanrækja grundvallar undirbúning i al- mennri menntun, segir Kristján Bersi Ólafsson skólameistari Flensborgarskóla. Hljóðlát bylting. Þegar á allt er litiö má segja, aö á undanförnum áratug hefur oröiö bylting I fyrirkomulagi framhaldsskólanna. En það hefur veriö hljóðlát bylting. Fyrir- komulagiö hefur verið reynt I framkvæmd og agnúar sniðnir af þvi I ljósi reynslunnar. Siöustu sex árin hefur veriö I smiöum lög- gjöf til aö reka þetta kerfi eftir, og þótt þab sé ab vissu leyti kostur, aö breytingarnar hafa aö litlu leyti komiö sem fyrirskipanir aö ofan þykir skólamönnum það miöur, að starf þeirra hangir að miklu leyti I lausu lofti. Andstaöan gegn kerfinu er ekki ýkja mikil. En sú andstaöa sem er fyrir hendi viröist fyrst og fremst vera frá þeim sem vilja viöhalda hinu gamla og agaöa menntaskolakerfi. Þeir þurfa þó ekki aö örvænta, þvi eftir þvi sem best verður séö fær þaö aö þrlfast áfram viö hliö hins nýja fjöl- brautakerfis, og reynslan mun skera úr um hvort kerfið er hent- ugra ungmennunum. Þaö breytir þó ekki þvl aö fjöl- brautaskólarnir og áfangakerfið hafa þegar opnaö hinar fjölmörgu blindgötur skólakerfisins, sem til skamms tlma geröu þaö aö verk- um, aö þegar viö 15 ára aldur uröu nemendur aö ákveöa hvort þeir vildu I langskólanám eöa ekki. Nú gefst lengri timi fyrir hvern og einn til aö finna þá námsbraut sem leiöir hann inn i þaö starf sem hugur hans stendur helsttil. Þaö er nefnilega ekki öll- um gefiö aö geta jafnvel strax á barnaskólaaldri ákveöiö ævistarf sitt, þó dæmi séu um þaö. eftir Þorgrím Gestsson myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.