Helgarpósturinn - 15.05.1981, Blaðsíða 15
- holrjrirpntzfi irínn Föstudagur 15. maí 1981
15
gleöin að verða ennþá meira.
Þann 17. júni i sumar kemur út
á vegum Fálkans 12 laga
hljómplata: Sumargleðin syngur.
A henni munu þeir Ragnar
Bjarnason, Omar Ragnarsson,
Bessi Bjarnason, Magnús Ólafs-
son og Þorgeir Astvaldsson
syngja lög eftir Þorgeir, Ragnar,
Ómar og Gunnar Þórðarson, en
hann stjórnar útsetningum og
upptökum á plötunni.
Um þessar mundir er unnið við
upptökurnar og útgáfudagur er
að sjálfsögðu miðaður við að plat-
an geti verið góð kynning fyrir
Sumargleðina i ár.
Sumargleðin syngur
— og syngur og syngur
Sumargleðin er alþekkt fyrir- Bjarnasonar og nokkrir
bæri i islensku skemmtanalffi. skemmtikraftar að auki i sumar-
Það er hljómsveit Ragnars reysu um landið. Nú er sumar-
Þetta á að vera létt og hressileg
plata og textarnir við þessi tólf
frumsömdu lög eru eftir ekki
ómerkari aðila en Ólaf Ragnars-
son, bókaútgefanda, Agúst Guð-
mundsson, kvikmyndagerðar-
mann, Þorstein Eggertsson, Ið-
unni Steinsdóttur og Ómar
Ragnarsson.
—GA
Hjakk
*
i
sama
fari
— er ekkert vit
Þessar ágætu konur er að finna i Ljósfelli, nýrri fjölritunarstofu i
nýja hiísinu við hlið Tónabiós, Skipholti 31. Þær heita Guðrún
Lillý Asgeirsdóttir, sem er eigandi fyrirtækisins og Svanfriður
Arnadóttir sem er starfsstúlka þess. Allskonar ljósritunarþjón-
ustuer hægt að fá hjá Ljósfelli meðal annars heftingar, stensla-
brennslu og fjölritun.
Hvað er að plötunni þegar nálin
hjakkar I sama farinu? Er hún
rispuð? Kannski. En öllu liklegra
er að hún sé skitug. Það segja þau
Plöturnar koma næstum dauðhreinsaðar til baka.
að minnsta kosti i Hljómplötu-
hreinsuninni, nýju fyrirtæki sem
hefur það númer eitt tvö og þrjú á
stefnuskránni að hreinsa óhrein-
ar hljómplötur viðskiptavina.
Það er gert i sérstakri masklnu
sem vinnur bæði hratt og vel.
Fyrst rennur vökvi yfir plötuna
og siðan skellur á henni sér-
hannaður kústur, sem sópar allt
lauslegt i burtu. Að lokum fer
sogarmur yfir hljómplötuna, og
hann fer ofan i hverja skoru, eins
og nálin á plötuspilaranum.
Það eina sem þessi maskina
hreinsar ekki af plötunum eru
rispur.
Það kostar 7 krónur að fá eina
plötu hreinsaða en komi menn
með safnið sitt má búast við góð-
um afslætti. Þó þýðir ekki að
koma með gömlu 78 snúninga
skifurnar. Þær eru úr allt öðru
efni en þær nýju, eins og menn
vita, og brotna við minnsta til-
efni. Hljómplötuhreinsunin er á
Laugavegi 84, er nýflutt þangað
ofan úr Breiðholti, og er rétt að
fara i gang.
—GA
Jeppadellustrákar hafa sett rosaleg för I grasið við Heitalækinn.
Lech í læknum?
Nei, en Samstaða
Samstaða heita samtök verka-
lýðsféiaganna i Póllandi. Það er
lika nafnið á nýstofnuðum bar-
áttusamtökum hér á tslandi. Þau
samtök berjast fyrir læknum I
Nauthólsvik.
Þessi samtök eru nýstofnuð og
hafa sent borgaryfirvöldum bréf,
þar sem lagðar eru fram óskir i
tiu liðum um framtið útivistar-
svæðisins i vikinni. Þá mun þessi
félagsskapur áhugafólks um
Heitalækinn vera opinn öllum og
hægt að skrifa sig á lista hjá að-
standendum hans og viðar.
Helstu baráttumál Samstöðu
eru aö tryggt verði heitt vatn i
lækinn. Að leysingavatni verði
hleypt framhjá honum. Að svæðið
umhverfis verði afgirt. Að um-
hverfi læksins verði fegrað litil-
lega. Aö lögreglan hafi þar reglu-
bundið eftirlit. Aö salernisaðstööu
verði komið fyrir.
Efsti maður á listanum sem
skrifar undir kröfugeröina er Or-
lygur Hálfdánarson, bókaútgef-
andi meö meiru.
Hluti þessara óska verður upp-
fylltur i sumar, að sögn Hafliða
Jónssonar, garðyrkjumeistara
Reykjavikurborgar. Hann sagði
reyndar lækinn hafa verið
borgarapparatinu til hinna mestu
vandræða, enda vildi enginn
kannast við að bera á honum
ábyrgð. Hann sagðist bara hafa
meö lækinn að gera, vegna þess
að enginn annar hefði fengist til
þess. Hvað um það. Hafliði
reiknaði meö að nú I vor yrði
aftur tyrft það sem bilar hefðu
eyðilagt i vetur og eitthvaö lagaö
til við lækinn aö öðru leyti. Ann-
ars væri allt óákveðið.
Tf
HANDMENNTASKOLI
ÍSLANDS PóitHót f 10340-130 ReytcjoviV ,
Handmenntaskóli (slands býður uppá kennslu í d
teiknun og málun í bréfaskólaformi. Þú færð
send verkefni frá okkur og lausnir þínar verða
leiðréttar og sendar þér aftur. I' þremur önnum
færð þú send um 50 verkefni til úrlausnar.
Innritun í skólann fer fram fyrstu viku hvers
mánaðar utan júlí og ágúst. — Þeir sem enn haf a
ekki beðið um kynningarrit skólans, geta fyllt út
nafn og heimilisfang hér að neðan og sent
skólanum eða hringt í síma 28033 milli kl. 14 og
17.
Hér er tækifæriðt sem þú hefur beðið eftir til
þess að læra teiknun og málun á auðveldan og
skemmtilegan hátt. _______________
Ég óska eftir að fá sent kynningarrit HMi
mér að kostnaðarlausu
Nafn.........
Heimilisfang
sumarhús eða einbýlishús í sumar?
Húseiningaverksmiðjan SAMTAK HF á Selfossi framleiðir margar gerðir ein-
býlishúsa úr völdum viðartegundum. Húsin eru 80—160 fermetrar.
AUÐFLYTJANLEGT HVERT Á LAND SEM ER.
Höfum einnig hafið framleiðslu á mjög vönduðum sumarhúsum með band-
sagaðri standandi klæðningu, loft og veggir eru klædd grenipanel.
Gerið verðsamanburð
áður en kaupin eru gerð.
Sýningarhús á staðnum.
KvöU- og helgarsími
99-1779
SÍMI: 99-2333
AUSTURVEGI 38
800 SELFOSSI