Helgarpósturinn - 15.05.1981, Blaðsíða 20
20
pöstudagur 1,5. maí 1981 helgarpósfurinn
Sögur af stelpum, stú/kum og konum
Steinunn Sigurðardóttir:
SÖGUR TIL NÆSTA BÆJAR
Smásögur, 119 bls.
Iðunn 1981.
Meö þremur ljóðabókum,
Slfellur (1969) Þar og þá (1971)
og Verksummerki (1979) hefur
Steinunn Sigurðardóttir þegar
skipað sér I fremstu röð
ljóðskálda okkar af yngri
kynslóö. Þaö er þvi óneitanlega
forvitnilegt að sjá hvernig henni
tekst til þegar hún tekur sér fyr-
ir hendur aö skrifa smásögur.
Það má meö rökum halda þvi
fram að leiðin frá ljóði til
smásögu sé ekki alltaf ýkja
löng. Til dæmis getur verið
býsna stutt frá tiltölulega löngu
prósaljóöi yfir i stutta smásögu.
Sumar formseigindir ljóðs og
smásögu eru einnig skyldar,
knappt form, fá efnisatriði, skýr
hugmynd sem unniö er úr o.fl.
Það er þvi alls ekkert óeðlilegt
aö ljóðskáld sem hneigst hefur
frá knappri myndrænni
tilf inningat jáningu að
lausbundnum prósakenndum
frásagnarljóðum leiti fyrir sér
með smásögum.
í Sögur til næsta bæjar eru
átta smásögur. Þessar sögur
eru fjölbreyttar að efni og efnis
tökum. Þær eru flestar það sem
kalla má (með ýmsum fyrir-
vörum) raunsæjar. Sögurnar
eru svipmyndir af fólki og mis-
munandi stórum pörtum úr lifi
þess. Allt frá augnabliksmynd
af tilfinningaviðbrögöum einnar
persónu, yfir I heilar mannlýs-
ingar þar sem allt lif persón-
unnar er undir. Flestar eiga þær
þó sameiginlegt að hverfast um
einn kjarna mannlýsingar eöa
atburðar eins og tltt er um
smásögur.
Efnislega eru sögurnar
skyldar, þó óllkar séu. Allar
aðalpersónurnar eru konur og
sögumaður einnig, þar sem
hann kemur fram. 1 flestum
sögunum er það sem kalla má
sérkvenleg reynsla áberandi,
þaö er reynsla sem karlmenn
geta ekki orðiö fyrir annaðhvort
af blóloglskum ástæðum eða
vegna þeirra samskiptareglna
sem gilda milli kynjanna, sér-
staklega I ástarmálum. 1
tveimur sögum er barnsburður
mikilvægt atriði og I þremur
ástarmál af öðru tagi, séð út frá
sjónarhóli konu.
Nú á sjálfsagt einhver von á
að ég fari að útlista þau sér-
kvenlegu vandamál sem tekin
eru fyrir I bókinni, ádeiluna og
innleggið I baráttuna. En þarna
kemur Steinunn á óvart. Þau
vandamál sem tekin eru fyrir
(er það annars ekki tóm
þráhyggja að kalla öll viðfangs-
efni vandamál?) eru miklu
fremur sammannleg frekar en
sérstök fyrir annaðhvort kynið.
Hver er til dæmis munurinn á
konunni sem leggur ofurást á
heimilistækin og vill að endingu
láta jarða sig I gömlu frystikist-
unni og manninum sem sýnir
bflnum eöa sportbátnum meiri
umhyggju en börnum og
heimili. Og Steinunn er nógu
illkvittin til þess að láta konuna
fá einnig ofurást á litla sæta
bílnum sinum. Og ef við tökum
annað dæmi: Hvort er meira
sameiginlegt eöa óllkt með
stelpu sem er að reyna að
krækja I strák og strák sem er
aö reyna aö krækja I stelpu?
Fyrirbærið er þaö sama þó
leikreglur séu svolltið
frábrugönar.
Sögur Steinunnar eru
sérkennileg blanda af
hefðbundnu eplsku raunsæi og
ákveðnum fáránleika sem
ágerist oft þegar á Ilður
sögurnar. Eða á ég heldur að
segja að hún geti alls ekki
einskorðað sig við alvöru llfsins
og verði oft að bregða fyrir sig
kómlsku sjónarhorni I lokin.
Steinunn SigurOardóttir — hefur
skrifaö góOa bók og skemmti-
lega sem fólk á ekki aö iáta
fram hjá sér fara, segir Gunn-
laugur m.a. I umsögn sinni.
Sem dæmi um þetta má nefna
söguna Pabbatlminn, þar sem
hjartnæm lýsing á einsemd
einstæðrar móöur á fæðinga-
deild hverfist yfir I vangaveltur
stúlkunnar um hvernig hún eigi
aö fara aö þvl aö gera barns-
föður konunnar I næsta rúmi
vitlausan I sér.
Frá þessari aðferð eru þó
tvær undantekningar, sagan 25
krossar sem er stutt lýsing á
unglingsmartröð og Draumur I
dós, sem er önnur lengsta
sagan. Þar segir frá tveimur
stúlkum, önnur er af efnuöu
foreldri nýkomin úr heimsreisu,
hin er einföld og fátæk
verksmiðjustúlka sem á fáa aö
og býr ein I kjallaraherbergi úti
bæ. Sú eignast barn án þess að
eiga vlsan föður að þvi. Hún á
ekkert til neins og eru flestar
bjargir bannaðar. Umhverfiö
sýnir henni afskiptalausa
vorkunn og sagan endar illa —
barniö deyr I höndunum á henni.
Hin stúlkan fær torkennilega
veiki og er allt gert fyrir hana
sem unnt er, þó hún sjálf vilji
fæst af þvl þiggja. 1 þessari sögu
kemur fram sár beiskja yfir þvl
hrikalega misrétti og aðstöðu-
mun sem látinn er viðgangast I
okkar samfélagi brátt fyrir alla
velferð. Þessi munur á llfs-
aðstæðum er þó miklu frem:
ur stéttarlegur en kynferðisleg-
ur. t sögunni er einmitt dregið
fram að það er alls ekki sama af
hvaða stétt kona er þegar vanda
ber að höndum.
Þessar sögur Steinunnar Sig-
urðardóttur eru ákaflega
skemmtilegar aflestrar Er það
bæði vegna meðferðar höfundar
á söguefninu eins og vikið var að
hér að framan og vegna þess
lifandi og sprellfjöruga stlls
sem þær eru skrifaðar á. Stillinn
er mjög myndrænn og nokkuð
samþjappaður, komið er beint
að efninu og útúrdúrar fáir
Stíllinn er vlða hlaðinn
skemmtilegum og óvæntum
uppákomum eins og siður er
ljóðskálda og vlða notar hún
vísanir, tilvitnanir I frasa sem
eru á hvers manns vörum eða I
alþekkt kvæði sem fellt er inn
I textann eins og ekkert sé.
Verður þetta stllbragð oft býsna
skemmtilegt, en ég veit ekki
nema fyndni af þessu tagi sé að
verða einum of áberandi I
skrifum þessarar kynslóðar
skálda.
Að öllu samanlögðu eru Sögur
til næsta bæjar góö bók og
skemmtileg sem fólk á ekki að
láta fram hjá sér fara ólesna.
— G.Ast.
Borgin — Jórunn _______7
enginn sér tima til aö setjast
niöur. Það er eins og fólk kunni
varla lengur að borða við borð.
Helst virðist þaö vilja drekka af
stút og borða samlokur úr
hnefa.”
— Attu margar skemmti-
legar minningar frá þessum
tima?
„Það hefur margt gerst, og
yfirleitt hefur það verið
skemmtilegt, þó aö líka hafi
komiö upp erfiðleikar. Þetta er
yfirleitt skemmtilegt starf, þvi
fjölbreytnin er mikil. Þá hefur
oftast nær veriö mjög gott fólk
hér, nema þá kannski helst á
strlðsárunum. Þá kom dálitiö
los á fólk og það hélst ekki I
vinnu”.
Á tima Jóhannesar Jósefsson-
ar voru oft útlendir kokkar á
Borginni, og sagði Jórunn, að þá
hafi ýmislegt gerst, þvi þeir
voru stórir upp á sig. ,,En
ekkert sem er I frásögur fær-
andi”, sagði hún.
Aöspurð um það, hvort ekki
hafi komið fyrir skemmtileg at-
vik við undirbúning einhverra
hinna mörgu flnu veislna I
gegnum tlðina, sagöist Jórunn
muna eftir skoplegu atviki við
undirbúning veislu til handa
Friðriki Danakonungi. Þá hafi
verið pantaðar litlar sykur-
flögur sérstaklega frá
Danmörku, en þegar til kom
gleymdist að bera þær fram, og
enginn saknaði þeirra.
— En hvernig er að vinna á
sama stað svona lengi?
„Maður hlýtur að staðna eitt-
hvað, en það er llf hér oftast
nær. Þaö kemur nýtt fólk, svo
maður verður kannski ekki eins
staðnaöur”, sagði Jórunn
Ingvarsdóttir elsti starfsmaður
Hótel Borgar.
Daniel Danielsson og Svava Sigursveinsdóttir: „Eina afdrepið, sem var óspillt.”
„Kynferðislegri tónlist á Borginni”
segja Daniel Daníelsson og Svava Sigursveinsdóttir,
sem eru fastagestir á Borginni
Heigarpósturinn hitti að máli
þau Svövu Si gursveinsdót tur og
Daniel Danielsson, nemendur I
MHÍ, en þau hafa um nokkurt
skeið verið fastagestir á dans-
leikjum Borgarinnar um helg-
ar. Þau voru fyrst spurð að þvi,
hvers vegna þau sæktu Borgina.
„Af þvi, að þar hitti ég fólk,
sem ég þekki. Hún er hálfgerður
lókalstaður”, sagði Svava.
Daníel bætti þvi við, að þetta
væri eini staðurinn, þar sem
hægt væri „að dansa eftir kraft-
mikilli og ógeldri tónlist.”
Svava sagði, að á Borginni
væri frjálslegasti mórallinn.
Danlel tók undir það, og sagði,
að þar væri ekki gefin nein stif
lina, t.d. væri danstónlistin ekki
eingöngu kántri tónlist, eða eitt-
hvað annað, heldur væri þar
meiri blanda, og spilað væri
meira af kynferðislegri tónlist
en á hinum stöðunum.
Aðspurð sagði Svava, að það
léki ekki vafi á þvi, að það væri
ákveðinn hópur fólks, sem sækti
Borgina. Danlel sagði, að það
væru menntamenn, bóhemar,
listamannaklíkur og fólk meö
anarkiskar tilhneigingar.
,,Ef Borginni verður lokað, er
enginn staður, sem getur tekið
við þessu fólki”, sagði Svava.
— NU hefur einmitt verið rætt
um það að selja Borgina og að
henni yrði jafnvel ráðstafað til
annarra nota en nú. Llst ykkur
iila á það?
Daniel: „Mér list mjög illa á
það, ef á að loka Borginni. Þetta
er lika siðasti staðurinn með
þessari gamaldags innréttingu.
Húsnæðið hefur mikið að
segja.”
Svava: „Þetta var eina af-
drepið, sem var óspillt.”
En fara þau á aðra staði en
Borgina?
„Maður rétt kíkir á hina stað-
ina”, sagði Svava.
„Maður kemur kannski við á
Óðali, þegar maður vill tilbreyt-
ingu, en þá fær maður ábend-
ingar frá dyravörðunum um að
maður sé þarna fyrir misskiln-
ing”,sagði Daniel, og hann vildi
takaþað fram, að þau væru ekki
pönkarar, en það orö hefur farið
af Borginni, að þar séu eingöngu
slíkir. „Við 'erum agressif, en
ekki pönk. Ég hef ekki áhuga á
að láta stimpla mig eitt né
neitt”, sagði hann.
„Þetta eru menn I f ullri vinnu og vilja ekki eyöa tlmanum I þref við
einhverja fyllirafta.”
„Myndi sakna hennar”
segir Stefán Reykjalín frá Akureyri
sem hefur gist Borgina í áratugi
Stefán Reykjalln, stjórnar-
formaður og starfsmaður Slipp-
stöðvarinnar á Akureyri er einn
þeirra manna, sem alltaf gista
Hótel Borg, þegar hann kemur
til Reykjavikur, en á undan-
förnum árum hefur hann komið
suður 17—18 sinnum á ári.
Stefán sagöi, I samtali við
Helgarpóstinn, að Sigurður
hótelstjóri á Borginni, hafi
fundið það út, að hann hafi gist
þar I fyrsta skipti árið 1943 eöa
4. En hvers vegna heldur Stefán
alltaf tryggð við Borgina?
♦
„Það er nú kannski vandi aö
svara þvl, en þar sem manni
llkar vel, er maöur ekki aö
skipta um. Það er ekkert hótel
sem liggur betur I bænum en
þetta, vegna þess, aö maöur er
mikið að stússa þarna I miðbæn-
um.”
— Hefurðu aldrei brugðið út
af vananum og gist á öðru
hóteli?
,,A tlmabili kom það stundum
fyrir aö ég var annars staðar, en
siöustu tuttugu árin hef ég
aldrei verið annars staðar. Ég
hef aldrei gist á þessum nýrri
hótelum eins og Sögu, Loft-
leiðum eöa Esju. Ég held tryggð
við gömlu góðu Borgina.”
— Hefur mikið breyst á hótel-
inu á þessum tima?
„Það er kannski hægt að
segja sem svo, að mikill glans
sé farinn af henni blessaðri, og
sérstaklega hefur orðið mikil
breyting I sölunum. Aðsókn var
miklu meiri, þvi þetta var nú
aðalhótelið.”
— Manstu eftir einhverju
skemmtilegu atviki,sem hefur
gerst þarna I þinni tið?
„Ekkert getur maöur veriö að
segja þaö svona sérstaklega,
ekkert, sem má setja i blöð.”
— Það hefur þá sitthvað
gerst?
„Það væri nú skíytið ef ekkert
skemmtilegt gerðist á svona
löngum tlma, það væri ömurlegt
llf. Ég á margar góðar minn-
ingar frá Hótel Borg, og yfirleitt
hefur þar veriö alveg afbragös
starfsfólk og skemmtilegir
hótelstjórar, sem hafa viljað
gera allt fyrir gesti slna.”
— Hvernig llst þér á þær hug-
myndir, að Borgin verði tekin til
annarra nota en veitingahúsa-
rekstur?
„Mér llst afar illa á það. Það
væri leiöinlegt ef það gæti ekki
haldiö áfram, þvl þegar það var
byggt, var það hótel á heims-
mælikvarða, Staðsetningin er
mjög góð, húsið er vel byggt og
það er hægt að gera það að
algjöru lúxushóteli. Ég myndi
sakna hennar mjög, ef hún yrði
lögö niður”, sagði Stefán
Reykjalín frá Akureyri.